Morgunblaðið - 14.06.2008, Side 44

Morgunblaðið - 14.06.2008, Side 44
44 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er laugardagur 14. júní, 166. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. (Jh. 14, 17.) Víkverji ákvað á dögunum aðkaupa hjól handa eldri syninum og brunaði í Húsasmiðjuna. Þar var þetta fína hjól á þessu líka fína verði en vandinn var liturinn, sonurinn sætti sig ekki við hann. Þannig að far- ið var til Byko. Þar fann sonurinn hjól sem kostaði um 6.000 krónum meira en Víkverji hafði hugsað sér að eyða og kostaði tíu þúsund krónum meira en hjólið í Húsasmiðjunni. Sjálfsagt var Byko-hjólið betra að einhverju leyti, það hlýtur bara að vera. Jæja, hugsaði Víkverji, ég fæ þó viðskipta- mannsafsláttinn minn, 10% verða slegin af verði við kassann. En þegar á kassann var komið var Víkverji rukkaður um fullt verð og tilkynnt að þar sem hjólið væri á tilboði væri eng- inn afsláttur. „Tilboði?“ spurði Vík- verji. Jú, á miða sem hékk á hjólinu stóð TB og svo nafn hjólsins. Ekki kannaðist Víkverji við þá skamm- stöfun í íslensku máli. TB þýðir víst tilboð. Víkverji tók að kvarta og þá kom starfsmaður æðri kassadrengn- um og sagði það koma fram í bækl- ingi Byko að hjólið væri á tilboði. „En ég er ekki með bæklinginn, ég er í búðinni!“ svaraði Víkverji pirraður og átti greinilega að hafa lagt á minnið öll tilboð Byko sem birst hafa í bæklingum. Víkverji hefur til þessa haldið að skýra þyrfti út hvers vegna tilboð er tilboð. Reiðhjólið hlýtur að vera á lægra verði en venjulega fyrst það er á tilboði. Hið upphaflega verð kom hins vegar hvergi fram. Við nán- ari eftirgrennslan á vef Byko kemur svo í ljós að annað hvert reiðhjól er merkt TB, s.s. á tilboði. x x x Í reglum sem finna má á vef Neyt-endastofu, um útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði, segir: „Í auglýsingum sem og á sölu- stað, þ.m.t. netverslun, skal tekið skýrt fram hvaða vörur eða þjónusta er seld á lækkuðu verði. Þegar vara eða þjónusta hefur verið seld á lækk- uðu verði í sex vikur skal lækkað verð vera venjulegt verð.“ Er TB skýr merking? vikverji@mbl.is Víkverjiskrifar Reykjavík Aron Þór fæddist 5. apríl. Hann vó 4.800 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Fanney Dögg Ólafs- dóttir og Guðmundur Sæv- arsson. Systir hans er Andr- ea Rós. Reykjavík Óttar Örn fæddist 4. apríl kl. 10.08. Hann vó 3.930 g og var 52 cm langur. Hann er 3. sonur Herdísar Þorláksdóttur og Sigurðar M. Jónssonar og býr í Kópa- vogi. Akureyri Aron Gunnar fædd- ist 15. janúar kl. 7.02. Hann vó 3.290 g og var 53 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Ingi Snorri Bjarkason og Dagný Gunnarsdóttir. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 möguleikinn, 8 eldiviðurinn, 9 borga, 10 keyra, 11 bætt, 13 stelur, 15 hestur, 18 frásögnin, 21 glöð, 22 seint, 23 afrakstur, 24 óhugnanlegt. Lóðrétt | 2 heiðarleg, 3 starfsgrein, 4 heldur, 5 gyðja, 6 bolli, 7 skordýr, 12 bors, 14 veina, 15 remma, 16 heiðursmerki, 17 rifa, 18 syllu, 19 botnfall, 20 ró. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 trýni, 4 gætur, 7 fauti, 8 tóman, 9 nói, 11 afar, 13 átta, 14 okann, 15 túlk, 17 agar, 20 áta, 22 kopar, 23 liðug, 24 nauts, 25 augun. Lóðrétt: 1 tyfta, 2 ýsuna, 3 iðin, 4 geti, 5 tómat, 5 renna, 10 ólatt, 12 rok, 13 ána, 15 tækin, 16 loppu, 18 geðug, 19 ragan, 20 árós, 21 alda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Rdb5 d6 7. Bf4 e5 8. Bg5 a6 9. Ra3 b5 10. Rd5 Be7 11. Bxf6 Bxf6 12. c3 O–O 13. Rc2 Bg5 14. Be2 Re7 15. Rxe7+ Dxe7 16. Rb4 f5 17. exf5 Bxf5 18. O–O Kh8 19. Rd5 Db7 20. Bf3 e4 21. Be2 Be6 22. Re3 d5 23. Bg4 Bg8 24. Rc2 Hae8 25. De2 Bf4 26. Rd4 Bb8 27. g3 b4 28. cxb4 Dxb4 29. Had1 Be5 30. Dd2 Db6 31. b4 Hf6 32. a3 Hef8 33. De3 a5 34. bxa5 Dxa5 35. Hd2 Bd6 36. Rb3 Dxa3 37. Ha1 Staðan kom upp á Pivdennybanka atskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Odessa í Úkraínu. Boris Gelfand (2723) hafði svart gegn Mikhail Gol- ubev (2474). 37… d4! 38. Dxd4 Dxb3 39. Hb2 Dd3 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Dæmdur maður. Norður ♠53 ♥KD86 ♦ÁD984 ♣D9 Vestur Austur ♠D1092 ♠KG876 ♥G954 ♥Á2 ♦G7 ♦K652 ♣854 ♣73 Suður ♠Á4 ♥1073 ♦103 ♣ÁKG1062 Suður spilar 3G. Lev Stansby sá fljótt að hann var dæmdur maður – dæmdur til að gefa Jeff Meckstroth níunda slaginn í þrem- ur gröndum. Spilið er frá viðureign Nickells og Strul í bandarísku lands- liðskeppninni. Stansby var í austur og lagði grunn að eigin örlögum með því að opna létt á 1♠. Meckstroth sagði 2♣, Martel í vestur stökk hindrandi í 3♠, sem Rodwell doblaði neikvætt og Meckstroth lauk sögnum með 3G. Spaðatían út. Meckstroth dúkkaði ♠10, fékk næsta slag á ♠Á og tók öll laufin. Ef austur hendir spaða er einfalt mál að sækja níunda slaginn á hjarta og Stansby gerði örvæntingarfulla tilraun til að hnekkja spilinu með því að fara niður á ♦K blankan. En Meckstroth vissi hvorum megin hryggjar ♦K lá og veiddi fósa undir ásinn. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Rangar spurningar leiða til enn meira öngþveitis. Ef þú spyrð réttu spurn- inganna óma svörin eins og kirkjuklukkur – augljós og fagnaðurinn er stórkostlegur. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert svo fram úr hófi tjáning- arríkur þessa dagana að þú ert dæmdur til að segja eitthvað sem ekki skilar sér. Bara ef það væri hægt að spóla aftur á bak. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Eindagi vofir yfir og þú dregur lappirnar. Atburðir verða að gerast þegar þér þóknast, annars ertu ekki með. Ein- hver háttsettur hefur dálæti á skapi þínu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Sumt sem fellur undir skilgrein- inguna um velgengni eykur ekki endilega á lánsemi þína. Hafðu í huga að velgengni getur þýtt eitthvað allt annað í þínum huga en annarra. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ástin getur verið eins og sprauta. Ef maður heldur að hún eigi eftir að meiða mann, gerir hún það. Hugsaðu eitthvað fal- legt og andaðu. Þetta verður frábært. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Í því félagslega þrepi sem meyjan tilheyrir, eru vináttusambönd bæði náin og ekkert mjög. Einhver gerir eitthvað í dag, sem færir hann nær þér. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Himintunglin líta háttvísi vogarinnar með velþóknun, nema í ástum. Þú átt rétt á því að vera ósanngjarn annað veifið. Biddu um það sem þú raunverulega vilt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Skopparaboltar njóta almennr- ar hylli af góðri ástæðu. Leyfðu hinu eilífa barni sem býr innra með þér að koma út að leika. Það er svo gaman! (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Veldu félagsskap þeirra sem lyfta geði þínu og laða fram það besta í þér. Þú átt eftir að elska þann sem kemur fram. Mundu eftir að hrósa sjálfum þér í kvöld. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ef þú hefur tekið að þér verkefni sem er svo stórt að þú veist ekki hvar þú átt að byrja, ertu snillingur. Þú átt að ein- beita þér að miklum viðfangsefnum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það sem kemur úr þér þessa dagana er gætt enn meiri áhrifamætti en ella og breytir heiminum. Veldu orð þín vel – þau búa yfir mætti til að bölva eða blessa. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Af hverju skyldi svokallaður frítími þreyta þig meira en vinna? Það sem þú þarft á að halda er að fá að vera í friði með sköpunargyðjunni og innblæstrinum. Stjörnuspá Holiday Mathis 14. júní 1949 Þyrlu var flogið á Íslandi í fyrsta sinn. Þetta var tveggja sæta „helecopter-flugvél“ af Bell-gerð. Hún hafði verið flutt til landsins svo hægt væri að reyna slíka flugvél við björg- unarstörf og strandgæslu. 14. júní 1958 Sementsverksmiðja ríkisins á Akranesi var vígð með viðhöfn. Í forystugrein Morgunblaðsins var sagt að gamall óskadraum- ur hefði ræst og að það væri búhnykkur fyrir Íslendinga að eignast slíka verksmiðju. 14. júní 1975 Ferjan Smyrill kom til Seyð- isfjarðar í fyrsta sinn með fimmtíu farþega og tíu bíla. Þar með hófust ferju- samgöngur milli Færeyja og Ís- lands. Norröna tók við af Smyrli árið 1983. 14. júní 1980 Stan Getz tenórsaxófónleikari lék með djasskvintett sínum á Listahátíð í Laugardalshöll. „Fögnuðurinn var mikill – og ekki að ástæðulausu,“ sagði í Morgunblaðinu. 14. júní 1986 Fyrsta hjartaaðgerðin var framkvæmd hér á landi, á Landspítalanum. Sá sem fór í þessa aðgerð var Valgeir G. Vilhjálmsson, 63 ára kennari. Heimild: Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá … Gunnar Júlíus Þorvaldsson frá Skerðings- stöðum í Grund- arfirði verður 90 ára í dag 14. júní. Hann tekur á móti vinum og ættingjum frá klukkan 14 til 16 á heimili sínu Grettisgötu 58B. 90 ára FAÐIR túrismans í Vestmannaeyjum, Páll Helga- son, er 75 ára í dag. Hann er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og er búsettur þar í dag. Móðir Páls er Guðrún Stefánsdóttir en faðir hans var Helgi Benediktsson, útgerðarmaður. Páll er einn átta barna sem þau eignuðust saman. Páll segir að einn afmælisdagur sé honum sér- lega minnisstæður. „Þegar ég fór til Hawaii með Sigtryggi bróður mínum til að halda upp á sex- tugsafmæli mitt árið 1993. Sumir grínuðust ein- mitt með að tilgangurinn með ferðinni væri að lengja 59. árið um 10 tíma!“ Páll heldur ýtarlega dagbók og rýnir jafnan í dagblöðin í marga tíma á dag og skráir hjá sér samtímaviðburði. „Ég get eiginlega flett upp á öllum atburðum í lífi mínu. Þetta er tilkomið vegna þess að faðir minn, Helgi Ben, treysti mér oft fyrir forráðum þegar hann þurfti að skreppa burt. Þá kenndi hann mér að skrá atburði niður hjá mér svo ég myndi eftir þeim, er hann snéri aftur.“ Páll segist ennfremur ekki fylgjast með EM í knattspyrnu. „Það er ákveðin ástæða fyrir því. Hér á árum áður keyrði ég öll fótboltafélög sem komu til að keppa í Eyjum. Ég var mjög tapsár fyrir hönd Eyja svo ég ákvað að hætta að fylgjast með leikjunum og spyrja út í úrslit- in. Í dag finnst mér mun betra að liggja yfir góðri bók eða útvarpi en að fylgjast með leikjum, þó ég hafi gaman að fótbolta.“ haa@mbl.is Páll Helgason, ferðamálafrömuður, 75 ára Skráir hjá sér samtímann ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.