Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 20
20 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
BANDARÍKJAMENN sem gefa list-
sköpun upp sem sitt aðalstarf eru
fleiri en þeir sem starfa sem lög-
reglumenn, læknar eða lögfræð-
ingar. Listamenn eru líka tvöfalt
fjölmennara lið en bandaríski her-
inn. Þetta kemur fram í nýrri út-
tekt Bandaríska listasjóðsins.
„Það er algengt að tala um list á
háleitum og andlegum nótum,“ seg-
ir Dana Gioia, formaður sjóðsins, í
samtali við New York Times. „Án
þess að gera lítið úr þeim sjón-
armiðum, þá má ekki gleyma því að
listamenn gegna lykilhlutverki í
menningarlegum þrótti þjóð-
arinnar og efnahagslegri velferð.
Þeir hafa ekki síður fjárhagsleg og
félagsleg áhrif en menningarleg.“
Tvær milljónir listamanna
Tölurnar miðast við árið 2005 og
þá gáfu tvær milljónir Bandaríkja-
manna upp störf í listgreinum við
gerð manntals. Samanlögð árslaun
þeirra allra voru 70 billjónir banda-
ríkjadala eða 5500 milljarðar ís-
lenskra króna. Meðalmán-
aðarlaunin voru tæplega 230
þúsund íslenskar krónur.
Einu stéttir listamanna þar sem
konur eru í meirihluta eru dans-
arar, rithöfundar og hönnuðir.
Karlmenn eru enn 60 prósent ljós-
myndara, en það gæti breyst á
næstu árum, því kynjahlutfallið
snýst við hjá yngra fólki en 35 ára.
New York ríki státar af hæsta
hlutfalli listamanna af íbúum, en ef
litið er til einstakra listgreina eru
leikarar fjölmennastir í Kaliforníu,
dansarar og skemmtikraftar í
Nevada, rithöfundar í Vermont og
tónlistarmenn í Tennessee.
Fleiri lista-
menn en
hermenn
Reuters
Fótafimi Konur eru í meirihluta í
stétt dansara í Bandaríkjunum.
NORRÆNA húsið
var opnað 24. ágúst
1968 og er því 40 ára
í ár.
Í dag klukkan 16
verður opnuð sýn-
ingin 5x8 – 1968 í anddyri hússins þar sem opn-
unarárs hússins verður minnst.
Sýningin er sú fyrsta í röð fimm sýninga um
starfsemi hússins á áratugaafmælum þess allt til
dagsins í dag.
Húsið er hannað af finnska arkitektinum Aalvar
Aalto og á sýningunni verður hugmyndin að baki
tilurð hússins rakin og þróun byggingarinnar skoð-
uð. Starfsemi hússins á fyrsta starfsári verður rak-
in og sett í samhengi við atburði heima og erlendis.
Saga
Merkisafmæli
Norræna hússins
Norræna húsið.
Í ÁR eru 100 ár liðin frá fæð-
ingu Sigurjóns Ólafssonar
myndhöggvara og í dag klukk-
an 14 verður opnuð sýning á
list hans í Búrfellsstöð í Þjórs-
árdal.
Þar gefur að líta valin verk
Sigurjóns og fróðleik um
vinnubrögð hans við gerð lág-
myndarinnar sem prýðir fram-
hlið Búrfellsstöðvar, en hún er
stærsta lágmynd á Íslandi og hefur löngu skapað
sér sess í huga Íslendinga sem einkennismynd
fyrir fyrstu stórvirkjun landsins.
Sýningin verður opin alla eftirmiðdaga í sumar
og aðgangur er ókeypis.
Myndlist
Gerð stærstu lág-
myndar Íslands
Sigurjón Ólafsson
Í DAG klukkan 13
verður opnuð sýningin
Ó-líKINDi sem er
sumarsýning Minja-
safns Austurlands að
þessu sinni.
Sýningin er partur
af samstarfsverkefni
þriggja safna, Minja-
safns Austurlands, Museum Nord í Vesterålen í
Noregi og Donegal County Museum í Donegal-
sýslu á Írlandi. Þema sýningarinnar er að varpa
ljósi á hlutverk sauðkindarinnar og afurða hennar
á þessum þremur svæðum. Sjónunum er sér-
staklega beint að íslensku lopapeysunni þar sem
hún þykir sameina fyrrnefnda þætti vel.
Fræði
Sauðkindin og
lopapeysan
Tónlistarbærinn Ísafjörður blæs til tónlistarhátíðar í næstu viku
Morgunblaðið/G. Rúnar
Við Djúpið Greipur Gíslason, verkefnastjóri hátíðarinnar, og Tinna Þor-
steinsdóttir, listrænn stjórnandi, eru á leiðinni vestur til Ísafjarðar.
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
FRAMLÖG úr Styrktarsjóði Guð-
mundu Andrésdóttur voru veitt í
gær og námu samtals 7,2 milljónum
króna. Fjórir listamenn fá styrki til
framhaldsnáms að þessu sinni og
eru það tvöfalt fleiri en áður. 1,8
milljónir koma í hlut hvers þeirra
Berglindar Jónu Hlynsdóttur,
Bjarka Bragasonar, Hye Joung
Park og Irene Bermudez.
Að sögn Halldórs Björns Runólfs-
sonar, safnstjóra Listasafns Íslands,
er ástæða hækkuninnar sú að sjóð-
urinn hefur ávaxtast vel að und-
anförnu og því mögulegt að tvöfalda
framlög. Stjórn sjóðsins, sem er
skipuð safnráði Listasafns Íslands,
vildi fjölga styrkþegum frekar en að
hækka styrki og segir Halldór Björn
að það hafi verið gert vegna þess að
umsóknir þessara fjögurra lista-
manna hafi verið í sérflokki. „Þau
eru öll þegar búin að eiga alveg ótrú-
lega glæsilegan feril þótt þau séu
kornung. Þau hafa tekið þátt í sýn-
ingum bæði heima og erlendis með
frábærum árangri og hafa sýnt af
sér bæði kjark og þor.“
Samkvæmt erfðaskrá Guðmundu
Andrésdóttur listmálara var stofn-
aður styrktarsjóður í hennar nafni
sem er í vörslu Listasafns Íslands.
Markmið hans er að styrkja og
hvetja unga listamenn til náms og er
þetta í þriðja sinn sem úthlutað er.
Fjórir ungir listamenn fengu úthlutað úr Styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur í gær
Tvöfalt
fleiri
styrkir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Styrkþegar Sæl og glöð í Listasafni Íslands í gær að lokinni afhendingu.
Berglind Jóna er 28
ára og útskrifaðist
frá LHÍ fyrir tveim-
ur árum. Hún hefur
komið að sýning-
arstjórn á Mið-
baugur og Kringla
og Hið breiða holt og sýndi þar
jafnframt eigin verk. Hún tók líka
þátt í sýningunni Bæ bæ Ísland.
Hún hyggur á nám í Frankfurt.
Berglind Jóna
Hlynsdóttir
Hye er 31 árs og
hefur lokið einu ári í
framhaldsnámi við
Slate School of Arts
í London og útskrif-
ast þaðan að ári.
Hún útskrifaðist ár-
ið 2005 frá LHÍ og hefur síðan m.a.
haldið sýninguna Stungur í Lista-
safni ASÍ. Hye fékk á síðasta ári
styrk úr Listasjóði Dungals.
Hye Joung
Park
Sýning Bjarka í
Safnasafninu á Sval-
barðsstönd stendur
nú yfir í tengslum
við Listahátíð í
Reykjavík og nefnist
Greinasafn. Hann er
24 ára og stundaði grunnnám í
Reykjavík og í Berlín. Hann er á
leiðinni til Los Angeles til náms við
Californian Institute of Art.
Bjarki
Bragason
Irene hefur nám í
School of Visual
Arts í New York í
haust. „Ég vildi fara
í hnitmiðað mynd-
bandanám,“ segir
hún. Um þessar
mundir undirbýr hún sýningu á
myndbandsinnsetningu á Seyð-
isfirði í sumar. Hún útskrifaðist frá
LHÍ í fyrra og er 25 ára.
Irene
Bermudez
17. júní
Pekka Kuusisto fiðluleikari og
Simon Crawford-Philips píanó-
leikari flytja blandaða efnisskrá
kl. 20 að Hömrum.
18. júní
Íslensk flaututónlist í flutningi
Berglindar Maríu Tómasdóttur
kl. 12:10 í Bryggjusalnum.
19. júní
Anna Guðný Guðmundsdóttir
píanóleikari leikur kafla úr verki
eftir Olivier Messiaen kl. 12:10 í
Bryggjusalnum.
20. júní
Håkon Austbø píanóleikari leik-
ur hluta úr verkum eftir Grieg kl.
12:10 í Bryggjusalnum.
21. júní
kl.17 að Hömrum
Hanna Dóra Sturludóttir sópran
og píanóleikarinn Kurt Kopecky
píanó flytja blandaða efnisskrá.
23. júní
Klukkan 12:10 flytja fiðluleikar-
inn Una Sveinbjarnardóttir og
Tinna Þorsteinsdóttir píanóleik-
ari fiðlutónlist frá 20. öld í
Bryggjusalnum.
Klukkan 20 leikur Håkon Austbø
verk eftir Grieg, Debussy og
Messiaen að Hömrum.
Tónleikadagskrá
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Við Djúpið
hefst í næstu viku á Ísafirði. Þetta er
í sjötta sinn sem hátíðin er haldin og
eins og áður er sérstök áhersla lögð
á masterklassa auk tónleikahalds.
Nemendur koma víða að, enda eru
námskeiðin kynnt í samstarfsháskól-
um LHÍ og nemendur skólans fá
þau metin til eininga.
Listrænn stjórnandi hátíðarinnar,
Tinna Þorsteinsdóttir sótti sjálf
masterklassa þegar hún var í námi.
„Þetta heldur manni við efnið og er
algjör vítamínsprauta. Það myndast
sérstakur andi þegar svona hópur
kemur saman. Við á Ísafirði höfum
þurft að henda þeim út úr skólastof-
unum svo þau hætti að æfa og vinni
ekki yfir sig.“
Tinna segir Ísfirðinga duglega að
sækja hátíðina. „Það er alveg ein-
stakt, þeir koma og hlusta á allt frá
djassi yfir í hörðustu nútímatónlist.
Ísafjörður hefur alltaf verið mikill
tónlistarbær, allt frá því að fyrsti
tónlistarskóli landsins var stofnaður
hér.“
Tveir erlendir kennarar sækja há-
tíðina heim í ár. Fiðluleikarinn
Pekka Kuusisto var fyrsti Finninn
til þess að vinna Sibeliusar-keppnina
í heimalandi sínu og leikur einnig
með eigin rokkhljómsveitum.
Norðmaðurinn Håkon Austbø á
þrjátíu ára feril að baki sem píanó-
leikari og hefur bæði unnið Mess-
iaen-keppnina í Frakklandi og Grieg
verðlaunin norsku.
Vítamín fyrir vestan