Morgunblaðið - 14.06.2008, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 31
LAGASETNING
um frístundabyggð
hefur verið í undirbún-
ingi frá árinu 2006, en
breytingar á jarðalög-
um og breytt efna-
hagsástand, gerði það
að verkum að sterkir
fjárfestar höfðu keypt
upp lönd og leigu-
samninga. Nokkrir gengu hart
fram í að krefja leigutaka um kaup
á lóðum að loknum leigusamn-
ingum jafnvel yfir markaðsverði
eða að fjarlægja sumarhúsin ella.
Áður friðsæl samskipti bænda við
leigutaka breyttust á einstaka
svæðum í hagsmunaárekstra og
þvingunaraðgerðir. Að óbreyttu
mátti sjá að leiguformið, sem
Bændasamtökin hafa mælt með á
liðnum árum, ætti ekki langa líf-
daga. Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lags- og tryggingamálaráðherra
lagði fram frumvarp um frí-
stundabyggð sl. haust og var mál-
inu vísað til félags- og trygginga-
nefndar til úrvinnslu. Mikil
gagnrýni kom á frumvarpið þar
sem halla þótti um of á landeig-
endur og m.a. ályktaði Bún-
aðarþing gegn frumvarpinu. Nefnd-
in gerði sér fljótt ljóst, eftir
umsagnir og viðtöl við hags-
munaaðila, að ekki yrði sátt um
frumvarpið óbreytt. Ég sannfærðist
fljótt um mikilvægi þess að sett
yrðu lög um samskipti leigjenda og
landeigenda, form leigusamninga
og almennt um með hvaða hætti
ætti að vera heimilt að semja er
langtímalóðarleigusamningar rynnu
út. Mikil vinna var lögð í að end-
urbæta frumvarpið með það að
leiðarljósi að ná fram sem mestri
sátt milli Bændasamtakanna og
Landssambands sumarhúsaeigenda
og leitaði nefndin til þessara aðila
við endurskoðun frumvarpsins.
Lagt var til grundvallar að meg-
inreglan ætti ávallt að vera sú að
aðilar semdu í frjálsum samningum
um leigu, afnot og reglur varðandi
lóðir undir frístundahús. Lögin
fjalla síðan um hvað gert skal ef
samkomulag næst ekki. Nið-
urstaðan liggur fyrir
og frumvarpið varð að
lögum nú í vor mót-
atkvæðalaust. Lögin
gilda um leigu á lóð-
um undir frístundahús
sem eru 2 hektarar að
stærð eða minni. Þau
gilda jafnframt um
innbyrðis réttindi og
skyldur umráðamanna
lóða í frístundabyggð
án stærðartakmark-
ana, en frístunda-
byggð er skilgreind
sem a.m.k. 10 lóðir á afmörkuðu
svæði.
Í lögunum er fjallað ítarlega um
form og efni samninga um leigu á
lóð undir frístundahús, um hvað
slíkir samningar eiga að fjalla og
með hvað hætti samskiptum leigu-
taka og landeiganda skuli háttað.
Ljóst er af viðtölum við hags-
munaðila að gildandi samningar
eru með ýmsum hætti og margir
hverjir byggja á persónulegum
samningum, þar sem öll ákvæði eru
fátækleg ef landið skiptir um eig-
endur og til ágreinings kemur. Í
lögunum er listi yfir atriði sem
taka þarf afstöðu til við gerð slíks
samnings, s.s. hvort samningur er
tímabundinn eður ei, hvernig haga
ber framlengingu, forkaupsrétt og
greiðslu kostnaðar við vatn, raf-
magn, lagningu vega svo eitthvað
sé nefnt. Horfið er frá skilyrð-
islausum rétti leigutaka til að fram-
lengja samning um 25 ár í lok
leigusamnings en þess í stað gilda
reglur um ákveðið ferli ef ekki
semst í frjálsum samningum um
framhald leigu. Reglurnar gilda að-
eins um samninga sem eru til 20
ára eða lengur. Lögin tryggja
leigutaka að ekki er hægt að
þvinga hann til að kaupa land eða
hækka leigu úr hófi við lok leigu-
samnings, en landeigandi á val um
að framlengja leigu til a.m.k. 20 ára
eða krefjast innlausnar á lóðinni.
Við innlausn verður landeigandi að
greiða fyrir frístundahúsið og önn-
ur mannvirki á lóðinni samkvæmt
mati úrskurðarnefndar. Ferlið
hefst tveimur árum áður en leigu-
samningur rennur út og þess gætt
að ekki verði vandræði þó landeig-
andi gleymi að tilkynna óskir sínar
og hefja samninga á tilskyldum
tíma. Í ferlinu geta aðilar samið sín
á milli og kemur þá málið ekki til
úrskurðarnefndar. Úrskurðarnefnd
frístundahúsamála er skipuð af ráð-
herra og fjallar um þau mál sem
skotið er til hennar, s.s. innlausn-
arverð eigna, leiguupphæð og
kaupverð lóðar ef báðir aðila óska.
Nefndin er endanlegur úrskurð-
araðili á þessu stjórnsýslustigi en
hvor aðili fyrir sig getur farið með
mál fyrir dómstóla að loknum úr-
skurði nefndarinnar. Til úrskurð-
arnefndar eiga ekki að fara í gegn
önnur mál en þar sem ágreiningur
er. Lögin fjalla einnig um réttindi
og skyldur í frístundabyggð og lögð
sú skylda á leigutaka að stofna fé-
lag þar sem um sameiginlega hags-
muni er að ræða ef umráðaraðilar
eru fleiri en 5 á svæðinu. Verkefni
og lagarammi félagsins er til-
greindur í lögunum og nær til þátta
eins og lagningu og viðhald vega og
göngustíga, rekstur á sameig-
inlegum svæðum, s.s. leiksvæðum
eða bílastæðum, rekstur á aðveitum
og fráveitum o.fl. Mikilvægt að eig-
endur frístundahúsa og landeig-
endur kynni sér lögin vel en þau
taka gildi strax 1. júlí nk. Í lög-
unum er ákvæði til bráðabirgðar
sem fjallar um gildandi samninga
þar sem skemmri tími en tvö ár
eru eftir af samningi. Leigutaki á
þá rétt á framlengingu samnings
um eitt ár á meðan samið er um
hvað taki við við lok leigusamnings.
Vonandi ná þessi lög þeim tilgangi
sínu að tryggja enn betur eðlileg
samskipti landeigenda og leigutaka.
Lögunum er ætlað að tryggja
meira jafnræði við samningagerð
um leið og gefinn er kostur á úr-
ræðum ef samningar nást ekki.
Lög um frístundabyggð og
leigu lóða undir frístundahús
Guðbjartur
Hannesson skrifar
um ný lög um
frístundabyggð
»Ný lög voru sam-
þykkt á Alþingi nú í
vor um leigu á sumarbú-
staðalóðum og réttindi
og skyldur umráða-
manna lóða
í frístundabyggð.
Guðbjartur Hannesson
Höfundur er alþingismaður
Samfylkingar í NV-kjördæmi og
formaður félags- og
tryggingamálanefndar
DAGURINN 15. júní 2008 er
merkisdagur í langri sögu Sveitarfé-
lagsins Garðs. Þennan dag fagnar
sveitarfélagið 100 ára afmæli sínu
sem sjálfstætt sveitar-
félag. Garður á sér
merka sögu og eðlilegt
að fagna vel þessum
tímamótum. Á síðustu
árum hafa tvær til-
raunir verið gerðar til
sameiningar við önnur
sveitarfélög. Mikill
meirihluti Garðmanna
hafnaði því að verði
hluti af stærri heild,
enda á sveitarfélagið
alla möguleika til að
standa á eigin fótum
hér eftir sem hingað til.
Á síðustu kjörtímabilum átti sér
stað mikil uppbygging. Segja má að
krafturinn í uppbyggingunni hafi
hafist með byggingu Íþrótta-
miðstöðvarinnar árið 1993. Til að
eiga möguleika á að efla byggð-
arlagið var nauðsynlegt að horfa til
þess að þjónustan væri bætt.
Stefna fyrri meirihluta var að
bjóða ódýrar byggingarlóðir og
halda álögum í eins miklu lágmarki
og hægt væri. Það sýndi sig að
smám saman skilaði þessi stefna sér
í aukinni ásókn í byggingarlóðir og
íbúum fjölgaði jafnt og þétt.
Sumum fannst djarft teflt og að
sveitarfélagið væri
skuldsett allt of mikið.
Sveitarstjórnarmenn
vissu að óhætt var að
fara út í miklar fjárfest-
ingar og það tókst án
þess að til þyrfti að
koma sala fasteigna.
Sveitarstjórnarmenn
vissu einnig af þeirri
miklu baktryggingu
sem eignin í Hitaveitu
Suðurnesja var.
Ákvörðun bæj-
arstjórnar að selja
eignina í Hitaveitu Suðurnesja hefur
gjörbreytt allri fjárhagsstöðu sveit-
arfélagsins til hins betra. Það var
örugglega skynsamlegt að losa
þessa miklu eign og breyta í pen-
inga.
Sveitarfélagið Garður á alveg gíf-
urlega möguleika í framtíðinni á að
gera góða hluti og laða að sér nýja
íbúa. Möguleikar hljóta nú að vera
fyrir hendi til að láta núverandi íbúa
njóta þess í ríkara mæli hversu fjár-
hagsstaðan er góð.
Ég starfaði sem framkvæmda-
stjóri í sveitarfélaginu í 16 ár, sem
ég er þakklátur fyrir að hafa fengið
tækifæri til. Það var ánægjulegt að
sjá á þessum árum hversu sveitarfé-
lagið breyttist og náði að vaxa og
dafna.
Það er mjög gaman að hafa verið
síðasti sveitarstjórinn í Gerðahreppi
og svo fyrsti bæjarstjórinn í Sveitar-
félaginu Garði.
Á þessum tímamótum óska ég
Garðmönnum innilega til hamingju
með 100 ára afmæli sveitarfélagsins.
Vonandi á Garður eftir að blómstra
sem mest um ókomna framtíð.
Sveitarfélagið Garður
100 ára
Sigurður Jónsson skrifar
í tilefni af 100 ára afmæli Garðs
Sigurður Jónsson
»Möguleikar hljóta nú
að vera fyrir hendi
til að láta núverandi
íbúa njóta þess í ríkari
mæli hversu fjárhags-
staðan er góð.
Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og
Gnúpverjahrepps.
ÞÓTT gert sé grín
að því í mörgum fram-
haldsskólum landsins
að enginn friður sé í
skólastarfinu, vegna
þess að stöðugt sé
verið að gera kerf-
isbreytingar, má það
kallast eðlilegt að
framhaldsskólalögin
séu endurskoðuð enda
eru þau orðin 12 ára
gömul. Undirritaður
hafði því miður ekki
tækifæri til þess að
koma með umsögn um
hið nýja frumvarp
menntamálaráðherra
en gerir það nú. Tekið
skal fram að undirrit-
aður er forstöðumaður
Kvikmyndaskóla Ís-
lands og því í forsvari
fyrir einkaskóla á
framhaldsskólastigi.
Jafnframt er hann
sjálfstæðismaður og
mjög áfram um að
grundvallarstefnu
flokksins sé fylgt.
Einkskólum gert
hærra undir höfði
Almennt má segja
um lögin að þau séu vel samin.
Grunnurinn er tekinn úr gömlu
lögunum sem voru á margan hátt
ágæt (Björn Bjarnason 96). Sumt
hefur verið útfært nánar. Má þar
nefna ákvæðið sem Kvikmynda-
skólinn sækir sinn starfsgrundvöll
til, þar sem ráðherra er veitt
heimild til að veita öðrum skólum
en ríkisskólum starfsleyfi. Þetta
ákvæði fellur nú undir sérstakan
lið, strax í 3. kafla (12. gr.), en var
áður undir ýmis ákvæði (39. gr.).
Breytingin á inntaki lagatextans
er hins vegar ekki mikil en reglu-
gerðin sem sett var 1999 virðist
hafa verið færð inn í hann. Það
eru hér engin sérstök nýmæli til
einkaskóla, önnur en þau að ráðu-
neytið ætlar að skapa sér skýrari
verklagsreglur í afgreiðslu mála
og er það vel. 13. greinin er reynd-
ar nýmæli þar sem einkaskólar
eru skikkaðir til að ráða skóla-
meistara sem hafi lögbundna
menntun. Það er allt gott um það
að segja. Þessi hluti laganna boðar
því ekki miklar breytingar við
fyrstu sýn, þó að vissulega sé
einkaskólum gert hærra undir
höfði en áður innan lagatextans.
Stóru tíðindin sem lúta að starf-
semi Kvikmyndaskólans og ann-
arra sérnámsskóla er fólgin í því
að fjöldi skyldueininga í bóklegum
fögum er minnkaður verulega.
Einingar sem teknar eru í sérskól-
unum nýtast því betur en áður til
stúdentsprófs og er það mikil
framför.
Eitt meginmarkmið laganna er
að minnka miðstýringu í fram-
haldsskólakerfinu. Það er gert
með því að færa námskrárgerðina
til skólanna. Nú verður hætt að
gefa út staðlaðar aðalnámskrár en
skólunum verður gert að móta
námsframboð sitt sjálfir. Líklega
mun þetta verða til þess að auka
framboð náms og væntanlega létt-
ir þetta vinnu af þeim ráðuneyt-
inu. En reyndar er nú gert ráð
fyrir einu nýju stöðugildi í ráðu-
neytinu til að yfirfara og staðfesta
skólanámskrár.
Aukin miðstýring
fjármagns
Það sem við sækjumst eftir er
að fá raunverulega fjölbreytni í ís-
lenskt skólakerfi. Við viljum að
nemendur/foreldrar
hafi alltaf um marga
kosti að velja. Áður
en barn hefur nám í
grunnskóla þá eiga
að hellast inn auglýs-
ingabæklingar um
alla þá skólamögleika
sem í boði eru. Þann-
ig á það vera á öllum
skólastigum. Til þess
að þessi fjölbreytni
komist á verður að
vera til hvati hjá
fleirum en ríkinu, að
stofna nýja skóla. Því
miður sé ég ekki í
lögunum að neinir
sérstakir hvatar séu
til þessa.
Ríkið hefur tekið
að sér að vera helsti
kaupandi menntunar
í landinu, en um 90%
af tekjum framhalds-
skólanna koma frá
því. Yfir 90% af skól-
um á markaði eru
opinberir skólar
þannig að ríkið á
fyrst og fremst í við-
skiptum við sjálft sig.
Einkaaðili sem ætlar
að sækja inn þá
þennan markað hefur
enga möguleika aðra
en að fara í röðina
hjá mennta-
málaráðuneytinu. Þar
getur biðin stundum orðið löng og
eins gott að vera úthaldsgóður.
Staðreyndin er sú að lögin taka
ekkert á hinni algjöru miðstýr-
ingu sem á sér stað varðandi út-
hlutun fjármuna til skólahalds.
Þrátt fyrir reiknilíkön og kerfi
sem búin eru til í kringum úthlut-
unina hindra þau ekki að allt fjár-
streymi rennur í gegnum hendur
fáeinna embættismanna og allt
fjármagn er rígbundið og eyrna-
merkt. Allar breytingar eru þung-
ar í vöfum og lítill sveigjanleiki.
Þetta vinnur reyndar bæði gegn
einkaskólunum og opinberu skól-
unum. Í raun má segja að nýju
lögin beri með sér aukna miðstýr-
ingu fjármuna þar sem viðbót-
arkostnaður í tengslum við hin
nýju lög eru áætluð nálægt 2
milljörðum króna.
Viðskiptafrelsi
skólanna
Nú ætla ég ekki að draga dul á
að ég er aðdáandi Þorgerðar
Katrínar og tel hana afrekskonu á
marga lund. Sameining Tæknihá-
skólans og Háskólans í Reykjavík,
Kennaraháskólans og Háskóla Ís-
lands, og nú síðast Fjöltækniskól-
ans og Iðnskólans í Reykjavík eru
engin smávirki. Nýju framhalds-
skólalögin sýna líka pólitískt út-
hald, því ekki má gleyma að til-
lögur um styttingu náms til
stúdentsprófs fengu mikla and-
stöðu þegar þær voru fyrst kynnt-
ar. Þorgerður Katrín fæst við
breytingastjórnun á háu stigi og
vinnur við að koma á stórum kerf-
isbreytingum á skólakerfinu.
Ég vil hins vegar sjá ráðuneyti
sjálfstæðismanna ganga lengra í
að draga úr miðstýringunni með
því að auka frelsið frá ríkisvaldinu
enn frekar, með breyttu aðgengi
að fjármagni og raunverulegri
samkeppni á milli skóla um nem-
endur. Alvöruárangur mun ekki
nást fyrr en skólarnir hljóta raun-
verulegt viðskiptafrelsi. Þetta eru
gamalgróin sannindi frjálshyggj-
unnar og við eigum ekkert að
þurfa að skammast okkar fyrir
þau.
Nýju framhalds-
skólalögin og
miðstýringin
Böðvar Bjarki
Pétursson skrifar
um endurskoðun
framhaldsskólalaga
Böðvar Bjarki
Pétursson
» Stóru
tíðindin
sem lúta að
starfsemi
Kvikmynda-
skólans og
annarra
sérnámsskóla
er fólgin í því
að fjöldi skyldu-
eininga
í bóklegum
fögum er
minnkaður
verulega.
Höfundur er
forstöðumaður
Kvikmyndaskóla Íslands.