Morgunblaðið - 14.06.2008, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 23
ill árangur í Reykjavík á undanförnum árum
og misserum. Það er fyrsta meirihlutanum að
þakka sem kom mörgum góðum verkum í
framkvæmd, það er hundrað daga meirihlut-
anum að þakka sem gerði reyndar lítið annað
en að halda í horfinu enda hafði hann lítinn
tíma. Svo höfum við í nýja meirihlutanum ver-
ið að gera fína hluti. Og það eru auðvitað
verkin sem skipta mestu máli.“
Hvað hefur nýr meirihluti verið að gera?
„Reykjavíkurborg hefur aldrei skilað árs-
reikningi þar sem staðan er í viðlíkingu við
það sem nú er. Við erum að skila 16 milljarða
króna afgangi sem er einn besti árangur sem
sveitarfélag hefur nokkurn tímann náð. Þegar
efnahagsástand í landinu er þannig að fjöl-
skyldur og einstaklingar hafa raunverulega
áhyggjur af hag sínum er mjög mikilvægt að
Reykjavíkurborg sendi þau skilaboð að hún
geti áfram staðið vörð um þjónustuna og
tryggi að sá aðbúnaður sem boðið hefur verið
upp á standist og haldi. Þetta eru grundvall-
arskilaboð til borgarbúa.
Við höfum leyst mörg brýn skipulagsmál í
borginni í miklu betri samstöðu en lengi hefur
verið gert. Í fyrsta skiptið í mörg ár hefur
tekist að breyta ásýnd Laugavegarins, og það
hefur gerst á þremur mánuðum. Ég geng nið-
ur Laugaveginn svo að segja á hverjum degi
og hef séð hann taka jákvæðum breytingum
frá degi til dags. Ég vil líka nefna umhverf-
ismálin sem við höfum tekið fastari tökum en
gert hefur verið í mörg ár. Áherslur þar boða
að Reykjavík ætlar að vera í forystu í um-
hverfismálum. Við höfum kynnt framsækn-
ustu stefnu sem kynnt hefur verið í leikskóla-
málum undir kjörorðinu Borgarbörn. Við
höfum verið að auka þjónustu við eldri borg-
ara.“
Hef ekki áhyggjur af samstarfinu
Í samstarfi sjálfstæðismanna við Frjáls-
lynda flokkinn í borginni kemur fram ítrek-
aður skoðanamunur, til dæmis varðandi
Vatnsmýrina og skipulagsmál. Heldurðu að
þetta samstarf haldi til loka kjörtímabilsins?
„Það mun halda vegna þess að við erum
með skýran og góðan málefnasamning sem
við fylgjum mjög fast eftir. Það er hörkuerfitt
að búa til slíkan málefnasamning vegna þess
að þá þarf að ræða sig í gegnum mál og kom-
ast að samkomulagi. Það er nokkuð sem við
sjálfstæðismenn gerðum með Ólafi F. Magn-
ússyni en Dagur B. Eggertsson og félagar
höfðu ekki kjark til að gera. Ég held að fall
hundrað daga meirihlutans hafi að hluta til
stafað af því að ekki var gerður málefnasamn-
ingur. Þar komu menn sér ekki saman um
leiðir.
Við erum með þennan málefnasamning, eft-
ir honum vinnum við og munum hvergi hvika
frá honum. Það þýðir ekki að mér leyfist ekki
að segja að ég telji að í framtíðinni verði íbúð-
arbyggð í Vatnsmýrinni eða að Ólafur geti
ekki sagt að hann telji að svo verði ekki. Menn
ganga inn í samstarf sem samstarf en ekki
sem sameiningu og leyfa sér líka að hafa ólík-
ar skoðanir á ákveðnum málum. Mér finnst
mjög gott að vinna með Ólafi. Hann er vand-
virkur, samviskusamur og heiðarlegur og það
er hægt að treysta honum. Ég hef ekki
áhyggjur af þessu samstarfi.“
Hvernig á að lenda REI-málinu?
„Stjórn REI og stjórn Orkuveitunnar eru
að fara yfir málið og ég vonast til að því verði
lent farsællega sem fyrst. Það á að lenda því
þannig að stjórnmálamenn í Reykjavík séu
ekki uppteknir við það að velta fyrir sér fjár-
festingartækifærum í öðrum löndum. Á
stjórnarfundum Orkuveitu Reykjavíkur eiga
menn fyrst og fremst að ræða hvort verið sé
að veita borgarbúum nægilega góða þjónustu
fyrir nægilega sanngjarnt verð. Við-
skiptatækifærin á að ræða annars staðar.
Menn eiga sem minnst að vera í áhætturekstri
með almannafé. Orkuveita Reykjavíkur er öfl-
ugt og mikilvægt fyrirtæki í eigu borgarbúa
og ég held að nauðsynlegt sé að sem fyrst ná-
ist góður friður og sem mest pólitísk sátt náist
um það.“
Hvernig á að létta umferð í borginni? Á að
byggja meira af mislægum gatnamótum og
jarðgöngum?
„Einkabíllinn hefur fengið of mikið vægi. Ef
menn velja að hjóla, ganga eða nota almenn-
ingssamgöngur þá verður aðgangur að vera
greiður. Það hefur ekki verið nægilega hugað
að því. Auðvitað felast lausnir í mislægum
gatnamótum því þær skipta máli fyrir streymi
umferðarinnar. Brýnustu verkefnin þar eru
mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og
Miklubraut og Sundabraut, sem er algjört for-
gangsverkefni í Reykjavík. En við getum ekki
bara boðið upp á stórar stofnæðar sem skera
borgina þvert og endilangt. Ég held að færsla
Hringbrautarinnar hafi verið mistök. Á sínum
tíma studdi öll borgarstjórnin þær fram-
kvæmdir en við höfum séð afraksturinn og
eigum að læra af þeim mistökum. Í borg-
arsamfélagi þarf einnig að huga að minni um-
ferðaræðum. Við viljum ekki breyta Reykja-
vík í bílaborg sem ekki er hægt að njóta vegna
þess að hún er sundurskorin af breiðum um-
ferðaræðum.“
Stjórnmálamenn eiga að
treysta dómgreind fólks
Hvernig viltu sjá miðbæinn þróast?
„Það er búið að friða mörg verðmæt hús í
Reykjavík og við þeim verður ekki hreyft. Í
húsafriðun hefur verið tekist á um eitt og eitt
hús sem hafa tilfinningagildi. Við þurfum að
hugsa í öðru og stærra samhengi og einbeita
okkur að ákveðnum svæðum, svo sem með
ríkari verndun á ákveðnum einkennum borg-
arhverfa og götumyndar. Við eigum að sam-
eina uppbyggingu og verndun með mjög skýr
gæðaviðmið í huga. Miðborg Reykjavíkur á að
vera trú sögu sinni, og trú þeirri sundurleitni
sem gerir hana svo sjarmerandi, en sú sund-
urleitni á ekki að nota sem afsökun til að gera
ekki vel.
Einhverjir segja að miðborgin sé ljót. Ég
get ekki verið sammála því. Öðru nær, mér
finnst hún einstaklega falleg og sjarmerandi.
Þar eru græn, opin svæði sem eiga að fá að
njóta sín og falleg lítil hús innan um versl-
unarhúsnæði. Þarna er stemning fyrir hinu
smáa. Húsin eru ólík en um leið svipar þeim
saman og fyrir vikið virkar miðborgin mjög
persónuleg. Leyfum þessu að vera að ein-
hverju leyti eins og það er, en samt með nú-
tímaarkitektúr og nútímalausnum. Við eigum
að bera virðingu fyrir því hvað borgin er smá.
Við þurfum að hugsa betur um fegurðina í
hinu smáa á næstum því öllum sviðum í
Reykjavík. Við eigum að fínpússa, bæði í
skipulagi og í þjónustu.“
Hvernig viltu fínpússa þjónustu?
„Við veitum börnum þjónustu og flestir
eldri borgarar fá þjónustu. En hvernig er
þessi þjónusta? Getur verið að konan í þjón-
ustuíbúðum aldraðra vilji annan mat en þann
sem hún fær? Getur verið að litla barnið á
leikskólanum sé þannig stemmt að það vilji
læra ljóð í staðinn fyrir að leika sér í sand-
kassanum? Við veitum þjónustuna, erum með
úrvals starfsfólk og mikinn metnað á okkar
stofnunum en borgarbúar eiga sjálfir að hafa
meira að segja um þá þjónustu sem þeir njóta.
Það er hluti af lífsgæðum foreldra í Reykja-
vík að geta valið barni sínu skóla og það er
hluti af lífsgæðum eldri borgara að geta valið
sér þjónustu. Einstaklingurinn veit sjálfur
hvað honum er fyrir bestu og stjórnmálamenn
eiga að treysta honum. Stjórnmálamenn eiga
ekki bara að hlusta og ákveða síðan fyrir fólk-
ið af því þeir telja sig vera alvitra. Stjórn-
málamenn eiga að treysta dómgreind fólks og
segja við það: Þitt er valið. Það er besta leiðin
til að bæta þjónustuna og auka natni, næmi og
gæði þjónustunnar.“
Það er kært með Samfylkingu og Vinstri
grænum í borginni. Heldurðu að þar séu
menn búnir að gera samkomulag um að
mynda nýjan meirihluta eftir næstu borg-
arstjórnarkosningar?
„Það veit ég ekki. Það er rétt að nokkuð
kært virðist með þeim. Það kemur mér á
óvart að minnihlutaflokkarnir í Reykjavík láta
eins og Dagur B. Eggertsson sé oddviti
þeirra. Hann er oddviti eins flokks, Samfylk-
ingar, en talar alltaf eins og oddviti alls minni-
hlutans. Óskar Bergsson hefur þarna reyndar
ákveðna sérstöðu, enda er hann í eðli sínu at-
hafnamaður frekar en andófsmaður. Mér
finnst einkennilegt að stjórnmálamaður eins
og Svandís Svavarsdóttir skuli vera sátt við að
standa í skjóli og skugga Dags. Það styrkir
varla stöðu hennar að gefa Samfylkingunni
umboð til að tala fyrir hönd Vinstri grænna.“
Vil ekki láta nudda af mér öll horn
Sumum finnst þú hafa hörkulega ímynd.
Ertu hörkutól?
„Að hluta til er þessi ímynd örugglega rétt.
Ég held að ég sé samt mýkri en margir telja
mig vera. Mér finnst reyndar að konur í
stjórnmálum séu oft sakaðar um að vera
hörkutól ef þær hafa ákveðnar skoðanir.
Stjórnmál eru harður heimur. Ég er í stjórn-
málum af alvöru og nenni ekki að segja hlut-
ina á einhvern annan hátt en mér er eðlislægt.
Mér finnst ekki erfitt að taka ákvarðanir og
mér finnst ekki erfitt að taka af skarið. Í mín-
um huga er það hluti af stjórnmálunum.
Kannski set ég stundum skoðanir mínar fram
af of mikilli hörku og þá er það eitthvað sem
ég þarf að slípa betur. Ég vil samt ekki láta
nudda af mér öll horn, því þá glata ég karakt-
er mínum og orkunni til að berjast fyrir þeim
umbótum sem ég trúi á.“
Þú munt mjög líklega leiða næstu kosninga-
baráttu Sjálfstæðisflokks í borginni. Það mun
mikið hvíla á þér.
„Það er alveg rétt. Ég er að taka ákveðna
áhættu en ég er sátt við það og er sannfærð
um að ég sé að gera rétt. Ég er ekki að tjalda
til einnar nætur. Ég hef í langan tíma litið á
borgarmálin sem minn vettvang. Ég hef verið
að fást við ögrandi verkefni á hverjum einasta
degi. Mér finnst ég komin til að vera. Ég
stefni að því að leiða listann í komandi kosn-
ingum og vonandi áfram og þá sem borg-
arstjóri. Mig langar til að fá tíma til að koma
breytingum í framkvæmd.“
til að vera
Morgunblaðið/Kristinn
Mér finnst reyndar að konur í stjórnmálum séu
oft sakaðar um að vera hörkutól ef þær hafa
ákveðnar skoðanir. Stjórnmál eru harður heimur.
Ég er í stjórnmálum af alvöru og nenni ekki að
segja hlutina á einhvern annan hátt en mér er eðlislægt.
Mér finnst ekki erfitt að taka ákvarðanir og mér finnst
ekki erfitt að taka af skarið. Í mínum huga er það hluti af
stjórnmálunum.
»