Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Írar höfnuðu ígær Lissa-bon-sáttmál-
anum í þjóðar-
atkvæði þrátt
fyrir að hann nyti
stuðnings allra
dagblaða og allra pólitískra
flokka nema Sinn Féin. Sam-
tök atvinnurekenda lögðu
einnig baráttunni fyrir sam-
þykki lið sitt. Að auki fengu
írskir Evrópusinnar því fram-
gengt að felldar voru úr gildi
reglur þess efnis að þegar
mál væri borið undir þjóðar-
atkvæði yrði að senda inn á
heimili upplýsingar þar sem
dregnir væru fram kostir og
gallar.
Með allan þennan stuðning
við Lissabon-sáttmálann
hefði mátt ætla að andstæð-
ingar hans yrðu ofurliði born-
ir, en það var öðru nær.
Lissabon-sáttmálinn er 287
síður og honum er ætlað að
auka skilvirkni Evrópusam-
bandsins. Þar er meðal ann-
ars kveðið á um nýtt embætti
forseta ESB og stöðu yfir-
manns utanríkismála – í raun
utanríkisráðherra. Hann er
tilraun Evrópusambandsins
til breytinga á sjálfu sér eftir
að stjórnarskrá Evrópu var
hafnað í þjóðaratkvæði í Hol-
landi og Frakklandi 2005. Í
millitíðinni var ákveðið að
ekki skyldu haldin fleiri þjóð-
aratkvæði. Í írsku stjórnar-
skránni er hins vegar kveðið á
um að bera skuli allar ákvarð-
anir, sem fela í sér
afsal á fullveldi,
undir þjóðar-
atkvæði og því var
ekki um annað að
ræða þar í landi.
Þrjár milljónir Íra
höfðu atkvæðisrétt fyrir 500
milljónir íbúa í ESB. Í öðrum
aðildarríkjum var málið lagt
fyrir þjóðþingin og hafa 18
samþykkt hann nú þegar.
Niðurstaða atkvæða-
greiðslunnar er reiðarslag og
leiðtogar aðildarríkja ESB og
forustumenn innan sam-
bandsins hörmuðu hana í
gær. Víða mátti heyra þær
skýringar að gjá hefði mynd-
ast milli almennings og elít-
unnar í Evrópusambandinu.
En ráðamenn sögðu einnig að
halda yrði áfram staðfesting-
arferlinu. Það er ekki einfalt
mál því að í raun ættu öll að-
ildarríki ESB að staðfesta
sáttmálann til að hann öðlist
gildi. Hvernig á þá að halda
ferlinu áfram? Á að sam-
þykkja þær breytingar, sem
Lissabon-sáttmálinn felur í
sér, í smáskömmtum? Margt
af því, sem sáttmálinn felur í
sér, hefur þegar tekið gildi.
Hvað sem því líður eru úrslit-
in á Írlandi siðferðislegur
ósigur inn á við og út á við ber
hann því vitni að í stað þess
að Evrópusambandið taki að
sér forystuhlutverk í heim-
inum verði það áfram vett-
vangur glundroða og óein-
ingar.
Þrjár milljónir Íra
höfðu atkvæðisrétt
fyrir 500 milljónir
íbúa í ESB.}
Írskt nei
Undirbúningurað byggingu
nýs fangelsis hef-
ur staðið árum
saman. Í samræmi
við ýtarlega þarfagreiningu
sérfræðinga var stefnt að
byggingu fangelsis á Hólms-
heiði fyrir 64 fanga.
Nú virðist skyndilega sem
öll þessi vinna hafi verið unn-
in fyrir gýg.
Það má furðu sæta ef rétt
er, að nú sé stefnt að því að
stækka fangelsið á Litla-
Hrauni og láta nægja að
byggja gæsluvarðhalds-
aðstöðu í Reykjavík, sem yrði
sambyggð nýjum höfuð-
stöðvum lögreglu. Slík áform
hljóta að teljast mesta óráð.
Því til stuðnings nægir að
minna á sjónarmið Valtýs
Sigurðssonar, fyrrverandi
fangelsismálastjóra og nú
ríkissaksóknara. Á síðasta ári
benti hann á, að reka yrði
afeitrunar- og meðferðardeild
í beinum tengslum við mót-
tökudeild og í náinni sam-
vinnu við starfsfólk SÁÁ.
Hugmyndir um litla gæslu-
varðhaldsdeild og
frekari uppbygg-
ingu á Litla-
Hrauni taka ekk-
ert tillit til þess-
ara faglegu sjónarmiða.
Reynir Hjálmarsson, fanga-
vörður í Hegningarhúsinu,
telur hugmyndina til merkis
um málefnafátæka byggða-
pólitík, sem hitti í mark hjá
sunnlenskum þingmönnum.
Stjórnvöld hafa velt vand-
anum á undan sér í hartnær
fimmtíu ár. Allt frá 1960 hef-
ur átt að reisa gæsluvarð-
haldsfangelsi í Reykjavík. Í
tólf ár, þ.e. frá því að ófull-
nægjandi fangelsi í Síðumúla
var lagt niður, hefur lög-
reglan ekið með gæslu-
varðhaldsfanga 120 km frá
Litla-Hrauni til Reykjavíkur
og til baka, til yfirheyrslu eða
fyrir dóm.
Nú benda fréttir til að enn
eigi að velta fangelsismálum
lengur í kerfinu – og að það sé
gert án tillits til þess, hver
telst besta og faglegasta nið-
urstaðan. Hvaða sjónarmið
önnur gætu þar ráðið?
Slík áform hljóta að
teljast mesta óráð.}Fangelsi á byrjunarreit?
M
ikið hefur verið rætt og ritað
um hvers vegna Hillary
Clinton tapaði fyrir Barak
Obama í Bandaríkjunum. Ef
til vill er hægt að setja veiga-
mestu fréttaskýringuna í eina stutta setningu:
Hillary Clinton er kona.
Fjölmiðlar völdu Barack sem sinn forseta
fyrir löngu og þá þegar var teningunum kast-
að. Kynfæri Hillary, raddbeiting, útlit, eig-
inmaður – ekkert fékk stoppað hina frjálsu
fjölmiðlun upplýsingarinnar í að lýsa Hillary
sem kvendjöfli sem hefði geldandi áhrif á um-
hverfið. Orðin „píka“ og „tík“ fylgja mynd-
skreytingum af Hillary á ýmsum stöðum í
harðsvíruðum árásum kvenfyrirlitningar.
Í glansandi nútímanum þar sem vestrænt
samfélag segir sjálfu sér að jafnrétti sé náð,
með einstaka smávægilegum undantekningum, þykir
flott að skarta konum í áhrifastöðum hér og þar, upp að
vissu marki. Sagan er sú að við séum í raun alltaf á réttri
leið: sjáið bara, kona í valdastöðu!
Á meðan umræðan einkennist af tali um að þetta sé
allt að koma hefur heimsbyggðin aldrei séð jafn megna
og kraftmikla nútímalega þrælasölu. Kynlífsþrælkun og
mansal um allan heim er á rífandi siglingu, nema að því
er virðist á Íslandi þar sem okkur er sagt að þetta sé ekki
vandamál – ekki hér. Á hinu forframaða Íslandi er vændi
heldur ekkert mál. Kaup á vændi eru refsilaus, enda
fáum við reglulegar boðsendingar á öldum ljósvakans
um „hamingjusömu hóruna“ sem liggur glöð og reif und-
ir hvaða karli sem er. Fátt þykir hallæris-
legra nú til dags en að standa fyrir við-
skiptahöftum í meintu frelsi. Ert þú á móti
frjálsum viðskiptum? Á netinu taka nokkrir
karlar sig saman og segja að þessir hallæris
herpings femínistar hérlendis sem séu upp
á kant þurfi bara nokkrar almennilegar ríð-
ingar. Ef þær væru ekki svona ljótar þá
yrði þetta ljúflingsverk. Einn þeirra sem
eru til í tuktið fer síðar í heiðbjart forsíðu-
viðtal jákvæðninnar á meðan femínisti úti í
bæ er spurð hvort hún sé á móti kynlífi þeg-
ar hún gerir athugasemd við að lög um klám
séu brotin. Ef kona vill vera samanherptur
femínisti gæti kona komist að eftirfarandi
niðurstöðu á björtum júnídegi árið 2008:
Mikilhæfri konu sem með þrotlausri vinnu,
hæfileikum og skarpskyggni hefur unnið
sig upp í að keppa um eitt valdamesta stjórnmálaemb-
ætti heims er úthúðað sem „samanherptri píku“ og
„kaldrifjaðri tík“ sem á ekkert gott skilið. Einni einstakri
„hamingjusamri hóru“ í hafsjó af ánauð, þrælkun og við-
bjóði er hampað sem frelsishetju kvenna og óheftra við-
skipta, og skýr áminning til femínista um að hætta tali
um tengsl vændis, mansals og kláms.
Í stuttu máli sagt: Fyrir mannorð konu á opinberum
vettvangi er öruggara að segjast vera fulltrúi „hamingju-
samra hóra“ heldur en að sækjast eftir því að verða
valdamesti stjórnmálaforingi „hins frjálsa heims“. Á ein-
um staðnum ertu „notaleg píka“; á hinum ertu „kaldrifj-
uð tík“. liljagretars@gmail.com
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Pistill
Kaldrifjuð tík eða…?
FRÉTTASKÝRING
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þ
að kann að hljóma eins og
fráleit mótsögn en er
engu að síður staðreynd
að kínverski vinnumark-
aðurinn kann að standa
frammi fyrir skorti á vinnuafli, kunn-
uglegum fylgifiski langvarandi hag-
vaxtar. Um leið gætu ný lög um að-
búnað verkafólks aukið launakostnað
verulega og aukið á þann kostnaðar-
auka sem stöðugar olíuverðs-
hækkanir hafa haft í för með sér. Með
öðrum orðum: Kínverska efnahags-
undrið, sem hefur verið drifið áfram
af miklum útflutningi eins og öll hag-
vaxtarundur Asíu, gæti verið að sigla
úr skeiðinu þegar hagstætt orkuverð
og ódýrt vinnuafl tryggðu því umtals-
vert forskot á vestræna framleiðslu.
Vísbendingu um þetta er að finna í
greiningu erlendra sérfræðinga og
þeirri tilfinningu sem athafnamenn
hafa fyrir þróun kínverska vinnu-
markaðarins.
Stephen Moore, greinarhöfundur
hjá vefútgáfu Modern Plastics, al-
þjóðlegs tímarits um plastiðnaðinn,
víkur að þessari þróun í nýlegri grein,
þar sem hann segir að kínversku hér-
uðin inn til landsins, þaðan sem
vinnuaflið hefur streymt til hafnar-
borganna hin síðari ár, séu byrjuð að
njóta ávaxta hagsveiflunnar. Þetta
þýði að hvatinn til að freista gæf-
unnar í borgunum sé nú minni fyrir
verkamenn en verið hefur.
Ofan á þetta leggist að Kínastjórn
hafi samþykkt róttækar breytingar á
vinnulöggjöf í ársbyrjun, sem meðal
annars kveði á um tvöfaldar yfir-
vinnugreiðslur fyrir vinnu umfram 48
stundir á viku og stofnun verkalýðs-
félaga. Þá öðlist verkafólk réttinn til
að neita því að sinna hættulegum
verkefnum í trássi við reglur um ör-
yggi á vinnustöðum.
Launakostnaður hækkar
um fjörutíu af hundraði
Moore segir launakostnað í Kína
nú sambærilegan við það sem hann er
í mörgum Suðaustur-Asíuríkjum, á
borð við hið ört vaxandi hagkerfi í
Víetnam, auk þess sem skortur á
vinnuafli sé farinn að hamla vissum
iðngeirum í stórborginni Shanghai.
Moore vitnar í Hozumi Yoda, for-
seta Nissei Plastic Industrial, fyr-
irtækis sem framleiðir búnað til
sprautusteypu á plasti, um að nýju
vinnuaflslögin í Kína muni auka
launakostnað um 40 af hundraði.
Sú þróun gæti reynst himnasend-
ing fyrir framleiðslu búnaðar fyrir
vélræna framleiðslu, þar sem manns-
höndin kemur hvergi nærri.
Svo sögunni sé vikið frá plastiðn-
aðinum heyrast raddir af líkum toga
úr ýmsum áttum. Á vefsíðu Shanghai
Daily segir að hækkandi orkuverð sé
farið að hafa mikil áhrif á allan fram-
leiðslukostnað, sem m.a. komi fram í
því að hækkun verðlagsvísitölunnar í
maímánuði (8,2 af hundraði) hafi ver-
ið sú mesta síðan í október 2004.
Rekstrarkostnaðurinn vex hratt
Annað dæmi er að á vefsíðu The
Economic Times er vitnað í nýja
skýrslu svissneska bankans Credit
Suisse um kínverska markaðinn en
þar kemur fram, að meðal mán-
aðarlaun í Kína hafi hækkað um 66 af
hundraði á árunum 2004 til 2007, eða
um helmingi meira en í hinum Asíu-
risanum, Indlandi.
Meta skýrsluhöfundar Credit
Suisse það svo að nýja vinnulöggjöfin
í Kína kunni að leiða til hækkunar á
rekstrarkostnaði í framleiðslugeir-
anum um 15 til 20 af hundraði.
Ný könnun á meðal iðnrekenda í
Guangdong-héraði bergmálar
áhyggjur af þessari þróun. Kom þar
fram að á milli tíu og tuttugu af
hundraði verksmiðja í Guangdong, í
eigu fjárfesta í Hong Kong, hafi
neyðst til að hætta starfsemi vegna
erfiðs rekstrarumhverfis.
Drekahagkerfið glatar
samkeppnisforskotinu
Reuters
Mannhaf Frá stórborginni Beijing. Innanlandsmarkaðurinn gæti nú farið
að vega þyngra, eftir því sem ytri skilyrði til útflutnings verða þyngri.
GOTT DÆMI um áhrif þessarar
þróunar er að himinhár flutnings-
kostnaðurinn hefur nú eytt forskoti
kínverska stáliðnaðarins gagnvart
bandarískri framleiðslu, sem er
hægt og bítandi að verða sam-
keppnishæf við þá kínversku.
Iðnaður í uppnámi
KOSTNAÐURINN við að flytja
fjörutíu feta gám frá Austur-Asíu
til austurstrandar Bandaríkjanna
hefur þegar þrefaldast frá árinu
2000 og mun tvöfaldast á nýjan leik
stefni heimsmarkaðsverð á olíunni í
200 Bandaríkjadali tunnan, að mati
hagfræðingsins Jeffrey Rubin.
Dýrari flutningar
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/