Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 34
34 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ GuðlaugurGuðjónsson
fæddist á Odds-
stöðum í Vest-
mannaeyjum 2.
júní 1919. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
mannaeyja 2. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðjón Jónsson
líkkistusmiður og
Guðrún Gríms-
dóttir húsmóðir.
Alsystkini Guð-
laugs voru Ingólfur, Árni og Vil-
borg, hálfsystkini voru Krist-
ófer, Pétur, Jón, Herjólfur,
Fanný, Njála, Guðmundur og
Ósk. Uppeldissystkini voru Hjör-
leifur og Jóna. Vilborg og Jóna
lifa systkini sín.
Guðlaugur kvæntist 13. des-
án, Árdísi og Önnu Lilju. 4) Inga
Hrönn, f. 4.11. 1958, gift Birki
Agnarssyni, f. 8.3. 1959, þau
eiga þrjár dætur, Önnu Kristínu,
Silvíu Björk og Bylgju Dís.
Guðlaugur stundaði sjó-
mennsku og lauk mótorvél-
stjóraprófi 1941 í Vestmanna-
eyjum, prófi frá Iðnskólanum í
Vestmannaeyjum. Lærði tré-
smíði hjá Magnúsi Magnússyni
trésmíðameistara frá Vest-
urhúsum. Guðlaugur stofnaði
trésmíðaverkstæðið Smið hf
ásamt félögum sínum árið 1946.
Hann vann við smíðar á verk-
stæðinu og sá einnig um bók-
hald og fjármál fyrirtækisins til
loka þess árið 1974. Eftir það
starfaði hann við verslunarstörf
hjá timbursölu Kaupfélags Vest-
mannaeyja til starfsloka. Hann
dvaldi síðustu æviárin á Hraun-
búðum í Vestmannaeyjum.
Útför Guðlaugs fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
ember 1941 Önnu
Pálínu Sigurð-
ardóttur f. á Kross-
stekk í Mjóafirði
30.8. 1920, d. 5.12.
2004. Börn þeirra
hjóna eru: 1) Guð-
jón, f. 4.12. 1940,
kvæntur Helgu
Katrínu Svein-
björnsdóttur, f.
31.10. 1943, þau
eiga tvær dætur,
Hörpu og Hlín.
Fósturdætur eru
Hjördís Guðrún og
Hrafnhildur. 2) Sigríður, f. 4.5.
1945, gift Sigurgeiri Þóri Sig-
urðssyni, f. 29.6. 1946, þau eiga
fimm börn, Önnu, Sigrúnu Ingu,
Sindra, Guðlaug og Sólrúnu. 3)
Guðrún, f. 1.2. 1953, gift Henrý
Henriksen, f. 12.9. 1952, þau
eiga fjögur börn, Guðlaug, Stef-
Elsku pabbi, nú er þrautum þínum
lokið og þú kominn á góðan stað. Það
hefur án efa verið tekið vel á móti
þér. Þú kenndir mér margt, varst
alltaf til staðar fyrir mig og mína. Ég
man alltaf eftir ferðunum með þér út
í Elliðaey, þær voru nokkrar og ætíð
skemmtilegar. Við vinkonurnar sváf-
um í tjaldi og þú varst að veiða
lunda. Ég var ekki jafnglöð þegar ég
fékk lundalús í mig en þér þótti það
nú ekki tiltökumál. Þið mamma ferð-
uðust mikið með okkur Ingu um
landið og eftirminnileg er ferðin með
Esjunni til Neskaupstaðar. Við Inga
í nýprjónuðum peysum, voða fínar.
Þegar ég eignaðist frumburðinn
var sagt að þarna væri kominn lítill
Laugi og ekkert annað kom til
greina en að skíra hann í höfuðið á
þér. Þegar ég þurfti að flytja suður
’82 var staðið vel við bakið á mér og
ég fékk að búa í íbúðinni ykkar í
Hraunbænum og þar leið mér vel.
Ég minnist þess þegar þið voruð í
einni Reykjavíkurheimsókninni, þá
varst þú 80 ára. Þá sagðir þú mér að
þú ætlaðir að kaupa nýjan bíl og ég
sagði gott hjá þér og það var keyptur
nýr Toyota Rav4. Ég gleymi aldrei
hvað þú varst glaður og ánægður
þegar þú komst og sýndir mér hann.
Þú umvafðir mömmu með ást og
virðingu alla tíð og fyrir það verð ég
þér ævinlega þakklát.
Alveg fram á síðasta dag varst þú
með allt á hreinu og fylgdist vel með
öllum, börnum og barnabörnum, og
vildir vita allt. Það var gaman hvað
þú varst mikill spilamaður og þær
voru ófáar stundirnar sem við spil-
uðum kasínu, það var erfitt að vinna
þig en ég hafði það stundum. Þér fæ
ég seint fullþakkað allar samveru-
stundirnar og samtölin sem við höf-
um átt, hjálpina og góðu ráðin.
Elsku pabbi, takk fyrir að vera
mér bæði góður faðir og góður vinur.
Ég kveð þig með trega og minnist
þín sem eins heilsteyptasta manns
sem ég hef kynnst. Megir þú hvíla í
friði.
Þín dóttir
Guðrún.
Áskæri faðir, tengdafaðir og afi,
við kveðjum þig með söknuði og
þökkum þér fyrir samfylgdina sem
var bæði ánægjuleg og ekki síður
skemmtileg. Þú varst einn af þessum
fáu mönnum sem við getum kallað
höfðingja eða herramann, boðinn og
búinn að hjálpa til þegar eitthvað
bjátaði á, fjölskyldan var þér allt og
þú stoð og stytta hennar alla tíð. Þú
varst okkur mjög náinn og stór hluti
af okkar daglega lífi hér í Vest-
mannaeyjum það er því stórt skarð
rofið í okkar fjölskyldu sem seint
verður fyllt.
Ég kynntist Lauga í Smið eins og
hann var alltaf kallaður fyrir 34 ár-
um, þá aðeins 15 ára gamall, þegar
við Inga Hrönn vorum að kynnast
fyrst. Við urðum strax miklir vinir
og gátum rætt málin eins og sönnum
vinum sæmir. Alla tíð síðan hef ég
borið mikla virðingu fyrir honum
enda ekki annað hægt, þar sem
framkoma hans í okkar garð var slík.
Hann var alla tíð mjög harður,
ákveðinn og duglegur maður með
mjög ákveðnar skoðanir sem hann
fór ekki dult með, en undir niðri
mjög ljúfur og góður maður með
húmorinn í lagi. Hann var alltaf svo
þakklátur fyrir allt sem gert var fyr-
ir hann og fylgdist með öllu sem við
vorum að gera heima á Bröttugöt-
unni af miklum áhuga og gaf góð ráð.
Það var oft gaman að ræða við
hann um pólitíkina sem hann fylgd-
ist mjög vel með, þá gat hann æst sig
upp svo um munaði, sérstaklega
þegar hallaði eitthvað á hans menn í
bláa liðinu. Laugi var mikið snyrti-
menni og sást það vel á honum og
öllum hans eigum, og svona til gam-
ans þá er það mér alltaf mjög minni-
stætt þegar við Laugi vorum að gera
eitthvað saman svo sem að mála eða
bóna bílinn hans, þá fór hann alltaf í
buxur utan yfir aðrar buxur og
skyrtu utan yfir aðra skyrtu, hnýtti
svo snæri utan um sig miðjan og svo
hlífðarslopp utan um allt saman til
þess að óhreinka sig ekki og það sem
meira var, það mátti heldur ekki
óhreinka hlífðarfötin.
Laugi var þessi manngerð sem
talar aldrei illa um nokkurn mann né
vill nokkrum manni neitt illt, hann
talaði alltaf um allt fólk með virðingu
og með skírnarnafni.
Ég minnist einnig margra góðra
stunda sem við áttum með þeim
hjónum Lauga og Önnu, tengdamóð-
ur minni sem lést í desember árið
2004, svo sem allra matarboðanna,
jólaboðanna, páskaboðanna og svona
mætti lengi áfram telja, en þar var
Laugi hrókur alls fagnaðar og þá
sérstaklega þegar við tókum í spil og
spiluðum vist, hann var góður spila-
maður, reyndar svolítið tapsár en
það fór fljótt úr honum.
Hann var alltaf mjög vel hugsandi,
alveg fram í andlátið, eignaðist sinn
síðasta bíl áttræður og ákvað sjálfur
að hætta að keyra áttatíu og sjö ára
gamall, fannst það vera rétti tíminn.
Þegar hugurinn reikar til baka þá
stendur eftir minningin um góðan
tengdaföður og góðan vin sem bar
mikinn hlýhug og mikla væntum-
þykju fyrir allri fjölskyldunni.
Elsku Laugi okkar, takk fyrir allt
saman.
Birkir Agnarsson og
fjölskylda, Vestmanna-
eyjum.
Elskulegur afi minn kvaddi þenn-
an heim á afmælisdegi sínum, hinn 2.
júní síðastliðinn, þá orðinn 89 ára
gamall. Það þykir harla óvenjulegt
að eiga sama fæðingar- og dánardag,
en afi kaus að eyða deginum með sín-
um lífs og liðnum. Hann hafði háð
erfiða baráttu við veikindi sín síðast-
liðin tvö ár en hefur nú loks öðlast
frið á sálu og líkama. Ég veit að afi
er nú á betri stað þar sem honum líð-
ur vel umvafinn ást og hlýju. Afi var
afar stoltur af uppruna sínum og
mikill Eyjamaður. Á þessari stundu
rifjast upp fyrir mér margar góðar
minningar, gamlar og nýjar. Ég man
til dæmis eftir því þegar hann fór
með okkur nokkur afabörnin í bíltúr,
hann þóttist loka augunum og
sleppti stýrinu og við krakkarnir
öskruðum yfir okkur af geðshrær-
ingu, síðan beygði hann snögglega til
hægri og vinstri til skiptis þannig að
við urðum vitlaus af hlátri. Svona var
afi, stríðinn og hafði gaman af að
gera grín. Þegar lengra leið áttum
við góðar stundir saman þegar við
Hannes komum með eldri son okkar,
Guðjón, á fótboltamót til Eyja. Þá
sátum við og spjölluðum um daginn
og veginn, fórum í bíltúra þar sem
við fengum góða leiðsögn um Heima-
ey og allar eyjarnar í kring. Afi hafði
líka gaman af að spjalla um boltann
og sýndi því sem Guðjón var að gera
mikinn áhuga. Hann hafði gaman af
að fá að fylgjast með því sem við vor-
um að sýsla frá degi til dags og þótti
alltaf vænt um fá símtal frá mér þar
sem ég gat sagt honum frá því sem á
daga okkar hafði drifið. Fyrir honum
var mikilvægt að fá að fylgjast með
sem sýnir vel hvað honum þótti vænt
um fólkið sitt.
Í hvert sinn sem við komum til
Eyja fylgdi því alltaf mikil eftirvænt-
ing að heimsækja afa og langafa. Það
skein í gegn að honum þótti afar
vænt um að fá okkur í heimsókn og
Guðjóni syni okkar þótti svo undur-
vænt um langafa sinn, sem hann
kallaði alltaf afa. Guðjón biður mig
um að skila því til þín að hann muni
aldrei gleyma þér og að honum hafi
þótt svo vænt um þig afi. Afi var
sannkallaður fagurkeri og mikið
snyrtimenni. Hann átti fallega konu,
hana Önnu sína, og fallegt heimili og
annaðist hvort tveggja af einstakri
natni og væntumþykju. Ég man ekki
eftir afa öðruvísi en snyrtilega til
fara, með hárið vel greitt, ilmandi af
góðum rakspíra og auðvitað með
hattinn sinn.
Síðustu stundirnar sem ég og fjöl-
skylda mín áttum með þér afi eru
ómetanlegar og er ég afar þakklát
fyrir þann tíma sem við áttum sam-
an. Það gekk á ýmsu þennan sólar-
hring sem við vorum hjá þér. Þetta
var einmitt daginn sem Suðurlands-
skjálftinn reið yfir og vorum við
pabbi, mamma og Hlín systir á
sjúkrahúsinu hjá þér þegar sá at-
burður átti sér stað. Ég mun aldrei
gleyma því sem þú sagðir þegar ég
útskýrði fyrir þér að það hefði komið
sterkur jarðskjálfti, en við höldum
því fyrir okkur afi minn. Þegar leið
að kvöldi fylgdist þú með síðasta
fréttatímanum þínum með öðru aug-
anu og drakkst þína síðustu dropa af
eplasafa hjá mér. Þessar stundir eru
hjartnæmar í huga mínum.
Mér þykir svo vænt um og verð ég
ævinlega þakklát fyrir að hafa getað
kvatt þig elsku afi minn.
Guð geymi þig, minningin um þig
lifir að eilífu.
Harpa Guðjónsdóttir.
Elsku afi minn, það er svo tómlegt
að hugsa til þess að næst þegar ég
kem til Eyja verður þú ekki þar að
bíða eftir mér og ég þér, við vorum
alltaf svo spennt að hittast. Þú varst
svo mikil hetja elsku afi minn, ætl-
aðir ekki að gefast upp á veikindum
þínum. Ég gleymi því seint þegar þú
sagðir mér ekki fyrir svo löngu að þú
værir alveg tilbúinn að deyja, þér
fannst ég allt í einu fullorðin en ég
mótmælti því snarlega og sagði þér
að ég vildi að þú yrðir 100 ára, þú
hlóst bara að vitleysunni í mér eins
kátur og þú varst alltaf. Skemmti-
legu stundirnar okkar voru margar,
við spiluðum svo oft saman „eisí
kreisí“, það var besta afaspilið. Fyrir
jólin fórum við saman upp í kirkju-
garð að setja ljósin á leiðin hjá okkar
nánasta fólki og að sjálfsögðu sung-
um við saman í bílnum, enda söng-
elsk bæði tvö. Þú komst nánast alltaf
að horfa á mig syngja þegar ég var í
kór og mér fannst svo gaman að
horfa á þig brosa úti í sal, svo fínn og
flottur að vanda, þú varst þessi
krúttlegi afi sem allir dáðust að.
Þegar ég kom til ykkar ömmu eftir
skólann þurfti ég aldrei að hafa
áhyggjur af því að labba heim því þú
varst alltaf tilbúinn að skutla mér,
þú varst alltaf tilbúinn að gera allt
fyrir mig elsku afi. Það var líka svo
gaman þegar við amma sátum heima
að spila og þú komst heim úr púttinu
með verðlaunapening svo stoltur á
svip og ég var svo ánægð með þig,
mér fannst svo flott að afar gætu
unnið verðalaunapening. Það var
alltaf svo gaman að gefa þér gjafir
því það þurfti svo lítið til að gleðja
þig. Minnisstæðastur er rakspírinn
sem við systurnar gáfum þér, þér
fannst hann auðvitað sá besti sem þú
hafðir fengið og hvar sem þú varst
ilmaðirðu langar leiðir, það var þér
líkt, að líta vel út og vera alltaf flott-
ur í tauinu með hattinn að sjálf-
sögðu. Góðar minningar skal varð-
veita. Allir ættu að eiga sérstaka
manneskju sem þeir virða og dá, ein-
hverja sem þeir læra af, einhverja
sem þeir elska.
Þess vegna ættu allir að eiga afa
eins og þig.
Elsku afi, mér finnst sárt að þurfa
að kveðja þig en ég veit að þú ert
kominn á betri stað, mér finnst gott
að vita að nú ertu kominn til ömmu.
Þú munt alltaf vera hjá mér í anda
og minning þín mun alltaf lifa. Takk
fyrir tímann sem við áttum saman,
hann er ómetanlegur.
Þín afastelpa
Silvía Björk.
Elsku afi, mig langar að minnast
þín í nokkrum orðum og þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman.
Þegar ég var lítil var ég mjög oft
hjá þér og ömmu enda bjó ég ásamt
foreldrum mínum í Hásteinsblokk-
inni í íbúðinni beint á móti ykkar. Ég
fór oft á dag „yfir“ í heimsókn til
ykkar og alltaf varst þú til í að spila
við mig „Eisí kreisí“ eins og við köll-
uðum það. Þegar þú gafst spilin fékk
ég oft óvenjumikið af ásum og vann
oftast spilin og skipti það þig alltaf
mestu að sjá mig brosa og vera
ánægða með að hafa unnið.
Við gerðum ýmislegt skemmtilegt
saman. Ég gleymi seint öllum bíltúr-
unum sem við fórum í. Við keyrðum
um alla Eyju og fórum yfir það hvað
eyjarnar í kringum Heimaey hétu.
Ég mundi það nú ekki alltaf en þú
passaðir alltaf að spyrja mig aftur í
næstu bíltúrum og smám saman
lærði ég heitið á stærstu eyjunum.
Ég gleymdi þó aldrei Elliðaey þar
sem þú varst vanur að veiða lunda.
Það gladdi þig alltaf svo mikið þegar
ég loksins mundi hvað eyjarnar
hétu. Þær gleðja mig einnig alltaf
minningarnar um ferðirnar okkar
saman út í búð fyrir ömmu, í heim-
sókn til Inga frænda, í kirkjugarðinn
o.fl.
Þegar ég byrjaði í grunnskóla
kom ég oft til þín og ömmu eftir
skóla. Ég labbaði oftast en ef eitt-
hvað var að veðrinu varst þú oftar en
ekki mættur fyrir utan skólalóðina
og beiðst eftir mér svo ég þyrfti ekki
að labba heim í vonda veðrinu. Þú
varst alltaf tilbúinn að sækja mig og
skutla hvenær sem var.
Mér fannst þú alltaf svo reffilegur
maður, fínn í tauinu og með hattinn á
sínum stað. Ilmandi rakspírann fann
maður langar leiðir. Þrátt fyrir veik-
indi þín síðustu ár og aldur varstu
alltaf með allt á hreinu. Þú fylgdist
vel með fréttum og vildir alltaf fá
upplýsingar um hvað hver og einn í
fjölskyldunni var að gera og hvort
það væri ekki allt í lagi með alla. Þú
hugsaðir alltaf svo vel um okkur fjöl-
skylduna, vildir allt fyrir okkur gera
og það kom varla sá dagur að maður
hitti þig og ömmu ekki.
Það verður skrítið að koma til
Eyja og fá ekki að hitta þig elsku afi
minn. Það er erfitt að kveðja þig en
nú veit ég að þér á eftir að líða vel og
þú ert kominn aftur til ömmu.
Elsku afi minn þín verður sárt
saknað.
Þín afastelpa
Anna Kristín Birkisdóttir.
Elsku afi, það var alltaf gaman að
koma til ykkar ömmu til Vestmanna-
Guðlaugur Guðjónsson
Elsku afi og langafi,
við kveðjum þig með sökn-
uði.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Hlín Guðjónsdóttir,
Jóhannes Oddsson og
Júlía Kristín
Jóhannesdóttir.
HINSTA KVEÐJA
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
EDDA SIGURVEIG HALLDÓRSDÓTTIR,
Vallholti 26,
Ólafsvík,
lést fimmtudaginn 12. júní.
Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn
18. júní kl. 15.00.
Hermann Hjartarson,
Matthildur Laufey Hermannsdóttir,Theódór Barðason,
Jensína Edda Hermannsdóttir, Haraldur Baldursson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SJÖFN JÚLÍUSDÓTTIR,
Álfhólsvegi 30,
Kópavogi,
lést þriðjudaginn 10. júní á líknardeild Landakots-
spítala.
Guðlaug Eygló Elliðadóttir, Ari Reynir Halldórsson,
Júlíus Elliðason, Ása Ásgrímsdóttir,
Þröstur Elliðason, Ásthildur Sumarliðadóttir,
Magnús Elliðason,
Guðrún Hrefna Elliðadóttir, Svavar Valur Svavarsson.