Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 16

Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 16
16 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is SÍÐUSTU skýrslur nefnda sem fal- ið var að taka afstöðu til umsókna íslenskra háskóla um viðurkenningu fræðasviða sinna bárust mennta- málaráðuneytinu snemma á árinu. Samkvæmt lögum um háskóla frá árinu 2006 skulu háskólar á Íslandi sækja um viðurkenningu til mennta- málaráðuneytisins til að stunda rannsóknir eða kennslu á tilteknu fræðasviði. Í viðurkenningu ráðu- neytisins felst staðfesting á að starf viðkomandi sviðs standist kröfur laganna og alþjóðlegar viðmiðanir í menntamálum. Þegar fræðasvið háskóla eru met- in er litið til margra þátta, meðal annars kennslu, hæfis starfsmanna, skipulags, aðstöðu og fjárhags. Ráð- herra skipar þrjá óháða sérfræðinga í hverja nefnd sem metur hvort verða skuli við umsóknum um við- urkenningu. Álit nefndanna eru ekki bindandi. Mælt með endurmati lækna- deildar HÍ innan þriggja ára Enginn háskóla landsins hafði viðurkenningu á fræðasviðum sínum þar sem ekki var kveðið á um slíkt í eldri háskólalögum. Óskuðu því allir háskólarnir viðurkenningar. Nefndirnar mæltu í öllum tilfell- um með að veita viðurkenningu og fór menntamálaráðherra eftir þeim tilmælum. Þó voru ýmsar athuga- semdir gerðar við starf skólanna. Víða var skortur á skrifstofu- og að- stoðarfólki gagnrýndur, fjárveiting- ar ekki taldar nægar og fundið að stjórnskipulagi deilda. Grunnskipu- lagi læknadeildar Háskóla Íslands þótti í ýmsu ábótavant og mælst til þess að hún yrði endurmetin innan þriggja ára. Þó var látið vel af kennslu við deildina og þeim sem út- skrifuðust frá henni. Sniðinn þröngur stakkur Viðurkenningarnefndirnar töldu fjárveitingar til nokkurra skóla og deilda helst til lágar. Bæði Háskól- anum á Hólum og Landbúnaðarhá- skóla Íslands þóttu varla nægja fjár- veitingar sínar til að viðhalda starfseminni. Fjárveiting til Listaháskóla Íslands var ekki sögð Íslenskir háskólar viðunandi  Öllum fræðasviðum íslenskra háskóla veitt viðurkenning  Tannlæknadeild HÍ til fyrirmyndar  Fjárveiting víða of lág  Stórkostlegur árangur á skömmum tíma í tækni- og verkfræðideild HR Morgunblaðið/Jim Smart Háskólanám Eftir að ný löggjöf um háskóla var samþykkt á Alþingi var er- lendum sérfræðingum falið að gera úttekt á háskólanámi á Íslandi. til þess fallin að gera hann sam- keppnishæfan gagnvart erlendum listaháskólum. Þá þótti hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands ekki njóta jafnræðis gagnvart öðrum heilbrigðisvísindadeildum en deildin kom sýnu verst út úr matinu. Eins og í læknadeildinni þótti kennslan með ágætum en alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að- stöðu og tækjabúnað. Nefndin taldi hvort tveggja algerlega ófullnægj- andi og gagnrýndi sérstaklega hve þröngar og fábrotnar verklegar stofur væru. Verkfræðideild Háskóla Íslands fékk ágæta umsögn og var sögð leið- togi á sviði kennslu og rannsókna í faginu. Nefndinni þótti deildin á hinn bóginn ekki sinna forystuhlut- verki sínu né innra skipulagi deild- arinnar sem skyldi. Einnig lýsti hún yfir áhyggjum af 50% brottfalli nemenda á fyrsta ári. Góð heildarútkoma Almennt voru nefndirnar jákvæð- ar í álitum sínum um alla skólana. Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst fengu í meginatriðum mjög góðar umsagnir. Þótti þó ástæða til að fetta fingur út í stór orð um fjarnám og aðbúnað á Bif- röst sem nefndinni þóttu ekki í sam- ræmi við raunveruleikann. Tækni- og verkfræðideild Háskól- ans í Reykjavík, sem hafði tölvunar- fræðideild skólans á sínum snærum þegar könnunin var gerð, fékk af- bragðsumsögn. Nefndinni þótti mik- ið koma til þess árangurs sem náðst hefur á hinum stutta tíma sem deildin hefur starfað og var greini- lega mjög bjartsýn á framtíð henn- ar. Enn fremur héldu nefndarmenn varla vatni af hrifningu á tann- læknadeild Háskóla Íslands. Í skýrslunni er deildinni lýst sem nán- ast gallalausri þó smæð hennar sé metin henni bæði til tekna og taps. Viðbragða að vænta Eiríkur Smári Sigurðarson sér- fræðingur hjá menntamálaráðu- neytinu segir að enn hafi ekki verið ákveðið hvernig og að hvaða leyti ráðuneytið muni bregðast við álitum nefndanna. Skýrslurnar séu þó í skoðun og viðbrögðin við þeim sem og frekari þróun á háskólasamfé- laginu til umræðu.  „Fjárveitingin dugar eins og er ekki til að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla sem er nauðsynlegt fyrir raunverulega samkeppn- ishæfan listaháskóla.“ Um Listaháskóla Íslands.  „Vill nefndin tjá aðdáun sína á fagmennsku og miklum gæðum Háskólans í Reykjavík [...]. Ljóst er að stórkostlegur árangur hefur náðst á tiltölulega stuttum tíma.“ Um tækni- og verkfræðideild HR.  „Fjárveiting er í lægra lagi til að viðhalda aðstöðu í góðu ástandi.“ Um Landbúnaðarháskóla Íslands.  „Enginn vafi er um að Fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands er jafnoki og í flestum tilfellum fremri starfi í Bologna-löndunum.“  „Háskólinn á Bifröst ætti að vara sig á að mikla gæði þess sem hann býður.“ Um aðbúnað og fjarnám Háskól- ans á Bifröst. Stiklur úr skýrslum viðurkenningarnefnda „Við fáum í raun mjög góða einkunn að okkar mati,“ segir Gunnar G. Tómasson deildarforseti við tækni- og verk- fræðideild Háskólans í Reykjavík. Umsögn háskólans var í aðalatriðum jákvæð og sérstakt lof var borið á það sem áunnist hefur í ljósi þess hve ung stofnun hann er. Vel var látið af kennslu við deildina, stjórnskipulagi hans og viðleitni hans á sviði rannsóknarvinnu. Nefndin veitti jákvæðu viðhorfi og metnaði nemanda athygli sem og lágu brottfalli við deildina en það segir Gunnar koma til af því að deildin geti leyft sér þann munað að velja inn í deildina. Gunnar segist þó meðvitaður um að ým- islegt megi betur fara og samsinnir mörgum ábendingum nefndarinnar, sér í lagi hvað varðar akademíska vinnu. Hann tekur einnig undir þá skoðun að flesta vankantana megi rekja til þess hve stutt skólinn hefur starfað. Ungur háskóli í mikilli sókn Gunnar G. Tómasson INGA B. Árnadóttir deild- arforseti tannlæknadeildar Háskóla Íslands þakkar hina góðu umsögn fyrst og fremst úrvalsliði sér- menntaðra kennara og mikilli áherslu á verklega hlið námsins. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að ekki hafi tekist að afhjúpa nein markverð áhyggjuefni á deildinni og er hún sögð tákngervingur þess að smátt sé fallegt. Þó er sagt að smæðin gæti einnig reynst deildinni þrándur í götu hvað varðar rannsóknarstarf. Inga er að vonum stolt af sínu fólki og þessum góða árangri og samsinnir því að smæð deildarinnar geti nýst henni til framdráttar. „Þau verða bara eins og börnin manns,“ segir Inga um nemendur sína en sökum þess hve deildin er smá eru tengsl nemenda og kennara sterk. Hún telur það vera deildinni til fram- dráttar og líkir því við að kennarar móti hvern og einn nemanda. Fegurðina er að finna í smæðinni Inga B. Árnadóttir DEILDARFORSETI hjúkr- unarfræðideildar Háskóla Íslands, Sóley S. Bender, segir vanda deildarinnar liggja í of lágri fjárveitingu. Hún fái minni fjármuni mið- að við nemendafjölda en aðrar heilbrigðisvís- indadeildir við háskólann. Sóley bendir á að gagn- rýni nefndarinnar hafi nær eingöngu beinst að skipulagsatriðum og að- stöðu, ekki að árangri eða gæðum kennsl- unnar. Hún segir þurfa að endurnýja verk- námsaðstöðu og tækjabúnað sem sé úreltur og lélegur. Einnig þurfi að fastráða fleiri kennara og starfsfólk við deildina svo inna megi starfið enn betur af hendi. Til þess og til að mennta góða hjúkrunarfræðinga þurfi að veita auknu fjármagni til deildarinnar. Hún fer fögrum orðum um kennara og nem- endur við deildina en segir aðstæðurnar ekki ákjósanlegar. „Okkar metnaður hér við deild- ina er náttúrulega að nemendur fái nám af sem mestum gæðum,“ segir hún og bætir við að slíkt sé ekki ókeypis. Fjárveitingin skorin við nögl Sóley S. Bender „ÞETTA var svolítið sér- stakt vegna þess að þeir fundu að skipulaginu en sögðu útkomuna til fyr- irmyndar,“ segir Stefán B. Sigurðsson deildarforseti læknadeildar Háskóla Ís- lands. Í skýrslu viðmið- unarnefndarinnar var lítið fundið að náminu sjálfu en fjöldi athugasemda gerðar við skipulag, stefnu og námsfyrirkomulag. Stefán segir það að miklu leyti skýrast af breytingum sem gerðar voru á læknanáminu fyrir nokkrum árum en nemendum þess ár- gangs sem mest var rætt við hafi verið þær einna þungbærastar. Athugasemdir við óljósa framtíðarstefnu deildarinnar skýrir Stefán þannig að fyrir mistök hafi ensk þýðing á stefnuskrá hennar ekki borist nefndinni. Stjórn læknadeildarinnar voru að sögn Stef- áns ljósir flestir þeir vankantar sem tíundaðir eru í skýrslunni og byrjuð að bæta úr þeim þegar hún kom út en skýrslan stóð óbreytt þrátt fyrir ábendingar deildarinnar þar um. Lítið fundið að náminu sjálfu Stefán B. Sigurðsson UNDIRRITUN Bologna-yfirlýsing- arinnar fór fram í Bologna á Ítalíu árið 1999. Nú eru 46 Evrópuríki aðilar að henni. Með yfirlýsingunni fór hið svokallaða Bologna-ferli af stað en markmið þess er að árið 2010 verði Evrópa orðin að einu háskólasvæði, hinu svokallaða evr- ópska menntasvæði (e. „European Higher Education Area“). Myndi það samræma menntun á há- skólastigi í álfunni og auðvelda milliríkjasamvinnu á sviði háskóla- starfs, skiptináms og rannsókna. Lög 26/2006 um háskóla fela í sér aðlögun að markmiðum Bologna- ferlisins með hliðsjón af nýlegri lagasetningu í nágrannaríkjum Ís- lands og víðar í Evrópu. Lögin eru því í aðra röndina hluti af viðleitni löggjafans til að ná fram mark- miðum Bologna-yfirlýsingarinnar. Lög 26/2006 og Bologna-ferlið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.