Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NORÐFJARÐARBÓK NORÐFJARÐARBÓK þjóðsögur, sagnir og örnefnaskrár safnað hefur og skráð hálfdan haraldsson bókaútgáfan hólar holar@simnet.is FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÞEGAR fasteignaverð á höfuðborgar- svæðinu hækkaði upp úr öllu valdi fyrir nokkrum árum seldu margir íbúðir sín- ar og stækkuðu við sig í öðrum sveit- arfélögum. Þetta sama fólk, sem keyrir til höfuðborgarinnar á hverjum morgni vegna vinnu, íhugar nú alvarlega stöðu sína vegna gríðarlegra verðhækkana á eldsneyti. Lítrinn af 95 oktana bensíni kostaði 114 kr. í júlí 2005 en 170 kr. núna. Þetta þýðir að það kostar rúmar tíu þúsund krónur að fylla 60 lítra tank á venjuleg- um fólksbíl. Í kjölfar hækkana er fólk farið að líta í kringum sig eftir öðrum ferðamáta. Borið hefur á minnkandi um- ferð á vegum landsins og fleiri bifreiða- eigendur en áður skila inn bílnúmerum. Strætó til Hveragerðis og Árborgar Sveitarfélagið Árborg og Hveragerð- isbær hafa sameinast um að sækja um einkaleyfi á rekstri almennings- samgangna milli Reykjavíkur, Hvera- gerðis og Selfoss. Er markmiðið að bjóða íbúum upp á þéttari og ódýrari samgönguleiðir en nú er. Sérleyfi fyrir leiðina milli Reykjavíkur og Selfoss rennur út um áramótin en handhafi leyfisins nú er rútufyrirtækið Þingvalla- leið. keyra sjálfir í bæinn,“ segir Ragnheið- ur. Markmiðið sé að hafa svipað fyr- irkomulag og á Akranesi en strætóferð- ir þaðan til borgarinnar hafa gefist mjög vel. „Þetta er mikið hagsmunamál fyrir fólkið hér í Árborg. Margir vinna í borg- inni og aðrir fara í stuttar ferðir. Stefnt er að því að vera með afsláttarkort, fólk geti keypt sér ársmiða og þar fram eftir götunum.“ Ragnheiður segist skynja miklar áhyggjur í samtölum við íbúana. „Fólk er mjög áhyggjufullt yfir því hvort þess- ar hækkanir á bensínsverði eigi engan endi að taka. Við viljum fá ríkið með okkur í verkefnið því sveitarfélögin hafa ekki miklar tekjur til þess að mæta þessu. Við fáum framlög frá Vegagerð- inni en eigum eftir að fá á hreint hver sú upphæð verður.“ Stefnt á 12 ferðir á dag „Við erum í viðræðum við Strætó BS um að tengjast leiðakerfi þeirra. Af hálfu Vegagerðarinnar er þetta vel á veg komið og ég á ekki von á öðru en að þetta gangi upp. Þetta er knappur tími en við stefnum ótrauð á að þjónustan verði í boði frá og með næsta ári. Við leggjum mikla áherslu á tengingu við leiðakerfi Strætó,“ segir Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar. Aðspurð um fjölda ferða segir Ragn- heiður að stefnt sé á að bjóða upp á 12 ferðir til höfuðborgarinnar á dag. „Það kostar um 1.300 kr. með rútu eins og er en við stefnum á að bjóða upp á strætó- ferðir fyrir helmingi lægra verð. Það yrði aðeins dýrara en almennt miðaverð innanbæjar í Reykjavík en samt miklu hagkvæmara fyrir íbúana heldur en að Buguð af háu bensínverði  Margir fluttu frá höfuðborgarsvæðinu þegar fasteignir hækkuðu  Fækkar verkefnum á höfuðborgar- svæðinu vegna bensínverðs  Strætóferðir fyrirhugaðar milli Árborgar, Hveragerðis og Reykjavíkur Morgunblaðið/Kristinn Alltaf á dælunni Eldsneytið kostar skildinginn hjá þeim sem vinna í Reykjavík en búa í öðrum sveitarfélögum.    !  "  # $ % !&    !  $% &  $          % &        '" "# !(""" ) % & (       '* "' !("!#  % &        +* !!' ,(-,. HERMANN Hermannsson, málarameist- ari á Akranesi, var áður búsettur á höf- uðborgarsvæðinu. Hann segist finna verulega fyrir hækkunum og þær séu farnar að hafa áhrif á hans vinnu. „Ég hef heldur betur fundið fyrir þessu. Ég keyri Ford Transit og það kostar rúmar tíu þús- und krónur að fylla tankinn. Þetta er auð- vitað út í hött.“ Hermann segist eyða tæp- um sjötíu þúsund krónum í bensín á mánuði bara á þennan bíl. Hann segist ekki hafa hugsað sér að flytja en hann hafi í staðinn fækkað verkefnum á höf- uðborgarsvæðinu. „Þetta er allt að fara til andskotans virð- ist vera. Núna er ég að einbeita mér að því að draga úr verk- efnum í Reykjavík. Maður grætur við bensíndæluna. Ég reyni að keyra sem minnst og læt senda mér hluti á verk- stæðið í staðinn. Helmingur minna verkefna er í bænum núna en var 100% áður,“ segir Hermann sem flokkar bensín- útgjöld sem stóran hluta af rekstrarkostnaði sínum í kjölfar hækkana. Grætur við dæluna UNNUR Pálmarsdóttir einkaþjálfari keyrir til Reykjavíkur á hverjum morgni. „Ég var búsett í Reykjavík alla mína tíð og flutti til Selfoss fyrir 3 árum. Við feng- um mjög hagstætt verð fyrir íbúðina okk- ar. Við búum núna í raðhúsi hér á Selfossi sem er jafndýrt og 2 herbergja íbúð í bænum.“ Unnur segist finna vel fyrir hækkuðu eldsneytisverði. „Það er ekkert mál að keyra hálftíma í bæinn. Okkur finnst það lítið mál. Bensínið er samt mjög stór útgjaldaliður og við finnum vel fyrir hækkunum. Við maðurinn minn reynum að sameinast um bíl á morgnana en við keyrum á Toyota Rav4-jeppling. Við áttum ódýrari bíl en það er nauðsynlegt að vera á stærri bíl á veturna. Bensín- útgjöld eru rúmlega 50.000 kr. á mánuði. Við höfum reynt að draga úr öðrum útgjaldaliðum og förum t.d. ekki til út- landa í sumar. Við höfum skorið niður og finnum alveg fyrir því. Það er ekki hægt að gera allt.“ Hættu við sumarfríið HÓLMFRÍÐUR Hilmisdóttir, launaráð- gjafi hjá Reykjavíkurborg, seldi íbúðina sína í Reykjavík og keypti sér nýtt raðhús í Hveragerði. „Ég sá teikningu af fallegu húsi sem ég féll fyrir. Þá var bensínverð ekki eitthvað sem ég var mikið að velta fyrir mér. Son- ur minn og tengdadóttir voru flutt hing- að til Hveragerðis með tengdabörnin. Ég á vinkonur hér og ólst hér upp,“ segir Hólmfríður sem kaupir alltaf bensínið hjá honum Villa hjá Shell í Hveragerði. „Ég reyni að versla alltaf hjá kaup- manninum á horninu, það er svo heimilislegt.“ Hólmfríður telur mikla kjarabót í fyrirhuguðum almenningssam- göngum verði þær að veruleika. „Mér líst mjög illa á að- stæður núna. Ég þrái heitast að selja húsið og flytja aftur. Ég nota bílinn bara til að komast til vinnu og útgjöld vegna bensíns eru samt rúmar 40.000 kr. á mánuði á Nissan Primera,“ segir Hólmfríður. Þráir heitast að selja Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is SKORTUR á fórnarlambavernd virð- ist hafa staðið ákvæði almennra hegn- ingarlaga um mansal fyrir þrifum eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Aðspurður hvort fyrirhuguð sé breyting á lögum til að tryggja betur virkni 227.gr.a) almennra hegningar- laga sem fjallar um mansal segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformað- ur allsherjarnefndar, engar ákvarð- anir hafa verið teknar í þeim efnum. „Það er verið að móta aðgerðaáætlun gegn mansali á vettvangi félagsmála- ráðuneytisins og við viljum bíða og sjá hvað kemur út úr þeirri áætlun þó við útilokum engar breytingar. Úrræðin þurfa að vera fyrir hendi hjá löggæslu og félagsmálayfirvöldum.“ Ágúst segir nefndina ekki hafa skoðað svokallaða fórnarlambavernd sérstaklega á liðnu starfsári. Sú vinna sé eftir. „Það mun vega þungt hvað kemur út úr þessari aðgerðaáætlun. Löggjöf á að vera þannig að þolendur afbrota geti tjáð sig í öryggi svo lög- regla öðlist traust viðkomandi. Það segir sig sjálft að málin verða mjög þung ef skortur er á vitnisburði þol- anda,“ segir Ágúst. Birgir Ármannsson, formaður alls- herjarnefndar, segir að gerðar hafi verið ákveðnar breytingar á hegning- arlögum í vor sem eiga að miða að því að ná þeim fjárhagslega ávinningi sem verður til meðal annars við man- sal. Hann segir allsherjarnefnd jafn- framt mjög meðvitaða um vandann. „Við höfum stigið ákveðin skref á liðn- um árum til þess að efla íslenska lög- gjöf svo hún sé í stakk búin til þess að mæta brotum af þessu tagi. Við mun- um halda því áfram.“ Þolendur þurfa að geta tjáð sig í öryggi Ágúst Ólafur Ágústsson Birgir Ármannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.