Morgunblaðið - 14.06.2008, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 9
Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson
hsb@mbl.is
Akureyri | Finnbogi Baldvinsson
forstjóri Icelandic Group segir að
allir sem velti fyrir sér framtíðar-
horfum í sjávarútvegi spái aukinni
fiskneyslu. Glímt var við framtíð-
aráskoranir í sjávarútvegi á ráð-
stefnu sem haldin var á Akureyri.
Til máls tóku innlendir og erlendir
sérfræðingar sem fjölluðu um fjöl-
breytt efni, þ. á m. framtíðarhorfur
þorskstofna, fjárfestingarmöguleika
í sjávarútvegi á alþjóðavísu og hlut-
verk menntunar í sjávarútveginum
til framtíðar.
„Við höfum séð að fólk eyðir meiri
peningum í fiskneyslu,“ sagði Finn-
bogi. „Verð hækkar og magn eykst,
fólk kaupir oftar fisk en áður. Þetta
leiðir til þess að magnið sem neytt er
af fiski hefur aukist. Í dag er neyslan
16 kíló á haus, og sú tala mun
aukast.
Við sjáum jafnframt fram að
neyslumynstur fólks er að breytast:
Fólk er ekki lengur bundið við
ákveðnar fisktegundir heldur er
tilbúið að prófa eitthvað nýtt.“
Finnbogi nefnir að út frá spánni
um aukna fiskneyslu, og í ljósi þess
að magnið af fiski sem er veiddur
hefur verið stöðugt undanfarin ár,
megi reikna með að eldisfiskur verði
algengari á fiskmörkuðum í heim-
inum.
„Tilapia og Pangasius, sem hvort
tveggja eru eldisfiskar, eru t.d. fisk-
tegundir sem eiga eftir að verða al-
gengar í framtíðinni,“ segir Finn-
bogi.
Of smár fiskur veiddur
Pétur H. Pálsson framkvæmda-
stjóri útgerðarfélagsins Vísis fjallaði
um það hvernig sjávarútvegurinn
geti lagt vísinda- og fræðimönnum á
sviði fiskifræði lið. Pétur benti á að
gögn sýni ótvírætt að óhætt sé að
veiða meira af þorski en Hafrann-
sóknastofnun mælir með. Hann seg-
ir jafnframt að hlutföllin á milli þess
hvað veiða á af þorski og hvað af ýsu
séu röng. Fyrir vikið sé of smár fisk-
ur veiddur.
Aukinni eftirspurn
mætt með eldisfiski
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Framtíðarsýn Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group, segir að
fólk eyði meiri peningum í fisk en áður og því sé spáð að verðið hækki.
Hlutföllin sem eru á milli þorsks og ýsu
röng, segir framkvæmdastjóri Nýsis
Í HNOTSKURN
»Á ráðstefnunni var rættum ýmsar þær framtíðar-
áskoranir sem blasa við í
sjávarútveginum á næstu ára-
tugum.
»Ráðstefnan var haldin áAkureyri á vegum sjávar-
útvegsfræðideildar Háskólans.
Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson
hsb@mbl.is
Akureyri | Að ganga um iðnaðarsafnið með
Jóni Arnþórssyni er algjört ævintýri. Í hverju
horni býr saga, hver munur á sér fortíð, og Jón
sem kom safninu á fót fyrir tíu árum, kann
þessar sögu utan að. Hann bendir mér á skil-
vindu sem Alli ríki gaf honum með stysta sím-
tali sem hann hefur nokkrum sinnum fengið,
hann segir mér frá Leníns-styttu sem fylgdi
með í viðskiptum við Rússa og hann sýnir mér
ullarfatnað sem enn lítur út fyrir að vera
saumaður í gær, þrátt fyrir að vera áratuga
gamall.
„Svona tímamót undirstrika að ef sæmilega
hefur tekist til, hafi verið ástæða að koma safn-
inu á fót,“ segir Jón. „Og ég held að það hafi
verið bullandi ástæða að stofna safnið. Ég hef
stundum sagt að sumir virðast halda að Róm
hafi verið byggð á einum degi, og Akureyri á
aðeins hálfum degi. Svo er einfaldlega ekki.
Iðnaður var leiðandi atvinnuvegur í bænum og
bjó til stökkpall fyrir þá sem seinna komu.“
Sagan gleymist alltof fljótt
Á safninu er að finna muni sem framleiddir
voru af um 70 fyrirtækjum á Akureyri, og var
fjöldi þeirra í eigu KEA og SÍS. Heilu fjöl-
skyldurnar unnu í þessum fyrirtækjum og Jón
bendir á að safnið geymir nöfn yfir 8 þúsund
verkamanna sem unnu í verksmiðjunum á
Gleráreyrum um áratuga skeið.
„Aðalástæðan fyrir því að hafin var söfnun
upplýsinga og véla úr iðnaðinum var sú að það
þótti alltof fljótt gleymast hvað það var sem
byggði upp Akureyri um nokkurra áratuga
skeið á liðinni öld. Nú hefur sú breyting orðið á
að 29 þús. fermetra iðnaðarhúsnæði er orðið að
20 þúsund fermetra verslunarhúsnæði og
stendur þar ekki lengur steinn yfir steini til
vitnis um þá iðnaðarsögu sem þar gerðist.“
„Akureyri var ekki byggð á hálfum degi“
Safnari „Aðalástæðan fyrir stofnun safnsins var að það þótti alltof fljótt gleymast hvað það var
sem byggði upp Akureyri,“ segir Jón Arnþórsson sem fékk hugmyndina að safninu.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Sparibuxur - stretchbuxur
kvartbuxur - stuttbuxur
Frábær snið
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið virka daga 10.00-18.00
Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00
GALLABUXUR
str. 36-56
MM ACCESSORI
LAGERSALA OUTLET
LAUGAVEGI 51
Kringlunni • Simi 568 1822
www.polarnopyret.is
M
bl
1
01
01
34
20%
ÞJÓÐHÁTÍÐAR-
AFSLÁTTUR
TIL 17. JÚNÍ
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Hvítar buxur,
kvart og síðar.
Str. 38-56