Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 35
eyja, gaman að rúnta á fína bílnum
þínum. Þú varst alltaf svo góður við
mig og ég fylgdist alltaf vel með þér í
veikindum þínum, spurði alltaf
mömmu á hverjum degi um þig. Þeg-
ar ég keypti mér nýjan bíl ákvað ég
að til Vestmannaeyja skyldi ég fara
og sýna þér bílinn enda vildir þú allt-
af vita hvernig mér gekk. Við horfð-
um þá saman á fótboltaleik sem þú
hafðir alltaf svo mikið gaman af.
Takk elsku afi minn fyrir allt –
hvíl þú í friði. Þinn
Stefán.
Elsku afi, nú hefur þú fengið
hvíldina og amma örugglega tekið
vel á móti þér. Með nokkrum orðum
viljum við þakka þér fyrir allt sem
þú kenndir okkur og gerðir fyrir
okkur.
Það var alltaf gaman að koma til
Eyja í heimsókn til ömmu og afa.
Alltaf fórstu með okkur í bíltúr og
leyfðir okkur að velja okkur eitthvað
í búðinni. Þegar þið amma komuð til
Reykjavíkur biðum við alltaf spennt-
ar því við fengum alltaf pakka. Afi
með hattinn og vindilinn er myndin
sem kemur í hugann þegar við hugs-
um um heimsóknir þínar til okkar til
Reykjavíkur og gott verður að geta
brosað og minnst þín þannig um
ókomna tíð.
Elsku afi, við systurnar þökkum
þér fyrir samfylgdina. Hvíl þú í friði.
Árdís og Anna Lilja.
Elsku afi minn.
Ég trúi varla að þú sért farinn frá
mér, en vitandi að þú sért betur sett-
ur þar sem þú ert núna, er viss léttir.
Það var hræðilegt að horfa uppá þig
svona veikan, þú varst algjör hetja
og gafst aldrei upp, enda reyndi ég
að koma að heimsækja þig alltaf
þegar ég gat og voru það dýrmætir
tímar.
Öll þessi ár sem við áttum saman
gerðist svo margt. Það var nú mikill
tími af þessum árum sem fór í það að
spila „Eisí kreisí“ og það var alltaf
jafn gaman að spila það með þér,
enda leyfðir þú mér alltaf að vinna.
Mér fannst alltaf svo gaman að
vera hjá ykkur ömmu, enda var ég
mjög mikið þar, annaðhvort að
spjalla við ykkur eða bara að leika
með ykkur og í dótakörfunni inni í
herbergi.
Mér fannst alltaf svo gaman þegar
þú fórst með okkur systurnar að
sýna okkur eyjarnar, aðallega El-
liðaey og þá staði þar sem þú varst
vanur að veiða lunda. Það var alltaf
svo gaman hjá okkur á þjóðhátíðun-
um, þá gisti ég alltaf hjá ykkur
ömmu, og þið dekruðuð ekkert smá
mikið við mig og lékuð við mig. Þú
varst alltaf svo unglegur og flottur
með hattinn og keyrandi á bíl til 87
ára aldurs, það kalla ég gott.
Þú varst yndislegur maður, afi
minn, svo góður og skemmtilegur við
alla.
Alltaf þegar ég kom í heimsókn til
þín, þá brostir þú út að eyrum og við
spjölluðum um allt milli himins og
jarðar. Aldrei slapp ég tómhent frá
þér eins og allir sem komu í heim-
sókn.
Þú varst mjög stór hluti af lífi
mínu, afi minn, og ég get ekki lýst
því hvað ég sakna þín mikið. Ég vona
að þú hafir það sem allra best núna,
kysstu ömmu frá mér.
Ég elska þig.
Þín afastelpa,
Bylgja Dís.
Elsku afi, nú er komið að leiðar-
lokum eftir löng og erfið veikindi.
Langar okkur systkinin á Jörfa-
bakkanum að minnast þín í nokkrum
orðum sem varla er nú hægt því í
okkar augum varst þú svo mikill kar-
akter og yndislegur afi.
Fyrsta minning Sigrúnar Ingu og
Önnu um þig var þegar þú sast með
þær í kjöltu þinni á Ásaveginum og
söngst fyrir þær, í minningunni voru
tenórtónarnir þínir mikið flottari en
hjá Pavarotti.
Mjög minnisstætt er hjá Önnu
þegar þú varst að koma heim úr
lundaveiði og reyttir lundann sem
okkur finnst öllum svo frábær mat-
ur. Enda voru matarboðin heima hjá
ykkur ömmu drekkhlaðinn og aldrei
fannst ykkur við borða nóg. Á eftir
kom svo eftirrétturinn.
Þú varst alltaf svo hreykinn af
henni ömmu og varst þú óspar á að
segja fólki hvað hún var myndarleg
að hafa allt svo fínt og fágað fyrir allt
og alla sem báru að garði.
Það var alltaf tilhlökkunarefni hjá
Önnu og Sigrúnu Ingu að koma til
ykkar á sumrin, hvort sem þær voru
að passa fyrir Rúnu eða hjálpa þér í
Timbursölunni og svo þegar þær
höfðum aldur til að vinna í humri í
Vinnslustöðinni.
Eitt sinn ákváðu Sindri og Laugi
að kíkja í sund þegar þeir voru í
heimsókn. Eitthvað var ömmu farið
að lengja eftir drengjunum í kaffi.
Æddir þú þá upp í laug og spurðir
drengina hvað gengi eiginlega á?
Búnir að vera í sundi í 5 klukkutíma.
Strákarnir voru nú ekki lengi að
svara: „Það er engin klukka hérna,“
en þú bentir þeim nú á klukkuna sem
var beint fyrir ofan laugina. Þvílík
verkun! Það fór ekki framhjá nein-
um þegar þú og amma voruð komin á
Jörfabakkann, þegar maður opnaði
hurðina þá tók vindlalyktin þín á
móti manni.
Voru það ófá kvöldin sem við spil-
uðum vist, eisý kreisý eða manna,
kenndir þú okkur þá alla oddside
klækina og þá var sko tekið á því.
Þetta voru okkar skemmtilegustu
stundir með þér.
Það fór nú ekki framhjá neinum
hvar þú stóðst í pólitíkinni og stóðst
þú nú ekki á þínum skoðunum og
þegar kom að því að Sindri fékk
kosningarétt þá varst þú nú ekki
lengi að segja honum til hvað ætti nú
að krossa við. Þú varst nú ekki
ánægður með hana Sólrúnu þegar
hún sagði í síðustu kosningum að
hún ætlaði nú ekki að kjósa flokkinn
og þá varst þú nú ekki lengi að svara
henni: „Þú getur þá bara sleppt því
að kjósa Sólrún mín“.
Fótbolti og handbolti voru þín
helstu áhugamál og máttir þú ekki
missa af einum einasta leik hjá þín-
um liðum.
Alltaf var það tímamót hjá þegar
þú keyptir nýjan bíl og litu þeir alltaf
svo vel út eins og þú, svo reffilegur
og fínn með hattinn sem fór þér svo
vel.
Mikið var nú gaman að heimsækja
þig um daginn, í indælisveðri og eyj-
arnar skörtuðu sínu fegursta. Þú
varst svo flottur, nýrakaður og ilm-
aðir svo vel með nýja spírann og eins
og venjulega með á nótunum og
rúmlega það. Við erum þakklát fyrir
að hafa átt þessa stund með þér
elsku afi okkar. Þú ákvaðst að kveðja
þennan heim á 89. afmælisdegi þín-
um og tók amma örugglega vel á
móti þér.
Hvíl í friði afi,
Anna, Sigrún Inga, Sindri,
Guðlaugur og Sólrún.
Elsku afi Laugi, með þessum orð-
um viljum við þakka þér fyrir þann
góða tíma sem við höfum átt með þér
og fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
okkur. Það er mikils að minnast og
margar góðar stundir. Þú og amma
voruð okkur stoð og stytta og ekki
síst mér (Lauga) þegar ég var lítill
og þurfti á stuðningi og góðri hjálp
að halda. Þær voru ófáar stundirnar
sem ég var hjá ykkur og minnist ég
þess þegar ég var að keppa á polla-
móti og þú stóðst á hliðarlínunni og
hvattir þína menn áfram af miklum
hug. Þú varst alltaf mikill áhuga-
maður um fótbolta og fylgdist vel
með þínum mönnum í hvaða deild
sem þeir voru. Alltaf var vel tekið á
móti okkur þegar við komum til
Eyja og ef þú varst ekki á bryggj-
unni að bíða þá komst þú alltaf niður
á bílaplan og fagnaðir gestunum. Við
þökkum fyrir allt
Hvíl í friði,
Guðlaugur (Laugi) og Hanna.
Mig langar að minnast tengdaföð-
ur míns með nokkrum orðum.
Manns sem hafði mikil áhrif á líf
mitt. Ég kynntist honum fyrir 44 ár-
um þegar ég var að kynnast dóttur
hans og flutti inn á heimili hans og
tengdamóður minnar. Hann var
Vestmannaeyingur af líf og sál.
Hressilegur og mjög gott að vera í
návist hans. Allt sem viðkom Vest-
mannaeyjum var ofarlega í huga
hans og ég, sem kom að austan, var
orðinn mikill Vestmannaeyingur í
huga og tali eftir kynni mín af hon-
um og hans góðu konu.
Guðlaugur var gefandi persóna og
sem ungur maður fann ég hvað það
var gott að umgangast hann og hvað
hann gat gefið mikið af visku sinni og
gestrisni sem var í honum blóð bor-
in. Það var einstaklega gaman að
vera með honum í lífi og starfi, hann
var frábær lundaveiðimaður og lærði
ég marga nýja siði og umgengni við
eyjarnar í návist hans.
Hann var sérstaklega veðurglögg-
ur og næmur á náttúruna í kringum
sig. Hann þurfti varla að líta til him-
ins til að skynja veðrabrigðin, gat
hann þá vitað hvernig veður yrði að
morgni.
Hann hafði ríka réttlætiskennd
sem kom fram í öllu hans fari og um-
hyggju fyrir náunga sínum og fjöl-
skyldu.
Upp í hugann kemur einnig spila-
mennskan, sem tók hug hans allan
þegar stórfjölskyldan kom saman.
Þá var hann hrókur alls fagnaðar og
hafði mjög gaman af að spila. Hann
var svo ótrúlega lunkinn við að ná
miklu út úr spilunum, að jafnvel þeg-
ar hann var með algjöra hunda sem
ekkert virtist hægt að vinna úr gat
hann knúið fram sigur í spilinu. Þar
fyrir utan sátum við oft tveir saman
að spilum með miklum hamagangi
og hávaða.
Það voru kátar og góðar stundir
sem við fjölskyldan áttum saman
þegar við komum saman í Eyjum um
jól og önnur tækifæri.
Hann fylgdist alltaf mjög vel með
sínu fólki og því sem um var að vera í
þjóðmálum. Þá hafði hann brennandi
áhuga á bílum, sem sýnir það best að
þegar hann var áttræður ákvað hann
að selja gamla bílinn sinn og kaupa
nýjan úr kassanum eins og sagt er.
Naut hann þess til fulls að spóka sig
á þessu nýja fallega farartæki.
Þú varst alltaf jafn teinréttur og
reffilegur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Kæri vinur þakka þér fyrir sam-
fylgdina og eigðu góða heimkomu.
Sigurgeir Þór Sigurðsson.
Elsku Laugi.
Það var hræðilegt að horfa á þig
renna úr greipum okkar á spítalan-
um eftir að hafa þekkt þig svo lengi.
Þegar maður horfði á þig þá hélt
maður að þú værir að fara að halda
upp á 69 ára afmælið, ekki 89 ára, þú
varst svo unglegur. En í þau tæp 2
ár sem ég hef þekkt þig, hefur þú
alltaf verið mikið veikur. Þú hefur
barist við þín veikindi í næstum 3 ár
og lýsir sá karakter þér langbest.
Maður sem fór allt á seiglunni einni,
það var það eina sem hélt þér gang-
andi, trúin á að yfirstíga veikindin.
En það ætlaði aldeilis að verða
þrautinni þyngra fyrir þig. Á meðan
þú barðist við eitt, þá kom annað upp
á. En trúin yfirtók allar efasemdir
um að þú myndir ekki lifa það af. En
það sem var kannski lítil stjarna í
miklu myrkri var þinn áhugi á fót-
bolta og öllum íþróttum almennt. Þú
réðst aldeilis ekki á garðinn þar sem
hann var lægstur þegar þú keyptir
þér 40“ plasma sjónvarp, og auðvitað
voru notaðir þriðjudagar og mið-
vikudagar í meistaradeildina og
helgar í ensku úrvalsdeildina. Ég
man alltaf þegar ég kom til þín, þá
sastu í stólnum fyrir framan sjón-
varpið að horfa á einhverjar íþróttir,
og þú varst svo hrifinn af sjónvarp-
inu að þú leist varla af því á daginn.
En þann tíma sem ég þekkti þig,
þá sá ég strax að um var að ræða
ákveðinn mann sem lét aldrei vaða
yfir sig. Þú hafðir þínar skoðanir á
öllum málum og þorðir alltaf að
segja hvað þér lá á hjarta, og þá var
ekki hægt að breyta þeim skoðun-
um.
Ég man það vel þegar ég kom til
þín í heimsókn og þú brostir alltaf út
að eyrum. Ég sá að þú varst að
undra þig á því hvað 15 ára peyi væri
að nenna að heimsækja svona gaml-
an mann. En það var ekki út af því að
ég vissi að ég færi ekki svangur frá
þér, sem lýsir svolítið gestrisninni í
þér, heldur var ástæðan bara
skemmtilegur maður sem gat talað
við mig um allt sem var að gerast í
heiminum. En á þessum dýrmætu
stundum þá lýstir þú fyrir mér þeim
tímum þegar þú söngst einsöng í
gamla bíósalnum og hvað mikið
söngefni þú varst. Og sagðir þú einn-
ig við mig hvað það hefði verið hrika-
legur missir fyrir þig þegar þú
misstir þessa fallegu rödd í hendur
veikindanna. En þessar stundir eru
rosalega dýrmætar þegar á leiðar-
enda er komið og vill ég þakka þér
fyrir þá tíma sem við vörðum saman,
þeir voru yndislegir og mun ég aldr-
ei gleyma þeim.
Elsku Laugi: Fyrir að hafa fengið
að fylgja þér þessa síðustu metra er
ég ævilangt þakklátur.
Við munum ávallt sakna þín, en
við vitum að þú ert komin á stað þar
sem þú þjáist ekki lengur og ert bú-
inn að hitta guð. Við munum aldrei
gleyma þér, þú munt lifa áfram í
hjörtum okkar.
Megi guð varðveita þig og vaka
yfir þér.
Þinn vinur
Guðni Freyr.
Í dag kveðjum við kæran vin, Guð-
laug Guðjónsson frá Oddsstöðum.
Laugi var samferðarmaður föður
míns og mín. Við unnum saman í tré-
smíðafyrirtækinu „Smið hf.“ í Vest-
mannaeyjum til margra ára, þegar
því lauk, hélt samferðin áfram í ná-
lægð hvor við annan.
Líf Lauga og fjölskyldu hefur ver-
ið svo samofið lífi fjölskyldu minnar,
að margur maðurinn hefur þrætt
fyrir að við værum ekki skyld blóð-
böndum, en svo er ekki.
Með Lauga og konu hans Önnu,
sem látin er fyrir nokkrum árum eru
gengin góð og samhent hjón sem
skiluðu sínu ævistarfi með sóma og
af mikilli samviskusemi. Þau voru
sannarlega góðar fyrirmyndir af-
komenda sinna og annars ungs fólks.
Núna seinni árin bjó Laugi á Dval-
arheimilinu Hraunbúðum eftir að
Anna hans dó. Síðustu misserin hafa
verið honum erfið sakir veikinda, en
Laugi tókst á við sitt hlutskipti af
miklu æðruleysi og undirbjó brottför
sína úr þessum heimi á aðdáunar-
verðan hátt.
Samverustundir okkar síðustu
vikurnar voru fyrir framan nýja fína
sjónvarpið hans til að horfa saman á
fótbolta, enda báðir miklir áhuga-
menn, ég á því góðar minningar um
vin minn Lauga allt til enda.
Við fjölskyldan kveðjum góðan og
tryggan vin með eftirsjá. Við send-
um aðstandendum samúðarkveðjur.
Helgi Magnússon
og fjölskylda.
Kveðja frá Veiðifélagi
Elliðaeyjar
Í dag verður borinn til grafar frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum fé-
lagi okkar Guðlaugur Guðjónsson
frá Oddstöðum. Æskuheimili Guð-
laugs, Oddstaðir var jörð á Heimaey
og taldist til Elliðaeyjajarða og hafði
rétt ásamt öðrum jörðum til nytja í
Elliðaey. Um var að ræða fugla-,
eggja- og heytekju. Guðlaugur var
félagi í Veiðifélagi Elliðaeyjar í tugi
ára og síðustu árin sem heiðurs-
félagi.
Guðlaugur var um tíma formaður
veiðifélagsins. Í formannstíð hans
var nýtt veiðihús byggt undir Há-
barði og var það vígt 1953. Guðlaug-
ur var nákvæmismaður og vildi gera
alla hluti vel. Þar sem hann var smið-
ur sá hann um að smíða allar innrétt-
ingar og hurðar í nýja veiðihúsið.
Hurðarnar inni sem úti voru massív-
ar úr fínum við. Fannst öðrum út-
eyingum þetta vera allt of fínt og
ekki „úteyjalegt“ en svona var Guð-
laugur, hlutirnir gerðir eins vel og
hægt var.
Guðlaugur var góður og traustur
félagi, fannst gaman að taka í spil
með félögunum eftir góðan veiðidag,
og oft var fjör í veiðihúsinu á kvöld-
vökunum.
Guðlaugur var söngmaður góður.
Tóku þeir oft lagið saman, Guðlaug-
ur, Hjörleifur bróðir hans, sem lést í
fyrra, og Hávarður B. Sigurðsson.
Var þá sungið raddað og var unun að
hlusta á þessa snillinga syngja sam-
an. Nú er komið að kveðjustund og
viljum við veiðifélagarnir minnast
þín með bólsöng okkar:
Hér lífið er frelsi við unað og yndi
með ómum frá lunda og svölunnar klið.
Í úteyjafaðminum vægum í vindi
við skulum gleðjast að bjargmannasið.
Nú veiði er lokið og sigin er sól,
syngjum því glaðir og skálum við ból.
(Óskar Kárason.)
Ívar Atlason.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
HANNES SIGURÐSSON
rafvirkjameistari,
Álfheimum 68,
Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 5. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sigurást Sigurjónsdóttir,
Sigurjón Hannesson, Ragnhildur B. Erlingsdóttir,
Grímur Hannesson, Guðrún Norðdahl,
Sigurður Hannesson, Lóa María Magnúsdóttir,
Ragnhildur D. Hannesdóttir, Þórólfur Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
HJÁLMAR JÓN HJÁLMARSSON,
Háteigi,
Húsavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga mánudaginn
9. júní.
Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju
mánudaginn 16. júní kl. 14.00.
Sólveig Pétursdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.