Morgunblaðið - 28.09.2008, Side 1
S U N N U D A G U R 2 8. S E P T E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
265. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
rsv@mbl.is
„ÉG ætlaði að ræna helstu höfuðpaurunum í
eineltinu og fara með þau í yfirgefinn kofa úti í
óbyggðum og beita þau hræðilegum pynting-
araðferðum og halda þeim nær dauða en lífi í
marga daga áður en ég loks dræpi þau … og
mér fannst þau SAMT vera að sleppa mjög
vel miðað við það sem þau gerðu mér. Eftir á
ætlaði ég síðan að fremja sjálfsmorð.“
Þetta ritar ungur maður, sem varð fyrir
langvarandi einelti í grunnskóla á höfuðborg-
arsvæðinu. Hann vonar að skrif sín skili ein-
hverjum árangri. Hann lýsir því hvernig
sjálfsmynd hans var lengi brotin, en eftir að
hann leitaði sér hjálpar fór hann að byggja líf
sitt upp að nýju.
Á tímabili fylltist hann miklu hatri út í ger-
endurna í eineltinu. „Eina niðurstaðan sem
Ætlaði að pynta
þau og drepa
Segir eineltið næstum hafa gert sig að fjöldamorðingja
ég gat fundið þá var að þetta væru gjörsamlega
siðlausar, illar manneskjur sem væri best að
fjarlægja af þessari jörð. Þannig væri ég að
hjálpa bæði heiminum í dag og í framtíðinni
með því að koma í veg fyrir að þau gætu alið
upp illa innrætt börn sem myndu leggja ann-
að saklaust fólk í einelti. Og fyrir utan að
hjálpa heiminum, þá myndi ég ná fram ein-
hverju réttlæti fyrir að líf mitt og möguleikar
voru eyðilögð strax í barnæsku.“
Skólamorð
Ungi maðurinn ritar að þegar hann lesi um
skólamorðingja og bakgrunn þeirra og lesi skila-
boðin sem þeir skildu eftir sig til að útskýra
það sem þeir gerðu þá sjái hann óhugn-
anlega margt líkt með þeim og sjálfum
sér þegar honum leið hvað verst.
Endastöðin | 10
Morgunblaðið/RAX
ALDEYJARFOSS í Skjálfandafljóti er tákn-
rænn fyrir virkjanamál á Íslandi. Til eru áætl-
anir um að virkja fallið í fossinum, frumrann-
sóknir hafa farið fram og teikningar verið
gerðar. Kannski verður virkjað við Hrafna-
björg og vatn tekið af fossinum þegar fram líða
stundir. Kannski ekki. Ekkert hefur hreyfst í
því máli í nokkur ár. Fyrirætlanir um að virkja
standa samt enn, bíða betri tíma. Nákvæmlega
þannig er ástatt á fjölmörgum stöðum á land-
inu. Þegar undirbúningur framkvæmda byrjar
fyrir alvöru, þá fer umræðan um náttúruvernd
í gang. Eina virkjun í einu.
Nú hillir undir stóru breytinguna í þessum
efnum. Að allir stórir virkjunarkostir séu
vegnir og metnir, bornir saman og þeim raðað
í forgangsröð. Að virkjanamálin fái stefnuskrá
til framtíðar. Hingað til hafa Íslendingar svar-
ið sig í ætt við aðrar iðnvæddar þjóðir, látið
hluta náttúrunnar í skiptum fyrir mannlega
framþróun. Verður Aldeyjarfoss þar á meðal,
eða er það ónauðsynlegt? Fæst mesti kraft-
urinn úr Aldeyjarfossi með því að horfa á hann
eða með því að virkja hann?
Krafturinn í fórum þjóðarinnar
Joe Biden varaforsetaefni demó-
krata hefur nokkrum sinnum talað
hraðar en hann hugsar og slíkt fá
menn að heyra aftur og aftur í
kosningabaráttu. En hann hefur
reynsluna sem Obama skortir.
Orðmargur
reynslubolti
Nú andar köldu milli Bandaríkj-
anna og Pakistans eftir heimildar-
lausa innrás Bandaríkjamanna í
landið í byrjun mánaðarins. Dauði
óbreyttra borgara hefur vakið
mikla reiði almennings í Pakistan.
Stirt samband
vinaríkjanna
VIKUSPEGILL
Í Morgunblaðinu í dag hefst vikuyfirferð
um helstu virkjunarkosti landsins í máli og
myndum. Hverjir hafa leyfin, hvernig standa
skipulagsmálin og hvenær verður virkjað?
Hvernig líta virkjunarkostirnir út? » 26
Hvar á að virkja?
„ÉG fullyrði að almenningur trúir
því ekki hverskonar sandkassa-
leikur er við lýði innan lögregl-
unnar og þetta er svo dapurlegt að
maður skammast sín fyrir að segja
frá þessu. Þetta er hinsvegar stað-
reynd sem menn verða að horfast í
augu við,“ segir Jóhann R. Bene-
diktsson, fráfarandi lögreglustjóri
á Suðurnesjum, um vantraust sem
hann segir ríkja milli yfirstjórn-
enda í lögreglunni. Í ítarlegu viðtali
fer Jóhann hörðum orðum um rík-
islögreglustjóra og talar um hinn
alvarlega samskiptavanda milli sín
og dómsmálaráðherra í aðdrag-
anda þess að hann ákvað á miðviku-
dag að hætta sem lögreglustjóri.
„Við höfum ekki umframorku í
að slást við ráðherra og embættis-
menn,“ segir hann. | 22
Lögregla
í sand-
kassaleik
„Skammast mín fyrir
að segja frá þessu“
Leikhúsin
í landinu >> 51TENGSL LEIKKONUOG PLÖTUSNÚÐS
GUÐRÚN GÍSLAGÍSLI GALDUR
HVAÐ EF ÞÚ TÝNIR
FÓLKINU ÞÍNU?
Á FLÓTTA