Morgunblaðið - 28.09.2008, Page 43

Morgunblaðið - 28.09.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 43 ✝ Mangor HarryMikkelsen fædd- ist í Skagen í Dan- mörku 11. nóv- ember 1918. Hann lést á Kirkjuhvoli, dvalarheimili fyrir aldraða á Hvols- velli, 15. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Anna Josefine Mikkelsen, fædd Ja- cobsen, f. 15.4. 1887, lærður kjóla- meistari, og Christian Emil Mikk- elsen, f. 1.11. 1885, lærður hús- gagnasmiður en starfaði sem skipstjóri lengst af. Alsystur Man- gors voru Astrid, f. 1907, og Emma, f. 1911. Þær eru báðar látnar. Mangor kvæntist 11. október 1947 Valgerði Jóhannsdóttur frá Miðkrika í Hvolhreppi, f. 7.4. f. 21.4. 1953. Sonur hennar er Kristján Emil Guðmundsson, tölv- unarfræðingur, f. 17.12. 1975, kvæntur Lilju Kristjánsdóttur, f. 11.3. 1970. Þeirra dóttir er Ásdís Vala, f. 14.6. 2007. Fyrir átti Lilja tvö börn, Jóhönnu og Lárus. Mangor ólst upp í foreldra- húsum og naut venjubundinnar skólagöngu þess tíma. Hann nam mjólkurfræði í Danmörku en flutti til Íslands 1938. Mangor starfaði sem ostameistari við Mjólkurbú Flóamanna allan sinn starfsferil og var sérhæfður í gerð Camem- bert-osta. Hann tók þátt í fé- lagsstarfi Mjólkurfræðingafélags Íslands, var einn af stofnendum þess 1946, sat í stjórn og var gjald- keri um árabil. Skákmaður var hann góður og varð m.a. fé- lagsmeistari Taflfélags Selfoss. Um tíma var hann mjög virkur frí- merkjasafnari og átti gott safn frí- merkja. Valgerður og Mangor bjuggu allan sinn hjúskap á Sel- fossi, fyrst á Bjargi og síðar í Smá- ratúni 10. Síðustu þrjú æviárin var hann vistmaður á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Mangor var jarðsunginn frá Sel- fosskirkju 23. september. 1918, d. 2005. Börn þeirra eru: 1) Val- gerður Anna kenn- ari, f. 18.2. 1948. Börn hennar og Stef- áns Haraldssonar eru Arnar Þór hér- aðsdómslögmaður, f. 29.10. 1979, og Ása Sólveig hjúkr- unarfræðingur, f. 14.3. 1983. 2) Krist- ján, bóndi, f. 11.2.1950, sambýlis- kona Guðbjörg María Árnadóttir, f. 8.11. 1954. Dóttir þeirra er Lilja Björk kennari og bóndi, f. 17.9. 1974, sambýlis- maður Sigurjón Grétarsson húsa- smíðameistari og bóndi, f. 14.8. 1972. Synir þeirra eru Kristjón Sindri, f. 30.5. 1998, Björn Ástvar, f. 10.11. 2002, og Bergur Már, f. 28.7. 2004. 3) Ása Nanna, við- skiptafræðingur og áfangastjóri, Elsku pabbi. Enginn slítur þau bönd, sem hann er bundinn heimahögum sínum. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið. Frá þeirri stundu, er þú stóðst við móðurkné og sagðir: Ég er svona stór, ert þú samningi bundinn. Þú stendur alla ævi síðan fyrir augliti heimsins. Lítill kútur, sem teygir hönd yfir höfuð sér og heyrir blíðmæli brosandi móður: Ertu svona stór? (Jón úr Vör) Ungur fórstu frá fæðingarbæ þín- um, Skagen í Danmörku, til að vinna í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Við vitum að það var erfitt fyrir móður þína, föður og systur. Þú ætlaðir samt ekki að vera lengi en örlögin höguðu því þannig, enda fannstu ástina á Íslandi og þá varð ekki aftur snúið. Við trúum því að nú sértu búinn að hitta aftur mömmu, foreldra þína og systur, ættingja og aðra burtfarna vini. Takk fyrir allt. Þínar dætur Ása og Valgerður. Mangor Harry Mikkelsen ✝ Jón GunnarGíslason fædd- ist í Brimnesi í Ár- skógshreppi 22. maí 1939. Hann lést á heimili sínu, Hvidøre 9 í Vamd- rup í Danmörku, 22. september síð- astliðinn eftir lang- varandi veikindi. Foreldrar Jóns Gunnars voru Gísli Sölvason og Jóna Hansdóttir. Jón Gunnar kvæntist árið 1961 Ólafíu Dag- björtu Halldórsdóttur. For- eldrar Ólafíu voru Halldór Lár- usson og Jósefína Ágústsdóttir Blöndal. Jón Gunnar og Ólafía áttu fjögur börn, Láru Jósefínu, Gísla Rúnar, Sverri og Örn Ólaf. Jón Gunnar lauk prófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst ár- ið 1962. Hann lauk bóklegum hluta endurskoðendaprófs frá Háskóla Íslands ár- ið 1974. Jón Gunn- ar var margverð- launaður íþróttamaður og voru 800 metrar hans aðalgrein, hann var sterkast- ur í 1.500 metrum en ekki var keppt í þeirri grein. Hann varð stigahæsti frjálsíþróttamaður Íslands á lands- mótinu á Þingvöll- um árið 1957. Jón Gunnar starfaði fyrir kaup- félögin og Samvinnu- hreyfinguna á Skagaströnd og Hrísey, hann var bóndi á jörð- inni Vallholti í Árskógshreppi í Eyjafirði. Leiðin lá suður til Reykjavíkur til náms við Há- skóla Íslands. Hann starfaði lengst af á eigin vegum. Útför Jóns Gunnars var gerð í Vamdrup 26. september. Ég gleymi ekki þegar við pabbi vorum við heyskap á Farmal Kubb traktor, ég fékk að sitja í fanginu á honum allavega á heimleið, þegar sláttugreiðan var komin upp, enda var sláttugreiðan ekki mjög varin. Oftar en ekki þurfti að heimsækja hann Þorstein Marinósson sem rak verskæði í Árskógshreppi til að láta gera við greiðuna. Þegar heyið var tekið saman kom mamma með kakó og nesti handa okkur. Á meðan tími gafst var pabbi alltaf duglegur að fylgja okkur systkinunum í leik og starfi. Hann reyndi ekki að stjórna of mikið í okkur systkinunum en tók á hlutunum ef á þurfti að halda, það sem pabbi tók sér fyrir hendur gerði hann af alúð og einstakri vandvirkni. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að starfa með pabba við bókhald og endurskoðun á Akureyri, þar sem vandvirkni var í heiðri höfð, einnig tókum við þátt í tölvubyltingunni sem þá var að hefjast og átti eftir að marka líf mitt um ókomin ár. Okkar leiðir skildu of fljótt á þess- um vettvangi sem öðrum þar sem hann fluttist til Reykjavíkur og síðan búferlum til Danmerkur. Hann var mín stoð og stytta í veik- indum dóttur minnar Bryndísar Óskar Gísladóttur, enda mikið um ferðir til Reykjavíkur sem bitnuðu á starfi mínu á þeim tíma. Jón afi var mikið fyrir öll sín 9 afabörn, sökum búsetu var því miður ekki mikið um sunnudagsgraut, en þegar færi gafst þá gafst vel. Ég sagði nú eitt sinn að pabbi og mamma hefðu notað garð- inn sinn sem þau ræktuðu í Dan- mörku, af þvílíkri alúð og myndug- leik, að hann hafi komið í stað barna og barnabarna. Ef ég ætti að lýsa pabba með einu orði myndi ég nota orðið vandaður, hann var vandaður maður. Við kveðjum pabba og afa eftir erfið og langvarandi veikindi. Aldrei framar óttast þú eldraun dags né kalda nótt: kvatt þú hefur heimsins bú, heimför gert og laun þín sótt. (3. Simlir konungur William Shakespeare.) Gísli Rúnar Jónsson og börn. Jón Gunnar Gíslason ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN EINAR STEFÁNSSON rafverktaki, Breiðabliki 3, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað mánudaginn 22. september. Útför hans fer fram frá Norðfjarðarkirkju þriðjudaginn 30. september kl. 14.00. Ása Stefánsdóttir, Bergþóra Stefánsdóttir, Elmar Halldórsson, Guðný Stefánsdóttir, Þuríður Stefánsdóttir, Björn Kristjánsson, Aldís Stefánsdóttir, Rúnar Gunnarsson, Þóra Stefanía Stefánsdóttir, Karl Gunnar Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, ÞORLÁKUR SÆVAR HALLDÓRSSON barnalæknir, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 2. október kl. 13.00. Sigrún Erla Skúladóttir, Dóra Soffía Þorláksdóttir, Linda Sif Þorláksdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir, amma og systir okkar, MARGRÉT MUCCIO, Hjallabraut 3, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 23. september. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 30. september kl. 15.00. Rúnar Gregory Muccio, Metta Margrét Muccio og systkini. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRU RANNVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR, Marklandi 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki kvenna- deildar Landspítalans, heimahlynningar og líknardeildar í Kópavogi. Sigrún Þórarinsdóttir, Ólafur Þór Kjartansson, Sigurður Þórarinsson, Helga Sigríður Þórarinsdóttir, Edda Ólafsdóttir, Rúnar Helgason, Þóra Ólafsdóttir, Vignir Óðinsson, Óli Valur Ólafsson, Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson, Helga Þóra Siggeirsdóttir, Viktoría og Adam Fannar Vignisbörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG GÍSLADÓTTIR frá Hvalsnesi, Borgarholtsbraut 73, Kópavogi, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju laugardaginn 4. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gjafasjóð Hvalsneskirkju, Sparisjóðnum í Sandgerði sími: 423 8190. Tómas Grétar Ólason, Margrét Tómasdóttir, Matthías Guðm. Pétursson, Anna Guðrún Tómasdóttir, Matthías Kjartansson, Guðlaug Þóra Tómasdóttir, Daníel Þór Ólason, Magnea Tómasdóttir, Pétur Gauti Valgeirsson, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Innilegt þakklæti til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát, minningar- athöfn og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, JÓNS SNÆS SIGURJÓNSSONAR frá Snæhvammi í Breiðdal. Guð blessi ykkur öll. Hlíf Þ. Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson, Helga Ágústína Lúðvíksdóttir, Guðný Elín Jónsdóttir, Reynir Loftsson, Ingibjörg Guðlaug, Jón Garðar Steingrímsson, Ólavía Sigurjónsdóttir, Alejandro Arias, Jón Viðar Reynisson, Hlíf Ágústa Reynisdóttir, Jóna Snædís Reynisdóttir, Solveig Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.