Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 19 Ársfundur Úrvinnslusjóðs Ársfundur Úrvinnslusjóðs verður haldinn á Hótel Nordica, 2. hæð, þriðjudaginn 30. september kl. 14:00. • Formaður stjórnar setur fundinn • Ávarp umhverfisráðherra • Ávarp formanns stjórnar Úrvinnslusjóðs • Ársreikningur 2007 kynntur • Yfirlit yfir starfsemi Úrvinnslusjóðs • Umræður Dagskrá Fundargögn munu liggja frammi á fundarstað. Stjórn Úrvinnslusjóðs Gæti verið grínleikkona Gísli Galdur „Við áttum margar góðar stundir í Skólastrætinu en við vorum mest tvö þangað til ég var fimm ára. Mamma er mjög skemmtilegur karakter. Til dæm- is gerði hún að leik að fara í hlut- verk afa, því ég átti ekki neinn. Við höfðum afadag reglulega. Hún lék afa og fór í búning og allt. Þetta var gaman því maður vissi ekki alveg hvernig væri að eiga afa og við gerðum leik úr þessu. Ég á margar góðar bernskuminningar og ég var líka mikið uppi í Borgarleikhúsi og Þjóðleikhúsi þegar hún var að leika. Núna er ég sjálfur búinn að vera að vinna uppi í Þjóðleikhúsi og finnst allt vera miklu minna þarna en mig minnti! Gaman að horfa á hana á sviði Mamma er góður leikari og mér finnst gaman að horfa á hana á sviði. Hún hefur leikið mest af dramatískum hlutverkum en ég held að hún gæti verið ótrúlega góð grínleikkona. Ég gæti trúað að hana langaði til að prófa slík hlutverk. Hún er mjög fyndin, algjör húmoristi. Hún var alltaf að ljúga ein- hverju að manni þegar maður var krakki. Margar þessar sögur hennar virkuðu reyndar á mann, hún er svo góður leikari og nær alveg að leika á mann! Hún bjó oft til ævintýraheim og sagði sög- ur með leikrænum tilburðum. Opin og forvitin Hún er margbreytilegur kar- akter og á sér ýmsar hliðar. Hún er opin og sjálf sjúklega forvitin. Ef hún væri ekki leikari held ég að hún ætti að vinna sem ein- hvers konar braskari. Hún er alltaf að spá í hitt og þetta og veit ótrúlegustu hluti. Hún getur gefið manni mörg góð ráð í sam- bandi við lífið og tilveruna. Hún er mikið fyrir tónlist og setti mig markvisst í tónlistar- skóla og hélt því til streitu sem er mjög gott því ég efast um að ég hefði haft agann til að gera það sjálfur. Hún hlustar mikið á tónlist, mest á Rolling Stones og svoleiðis rokk. Hún lærði sjálf á píanó og var í tónlistarskóla. Ég byrjaði á blokkflautu, fór svo í píanónám og þaðan yfir í slagverk. Ég var að tromma frá því ég var lítill en byrjaði að læra sem táningur. Við vorum alltaf með trommusett uppi á háalofti og mamma leyfði mér alveg að fá útrás á því. Hún styður mig í starfi núna og er dugleg að hvetja mann áfram í námi. Með fyrstu veggjalistamönnum Mamma ætlaði að verða mynd- listarmaður þegar hún var ung, áður en hún varð leikari. Hún var mikið að mála myndir og var líklega með fyrstu veggjalistamönnum á Íslandi. Hún málaði vegg á Akureyri með vinkonu sinni sem hét Edda. Löggan handtók þær en á veggn- um voru ýmiss konar frið- arskilaboð. Þetta gerðist þegar hún var um 16 ára gömul. Hún hefur alltaf verið mjög dugleg og hefur unnið út um allt land í margskonar vinnu og kynnst allskonar fólki hér og þar í leiðinni. Ég held hún hafi alltaf viljað vera svona sjálfstæð. Hún er mikill náttúruvernd- arsinni. Henni líður rosa vel úti í sveit. Hún keypti land fyrir nokkrum árum við rætur Heklu. Hún fer oft þangað og er dugleg að gróðursetja. Næst á dagskrá er að koma upp sumarhúsi þarna. Síðustu ár finnst mér hún sækja sífellt meir í náttúruna. Hún er mjög félagslynd mann- eskja og á marga vini og kunn- ingja. Henni finnst líka fínt að kúpla sig út úr öllu og fara eitt- hvert þar sem er ekkert rafmagn og sitja þar við kertaljós. Hún hefur áhuga á leiklist og hefur gaman af til dæmis þýsku leikhúsi og öðruvísi sýningum. Hún les líka mikið af bókum. Hún hefur líka áhuga á gömlum Land Roverum og ég held að hana langi í einn slíkan. Mamma kynntist Illuga þegar ég var um fimm ára gamall. Hún var oft að leika á kvöldin en Ill- ugi vann alltaf mest heima. Hann er skemmtilegur karakter en rosalega ólíkur mömmu. Hann er miklu meiri einfari. Frumleg í nafngift Nafnið Galdur er komið frá mömmu. Maður þarf að reyna að standa undir þessu nafni! Það hafa alltaf verið margir kettir á heimilinu og hún finnur alltaf einhver frumleg nöfn á þá. Núna eru á heimilinu þrír kettir, Scott, Skotta og Fiskur! Hún hefur gaman af því að vita hvað aðrir eru að gera og er allt- af að rannsaka eitthvað. Mamma er mjög drífandi karakter og þarf alltaf að vera að gera eitt- hvað. Stundum finnst mér að hún ætti að vera að gera eitthvað allt annað en að leika. Kannski ætti hún bara að setja sýningar upp sjálf? Félagslynd manneskja sem á marga vini og kunningja @
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.