Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Þ essi mynd er búin að vera mjög lengi í bígerð,“ segir Óskar um Reykja- vík Rotterdam. „Hugmyndin að henni kviknaði árið 2001 þegar ég heyrði útvarpsþátt á Rás 1. Þar var viðtal við sjómann sem sagði svo skemmti- legar sögur af smygli, hann hafði komið víða við og rifjaði upp gamla daga þegar hann var harðsvíraður í smyglinu,“ segir Óskar sem fór í kjölfarið með hugmynd í maganum á fund Arnaldar Indriðasonar. „Hann kveikti mjög vel á þessu og við köstuðum boltanum fram og til baka. Við hittum ýmsa gúbba sem hafa komið nálægt þessu, fórum um borð í skip og töluðum við menn sem urðu sumir svolítið flóttalegir. En við fengum allskonar upplýsingar og hugmyndir sem margar hverjar enduðu í handritinu.“ Hvað vinnuna með Arnaldi varðar segir Óskar hana hafa verið mjög ánægjulega. „Hann er mjög mikill höfundur og gríðarlegur pælari sem veit alveg hvað hann er að gera. Hann nennir ekki neinu rugli.“ Á sjálfstýringu Reykjavík Rotterdam er alvöru spennumynd sem segir sögu ís- lensks smáglæpamanns sem lendir í miklum ævintýrum. „Hún fjallar um Kristófer sem fer einn túr til Rotterdam til þess að redda fjárhagnum. Hann er í djúp- um skít, með skilorðsbundinn dóm á bakinu, og hann og fjölskyldan eru að missa húsnæðið. Þannig að hann verður að rétta úr kútnum og kom- ast yfir einhverja peninga eins fljótt og hægt er. Hann ákveður því að koma heim með heilmikið magn af áfengi á frakt- skipi. Þetta er það sem hann kann best og hann veit hvernig á að gera þetta. Hann telur sig líka geta gert þetta betur nú þegar hann er edrú – hann var alltaf að gera þetta fullur í gamla daga. En svo fer þetta auðvitað öðruvísi en ætlað var,“ útskýrir Óskar. Það er enginn annar en Baltasar Kormákur sem fer með hlutverk Kristófers en þetta mun vera í fyrsta skipti sem hann leikur undir stjórn Óskars. „Hann er dálítið sér- stakur leikari og vinnur öðruvísi en aðrir leik- arar sem ég hef unnið með,“ segir leikstjórinn. „Hann vill vera ferskur á töku- stað – hann vill æfa eins og mikil áhrif á endanlega útkomu. „Ég vil meina að hún hafi tekið af mér völdin í eftirvinnslunni og farið með myndina eitthvað annað en mig hafði órað fyrir. Við eyddum til dæmis mörgum dögum í að skjóta alls konar „flash-bökk“ sem áttu að útskýra forsöguna í myndinni. Þar á meðal var handtaka úr fortíðinni, gömul partí og gamlar smygl- aðferðir – ýmislegt sem var eins- konar ítarefni. En Elísabet fleygði þessu. Ég spurði hana bara: „Veistu hvað þetta kostaði, manneskja?“ En þegar upp var staðið var þetta til mikilla bóta og styrkti mjög það sem eftir stóð,“ segir Óskar og því ljóst að mikil vinna hefur endað „á gólf- inu“. „En svo skrifaði Elísabet heilu setningarnar í myndinni. Ef hún fann fyrir því að eitthvað vantaði upp á þá klippti hún á hinn aðilann og skrifaði inn setningu sem var svo „döbbuð“ inn eftir á. En það skerpir oft senurnar og það er meira að segja heilt samtal í myndinni sem hún skrifaði frá grunni.“ En er þetta ekki komið svolítið út fyrir verksvið klipparans? „Jú, kannski, en mér er alveg sama, þetta virkar. Ég hef hins veg- ar aldrei kynnst klippara sem vinn- ur svona. En það sem hún gerir er Síðasta smyglið Íslenska stórmyndin Reykjavík Rotterdam verður frumsýnd á föstudaginn, en þar er á ferðinni þriðja kvik- mynd Óskars Jón- assonar. Í viðtali við Jóhann Bjarna Kolbeinsson segir leikstjórinn meðal annars frá gríninu, spennunni og því sem endaði á gólfinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikstjórinn „Mig langar ekki til að endurtaka mig í sketsa-þáttum eða grínmyndum,“ segir Óskar sem hefur sagt skilið við grínið, a.m.k. í bili. flestir aðrir leikarar, en þegar hann kemur á tökustað finnur maður á honum að hann reynir að upplifa þetta í fyrsta skipti. Þannig að hann á það til að breyta setningum og lögninni þegar allt kemur heim og saman. En ég fíla það mjög vel, það kemur smá spuni út úr þessu en samt þannig að það setur ekki batt- eríið út af laginu.“ Með annað mjög stórt hlutverk í myndinni fer ekki síðri kanóna – Ingvar E. Sigurðsson sem leikur gamlan vin Kristófers. Óskar segir hann töluvert ólíkan Baltasar. „Hann vinnur mikið með smáat- riðin. Hann vill æfa mikið, og styðst við leikstjórann lengi framan af, en svo fer hann á sjálfstýringu og gerir ýmislegt sem kemur mér full- komlega á óvart. Það má segja að hann bæti svo heilmiklu við þegar hann er kominn á flot,“ segir Óskar sem hefur áður unnið með Ingvari, fyrst í útskriftarmyndinni sinni SSL 25 frá árinu 1988, og svo í kvikmynd- inni Perlum og svínum frá árinu 1997. Mikil vinna í súginn Óskar fékk rísandi stjörnu, El- ísabetu Ronaldsdóttur, til að klippa Reykjavík Rotterdam og segist alls ekki sjá eftir því enda hafi hún haft Reykjavík Rotterdam Leikstjóri: Óskar Jónasson. Handrit: Óskar Jónasson og Arn- aldur Indriðason. Aðalhlutverk: Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson, Lilja Nótt Þór- arinsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Victor Löw, Þröstur Leó Gunn- arsson, Theodór Júlíusson, Ólafur Darri Ólafsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Kvikmyndataka: Berg- steinn Björgúlfsson. Klipping: Elísabet Ronaldsdóttir. Hljóðhönnun: Kjartan Kjartansson og Ingvar Lundberg. Leikmynd: Haukur Karlsson. Tónlist: Barði Jóhannsson. Framleiðendur: Agnes Jo- hansen og Baltasar Kormákur. Framleiðslufyrirtæki: Sögn ehf. í samstarfi við Rotterdam Films, Bavaria Pictures og Nordisk Film. Gerð með stuðningi Kvikmynda- miðstöðvar Íslands, iðnaðarráðuneyt- isins, Nordisk Film & TV Fond og Rott- erdam Film Fund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.