Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Á aðalfundi LR 15. október 2007 var stofnaður Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur og formaður skipaður frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi félagsins. Meðal markmiða sjóðsins er að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun, auka vægi leikritunar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virð- ingar í samfélagi lista. Meðal leiða að mark- miðum þessum er að tryggja að alltaf verði að minnsta kosti eitt leikskáld starfandi við Borgarleikhúsið. Stjórn sjóðsins velur skáld úr hópi umsækjenda og því boðið eins árs samningur við Borgarleik- húsið. Laun, sem taka mið af starfslaunum listamanna, eru greidd mánaðarlega. Skáld sem valið er skal þegar hafa sýnt árangur við ritstörf og skáldskap, þó reynsla af leikritun sé ekki skilyrði. Skáldið fær aðstöðu í leikhúsinu, vinnur þar á samningstímanum og verður hluti af starfsliði Borgarleikhússins. Leikskáldið mun njóta aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra og leiklistarráðunauta og sækir reglubundið fundi þeirra. Aðgangur að allri starfsemi Borgarleikhússins, þ.á.m. æfingum, verður í boði og markmiðið að skáldið kynnist eiginleikum leiksviðsins og töframætti þess. Unnið skal að ritun leikverks á tímabilinu með uppsetningu í huga, auk þess sem skáldið kynnir sér leikhúsformið. Stefnt er að því að leikverk, eitt eða fleiri, sem unnin eru á samn- ingstíma, verði sviðsett í Borgarleikhúsinu. Þetta er þó ekki skilyrði. Umsækjendur skulu leggja fram með umsókn sinni ferilskrá en einnig er heimilt að leggja fram hugmynd að verkefni sem viðkomandi hefur í hyggju að vinna að, leiktexta eða annað það sem umsækjandi kýs að koma á framfæri. Farið verður með allar innsendar hugmyndir sem trúnaðarmál og öll gögn end- ursend umsækjendum að loknu vali. Umsóknir skulu stílaðar á Borgarleikhúsið / Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur, Listabraut 3, 103 Reykjavík fyrir 1. nóvember 2008. Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum LEIKSTJÓRINN Costa-Gavras hlýtur heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, fyrir ævistarf í þágu kvikmyndalistarinnar. Costa-Gavras mun í dag, sunnudag, klukkan 13 standa fyrir fyrirlestri á Há- skólatorgi. Fjallar hann þar um kvikmyndagerð, ásamt konu sinni, Michéle Gavras, en hún er jafnframt framleið- andi mynda hans. Þau hjónin munu ræða sögu og þróun kvikmynda og hvert kvikmyndagerð stefnir. Einnig mun Costa-Gavras lýsa tækni sinni í kvikmyndagerð og kvik- myndaframleiðslu. Leikstjórinn fæddist í Grikklandi fyrir 75 árum. Var hann þá nefndur Constantinos Gavras. Faðir hans var harður andstæðingur stjórnvalda, sem gerði það að verk- um að ómögulegt var fyrir Costa-Gavras að fara í háskóla í Grikklandi. Hann fór því í kvikmyndaskóla í Frakklandi, en myndir hans hafa annaðhvort verið gerðar á frönsku eða ensku. Hann hefur leikstýrt 19 kvikmyndum. Pólitískur drifkraftur Pólitíkin sem leiddi hann til Frakklands hefur alla tíð verið drifkraftur í kvikmyndagerð Costa-Gavras, en leit- un mun vera að jafn þjóðfélagslega þenkjandi kvik- myndagerðarmanni. Costa-Gavras er þekktur fyrir að ná að blanda saman í eina heild „erfiðum“ og umdeildum stjórnmálum og kvikmyndamáli sem höfðar til almenn- ings. Löglegt eða ólöglegt ofbeldi og pyntingar er algengt þema í kvikmyndum hans, og hann hefur iðulega beint sjónum að fasískum eða hægri-öfgasinnuðum stjórnvöld- um. „Ég held að það besta sem geti gerst með kvikmynd sé að hún skapi umtal eða deilur,“ segir Costa-Gavras. „Ég hef ekki trú á því að kvikmyndir geti breytt samfélaginu, sem betur fer, og ég vona að þær geti heldur ekki breytt fólki. Fólk verður að sjá myndirnar og lesa bækurnar, síð- an getur það myndað sér sjálfstæða skoðun.“ Hann er ekki alltaf sáttur við þann stimpil að mynd- irnar séu pólitískar. „Það væri réttara að segja að í myndunum birtist fé- lagslegar staðhæfingar. Eða samfélagsleg könnun. Ég reyni að skilja hvað gerist í lífi okkar. Allar kvikmyndir eru vitaskuld pólitískar, á einhvern hátt. Það er pólitík hvernig þú kýst að lifa lífi þínu,“ segir hann. efi@mbl.is Best ef kvikmynd skapar umræður eða deilur  Leikstjórinn Costa-Gavras hlýtur heiðursverðlaun Riff  Flytur fyrirlestur á Háskólatorgi í dag Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Leikstjórinn Constantinos Gavras, betur þekktur sem Costa-Gavras, hlýtur heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvik- myndahátíðarinnar í Reykjavík. COSTA-GAVRAS hlaut heimsfrægð fyrir þriðju kvikmynd sína, Z, árið 1967. Myndin er laus- lega dulbúin frásögn af atburðum í Grikklandi í kjölfar morðs á foringja demókrata. Z vann til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmynd- in. Í kjölfarið gerði Costa-Gavras myndir um alræðisstjórnir í Tékkóslóvakíu og Úrúgvæ. L’Aveau (Játningin) frá 1970 fjallar um ráð- herra í Tékkóslóvakíu sem var ákærður og dæmdur í „sýndarréttarhöldum“ fyrir njósnir, en State of Siege frá 1973 gerist í Úrúgvæ. Starfsmanni bandaríska sendiráðsins, sem leik- inn er af Yves Montand, er rænt af skæruliðum. Missing, frá 1982, var fyrsta kvikmynd Costa-Gavras á ensku og er víðkunn. Hún byggist á sönnum atburðum, og er um banda- rískan blaðamann sem hvarf í blóðugri upp- reisn Augusto Pinochets í Chile árið 1973. Jack Lemmon og Sissy Spacek leika aðalhlutverkin. Þeir Donald Stewart fengu Óskarsverðlaun fyr- ir handritið. Í Music Box, frá 1989, er virtur bandarískur ríkisborgari sakaður um að vera nasisti og stríðsglæpamaður. Kvikmyndin Amen, frá 2003, er lauslega byggð á umdeildu leikriti þar sem fram kemur að Píusi páfa tólfta hafi verið kunnugt um neyð gyðinga í útrýmingarbúðum í síðari heimsstyrjöldinni. Í Mad City frá 1997 leikur Dustin Hoffman sjónvarpsfréttamann sem hefur áhrif á þróun mála í gíslatöku, til að fá betri sögu. Helstu kvikmyndir Costa-Gavras Hanna K er sýnd 1.10., 3.10.; Missing er sýnd 29.9.; The Ax er sýnd 04.10. Allar sýningar fara fram í Regnboganum. ÍRANSKA listakonan Shirin Neshat er handhafi verðlauna Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fyrir framúrskarandi listræna kvik- myndasýn árið 2008. Það var Þór- unn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra sem veitti Neshat verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum á föstudags- kvöld. Neshat fetaði þar með í fótspor kvikmyndagerðarmannannna Akis Käurismakis og Atoms Egoyans sem báðir hafa hlotið sömu verð- laun. Shirin Neshat fæddist í Íran árið 1957 en býr og starfar í New York. Hún er einn þekktasti íranski lista- maðurinn á Vesturlöndum, en í list- sköpun sinni hefur hún fengist við kvikmyndir, myndbandsverk og ljósmyndir. Shirin vakti fyrst al- þjóðlega athygli fyrir ljós- myndaseríuna Women of Allah árið 1996, en þar sýndi hún myndir af konum sem voru þaktar persneskri skrautskrift. Árið 1999 vakti hún mikla athygli fyrir myndabands- verkið Rapture og varð þá að al- þjóðlegri stjörnu í listaheimum. Shirin ólst upp við vestræna siði og heimilishald á menntaheimili í Íran og horfði þar til fordæmis Ír- anskeisara. Jafnrétti kynjanna var virt á heimilinu sem hluti vest- rænna lifnaðarhátta og fjöl- skyldufaðirinn, sterkefnaður lækn- ir, hvatti dætur sínar til að taka áhættu, læra og skoða sig um í heiminum. Shirin fór til Los Angel- es til að læra myndlist og lauk þar BA-, MA- og MFA-gráðum frá Berkeley-háskóla skömmu eftir stjórnarbyltinguna í Íran. Eftir byltinguna varð Íran íslamskt lýð- veldi og fjölskylda hennar bjó ekki lengur við það frelsi eða kjör sem hún hafði áður notið. Shirin Neshat hefur meðal ann- ars vakið athygli á banni við söng kvenna og þeirri staðreynd að geð- sjúkar konur þurfa ekki að hylja hár sitt, og eru þetta ágæt dæmi um vökult auga hennar fyrir sérkenn- um ríkjandi skipulags, sem hún átelur fyrir tvískinnung og kvenna- kúgun. Þetta geta gestir kynnt sér á Listasafni Íslands sem sýnir ljós- myndir og myndbandsverk Shir- inar Neshat á meðan á kvik- myndahátíðinni stendur og er sýningin skipulögð af Listasafninu í náinni samvinnu við hátíðina. Nán- ari upplýsingar fást á listasafn.is. Shirin Neshat heiðruð Morgunblaðið/Golli Við afhendinguna Dimitri Eipides, dagskrárstjóri kvikmyndahátíðar, Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, Shirin Neshat og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.