Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808 fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is 5 900 800 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15-16:00 ÁLFKONUHVARF 51 – ÍB. 304 M b l1050895 Sýnum í dag 3ja herb. íbúð á 3. hæð á þessum vinsæla stað, sérin- ngangur af svölum. Íbúð skiptist í: Forstofu, herbergisgang, baðherbergi, opið eldhús, stofu/borðstofu, tvö svefnherbergi, sérgeymslu í kjallara & stæði í lokaðri bílageymslu. Sameiginlegt þvottahús & hjóla/vagnageymsla í kjallara. Svalir í suð-vestur með glæsilegu útsýni. V. 23,9 millj. Sveinn Eyland sölumaður fasteign.is á staðnum gsm: 6-900-820. Til leigu eitt bil, samt. 130 fm. Einn salur (ekkert milliloft). Góðar innkd, lofth. ca 5–6 m. Tilbúið til notkunar, brunav., gólf vélslíp- að og málað, góð vinnuljós, hitablásari. Lóð, athafnarsv. malbik- að. Mjög góð staðsetn í nýju iðnaðarhv. (Ekki langt frá Helgu- vík). Hentar vel fyrir lager eða geymslur. Upplýsingar gefur Magnús í síma 820 2206. Til leigu nýtt atvinnuhúsnæði Hólmbergsbraut - Reykjanesbæ ALÞINGI Íslendinga samþykkti á sl. vori lög nr. 73/2008 um breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Þarna er sérstaklega tek- ið á og innleidd tilskipun ESB , sk. WEEE til- skipun, varðandi flokkun og förgun raf- og raf- eindatækjaúrgangs. Lögin leggja þá ábyrgð á herðar þeim sem flytja inn eða framleiða umrædd tæki í atvinnu- skyni að fjármagna og framkvæma förgun tækjanna eftir viðurkenndum leiðum, en sveitarfélög og e.t.v. fleiri aðilar taka við þessum úrgangi án kostnaðar fyrir neytendur en geta krafið fyrirtæki um gjald. Nú er það svo að umrædd fyrirtæki eru stofnuð og starfrækt til að flytja inn og/eða framleiða og selja raf- og raf- eindatæki. Starfsfólk þeirra hefur sérþekkingu á þessu sviði og þjón- ustu við markaðinn varðandi umrædd tæki. Því er það fyrirtækjunum keppikefli að rækja ábyrgð sína varð- andi förgun tækja með sem hag- kvæmustum og skilvirkustum hætti án þess að láta það trufla meg- instarfsemi fyrirtækjanna. Lögin gera líka ráð fyrir því að fyrirtækin geti sameinast um stofnun og rekstur skilakerfa sem yfirtaki þá ábyrgð fyr- irtækjanna sem á hinn bóginn fjár- magni rekstur skilakerfanna og beri ábyrgð á rekstri þeirra. Fyrirtæki sem flytja inn eða framleiða um- ræddar vörur skulu hafa skráð sig í skila- kerfi fyrir 1.október 2008 og skilakerfi eiga að vera starfhæf um næstu áramót. Hjá fá- mennri þjóð eins og Ís- lendingum hlýtur það að vera þýðingarmikið að dreifa ekki kröft- unum, heldur samein- ast um eitt skilakerfi sem þó á vegna smæðar landsins líklega fullt í fangi með að njóta hagræðis á grundvelli magns þess úrgangs sem ráðstafa þarf. Á sl. sumri gengust hagsmuna- samtökin FÍS, SA, SI og SVÞ fyrir kynningar- og stofnfundi sameig- inlegs skilakerfis sem hlaut nafnið RR-SKIL og vísar það til raf- og raf- eindatækjaúrgangs. Nokkur fyr- irtæki gerðust strax stofnaðilar að þessu félagi, sem er óarðberandi fé- lagsskapur aðildarfyrirtækja sem ætlað er að uppfylla skyldur þeirra með sóma en á sem hagkvæmastan hátt. Fyrirtækin munu öll greiða sama árgjald sem innheimt er í byrj- un árs, en greiða síðan endurvinnslu- gjald á fjórum gjalddögum á ári og er gjaldið mismunandi kílógjald eftir þeim 10 vöruflokkum sem falla undir skilakerfi og miðað við hlutdeild við- komandi fyrirtækis í þeim heild- arþunga sem markaðssettur er í hverjum flokki. Vöruflokkarnir 10 sem um ræðir eru: Stór heimilistæki: Kæliskápar, frystar, þvottavélar, þurrkarar, elda- vélar o.fl. Lítil heimilistæki: Ryksugur, saumavélar, straujárn, brauðristar o.fl. Upplýsinga- og fjarskiptabúnaður: Tölvur, prentarar, reiknivélar, fax- tæki o.fl. Neytendabúnaður: Útvörp, sjón- vörp, myndbandstæki, hljóðfæri, upptökutæki o.fl. Ljósabúnaður: Ljós, lampar, ljósa- búnaður o.fl. Rafmagns- og rafeindatæki: Borar, sagir, rafverkfæri, garðverkfæri, spraututæki. Leikföng, tómstunda-, íþrótta- og útivistarbúnaður: rafknúin leikföng, tölvuleikir, útivistarbúnaður, spila- kassar. Lækningatæki: Geislameðferðar- og hjartalækningatæki, öndunarbún- aður o.fl. Vöktunar- og eftirlitstæki: Reyk- skynjarar, hitastillar, vogir,vöktunar- og eftirlitstæki. Sjálfsalar: Sjálfsalar fyrir drykki o.fl. Peningasjálfsalar o.fl. Það er augljóst að hér er um heil- mikið kerfi að ræða og þörf fyrir vandaðan undirbúning auk mikils samstarfs opinberra og einkaaðila til að vel fari. Vonast er til að reglugerð, gjaldskrár, starfsleyfi og samningar við þjónustuaðila verði ekki til að tefja það ferli sem lögin fyrirskipa enda leggi aðilar sig fram um að svo verði. Innleiðing þessarar tilskipunar átti að vera lokið fyrir nokkru síðan og því er það kappsmál fyrir opinbera aðila sem sæta eftirliti ESA að koma kerfinu sem fyrst til framkvæmda. Á þessum tímapunkti er rétt að hvetja öll fyrirtæki sem undir lögin falla til að huga að þessum málum án tafar og skrá sig í skilakerfi. RR– SKIL reka skrifstofu að Síðumúla 31 í Reykjavík og þar og á vefsíðu fé- lagsins, www.rrskil.is má leita upp- lýsinga um og sækja gögn vegna að- ildarumsóknar. Allan raf- og rafeindatækjaúr- gang á að flokka og farga löglega Sigurður Jónsson fjallar um breytt lög um meðhöndlun úrgangs » Fyrirtæki sem flytja inn eða framleiða umræddar vörur skulu skrá sig í skilakerfi fyrir 1. október nk. og skila- kerfi vera starfhæf um næstu áramót. Sigurður Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri RR–SKIL. ÞAÐ vekur athygli að boðberar „Farga Íslands“ fagna inni- lega þegar kvenna- kúgarar og trúarof- stæki hefja innreið sína í íslenskt þjóðlíf. Klyfjaðir gulli, sem nokkrir hreinræktaðir íslenskir asnar bera, koma þeir inn í fjár- málalífið, sem bjarg- vættir. Lýðurinn fagn- ar. Og söngurinn þagnar. Olíupeningar eru nefnilega góóóðir peningar … Í réttum vösum … bornir af rétt- um ösnum! Vondir peningar … Að framleiða ál með endurnýtanlegri ís- lenskri orku er ekki gott. Þar er á ferðinni erlendur auðhringur sem er vondur. Og það er vont fólk sem vill nýta jarðvar- mann og vatnsorkuna á Íslandi. Í ál- verum vinnur líka vont fólk. Sér- staklega er vont fólk að finna utan Krísuvíkur, það eyðileggur og skemmir náttúruna fyrir hinum. Hinum, sem gætu kannske, ef vel viðrar, einhvern tímann, ef tími gefst til, ef þeir nenna, ef til vill skoðað jarðhitasvæðin og nátt- úruperlurnar út um bílgluggann. Auðveldara er að vísu að kaupa bara myndir af dýrðinni hjá Ómari og Páli! Góðir peningar … Að dæla upp olíu. Selja hana dýrt. Okra á henni. Koma heilu þjóðunum á kaldan klaka. Hreinsa hana og brenna til orkunýtingar … Það er gott. Það mengar pínulítið. Það er nú í lagi. Því olíupeningarnir sem koma hingað eru hreinir … tand- urhreinir. Olíugróðinn flæðir um heimsbyggðina. Konur eru grýttar og hendur höggnar í olíuríkjunum. En því má bjarga. Heilsugæsla og saumun á afhöggnum hand- arstubbum er ókeypis í Qatar. Það eru til svo miklir olíupeningar. Og ekki skulum við subba og sóða út, til að hreinsa olíuna þeirra. Það eiga aðrir að gera. Umhverfisráðherrann okkar hefur gert lýðn- um það ljóst. Góðir gæjar Velkomið sértu Kú hf., eignarhaldsfélag hans hátignar Sheikh Mohammed Bin Khalifa Al-Thani. Múllarnir Óli, Sigurður og Hreiðar sem eiga vonandi ein- hvern hlut í Kúinu, eiga heiður skilinn. Litlu kalífarnir og sjeikarnir fá svo ein- hverja brauðmola til að bæta sér upp fall hlutabréfanna og gefa þeim kraft til að bera byrðarnar, meiri byrð- ar, meira gull. Því starf burðardýranna ER erfitt. Múllarnir sjá til þess að hans há- tign fær besta verð fyrir evrurnar sínar, heilar 137 krónur. Laga aðeins gengið. Ekkert mál. Hann á það svo mikið skilið. Fimmti maðurinn blessar svo allt saman á sinn föðurlega hátt. Hann kom þessu öllu í kring. Kúgast einhver yfir þessu? Finnst einhverjum hann vera kúgaður í málinu? Eða erum við aðeins kújón- ar? Nei, nú er um að gera að fara ekki í samkeppni við hina nýju stétt múlla og kalífa. Selja umhverfisvænar virkjanir og setja stóriðjustopp. Það er hin nýja stefna. Stefna sem ræður ríkjum. Olíufurstarnir girnast virkj- anir. Þar er hættuleg samkeppni við olíuna þeirra. Við viljum víst engar hafa. Að Farga Íslandi skal það vera. Það er málið. Drepa dug og fram- kvæmdir og allar góðar hugmyndir í suðupotti umhverfismatreiðslunnar. Það gengur bærilega. Til hamingju, Fagra Ísland, til hamingju, yðar há- tign Sheikh Mohammed úr konungs- fjölskyldunni sem verið hefur við völd í Qatar frá því á nítjándu öld! Eigum við ekki bara að hverfa inn í þá öld? Olíupeningar eru góðir – álpen- ingar eru vondir Sigurjón Bene- diktsson skrifar um kaup Mohammed Bin Khalifa Al- Thani í Kaupþingi Sigurjón Benediktsson » Velkomið sértu Kú hf., eignarhalds- félag hans há- tignar Sheikh Mohammed Bin Khalifa Al- Thani. Múll- arnir Óli, Sig- urður og Hreið- ar eiga heiður skilinn. Höfundur er tannlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.