Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Svipmynd Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is J oe Biden, fullu nafni Jo- seph Robinette Biden, varaforsetaefni Baracks Obama, forsetaframbjóð- anda Demókrataflokksins 2008, er enginn nýgræðingur á vettvangi stjórnmálanna. Hann er nánast hokinn af reynslu eftir 35 ár sem öldungadeildarþingmaður fyrir heimaríki sitt, Delaware, og setur og formennsku í ótal ráðum og nefndum. Ævinlega hefur hann verið óðfús að bjóða sig fram til frekari embætta, t.d. tvisvar sóst eftir tilnefningu flokks síns til for- setaembættisins, 1988 og 2007, en í bæði skiptin dregið framboð sitt til baka. Reynslan er helst talin Biden til tekna, hún er sögð bæta upp mesta veikleika Obama; þekk- ingar- og reynsluleysi í öryggis- og utanríkismálum. Stuðnings- menn Johns McCains, forseta- frambjóðanda Repúblikanaflokks- ins, voru fljótir að henda á lofti að Obama treysti sér einfaldlega ekki í slaginn án handleiðslu gam- alreynds stjórnmálarefs. Andstæð- ingunum þótti valið ennfremur til marks um að slagorð Obama um „breytingar“ væri hjómið eitt. McCain-liðar settu síðan í aug- lýsingu þau ummæli Bidens „að Obama væri ekki tilbúinn“, sem hann viðhafði í baráttunni um út- nefninguna. Til gamans splæstu þeir svo saman í auglýsinguna um- mælum hans frá 2005 „að honum [Biden] þætti heiður að fara fram með eða á móti McCain“. Þeim ósmekklegustu þótti líka fyndið að nota „Obama Bin Biden“ um tvíeykið, en aðallega þó í tölvu- póstum. Hagvanur í höfuðborginni Þótt fáir efist um að reynsla Bidens komi Obama til góða í kosningabaráttunni – og forseta- embættinu, ef til þess kæmi, vega vonir um atkvæði hvítu milli- og verkamannastéttanna ekki síður þungt. Obama hefur átt erfitt með að vinna þær á sitt band, öfugt við Biden – sem líka, öfugt við Obama, vílar ekki fyrir sér og virðist hafa gaman af að þjarma að McCain í orðræðunni. Þannig bæta þeir Obama og Biden hvor annan upp. Joe Biden er þekkt andlit í bandarískum stjórnmálum, hag- vanur í Washington og hefur átt samskipti við háttsetta embætt- ismenn og þjóðhöfðingja um allan heim. Honum er jafnan lýst sem líflegum og baráttuglöðum pólitík- us, áhrifamiklum ræðumanni, að vísu fullorðmörgum og með til- hneigingu til að koma klaufalega fyrir sig orði, heiðarlegum – með örfáum undantekningum, sem síð- ar verður vikið að, alþýðlegum en þó myndugum mjög. Miðað við umfjöllun fjölmiðla og heimsóknir á vefinn hitwise.com, sem mældi hversu oft var leitað upplýsinga á netinu um Biden og Sarah Palin, ríkisstjóra Alaska og varaforsetaefni McCains, voru mun fleiri forvitnir um frúna að norðan. Hún var enda lítt þekkt í bandarísku þjóðlífi og trúlega hef- ur kjósendum þótt þeir þegar vita flest um Biden sem vert væri að vita. Á Íslandi gegnir trúlega svolítið öðru máli og því sakar ekki að stikla á örfáum atriðum í lífi, leik og starfi hugsanlegs varaforseta Bandaríkjanna. Stam og svik Biden, sem er elstur fjögurra systkina, var tíu ára þegar for- eldrar hans; móðir af írskum upp- runa og faðir af enskum, ákváðu að flytjast búferlum með börn sín frá Pennsylvaníu til Claymont í Delaware, þar sem atvinnuhorfur voru vænlegri. Föðurfjölskylda hans hafði verið vellauðug, en tap- að öllu sínu og því var tími póló- leikja og snekkjusiglinga Josephs eldri löngu liðinn þegar hann fékk starf sem bílasali í New Castle- sýslu og fjölskyldan festi rætur í Delaware. Þau töldust til milli- stéttarinnar þótt fátæk væru. Biden stamaði mikið sem barn og unglingur en tókst að ná tökum á vandanum með því að æfa sig löngum stundum í ljóðalestri fyrir framan spegil. Hann var slakur námsmaður, latur að eigin sögn, en góður í íþróttum og sjálfskipaður leiðtogi nemenda í Archmere Academy- framhaldsskólann í Claymont, það- an sem hann útskrifaðist 1961. Ekki tók hann sig á svo heitið gæti þegar í Delaware-háskólann var komið, var 506. í röðinni af 688 nemendum, sem útskrifuðust með BA í sögu og stjórnmálafræði 1965. Því var ekki úr háum söðli að detta þegar hann varð 76. af 85 við útskrift úr Syracuse-lagahá- skólanum í New York 1968. Fyrsta árið hafði ekki verið gæfulegt því Biden var sakaður um ritstuld úr lagatímariti í prófi. Óviljandi, sagði hann, og bar við að sér hefði ekki verið kunnugt um reglur um tilvitnanir. Hann fékk F, en var leyft að taka önn- ina aftur og F-ið var látið niður falla. Geymt en þó ekki gleymt, eins og nú hefur komið á daginn. Herkvaðning og harmleikur Á sjöunda áratugnum fékk Bi- den fimm sinnum frestun á her- kvaðningu, í fyrsta skipti 1963 og síðasta 1968 þegar Víetnamstríðið stóð sem hæst og staða hans var endurskoðuð. Honum var hafnað á þeirri forsendu að hann þjáðist af asma sem unglingur. Biden kveðst hvorki hafa tekið þátt í andófi gegn stríðinu né skrýðst upplit- uðum hippabol, heldur verið upp- tekinn af borgaralegum gildum svo sem hjónabandi sínu og laga- námi. Hann hafði kvænst Neilia Hun- ter 1966. Þau eignuðust þrjú börn á þremur árum, 1969-1971 og allt virtist ganga þeim í haginn. Að námi loknu hóf Biden störf sem lögfræðingur í Wilmington og var fljótlega kosinn í sveitarstjórn New Castle-sýslu og sat þar til 1972 þegar hann, mörgum til undrunar, vann sæti Delaware í öldungadeildinni. Hann hafði háð kosningabaráttuna af vanefnum, en með góðan málstað; lagt áherslu á brottflutning hermanna frá Víetnam, umhverfismál, mann- réttindi og „breytingar“. Hin, unga og geðþekka fjölskylda er sögð hafa átt sinn þátt í sigrinum, auk eldmóðs hans sjálfs og hæfi- Maður margra orða – og mismæla Joe Biden varaforsetaefni þykir bæta upp mestu veikleika Baracks Obama, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins; þekkingar- og reynsluleysi í öryggis- og utanríkismálum REUTERS Breytingar Joe Biden kom víða við í ræðu sinni á flokksþingi Demókrata í Denver, Colorado, þegar hann var form- lega tilnefndur varaforsetaefni Baracks Obama. Hann sagði báða berjast fyrir breytingum og bættum hag fólksins. Joseph Robinette Biden fæddist 29. nóvember 1942 í Scranton, um 73 þúsund manna borg í Pennsylv- aníu. Hann er elstur fjögurra barna Jean og Joe Biden. Fjölskyldan fluttist til Claymont, tæplega 10 þús- und manna bæjar í Delaware, þegar Biden var 10 ára. BA í sögu og stjórnmálafræði frá háskólanum í De- laware 1965. Útskrifaðist úr lagadeild Syracuse- háskóla 1968. Kvæntist Neilia Hunter 1966 sem lést í bílslysi ásamt Naomi, ársgamalli dóttur þeirra hjóna, 1972. Synir þeirra, Joseph R. „Beau“, f. 1969, og Robert Hunter, f. 1970, komust lífs af. Kvæntist Jill Jacobs 1977. Þau eiga eina dóttur, As- hley, f. 1981. Þau búa í Wilmington, um 73 þúsund manna borg í Delaware. Biden starfaði sem lögfræðingur í Wilmington 1968-1972 og sat í sveitarstjórn New Castle-sýslu í Delaware 1970-1972. Varð öldungadeildarþingmaður Delaware 1972 og kosinn aftur fimm kjörtímabil; 1978, 1984, 1990, 1996 og 2002 og sækist eftir endurkosningu í sjö- unda skiptið, 2008. Tók sæti í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar 1975, formaður 2001-2003 og frá 2007. Í dóms- málanefnd frá 1977, formaður 1987-1994. Sóttist eftir útnefningu Demókrataflokksins til for- setaembættisins 1988 og aftur 31. janúar 2007, en dró framboð sitt í bæði skiptin. Biden þáði varaforsetatilnefninguna opinberlega á 28. ágúst 2008 á flokksþingi Demókrataflokksins í Denver, Colorado. Ævisaga Bidens, Promises to Keep: On Life and Politics, kom út 2007. Joe Biden Reuters Tilbúinn í kosningaslaginn Joe Biden ásamt eig- inkonu sinni, Jill Jacobs, framhaldsskólakennara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.