Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 39 Nýtt skrifstofuhúsnæði til leigu í Borgartúni Sími: 511-2900 Til leigu nýtt óinnréttað 2.995 m² skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum í Borgartúni með glæsilegu útsýni ásamt 46 bílastæðum í lokaðri bílageymslu. Húsnæðið verður innréttað eftir þörfum leigjanda, eða afhent óinnréttað með fullkláraðri sameign. Mögulegt er að leigja húsnæðið í tvennu lagi þ.e. 2009 m² á 4. hæð og 986 m² á 5. hæð. Leyfi er fyrir mötuneyti á 4. hæðinni. Hæðirnar eru bjartar með glugga á 3 vegu, bjóða upp á mikla nýtingu og eru með góðri lofthæð. Þrír blautkjarnar á heilli hæð. Lyftur í sameign ganga frá bílakjallaranum sem er aðgangsstýrður. Glæsilegt húsnæði á frábærum stað miðsvæðis í Reykjavík með nægum bílastæðum. Teikningar og allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Leigulistans ehf. Faxafen 10 - 108 Reykjavík - eignir@eignir.is Glæsilegt einbýli á frábærum útsýnisstað Til sölu einstaklega fallegt fjölskylduhús í toppstandi við Þinghólsbraut, sunnan megin í vesturbæ Kópavogs. Mjög skjólgóður stað- ur, rólegt og gróið hverfi. Stutt í alla þjón- ustu. Á aðalhæð er rúmgott anddyri, hol fal- legt baðherbergi með sturtu, fjögur góð svefnherbergi með góðu skápaplássi, gott, vel skipulagt eldhús með góðri innréttingu, búr og útgengi út í fallegan garð á móti suðri með stórri verönd og heitum potti. Úr holi er gengið upp nokkrar tröppur í góða og bjarta stofu og borðstofu. Fallegur arinn og frábært útsýni yfir á Bessastaði, Snæfellsjökul og Keili. Úr stofu er útgengi út á svalir og þaðan einnig á veröndina. Á jarðhæð er gott baðherbergi með fallegum innréttingum. Þar eru einnig góðir skápar og stórt og gott þvottahús með útgengi út í garð. Allar innréttingar hafa verið endurnýjaðar á mjög smekklegan hátt. Fallegt parket og náttúruflísar á öllum gólfum. Góður upphitaður bílskúr. Garðurinn er allur endurnýjaður. Hiti í plani og gert ráð fyrir lýsingu. Þetta er eign fyrir fólk sem vill hafa fallegt í kringum sig. Verð 64.900.000. Skipti möguleg á minni eign. Upplýsingar gefa Aðalheiður eða Brynja á skrifstofu Eignaumboðsins Sími 580 4600 Aðalheiður Karlsdóttir, lögg.fasteignasali www.eignir.is Fallegt tveggja hæða einbýlishús með fjórum svefnherbergjum og bílskúr. Íbúðin er 139,5m2 og bílskúrinn 34m2 samkvæmt fasteignamati. Húsið stendur á 619m2 eignarlóð í Seláshverfi. Sundlaug, skólar og útivistarsvæði innan seilingar. Fyrirspurnir óskast á vesturas36@gmail.com SELÁS, 110 REYKJAVÍK TIL SÖLU Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ÞAÐ SEM þjóðin þarf og hefur allt of lengi beðið eftir, er að finna að stjórnvöld standi með almenningi – en ekki með fáeinum mislitum sauðum sem a.m.k. að hluta bera ábyrgð á því hvernig komið er. Fólk, sem horfir fram á atvinnu- leysi og er að kikna undan skuldum, stefnir jafnvel í gjaldþrot og heim- ilismissi, vill áþreifanlegar raunhæf- ar lausnir og sjá að kostnaður við þessar lausnir – s.s. erlendar lántöku ríkisins – verði borinn af þeim sem ábyrgðina bera, þeim sem högnuðust á einokun, samráði og gegndarlausri græðgi meðan vinir þeirra á valda- stólum litu í hina áttina. Við höfum nógu oft heyrt „að verið sé að vinna í málinu“, „ástandið sé erfitt“, „beðið sé skýrslna frá nefnd- um“, „enginn hafi séð þetta fyrir“ – o.s.frv. Nú þurfa ráðamenn að taka af öll tvímæli um að þeir valdi verkinu, með hverjum þeir standa – og bretta upp ermarnar. Hvað er til ráða? Ríkisstjórnin getur auðveldlega létt byrðar almennings með því t.d. að: … fella alveg niður virðisaukaskatt af matvælum. … fella strax niður skatta eldri borg- ara af eðlilegum atvinnutekjum. Stígandi skuldir, frosinn fast- eignamarkaður og hækkandi verð á nauðsynjavörum er ósanngjörn byrði á herðum þessa fólks sem á að hafa lokið starfsævi sinni og hefur auk þess búið við marg- svikin loforð um margskonar fé- lagslegar úrbætur. Það er lág- marks réttlæti að taka ekki skatta eða opinberar bætur af þeim sem þurfa að vinna eftir að þeir ættu að geta verið farnir að njóta ævi- kvöldsins. … binda skattlagningu ríkisins og tekjur olíufélaganna af öllu elds- neyti við ákveðna, hóflega krónu- tölu og afnema prósentuhækk- anir. Krepputímar eru ekki viðeigandi fyrir ríkissjóð og einkafyrirtæki til að hagnast. … afnema stimpilgjöld af lánum og fasteignavið- skiptum, t.d. í þrjú ár. Það gæti ýtt við markaðnum og gert fólki kleift að skuld- breyta, kaupa og skipta um húsnæði eftir þörfum. Nú er þessi markaður frosinn, fjöldi fólks í vandræðum og fast- eignasalar að skila inn starfsleyfum sínum. Frosinn markaður skilar rík- issjóði engum stimpilgjöldum. Ríkisstjórnin getur alveg eins fellt þau niður. Núll er bara núll ! … afnema lög um verðtryggingar, ef ekki að fullu, þá að hluta. Íslend- ingar, einir þjóða, bera verð- tryggingu á skuldum sínum svo höfuðstóll og afborganir hækka mánaðarlega. Launin hækka sjaldnast jafnmikið og alltaf löngu seinna. Þetta einfaldlega gengur ekki upp. Þetta er þrælahald. … fella niður aldursmörk, tímamörk og skatta af lífeyrissjóðsinn- eignum. Margir eiga viðbótarlíf- eyri í sérstökum sjóðum sem gert er ráð fyrir að þeir taki út þegar aldurinn færist yfir og borgi þá skatta af þessum sparnaði sínum. Nú er sjálfsagt að leyfa þessu fólki að taka þetta fé út án skatta og bótaskerðinga. Það sem skiptir máli nú er að fólk geti notað þetta fé sitt – óskert – til að takmarka tjón sitt í kreppunni. … styrkja velferðarkerfið: Mælum svo fyrir að lífeyrissjóðir byggi húsnæði fyrir eldri borgara – ekki til að selja þeim – heldur lána eða leigja. Eru lífeyrissjóðirnir ekki fullir af peningum sem einmitt þetta fólk á? Hafa ekki fasteignir reynst ein öruggasta fjárfest- ingin, þegar til lengri tíma er lit- ið? Því skyldu sjóðir fólksins fjár- festa í erlendum pappírum meðan það sjálft býr við óöryggi í hús- næðismálum þegar aldurinn fær- ist yfir? … gæta sanngirni í sköttun fyr- irtækja. Til eru vel rekin fyr- irtæki sem búa við hækkandi verð á aðföngum og reksturskostnaði. Sum eru í eigin húsnæði sem eig- endur þeirra reistu af dugnaði, með eigin vinnu og aðhaldi. Þegar ríkið hinsvegar ákvað á sínum tíma virði þessara bygginga, sem fasteignagjöld eru svo aftur reiknuð út frá, var miðað við sölu- verð þeirra – ekki raunverulegan byggingarkostnað. Er nú ekki tímabært – og sanngjarnt – þegar verð á atvinnuhúsnæði lækkar eða það er jafnvel óseljanlegt að endurmeta raunverulegt verð- mæti þess og lækka þar með fast- eignagjöld þeirra tilsvararandi – ekki ári eða tveimur síðar heldur t.d. mánaðar- eða ársfjórðungs- lega. Það er varla miklu flóknara en að hækka höfuðstól verð- tryggðra lána mánaðarlega? Í mörgum tilfellum gæti þetta tryggt áframhaldandi starfsemi fyrirtækjanna, framleiðslu, at- vinnu starfsmanna og þar með skatt- og útsvarsgreiðslur; og það sem mest er um vert: Framfærslu þess og sjálfstæði. Fleiri ábendingar? Nýjar tölur sýna jákvæðan rekst- ur ríkissjóðs upp á 77 milljarða króna. Forsætisráðherra er hag- fræðingur, hann hefur ráðgjafa sem líka er hagfræðingur og pyngju fulla af peningum. Ég spyr þessa menn: „Hvenær – ef ekki á krepputímum þegar fjöldi fólks býr við fátækt, yf- irvofandi atvinnuleysi, gjaldþrot og neyð – er tímabært að slaka á klónni t.d með ofannefndum aðgerðum – eða öðrum álíka? Þessar ráðstafanir eru heilbrigð- ari og ódýrari en hruna gjaldþrota, fjöldauppsagnir, útgjaldaaukning vegna atvinnuleysisbóta og annað sem fylgir alvöru kreppu. Þurfi ráðamenn fleiri ábendingar um hvernig er hægt að leysa þarfir almennings og hvar í ríkisrekstr- inum megi finna viðbótarfjármagn til þess, verð ég ábyggilega ekki einn um að koma með nokkrar hug- myndir. Kreppan, almenningur og yfirvöld Baldur Ágústsson skrifar um efna- hagsmál » Þessar ráðstafanir eru heilbrigðari og ódýrari en hrina gjald- þrota, fjöldauppsagnir, útgjaldaaukning vegna atvinnuleysisbóta og annað sem fylgir alvöru kreppu. Baldur Ágústsson Höfundur er fv. forstjóri og frambjóð- andi í forsetakosningunum 2004, baldur@landsmenn.is, landsmenn.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.