Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i Skildinganes - glæsileg eign Glæsilegt einbýlishús á einni hæð við Skildinganes í Skerjafirði. Arkitekt er Richard Ólafur Briem. Stórir gluggar eru á framhlið hússin en í þeim eru listaverk eftir Leif Breiðfjörð. Í miðju hússins er garður með hellulagðri verönd og heitum potti. Húsið skiptist þannig: stofur, eldhús, sjónvarpshol, arinstofa, fjögur herbergi, baðherbergi, snyrting, þvottahús og forstofa. V. 93,0 m. Vatnsholt 10 - Sérhæð í sérflokki Á einum eftirsóttasta stað í miðborg Reykjavíkur (105) er til sölu stórglæsileg 230m2 efri sérhæð í tvíbýlishúsi, með innbyggðum bílskúr. Aðkoma að húsinu er einstök þar sem það stendur innst í botnlanga með fjölda bílastæða.Hæðin skiptist þannig: 2 rúmgóðar stofur með fallegum arin, sjónvarpsherbergi, stór, björt skrifstofa með setustofu, mikilli lofthæð og þakglugga, alls 22 m2. Fjögur svefnherbergi (skv teikningu), ný innréttað eld- hús með góðum borðkrók, baðherbergi, gestasnyrting, þvottahús með góðum skápum og geymsla inn af því. Rúm forstofa er á stigpalli og sérhannað fatahengi í forstofu í and- dyri. Íbúðin er öll lögð með gegnheilu “Flächtenboden” gæðaparketi. Stórar 21 m2 svalir sem snúa í suð-suðvestur. Fallegur og ræktaður garður. Hitalögn á bílaplani..Eign í alger- um sérflokki. Garðaflöt 9 - Glæsilegt einbýli Glæsilegt einlyft 165 fm nýstandsett einbýlishús með innb. bílskúr. Nýlega var byggt við húsið og var húsið þá allt endurnýjað, s.s. gluggar, gólfefni, innréttingar, hurðar, lofta- klæðning o.fl. Falleg innfelld lýsing er í húsinu. Lóðin er nýstandsett. V. 58.3 m. OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG MILLI KL 14:00 OG 15:00 OPIÐ HÚS Hagamelur- Glæsileg eign Glæsileg 3ja herbergja rúmgóð íbúð í kjallara með sérinngangi í 3-býlishúsi við Hagamel. Um er að ræða eitt af þessum gömlu virðulegu húsum í vesturbænum. Íbúðin gæti verið laus fljótlega. Húsið hefur allt verið nýlega tekið í gegn að utan. 4139 Reynihvammur 29 - Kópavogi Vel staðsett 180 fm einbýlishús á tveimur hæðum á fallegum útsýnisstað í suðurhlíðum Kópavogs. Húsið skiptist þannig. Húsið skiptist m.a. í tvær stofur og fimm herbergi. Möguleiki á aukaíbúð á jarðhæð. MÖGULEG SKIPTI Á 3-4RA HERBERGJA ÍBÚÐ Í KÓPAVOGI. V. 43,9 m. 7404 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 17:00-18:00. OPIÐ HÚS NÚ UND- ANFARIÐ hefur orðið skortsala verið mikið rædd í samfélaginu, þetta virðist vera einn af þeim vöruflokkum sem bankar og ein- staklingar hafa verið að fjárfesta í og hefur getað gefið mikinn hagnað. Ég hef alltaf haft þá barnalegu trú að þegar einn eða fleiri aðilar eiga viðskipti þá eigi þeir allir að geta hagnast. Þetta á því miður ekki allt- af við og virðist vera orðið algengt að fólk og fjárfestar geti tapað miklu. Skortsala snýst um það að fjárfestar reyna að hagnast á því að aðrir fjár- festar tapi, þannig að það er ekki hægt að hagnast á skortsölu nema hinn fjárfestirinn tapi jafnmiklu og þú hagnast. Þetta er kannski ekki svo óeðlilegt, nema þegar annar að- ilinn fer að beita aðferðum til að láta hinn aðilann tapa. Þetta getur hann gert með að tala hlutinn niður, dreifa órökstuddum fullyrðingum og nota yfirburðastöðu sína á markaði. Ís- lenskir bankar og stjórnmálamenn kvörtuðu mikið yfir því að þetta hefði átt sér stað þegar erlendar greiningardeildir og fjölmiðlar fóru að fjalla um íslenska bankaundrið. Þeir báru því við að þarna væru er- lendir vogunarsjóðir að reyna að fella gengi hlutabréfa og krónunnar og þar með græða á óförum Íslend- inga. Allir voru sammála því, að þetta væru hinir verstu menn og að þetta væru ekki góðir viðskiptahætt- ir. Eftir að þessi umræða hófst reyndi ég að setja mig inn í þessi mál og öðlast þann skilning sem ég þyrfti til að vera spjallfær um þessi mál- efni. Það vakti athygli þegar stór lönd einsog USA, Bretland og Ástralía hófu að banna þessar skortsölur þar sem þær hefðu greini- lega slæm áhrif á gengi hlutabréfa og gjald- miðla. Einnig kom frétt um það að Fjármálaeft- irlitið hefði fengið heimild til þess að banna þetta á Íslandi. Ég varð hálfundrandi á þessu því ég gat varla ímyndað mér að íslenskir banka- menn stunduðu þetta hér og fór því að hugsa og grennslast fyrir hvar þetta gæti átt sér stað í okkar góða samfélagi. (Það voru sennilega engin greinileg dæmi um þetta sem leik- maður einsog ég gæti fundið.) En þá sá ég viðtal við forstjóra Glitnis í Silfri Egils þar sem Egill sakaði hann og hina íslensku bankana um það að vera að fella gengið til þess að hagnast á því sjálfir. Svar forstjór- ans var einfalt, „það þjónar ekki langtíma hagsmunum íslensku bankanna að hafa gengi íslensku krónunnar veikt.“ Það má vel vera rétt segi ég, en það þjónar greinilega skammtíma hagsmunum þeirra vel, það sést glöggt þegar uppgjör þeirra eru skoðuð. Stjórnmálamenn á Íslandi kenna „alheimsbankakreppu“ um hversu vont ástandið á Íslandi er. Það er greinilegt að erlendis eru bankar að tapa miklum peningum og jafnvel að fara á hausinn. Bankarnir hér skila hinsvegar gríðarlegum hagnaði og segja að staðan sé alveg skínandi góð. Erlendis hefur þessi „alheims- bankakreppa“ ekki mikil áhrif á hinn almenna borgara, fasteignaverð hef- ur jú reyndar lækkað eitthvað en lánin þeirra hækka þó ekki upp úr öllu valdi. Hinsvegar er ástandið hér stórundarlegt, bankarnir græða meira en nokkru sinni áður í „al- heimsbankakreppunni“ en fólkið í landinu tapar og tapar. Gengi ís- lensku krónunnar er í frjálsu falli þannig að verðlag rýkur upp og kaupmáttur rýrnar. Verðbólgan fer á flug og sparnaður flestra Íslend- inga sem bundinn er í þaki yfir höf- uðið hverfur í fang bankanna með verðtryggðum lánum. Þess vegna spyr ég mig að því hvort það séu skammtímahagsmunir bankanna að fella gengið, ýta undir verðbólgu og hrifsa þar með til sín mestallt eigið fé almennings. Ef ég met þetta út frá þeim upplýsingum sem ég hef um skort-stöður þá get ég ekki betur séð en íslensku bank- arnir séu að skortselja íslenskan al- menning því þegar við töpum þá græða þeir á því. Það er mín trú að það verði ómögulegt að mynda hér stöðug- leika og lága verðbólgu til lengri tíma þegar valdamestu aðilar í hag- kerfinu hafa ekki hag af því að hún sé lág og hreinlega græða á að ýta undir hana og ófarir almennings. Það er ljóst að fólkið í landinu er ekki sínir eigin gæfusmiðir eins og forstjóri Landsbankans segir, held- ur veltur gæfa okkar á því hvað hentar íslenska bankakerfinu. Ætla ráðamenn þessarar þjóðar að bregðast við þessu og tryggja og verja hag fólksins í landinu? Eru bankarnir að skortselja íslenskan almenning? Kristján Georg Jó- steinsson skrifar um efnahags- ástandið »Hinsvegar er ástand- ið hér stórundarlegt, bankarnir græða sem aldrei fyrr í „alheims- bankakreppunni“ en fólkið í landinu tapar og tapar. Höfundur er framkvæmdastjóri. Kristján Georg Jósteinsson ÞAÐ fór ekki mikið fyrir fréttatilkynn- ingu félagsmálaráð- herra í síðustu viku. Þar segir að ráð- herrann hafi und- irritað reglugerð sem tryggir lífeyrisþegum lágmarksframfærslu, samtals 150 þúsund krónur á mánuði. Sumum kann að þykja eitt hundr- að og fimmtíu þúsund krónur ekki mikill peningur en hér er verið að hola sama steininn, mjaka sér áfram og gera betur við þá eldri borgara sem engar aðrar tekjur hafa. Þessi viðbót sem nú kemur, 13 þúsund krónur á mánuði, er spor í rétt átt og full ástæða til að fagna henni. Þessi ákvörðun Jó- hönnu félagsmálaráðherra og þá ríkisstjórnarinnar allrar er í takt við þá stefnu og vilja núverandi stjórn- arflokka að rétta hlut ellilífeyrisþega. Áður hafa verið gerðar margvíslegar ráðstafanir sem hægt og bítandi eru til lag- færingar á kjörum eldri borgara. Ég nefni afnám tekju- tengingar maka, af- nám tekjutengingar þeirra sem eru 70 ára og eldri, hækkuð skattleysismörk, hækkun til þeirra sem hafa ekki annað en strípaðar almannatrygging- arbætur, þrefalda aukningu á fjármagni til heimahjúkrunar og uppbyggingu dvalarheimila aldr- aðra, hækkun frítekjumarks og ekki má gleyma þeirri ákvörðun að innlausn séreignasparnaðar dregur ekki úr ellilífeyrisbótum né heldur fjarmagnstekjur. Þetta er mikill og umtalsverður árangur í málefnum aldraðra. Það ber að þakka sem vel er gert. Jó- hönnu sérstaklega en einnig rík- isstjórninni allri. Það er í raun- inni ótrúlegt hversu illa hefur verið staðið að málefnum eldri borgara á síðari árum og hve mikið verk hefur verið unnið á þeim vettvangi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ég sé það og heyri að hags- munasamtök eldri borgara telja ekki nóg að gert. Vilja að miðað sé við neyslukönnun og allir fái hækkun. Ég er sammála því að eðlilegt er að miðað sé við neyslu- vísitölu í stað lægstu dag- vinnutryggingar á hinum almenna vinnumarkaði, en ég er ekki endi- lega sammála því að hækkunin skuli ná upp allan stigann. Sjálf- ur er ég kominn á ellilífeyr- isþegaaldur en er enn með rúma hálfa milljón króna í mán- aðarlaun. Ég þarf engar lífeyr- isbætur frá hinu opinbera. Vel stæðir eldri borgarar þurfa ekki peninga frá ríkinu. Við þurfum að einbeita okkur að því að bæta kjör þeirra eldri borgara sem verst eru settir. Það er verkefnið og þannig starfar félagsmálaráð- herra og ríkisstjórnin. Sú leið er rétt og sanngjörn. Að rétta þeim hjálparhönd sem minnst mega sín. Ég styð það heilshugar að lágmarkstekjur séu hækkaðar einar og sér. Hundrað og fimm- tíu þúsund krónur eru ekki til skiptanna en það er þó alltént skref í rétta átt. Og við erum hvergi hætt. Ekki gleyma því að um áramótin verða lífeyrisbætur hækkaðar til samræmis við vísi- töluhækkanir. Eldri borgarar eiga allt gott skilið og þeir geta verið vissir um að þeir eiga sér talsmenn góða í röðum stjórn- arflokkanna. Allt í rétta átt Ellert B. Schram fjallar um lífeyri eldri borgara » Þessi ákvörðun Jó- hönnu félagsmála- ráðherra og þá rík- isstjórnarinnar allrar er í takt við þá stefnu og vilja núverandi stjórnarflokka að rétta hlut ellilífeyrisþega. Ellert B. Schram Höfundur er alþingismaður.Sími 551 3010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.