Morgunblaðið - 28.09.2008, Side 24
24 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Arthúr Björgvin Bollason
Þ
eir sem heimsækja
Þýskaland á okkar dög-
um eiga sjálfsagt erfitt
með að ímynda sér, hví-
lík skálmöld ríkti í land-
inu á áttunda áratug síðustu aldar. Á
þessum árum var það nánast daglegt
brauð, að fréttir bærust af útistöðum
lögreglu við félaga í hryðjuverka-
samtökum, sem kenndu sig við for-
sprakka samtakanna, Andreas Baa-
der og Ulrike Meinhof. Þessir
„borgarskæruliðar“ voru eins konar
afleggjari frá pólitísku andófi ’68-
hreyfingarinnar. Rætur þeirrar
hreyfingar, sem lét mikið að sér
kveða í evrópsku stúdentalífi á sjö-
unda áratug aldarinnar, má öðrum
þræði rekja til þeirrar tilfinninga-
þrungnu andúðar, sem framferði
Bandaríkjamanna í Víetnam vakti í
huga ungs fólks í Evrópu.
Fortíð feðranna
Í Þýskalandi bættist það við, að
margir ungir námsmenn fóru á þess-
um dögum að spyrja sig þeirrar
spurningar, hvað feður þeirra hefðu
haft fyrir stafni í stríðinu. Og þá
gerðist það oftar en ekki, að feðr-
unum vafðist tunga um tönn, enda
höfðu þeir í mörgum tilvikum verið
neyddir til að taka þátt í aðgerðum á
dögum þriðja ríkisins, sem þeir
höfðu lítinn hug á að ræða við börnin
sín. Þetta skapaði tortryggni og
sundurlyndi í mörgum fjölskyldum,
sem á stundum leiddi til þess, að af-
kvæmin slitu öllu sambandi við feður
sína. Þessi andúð á fortíð feðranna
blandaðist síðan andófinu gegn
stríðsrekstri Badaríkjamanna í
Indó-Kína, þannig að úr varð mjög
róttæk tilfinninga- og hug-
myndablanda.
Þegar fram liðu stundir varð leið-
togum ’68-kynslóðarinnar í Þýska-
landi smám saman ljóst, að baráttan
fyrir betri heimi, þar sem ríktu ný og
fegurri gildi, yrði mun torsóttari en
þeir höfðu gert sér vonir um. Margir
þeirra brugðust við þessum von-
brigðum með því að leggja upp í
langferð sem þeir kölluðu „stofn-
anagönguna miklu“ og fólst í því að
koma hugsjónum ’68-hreyfing-
arinnar til skila í menntakerfinu.
Þær snerust að vísu ekki aðeins um
jafnari skiptingu veraldargæða og
frið á jörðu, heldur líka og ekki síst
um bættan hlut kvenna í samfélag-
inu. Annar hópur þessara and-
ófsmanna tók þátt í að koma á lagg-
irnar nýrri stjórnmálahreyfingu
„græningja“, sem tók upp ýmis bar-
áttumál ’68-kynslóðarinnar, auk
þess að beita sér fyrir umhverfis- og
náttúruvernd, m.a. með öflugri mót-
spyrnu gegn byggingu og starfsemi
kjarnorkuvera.
Gripu til vopna
Lítill hluti ’68-hreyfingarinnar
valdi þá leið að grípa til vopna og
segja þýsku samfélagi stríð á hendur
– í orðsins fyllstu merkingu. Mark-
mið þessa fámenna liðs, sem fljót-
lega var farið að kenna við áð-
urnefnda forsprakka hópsins,
Baader og Meinhof, var að skapa
pólitískan glundroða og velgja
þýskum ráðamönnum undir uggum.
Þetta gerði hópurinn m.a. með því
að efna til mannskæðra sprengju-
árása, af svipuðu tagi og öfgafullir
múslimar stunda víða um lönd á
okkar dögum. Á vordögum ársins
1972 stóð Baader-Meinhof-
hópurinn t.d. fyrir hryðjuverkum á
sex stöðum í Þýskalandi, þar sem
fjórir týndu lífi og rúmlega sjötíu
manns slösuðust, sumir mjög alvar-
lega. Á næstu mánuðum hafði þýska
lögreglan hendur í hári allra helstu
forsprakka hópsins, þ.á m. Andreas
Baader, Gudrun Ensslin, Jan Carl
Raspe, Holger Meins og Ulrike
Meinhof. Þar með var sagan þó ekki
öll.
Haustið 1977 hófst ný bylgja
hryðjuverka, þegar seinni kynslóð
Rauðu herdeildarinnar (RAF) rændi
Martin Schleyer, oddvita þýska
vinnuveitendasambandsins, og
myrti um leið fjóra úr fylgdarliði
hans. Lögreglan leitaði mannræn-
ingjanna með logandi ljósi, og fjöldi
hrekklausra borgara leið önn fyrir
þau óþægindi, sem þetta uppnám
hafði fyrir daglegt líf í landinu.
Hryðjuverkamennirnir kröfðust
þess að allir helstu leiðtogar hópsins
yrðu látnir lausir úr haldi. Að öðrum
kosti hótuðu þeir að taka Hans
Martin Schleyer af lífi. Rúmum
mánuði seinna komu svo palestínskir
skæruliðar þýskum lagsbræðrum
sínum til hjálpar og rændu þotu sem
var á leið með ferðalanga frá Mal-
lorka til Þýskalands.
Þrátt fyrir það ofurálag, sem
fylgdi þessum aðgerðum fyrir þýsku
stjórnina, undir forystu Helmuts
Schmidts kanslara, þvertók hún fyr-
ir að ganga að þeim afarkostum, sem
hryðjuverkamennirnir settu henni.
Þessum ósköpum lauk með því að
sérsveit þýska hersins gerði áhlaup
á farþegaþotuna, þar sem hún stóð á
flugvellinum í Mogadischu í Sómal-
íu, frelsaði farþegana og skaut þrjá
af fjórum flugræningjunum til bana.
Nóttina sem þessi tíðindi bárust til
Þýskalands gerðist sá furðulegi hlut-
ur, að nokkrir helstu leiðtogar Baa-
der-Meinhof-hópsins, þ.á m. Andr-
eas Baader og vinkona hans, Gudrun
Gömul sár „þýska hau
© Régis Bossu/Sygma/Corbis
Eftirlýst Þýska lögreglan leitaði liðsmanna Rauðu herdeildarinnar hátt og lágt. Myndum var dreift um allt, í þeirri
von að almenningur gæti aðstoðað við að finna fólkið, sem framdi hryðjuverk í Þýskalandi og víðar í Evrópu.
Ulrike Meinhof Andreas Baader
Eftir Snorra Snorrason
T
veir íslenskir flugmenn,
Magnús Guðmundsson
og Jóhannes R. Snorra-
son, voru í september
1943 á heimleið eftir
rúmlega tveggja ára dvöl í Kanada,
fyrst við flugnám í skóla Konna Jó-
hannessonar í Winnipeg og síðar
sem flugstjórar á tveggja hreyfla
Avro Anson-flugvélum Royal Ca-
nadian Air Force við þjálfun ungra
flugliða vegna styrjaldarinnar á
vegum bresku samveldislandanna.
En á göngu eftir götum New
York-borgar þetta septemberkvöld
komu flugmennirnir að klúbbi, þar
sem Duke Ellington, einn merkasti
tónlistarmaður og djasspíanisti
sögunnar, var að skemmta ásamt
hljómsveit sinni, „og auðvitað fór-
um við þangað inn“, sagði Magnús.
En hver tók myndina? spurði ég.
Magnús heldur að Jóhannes hafi
komið þar við sögu, því að hann var
oft með myndavél. Á myndinni eru
Jóhannes, Duke Ellington, Alice,
fyrri eiginkona Jóhannesar, og
Magnús.
En svo, á þessum ógnvekjandi
tímum kafbátahernaðarins, tóku Ís-
lendingarnir þrír sér far heim með
Brúarfossi Eimskipafélagsins sem
næsta kvöld lét í haf ásamt um 80
öðrum skipum sem öll fylgdust að.
Margir tundurspillar sigldu með
skipalestinni yfir Atlantshafið, og
þegar djúpsprengjum var varpað
nötraði Brúarfoss stafna á milli. Yf-
ir skipalestinni flugu bandarískir
Katalina-flugbátar, en eldsneyt-
isgeymar þeirra gátu rúmað 1750
US-gallón af bensíni sem gat nægt
til um 20 klst. flugs. Með því að
draga úr afli hreyflanna mátti
lengja flugþolið meira. Báðir áttu
þeir Jóhannes og Magnús eftir að
verða reyndir Katalina-flugstjórar,
eftir að heim kom.
Skipstjóri á Brúarfossi var Jón
Eiríksson, og töldu flugmennirnir
að hann hefði ekki sofið mikið sum-
ar næturnar, þegar verið var að
varpa djúpsprengjum, en Brúarfoss
sigldi öll stríðsárin án óhappa. Eftir
um mánaðar siglingu yfir Atlants-
Kvöldstund
með Duke
» Íslendingarnir hélduheim með Brúarfossi
í 80 skipa lest. Skipin
sigldu yfir Atlantshafið í
fylgd tundurspilla, enda
stríðið í algleymingi.
Með hertoganum
Jóhannes, Duke Ellington,
Alice fyrri eiginkona
Jóhannesar og Magnús
í klúbbnum forðum.
Sumarhúsið og garðurinn stendur fyrir ráðstefnu um þakgarða og
gerð og eiginleika náttúrulegra þaka, fimmtudaginn 9. október kl.
9-16, í Gullteig á Grand Hótel.
Ráðstefnan er í fyrirlestraformi og fjallar um hönnun náttúrulegra þaka og þakgarða,
burðarþol og efnisval. Hvernig á að byggja upp græn þök og þakgarða, umhirðu og gróð-
urval. Hvað ber að hafa í huga og hvað að varast. Einnig verður fjallað ummismunandi
gerðir þaka með náttúrulegum efnum og þakgarða sem nýttir eru af fólki og innihalda
mismunandi tegundir af plöntum. Umhverfisávinningur grænna þaka og þakgarða, þjóð-
legar hefðir og verklag Íslendinga og Færeyinga, nútímalega hönnun og fantasíur.
Gísli Kristjánsson arkitekt frá Svíþjóð heldur tvo fyrirlestra, annan um
tæknileg, hugmyndafræðileg og fagurfræðilega gerð þakgarða og arkitekt-
úrinn sem liggur að baki grænum þökum. Hinn fjallar um Augustensborg
þakgrasagarðinn í Málmey í Svíþjóð.
Mayfinn Norðoy arkitekt frá Færeyjum heldur fyrirlestur um gerð hefðbund-
inna torfþaka í Færeyjum og nútímalegar útfærslur. Mayfinn er meðal annars
arkitekt að húsi Þjóðminjasafnsins í Færeyjum.
Guðjón Kristinsson skrúðgarðyrkjumeistari og sérfræðingur í gömlu
íslensku verklagi. Hann mun fjalla um þjóðlegan arf Íslendinga, torfþökin, og
verklag við lagningu þeirra.
Gunnar Bergmann og Hlédís Sveinsdóttir hjá EON-arkitektum
hafa í sínum arkitektúr lagt áherslu á samspil bygginga og náttúru.
Fjalla um fantasíur og hugmyndaauðgi við skipulagningu þakgarða.
Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið
og garðurinn hefur í starfi sínu skoðað þakgarða og grasþök á Íslandi og
erlendis og fjallar um nokkra þeirra.
Gróðrarstöðin Gleymmér ei framleiðir yfir 1000 tegundir fjölærra jurta.
Sædís Guðlaugsdóttir garðyrkjufræðingur, eigandi gróðrarstöðvarinnar fjallar
um þolnar tegundir til gróðursetningar í náttúrulega þök.
Dúkþak ehf er leiðandi verktaki í umhverfisvænum þakefnum og selur gróð-
urkassa fyrir þök og í þakgarða. Stefán Hermannsson húsasmíðameistari einn
eigenda Dúkþaks flytur erindi um umhverfisvæn þakefni og nýjungar.
Túnþökuvinnslan er leiðandi í framleiðslu mismunandi gerða af torfi sem
henta á náttúruleg þök. Guðmundur Þ. Jónsson garðyrkjufræðingur fram-
kvæmdarstjóri Túnþökuvinnslunnar segir frá gróðurframvindu á torfþökum.
Verð aðeins kr. 18.600.-
Upplýsingar og skráning í síma 578 4800
og á heimasíðu www.rit.is. Netfang: rit@rit.is
Ráðstefna um
þakgarða og
náttúruleg þök
Eru þakgarðar framtíðin?
Fimmtud. 9/10 kl. 9-16, í Gullteig á Grand Hótel.
Sumarhúsið
& Garðurinn