Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                            !" #      $    %  % # % &    '    (   )     $ #  %  % '    +      $       ,    '   *   #  &     , '% #        %   * ---* * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MÖRGUM íbúum á höfuðborgarsvæðinu brá heldur í brún þegar þeir sáu snjó í hlíðum Esju í morgun. Margir vona eflaust að þetta sé ekki fyrirboði þess að veturinn verði langur og kaldur. Gamlar heimildir herma raunar að því fyrr sem snjói í fjöll þeim mun betri verði veturinn. Morgunblaðið/Golli Boðar það góðan vetur? Kollur Esju snævi þakinn ÞAÐ er mikilvægt að Seðlabanki Ís- lands reyni eftir mætti að gera gjald- eyrisskiptasamninga við bandaríska seðlabankann. Þetta segja bæði Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri SA, og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjár- málafyrirtækja. Vilhjálmur segist ekki vilja draga miklar ályktanir af því að Ísland sé ekki aðili að gjaldeyrisskiptasamn- ingi sem gerður var milli Seðlabanka Bandaríkjanna og annarra nor- rænna seðlabanka. Bankinn væri ekki að gera svona samninga við alla seðlabanka í heiminum heldur ákveðinn hóp seðlabanka sem þeir teldu þörf á fyrir sig. „Ég legg bara áherslu á að menn hafi öll þau sam- skipti við bandaríska seðlabankann sem hægt er og reyni að gera samn- inga við bankann.“ Guðjón Rúnarsson sagðist ekki hafa forsendur til að meta aðdrag- anda málsins. „Mér finnst mikilvægt að menn haldi áfram. Ég sé í fjöl- miðlum að menn telja ekki útilokað að hægt verði að ná samningum um þessi mál. Það er því mikilvægt að vinna áfram í málinu.“ egol@mbl.is Haldi áfram að reyna Samningar við Seðla- banka Bandaríkjanna Vilhjálmur Egilsson Guðjón Rúnarsson Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is AÐEINS hefur grynnkað á þeim málum sem bíða úrlausnar hjá úr- skurðarnefnd skipulags- og bygg- ingarmála. Enn er þó langt í land með að afgreiðslufrestur sé við- unandi að mati Hjalta Steinþórs- sonar, forstöðumanns nefndar- innar. Afgreiðslutími hjá nefndinni er mjög mismunandi. Ekki er óal- gengt að hátt í eitt ár taki að af- greiða mál, en þegar um kröfu um stöðvun framkvæmda er að ræða fær slíkt mál nánast flýtimeðferð. Í lögum er málsmeðferðartími áætl- aður þrír mánuðir. Hjalti segir að síðasta ár hafi skorið sig úr með furðulegum hætti því þá hafi nefndinni borist 170 mál. Meðalfjöldi mála árin á undan hafi verið um eða undir 100. Málum hafi fjölgað jafnt og þétt með hverju ári frá því að hún hóf störf 1998. Það sem af er þessu ári er málafjöldinn um 90 og ljóst að hann fer yfir hundraðið í ár. Höfum ekki náð vopnum okkar „Við vorum búin að fá liðsauka með einu stöðugildi í viðbót þegar þessi alda skall á okkur,“ segir Hjalti. „Eftir þetta höfum við ekki alveg náð vopnum okkar, en heldur hefur saxast á það sem af er ári og við erum nú búin að afgreiða 76 mál með úrskurði frá áramótum en fjölda mála lýkur með öðrum hætti.“ Aðspurður hvort þetta sé við- unandi, segir Hjalti að sannarlega vildi hann geta afgreitt mál hraðar. „Talið hefur verið rétt að sjá til hvernig þessu ári lýkur áður en við grípum til frekari ráðstafana. Eðli- lega finnur umboðsmaður Alþingis að því hve málsmeðferðartími er langur og hann er lengri en hann á að vera. Á okkar herðum hvílir hins vegar mikil gagnaöflun og það er líka mikilvægt að ekki sé kastað til höndunum og faglega höfum við fengið stuðning. Sem dæmi get ég nefnt að aðeins um 1% mála sem við afgreiðum fer áfram fyrir dóm- stóla og þegar það hefur verið gert hafa úrskurðir okkar í flestum til- vikum verið staðfestir.“ Óviðunandi afgreiðslutími úrskurðarnefndar  Ekki óalgengt að hátt í eitt ár taki að fá niðurstöðu  90 kærur frá áramótum Morgunblaðið/Árni Sæberg Í HNOTSKURN »Úrskurðarnefnd skipu-lags- og byggingarmála hóf störf í ársbyrjun 1998. »Hjalti Steinþórsson er for-maður nefndarinnar og jafnframt forstöðumaður stofnunarinnar. Þar starfa nú auk hans þrír lögfræðingar og ritari. »Mál sem fara fyrir úr-skurðarnefnd tengjast fyrst og fremst lögmæti ákvarðana sveitarfélaga á sviði skipulags- og bygging- armála, en þangað fara einnig mál tengd framkvæmdaleyf- um fyrir framkvæmdum sem hafa farið í mat á umhverfis- áhrifum. „ÞETTA er á okkar vegum,“ segir Hrólfur Jónsson, sviðs- stjóri fram- kvæmdasviðs Reykjavíkur- borgar, um mal- biksafganga þá sem komið hefur verið fyrir á vin- sælu útivistarsvæði í Hamrahverfi og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær. „Þetta er reyndar ekki göngustíg- ur á skipulagi, heldur var á sínum tíma lagður vegur til þess að leggja þarna skólpleiðslu og hleðslan þarna framan við er til að hylja holræsið,“ segir Hrólfur og tekur fram að auð- vitað sé ekkert að því að fólk hafi far- ið að nota veginn sem göngustíg þó hann sé ekki skilgreindur sem slíkur og svæðið sem um ræðir heldur ekki skilgreint sem útivistarsvæði. Að sögn Hrólfs barst sviðinu kvörtun vegna malbiksafganganna í síðustu viku og fóru starfsmenn sviðsins á svæðið til að skoða málið. Segir Hrólfur að strax eftir helgi verði skoðað hvort og hvernig hægt verði að koma afgöngunum betur fyrir þannig að þeir skagi ekki lang- leiðina út í fjöru og hindri umferð vegfaranda. „Við munum hins vegar ekki hætta að nota þetta sem söfn- unarsvæði fyrir þennan úrgang,“ segir Hrólfur og bendir á að sam- kvæmt gildandi aðalskipulagi sé til framtíðar gert ráð fyrir landfyllingu á umræddu svæði. silja@mbl.is Frágangur verður bættur Malbiksafgangarnir eru borgarinnar Hrólfur Jónsson SNJÓKOMA var á Möðrudals- öræfum aðfaranótt laugardags. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni var jörð á svæðinu alhvít og hálka á vegum. Vegagerðin minnir vegfarendur á að hálendisvegir eru nú aðeins færir fjallabílum. Ekki er fylgst reglulega með ástandi hálendis- leiða nema yfir sumarið og ekki veitt þjónusta þótt færð spillist. Varað við hálku ÚTLENDINGAR eru orðnir meiri- hluti gesta Galdrasafnsins á Hólmavík. Sig- urður Atlason, framkvæmda- stjóri Stranda- galdurs, segir ástæðuna ekki þá að íslenskum gestum sé að fækka heldur sé útlendingum að fjölga. Þjóðverjar sýna Galdrasafninu á Hólmavík mikinn áhuga og eru þeir langfjölmennasti hópur gesta safnsins. Sigurður segir að Þjóð- verjar séu sínir uppáhaldsgestir. „Það er áberandi hvað þeir eru vel undirbúnir þegar þeir koma á safn- ið. Þeir eru vellesnir, áhugasamir og spyrja skynsamlegra spurn- inga,“ segir Sigurður og bætir við að Þjóðverjar hafi alltaf sýnt Vest- fjörðum sérstakan áhuga. Galdrasafnið er opið allt árið. egol@mbl.is Þjóðverjar sækja í galdur Galdrastafurinn Ægishjálmur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.