Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 35 UMRÆÐAN B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys tá n fy rir va ra . Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða frábært sértilboð til Sikileyjar í beinu flugi 14. október á yndislegum tíma. Hitinn er um 25-28 gráður og hentar bæði til sólbaða og til skoðunar á þessari stórbrotnu eyju. Dvalið er á Hotel Santa Lucia le Sabbie d’Oro, góðu þriggja stjörnu hóteli, rétt við hinn einstaka bæ Cefalú, um 70 km. frá Palermo. Hótelið býður góðan aðbúnað og fyrir gesti og er fullt fæði innifalið. Cefalú bærinn, sem er einstök perla, var t.d. tökustaður hinnar vinsælu kvikmyndar Cinema Paradiso sem margir þekkja. Sikiley er sannkölluð perla. 2.700 ára menningarsaga, einstök náttúrufegurð, ótrúlegar fornminjar, fallegar byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu mannlífi. Sikiley býður góðar baðstrendur og góða þjónustu við ferðamanninn. Spennandi kynnisferðir í boði (háð lágmarksþátttöku 20 manns). Einstakursumaraukií beinumorgunflugi! • Stórkostlegir bæir • Stórbrotin náttúrufegurð • Einstök matarmenning • Ótrúlegar fornminjar • Baðstrendur • Góð gisting • Spennandi kynnisferðir Frá aðeins kr. 98.900 Ótrúlegt sértilboð – vikuferð með fullu fæði Sikiley 14.-21. október Gríptu tækifærið og tryggðu þér frábært frí og sumarauka á einstökum stað. Bókaðu strax! www.heimsferdir.is Frá kr. 98.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með fullu fæði í viku. Aukagjald fyrir einbýli kr. 29.000. Hotel Santa Lucia - með fullu fæði Aðeins 15 herbergi í boði! Gott hótel við stórkostlegan bæ E N N E M M / S IA • N M 3 55 0 3 ÞAÐ hefur vart far- ið fram hjá neinum að mjög skiptar skoðanir eru um það hvort virkja eigi í neðri hluta Þjórsár. And- stæðingar virkjana telja að virkj- anaframkvæmdir muni hafa verulega slæm umhverfisáhrif og það beri að vernda Þjórsá. Óþarfi sé að framleiða rafmagn til að framleiða meira ál. Mér finnast þessi sjónarmið eiga fullan rétt á sér og er alveg viss um að þetta fólk talar af ein- lægri sannfæringu um að þetta sé best fyrir sveitarfélagið og þjóðina alla. En það getur verið að aðrir hafi þá skoðun að það sé best fyrir sveitarfélagið og þjóðina að nýta þá orku sem er til staðar. Ég skil ekki hvernig andstæð- ingar virkjana geta haldið því fram að þeir sem eru fylgjandi virkj- unum séu eingöngu að fara eftir vilja Landsvirkjunar. Það er gefið í skyn að þeir hafi enga sjálfstæða skoðun. Þetta hefur gengið svo langt að reynt var að fá úrskurð um að sveitarstjórn væri vanhæf þar sem hún færi alfar- ið eftir því sem Landsvirkjun pantaði. Auðvitað úrskurðaði samgönguráðuneytið að sveitarstjórn væri hæf til að fjalla um virkjanamál. Andstæð- ingar virkjana ráðast á embætt- ismenn og brigsla þeim um að vinna eingöngu eftir því sem Landsvirkjun segir. Mér finnst það mjög alvar- legur hlutur þegar mönnum er brigslað um það að hafa ekki sjálfstæðar skoðanir og taka ákvarðanir eftir því hvað aðrir segja þeim að gera. Sveitarstjórn tók sér mjög langan tíma til að fara yfir allar athugasemdir sem bárust. Hér var um mjög vönduð vinnubrögð að ræða og farið ítarlega yfir það hvernig svara ætti hverri at- hugasemd. Á kjörtímabilinu hef ég kynnst vinnubrögðum sveit- arstjórnarmanna og veit að þeir eru fullfærir um að meta hlutina sjálfir og taka sjálfstæðar ákvarð- anir. Niðurstaða sveitarstjórnar var einróma sú að gera ætti ráð fyrir Holta- og Hvammsvirkjun á að- alskipulagi sveitarfélagins. Það er þeirra mat að þannig sé hags- munum sveitarfélagsins best borg- ið. Þjórsársveitir – Miklir möguleikar. Það hefur verið gagnrýnt að öll sú orka sem til verður á svæðinu hjá okkur sé flutt í burtu til að skapa atvinnu á öðrum stöðum í landinu. Sveitarfélögin fjögur sem eiga land að bökkum Þjórsár hafa myndað með sér samstarfsvett- vang til að vinna að því að laða að fyrirtæki, þannig að orkan nýtist á svæðinu til atvinnuuppbyggingar. Sveitarfélögin eru: Ásahreppur, Flóahreppur, Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Sveitarstjórnir þessara sveitar- félaga vilja horfa til þess að verði frekari virkjanaframkvæmdir á svæðinu staðreynd þá beri að vinna að því að fá hingað orku- frekan iðnað. Það á að nýta orkuna við uppsprettuna. Eigi að verða fjölgun íbúa og uppgangur í atvinnulífinu þurfa að koma til nýjungar við þann blómlega landbúnað og ferða- mannaþjónustu sem er á svæðinu. Það er hlutverk sveitarstjórn- armanna að horfa til framtíðar og hafa skoðun á því hvernig þeir vilja sjá þróunina. Með tilkomu virkjana í neðri hluta Þjórsár skapast gífurlegir sóknarmöguleikar fyrir sveit- arfélögin á svæðinu vilji menn nýta sér þá. Það geta svo að sjálfsögðu verið skiptar skoðanir um það hvort það sé eftirsókn- arvert. Er þetta bara ekki ágætt eins og það er? Er eitthvað unn- ið með því að fá nýjungar í at- vinnulífinu á svæðið? Allt eru þetta sjónarmið sem eiga rétt á sér. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúp- verjahrepps er einhuga um að taka eigi virkjanir inná skipulag sveitarfélagsins. Sveitarstjórnin er einnig einhuga í því að unnið verði að því að efla atvinnulífið með því að virkja orkuna í heimahéraði. Allt mun það stuðla að fjölgun íbúa, betri sam- göngum og bættri þjónustu á flestum sviðum. Stöðnun eða framkvæmdir og uppbygging Sigurður Jónsson skrifar um virkjanir í neðri hluta Þjórsár »Með tilkomu virkj- ana í neðri hluta Þjórsár skapast gíf- urlegir sóknarmögu- leikar fyrir sveitarfélög- in á svæðinu vilji menn nýta sér þá. Sigurður Jónsson Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. SÍÐUSTU daga hefur mátt sjá óvenju- legan málflutning tengdan hveralykt. Vísindalegar mæl- ingar eftirlitsaðila á hveralyktinni sýna að styrkur hennar er yfir lyktarmörkum í höf- uðborginni jafn- aðarlega einn dag í mánuði. Lykt- armörkin eru einn tuttugasti af viðmið- unarmörkum Alþjóða- heilbrigðisstofnunar- innar. Mesti styrkur sem mælst hefur er helmingur viðmið- unarmarkanna. Til að hveralyktin hafi áhrif á heilsu fólk þarf styrkurinn að vera hundrað sinnum þetta viðmið- unargildi, segir heilbrigðiseftirlitið. „Ef miðað er við leiðbeiningargildi Alþjóðaheilbrigðisstofnunar (WHO) hefur styrkur brennissteinsvetnis ekki farið yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík,“ segir þetta sama eft- irlit. Af þessu má ljóst vera að mál- flutningur, eins og sá sem fram hef- ur komið vegna ætlaðs skaða hveralyktar á höfuðborgarsvæðinu, á sér ekki vísindalegar stoðir. Vísindamenn Náttúrufræðistofn- unar vöktu athygli fjölmiðla á dög- unum á gróðurskemmdum í grennd Hellisheiðarvirkjunar. Eftir skyndi- skoðun ályktuðu þeir að rekja mætti skemmdirnar til starfsemi virkjunarinnar. Vísindafólk Orku- veitu Reykjavíkur brást skjótt við og kannaði umfang mosaskemmda á svæðinu. Í ljós kom að víða á heiðalöndunum austan Reykjavíkur og á Bláfjallasvæðinu, í allt að 25 kílómetra fjarlægð frá virkjuninni, er að finna áþekkar skemmdir. Nær útilokað er að þær megi rekja til Hellisheiðarvirkjunar. Nú hefur Orkuveita Reykjavíkur fengið þrjá öfluga, utanaðkomandi vísindamenn til að rannsaka málið ofan í kjölinn og hafa þegar verið tekin sýni af gróðrinum til frekari rannsókna. Vonast er til að rannsóknin leiði í ljós orsakir gróð- urskemmdanna, eða að minnsta kosti hvort til- gáta Náttúru- fræðistofnunar fær staðist. Hugsanlegar breytingar á vinnslu- ferli jarðgufuvirkjana verður að byggja á vís- indalegum nið- urstöðum – ekki misvel grunduðum tilgátum, hvað þá upphrópunum. Í samræmi við þetta var bókun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á föstudaginn þegar hún lagði þunga áherslu á að botn feng- ist í málið og lýsti stuðningi við aðgerðir fyrirtækisins. Um- hverfisráðherra tók í sama streng um helgina og kallaði eftir rannsókn á vegum Náttúrufræðistofn- unar. Góða frammistöðu Orkuveitu Reykjavíkur í umhverfismálum má rekja til nokkurra þátta. Þeirra á meðal má nefna áherslu fyrirtæk- isins á öflun og hagnýtingu vísinda- legrar þekkingar og virk samskipti við þau samfélög sem það starfar í. Orkuveita Reykjavíkur er í góðum tengslum við íbúa höfuðborg- arsvæðisins og er það ljóst að þeim fjölgar sem finnst hveralyktin önug. Fyrirtækið hefur þegar fest kaup á búnaði til tilrauna á að hreinsa hveralyktina úr gufunni sem frá Hellisheiðarvirkjun kemur. Hug- myndin er að blanda hana vatninu frá virkjuninni sem síðar rennur niður í jarðhitageyminn, þaðan sem það var upphaflega numið. Í mats- skýrslum umhverfisáhrifa Hvera- hlíðar- og Bitruvirkjana koma fram þau áform að hveralykt frá þessum virkjunum verður eytt. Eftir stend- ur að hveralyktin verður áfram af heita vatninu heima hjá okkur nema við kjósum að losa okkur við hana með því að setja upp millihit- ara. En það er þá ekki vegna þess að hún sé svo hættuleg. Um hveralykt Eiríkur Hjálm- arsson skrifar um hveralykt og gróð- urskemmdir Eiríkur Hjálmarson »Nú hefur Orkuveita Reykjavíkur fengið þrjá öfl- uga, utanað- komandi vís- indamenn til að rannsaka málið ofan í kjölinn Höfundur er upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.