Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ 1. október 1978: „Ungir sjálfstæð- ismenn þinga um þessa helgi og ræða málefni Sjálfstæðisflokks- ins. Aukaþing þeirra er þáttur í þeim víðtæku umræðum sem þeg- ar eru hafnar og munu standa yf- ir innan Sjálfstæðisflokksins næstu mánuði og misseri um stöðu flokksins og stefnu í kjölfar alvarlegra kosningaósigra á sl. vori. Umræður ungra sjálfstæð- ismanna munu að verulegu leyti snúast um skipulagsmál samtaka þeirra og Sjálfstæðisflokksins, verðbólguna og kosningarétt- armál. Það er vissulega tímabært fyrir ungt fólk í Sjálfstæðis- flokknum að bera saman bækur sínar. Eitt af því, sem sjálfstæð- ismenn hljóta að hafa áhyggjur af í sambandi við kosningaúrslitin er sú augljósa staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu ekki náð því sam- bandi við uppvaxandi kynslóð í landinu sem áður var.“ . . . . . . . . . . 2. október 1988: „Vegna þeirra sviptinga sem nú verða innan Kremlarmúra hefur verið haft á orði, að á tímum Jóseps Stalíns hefði þeim fylgt blóðbað. Míkhaíl Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, var í gær kjörinn forseti Sovétríkjanna og fetar í því efni í spor Leonids Brezhnevs. Á hinn bóginn vill Gorbatsjov að forsetinn hafi ekki lengur aðeins formlegum skyld- um að gegna heldur fylgi titlinum meira framkvæmdarvald að bandarískri fyrirmynd. Í fyrra- dag var Andrej Gromyko sviptur sæti sínu í stjórnmálaráði flokks- ins og í gær kaus Æðsta ráðið Gorbatsjov forseta í stað Grom- ykos. Þar með víkur sá maður úr æðstu valdastöðum sovéska kerf- isins sem hóf frama sinn undir verndarvæng Stalíns og var síðan utanríkisráðherra í 28 ár.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Mengaðarmjólk-urvörur framleiddar í Kína hafa reynst stór- hættulegar. 53 þúsund börn liggja á sjúkrahúsi í Kína. Fjögur börn hafa látið lífið og 100 börn eru sögð í lífshættu. Ekki er víst að umfang hneykslisins sé enn komið í ljós. Vörur, sem innihalda kín- verskar mjólkurafurðir, þykja varasamar um allan heim. Japan, Singapúr, Taívan og Víetnam eru meðal ríkja, sem hafa bannað eða heft innflutn- ing á matvælum frá Kína. Í Evrópusambandinu hefur nú verið ákveðið að rannsaka inn- fluttar vörur, sem innihalda 15% mjólkurduft eða meira. Talið er að matur með eitur- efnum gæti verið í umferð í Evrópu og börn gætu verið í hættu. Upp komst að kínversk fyrirtæki hefðu sett efnið melamín í mjólkurafurðir í upphafi mánaðarins. Melamín er notað í plastvörur, en í Kína hefur það verið notað til að fela að mjólk hafi verið drýgð með vatni. Það hefur fundist í mjólk og ýmsum mjólkuraf- urðum, allt frá ís og kökum til sælgætis. Í fyrra fannst það í gæludýramat frá Kína. Ekki er hætta á því að sams konar ástand skapist í Evrópu og í Kína vegna þess að vörur með melamíni eru svo lítill hluti af fæðunni – ef þær eru það yfir höfuð. Börn, sem borða mikið sælgæti með efn- inu, gætu þó veikst. Í Kína eru þess hins vegar dæmi að börn hafi eingöngu nærst á mjólk- urdufti blönduðu melamíni svo mánuðum skipti. Afleiðingar þessa máls eru skelfilegar fyrir kínverska bændur, sem nú geta ekki selt mjólk sína og verða að hella henni niður. Þeir eiga enga sök á menguðu mjólk- inni, en það skiptir litlu máli. Þeir hafa ekkert öryggisnet í kínverska alþýðulýðveldinu og munu líklegast flosna upp. Þetta mál sýnir að mjólkur- iðnaðurinn í Kína er stjórn- laus og án eftirlits, líkt og reyndar kínverskur iðnaður almennt. Þar þrífst spilling og eftirlitsmönnum er haldið á mottunni með mútum. Fyrst fannst melamín í mjólkurdufti frá fyrirtækinu Sanlu og nú hafa 22 fyrirtæki til viðbótar verið bendluð við málið og mörg þeirra hafa afturkallað vörur sínar. Ýmis alþjóðleg fyrirtæki eru með verk- smiðjur í Kína eða nota kín- verskt mjólkurduft í fram- leiðslu sína. Erfitt er að átta sig á uppruna alls þess, sem látið er í mat. Ef Kínverjar ætla að halda trúverðugleika á heimsmark- aði verður kínversk fram- leiðsla að vera í lagi. Það er ekki hægt að bjóða upp á leik- föng með blýmálningu eða mjólkurafurðir, sem valda nýrnasteinum og setja börn í hættu. Yfirmaður matvælaeft- irlitsins í Kína hefur sagt af sér og nokkrir hafa verið handteknir vegna málsins. Handtökur og refsingar hafa ef til vill einhvern fæling- armátt, en um leið vaknar spurningin hvar næst verði borið niður. Strangar gæða- kröfur og eftirlit í viðskipta- löndum Kína hefur sín áhrif á kínverska framleiðendur, en kínversk framleiðsla verður ekki örugg fyrr en alvöru um- bætur hafa verið gerðar á göt- óttu eftirlitskerfi þannig að það verði marktækt. Matvælaiðnaður í Kína er stjórnlaus }Mataröryggi ógnað Í slenska þjóðin er skrýtin skepna. Hún veður áfram í dugnaði; er framsækin, menntuð, nútímaleg, tæknivædd og vinnusöm. Í útlöndum heyrir maður að Íslendingar séu eftirsóttir í vinnu, og það finnst íslensku þjóðinni gott að heyra – eins og allt annað hrós um sjálfa sig. Það er ekki nóg að fá að vera með hinum þjóð- unum í leik og starfi; það er stutt í pirringinn ef Íslendingurinn er ekki bestur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Íslenska þjóðin stærir sig af landinu sínu; blámanum, hreina vatninu og náttúrufegurðinni, fiskinum og lambinu og öllum framkvæmdunum sem fleyta henni í röð mest velmegandi þjóða heims. Samt er eitthvað að. Íslendingar eiga erfitt með að tjá sig og and- mæla sjaldan þegar yfir þá er vaðið. Þeir lúffa fyrir valdinu og þora ekki eða nenna ekki að hafa sig í frammi þegar þeim er innst inni misboðið. Þeir trúa því að glæpur sé ekki glæpur segi valdið það. Þeir gapa af undrun þegar einkabankarnir fá óvart gefin listaverkin þeirra – gera samt ekkert. Þeir hneykslast á dómum í dómskerfinu en hafa ekki döngun í sér til að þrýsta á um breytingar. Þeir vinna eins og vitleysingar og undrast svo þegar óuppalin börn þeirra lenda í hremmingum. Þeir hafa ekki neytendavitund, láta okur og óréttmæta viðskiptahætti yfir sig ganga. Þeir fyrtast við þeg- ar lítið er gert úr heimsfrægum listamönnum þeirra og móðgast yfir því að kona í Alaska skuli ekki vita að forseti Ís- lands er þjóðhöfðingi. Þeir tala fjálglega og fal- lega um allt jafnréttið, sem lítið er. Þeir bölva, en eru fljótir að gleyma. Sumir skola mannasið- unum niður með áfengi um helgar, fleygja leik- reglum samfélagsins á fylleríi í miðbænum, míga utan í hús og eðla sig í görðum, en mæta keikir og brosandi í vinnuna sem þeir elska á mánu- dagsmorgni. Ókey, svona erum við bara, er eina andsvarið. Þeir agnúast út í stjórnvöld en kjósa sífellt annað eins yfir sig aftur. Kannski að kreppan bjargi Íslendingum? Þetta á maður sennilega ekki að segja í alvöru, en víst er að það þarf eitthvað stórt og mikið til að hrista drómann af íslensku þjóðinni. Hún er eins og brjáluð maskína sem er við það að bræða úr sér en enginn getur gert við, því hún fer svo hratt. Kannski að kreppan bjargi okkur. Getur verið að við höfum haft það of gott? Getur verið að við séum að missa fótanna í taumlausri neysluhyggju og græðgi sem á endanum gefur okkur ekkert annað en streitu, vanlíðan og sljóleika? „Það er ekki mitt að kvarta, ég hef það svo gott,“ sagði kona við mig um daginn. Jú, gott og vel, en það að hafa það gott er ekki skiptimynt fyrir heilbrigða gagnrýni og almenna meðvitund. Smám saman þaggar velmegunin niður í okkur, engin óþægindi, takk, ekkert vesen, nægjusemi hvað? skynsemi hvað? vertu ekki með þetta nöldur, við höfum það svo frá- bært, og erum svo æðisleg – við Íslendingarnir. begga@mbl.is Bergþóra Jónsdóttir Pistill Íslendingar Starfsmenntun ekki nógu mikils metin FRÉTTASKÝRING Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is A kureyringar sáu á sínum tíma með eigin augum þegar gamli tíminn í at- vinnulífinu hvarf og sá nýi birtist í allri sinni dýrð. Þegar skellt var í lás í verk- smiðjum þar sem mest unnu mörg hundruð manns í einu og skömmu síðar opnaðar dyr nýs verslunar- og þjónustukjarna á sömu lóð. Hér þurfti ekki raunveruleikasjónvarp eða sagnfræðirit; bæjarbúar upp- lifðu þróunina á eigin skinni, ætt- ingja eða kunningja. Iðnaðarbærinn varð að þjónustu- bæ og þekkingarsamfélagi í mun meira mæli en áður. Margir starfsmenn Sambands- verksmiðjanna á Akureyri unnu þar lengi, sumir áratugum saman og staðurinn var lýsandi dæmi um þann stöðugleika sem marga dreym- ir um. Fólk sinnti vinnunni og þurfti yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af því að finna sér nýja. En svo breyttist heimurinn nánast á einni nóttu og það hafði aðallega áhrif á „eldra“ fólk sem svo er kallað; 50 ára og eldra. Ekki síst konurnar. Þrjú áru liðin frá því félagsmála- ráðherra skipaði sjö manna verkefn- isstjórn til fimm ára sem hefur það meginmarkmið að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnu- markaði enda ráðherra mikið í mun að samfélagið fái notið starfskrafta fólks eins lengi og það vill og getur. Sýnt hefur verið fram á að 50 ára og eldri eiga erfiðara með að finna sér vinnu en þeir sem yngri eru. Ein ástæðan er sú að starfsmenntun er ekki nægilega mikils metin, að mati Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra og fleiri og það kom ber- lega í ljós þegar Sambandsverk- smiðjunum á Akureyri var lokað. Algengt var að starfsmenn á verksmiðjunum höfðu ekki formlega menntun. Voru hins vegar menntað- ir innan fyrirtækjanna en þegar ekki var lengur þörf fyrir þá sér- þekkingu var erfitt um vik að finna nýja vinnu. Fjöldi kvenna vann á Sambands- verksmiðjunum og athyglisvert er að rýna í skýrslu sem Akureyrar- bær lét vinna um það bil áratug eftir að stórum hluta verksmiðjanna var lokað. Þar kom í ljós að eldri konur á Akureyri voru mun færri á vinnu- markaði, hlutfallslega, en á landinu í heild. Að sögn Hjalta Jóhannesson- ar, sérfræðings hjá Rannsóknar- stofnun Háskólans á Akureyri, er freistandi að álykta sem svo að kon- urnar hafi ekki fundið sér störf við hæfi. Að mati Hjalta og Kjartans Ólafs- sonar lektors við Háskólann á Akur- eyri, skiptir mestu máli fyrir fólk í dag að ná sér í formlega menntun; menntun sem ekki sé aðeins gjald- geng í einu fyrirtæki eða afmörkuðu starfi heldur geti orðið gjaldgeng annars staðar síðar meir. Þann lær- dóm sé hægt að draga af þróuninni sem varð á Akureyri á sínum tíma og nauðsynlegt að hafa í huga fyrir fólk sem er nú að hefja störf hjá fyrirtæki eins og Alcoa Fjarðaáli og sambærilegum stöðum. Jóhanna Sigurðardóttir segir mikilvægt að fólk hafi þann valkost að vera á vinnumarkaði eins lengi og það kýs án þess að réttindi í al- mannatryggingakerfinu skerðist. Ekki er ýkja langt síðan hver ein- asta króna sem fólk vann sér inn skerti greiðslur til þess úr kerfinu og það hvatti fólk sannarlega ekki til þess að stunda vinnu. Frítekjumark- ið var síðan hækkað í 25 þúsund krónur á mánuði en er nú 100 þús- und. Fólk getur sem sagt haft 1,2 milljónir í tekjur á ári án þess að það skerði greiðslur úr almanna- tryggingakerfinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Veröld sem var Unnið við niðurrif gömlu Sambandsverksmiðjanna á Akur- eyri. Á sínum tíma unnu þar tvöfalt fleiri en nú í álverinu á Reyðarfirði. Þátttaka eldra fólks á vinnumark- aði er og verður áfram lykill að vel- ferð samfélagsins segir Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og trygg- ingamálaráðherra. Ráðherra segir vísbendingar um að hátt hlutfall atvinnuþátttöku eldra fólks hér á landi muni minnka verði ekkert að gert. Þróunin hafi þegar orðið víðast hvar í nálægum löndum og hún sé alvarleg. Ástæð- urnar séu eflaust margar en afleið- ingarnar þekktar: Eftir því sem fjölgar í hópi þeirra sem fara snemma á eftirlaun minnka skatt- stofnar ríkisins, þungi á lífeyris- kerfin eykst og framleiðni minnk- ar. „Okkur Íslendingum ber að skoða dæmin sem hræða, læra af þeim og gera hvað við getum til að halda í þá sérstöðu sem við höfum haft í þessum efnum,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir á málþingi verkefnisstjórnar 50+ sem haldin var á Akureyri í vikunni. Yfirskrift málþingsins var: Eldri starfsmenn – akkur vinnustaða. ALDUR ER AKKUR ››
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.