Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 45 Einhverju sinni var ég orðin leið á að svara því hvernig Þórður væri skyldur mér og sagði sem var að ég hefði fengið hann í arf. Það má til sanns vegar færa því að vinátta milli fjölskyldna okkar Þórðar nær langt aftur. Þegar fjölskylda Þórðar tók sig upp frá Reykjanesi 1943 og fluttist til Djúpavíkur fengu þau hjónin leigt meðan Guðmundur faðir hans byggði fjölskyldunni þak yfir höfuð- ið. Leiguhúsnæðið sem hýsti þessa fimm manna fjölskyldu var eitt her- bergi með aðgangi að eldhúsi. Á milli hjónanna frá Reykjanesi og afa míns og ömmu, Steinunnar og Guðmund- ar í Naustvík ríkti vinátta og til að létta á þrengslunum í þessu eina herbergi dvaldi Þórður að mestu leyti í Naustvík árin 1943 og ’44. Þar Þórður Kristján Guðmundsson ✝ Þórður KristjánGuðmundsson fæddist á Reykja- nesi í Árneshreppi 15. október 1934. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Víð- inesi 3. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 18. sept- ember. gekk hann í verk og ærslaðist með þeim Naustvíkursystkinum og myndaði við þau órjúfanleg vináttu- og tryggðabönd sem síð- an erfðust yfir til mín. Í febrúar 1949 varð fjölskyldan fyrir því óláni að nýbyggða húsið hennar brann til kaldra kola og varð engu bjargað. Það sem eftir var vetrar dvaldi Guðrún móðir hans í Naustvík, þeir feðgar Guðmundur og Þórður sinntu vinnu í Djúpavík en dvöldust í Naustvík um páskana og þegar frí gáfust. Allar götur síðan sýndi Þórður afa og ömmu og Naustvíkurfólkinu öllu mikla ræktarsemi og hlýhug. Hann var afa og ömmu og síðar ömmu inn- an handar með margt, ávallt reiðubúinn til hjálpar og fyrir það skulu þakkir færðar hér. Kynni okkar Þórðar hófust sum- arið 1974 og næstu árin hittumst við oft hjá ömmu. Með árunum jókst samband okkar sífellt meir og meir og undir það síðasta má segja að um daglegt samband hafi verið að ræða. Mest vorum við í símasambandi. Að hætti húsmæðra sem taka starf sitt alvarlega taldi ég mig oft vera of önnum kafna fyrir löng símtöl. Þórð- ur sem var óvæginn við símavini sína sýndi því engan skilning. Í öllum okkar samtölum var eitt alveg klárt. Við mundum tala um Árneshrepp, gamlar sögur þaðan og nýjar, sannar eða lognar því ekkert var honum jafn hugleikið og gamla heima- byggðin. Það sem einkenndi þetta fé- lagslynda tryggðatröll mest sem var laus við hégóma og pjatt var húm- orinn, gamansemin og stríðnin sem jók verulega á vöruflutningana norð- ur í Guðlaugsvík þegar hann af alúð og góðsemi fylgdist með öllum ferð- um norður til að geta sent mömmu stóra stafla af Morgunblaðinu, í við- leitni sinni til að snúa henni til sannr- ar trúar. Í orðsins fyllstu merkingu var gangan honum oft þung, með erfiða fjötra um fót, hæfileikinn að sjá allt- af það spaugilega létti gönguna. Hann var fylginn sér, útsjónarsamur með mikla sjálfsbjargarhvöt, iðinn maður, fær um ótrúlegustu hluti. Náttúruunnandi sem hafði unun af ferðalögum, fróður um landið og kosti þess. Greiðvikinn og hugulsam- ur við vini sína og ástvini, ekki síst þá sem minna máttu sín. Kæri vinur. Þú hafðir þann sið að hringja til mín þegar þú komst heim úr ferða- lögum og lýsa ferðinni fyrir mér. Nú er símtólið hljótt, þú munt ekki hringja til að segja mér frá þinni hinstu ferð. Ég er þakklát fyrir fyrir þann tíma sem við áttum samleið. Guðrún Magnúsdóttir. ✝ Valdimar Ein-arsson fæddist í Reykjavík 18. maí 1940. Hann and- aðist á Landspít- alanum við Hring- braut 21. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Einar Pálsson, f. 5. apríl 1914, d. 16. okt. 1973, og Guð- laug Ágústa Valdi- mars, f. 12. mars 1916, d. 20. júní 2007. Systkini Valdimars eru Einar Páll, f. 1947, og Hildur, f. 1949. Valdimar giftist 2. desember 1967 Þórdísi Richter, f. 13. febr- úar 1947. Foreldrar hennar eru Finnur Richter, f. 29. febrúar 1920, d. 2. desember 1989, og Ragnhildur Jóhannesdóttir, f. 7. nóvember 1919. Börn Valdimars og Þórdísar eru: 1) Einar Finnur, f. 9. okt. 1967, kvæntur Evu Gunnarsdóttur, f. 8. júlí 1967. Börn þeirra eru a) Eva Dís, f. 16. nóv. 1984, í sambúð með Róberti Eiðssyni, dóttir þeirra er Freyja Dís, f. 26. ágúst 2008, og b) Gunnar Hrafn, f. 18. apríl 1995. 2) Valdimar Ragnar, f. 21. ágúst 1975, í sambúð með Helgu Sigurlínu Halldórsdóttur, f. 22. janúar 1978. 3) Margrét, f. 3. júní 1977, í sambúð með Sigurði Hrafni Kristjánssyni, f. 25. júní 1978. Dóttir hennar er Ylfa Rós, f. 2. maí 1997. Frá 1966 til 1986 var Valdimar sýningarstjóri í Stjörnubíói. Sam- hliða sýningarstjórastarfinu vann hann hjá umferðardeild Reykja- víkur. Frá 1988 hefur Valdimar starfað á Landspítalanum við Hringbraut, fyrst sem aðstoðar- maður á geislalækningadeild og frá 1993 við krufningar hjá Rann- sóknastofu Háskólans allt þar til hann lést. Útför Valdimars fór fram frá Lágafellskirkju 2. september. Það er erfitt að lýsa síðustu dög- um og ég á erfitt með að koma orð- um að því sem mig langar til að segja. En við vitum báðir hvað það er sem skiptir máli okkar á milli. Nú ertu farinn pabbi og þó svo að við vissum að það kæmi að því, þá átti það ekki að gerast svona fljótt. Þú barðist eins og ljón og hefur ald- eilis bitið á jaxlinn gamli minn. Þótt þú vissir að stundin nálgaðist þá vildirðu ekki sýna það og þér tókst það. Eftir að hafa rætt við séra Pálma eftir fráfall þitt sé ég enn betur hversu einstakur maður þú varst. Það eru margar minningar sem hægt er að rifja upp. Ferðir okkar til útlanda síðustu ár og samtöl sem við áttum síðustu mánuði eru stundir sem gleymast aldrei. Stuðn- ingur þinn og áhugi á því sem mig langaði til að gera varð til þess að stundirnar og sigrarnir urðu enn mikilvægari þegar að þeim kom. Þó að þú hafir á köflum verið sér- vitur, lítið fyrir breytingar og jafn- vel þver þá hef ég séð í seinni tíð að þetta eru kostir sem ég met mikils að hafa fengið frá þér og kem til með að hugsa til þín með bros á vör þegar eiginleikar þessir eru bornir upp á mig, jafnvel sem gallar. Ó pabbi minn kæri við kveðjumst um sinn. Tárin mín hníga hljóð niður kinn. Allt sem þú gafst mér, það þakka ég vil. Skilja nú leiðir um ómarkað bil. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Ég geymi þig í hjarta mínu og reyni að vera sterkur. Valdimar Ragnar Valdimarsson. 21. ágúst kvaddi ég elsku pabba minn. Ég kvaddi hann á þann hátt sem ég vildi. Dagarnir frá því hann veiktist og frá því hann fór hafa verið mér erfiðir og sorglegir, en sá tími sem ég átti með honum, á okk- ar erfiðustu tímum, var jafnframt gleðilegur. Pabbi minn var minn besti vinur. Ég kynntist honum best þegar ég vann með honum. Ég leit upp til hans og hann kenndi mér að vinna mína vinnu vel. Í vinnunni var hann kallaður maður- inn með stáltaugarnar, sem átti vel við. Við unnum saman á mjög óvenjulegum vettvangi og það kenndi mér að sjá lífið í öðru ljósi. Dauðinn var eitthvað sem var, sama hversu sorglega hann bar að. En í dag þegar ég stend í þeim sporum að kveðja elsku besta pabba minn þá finnst mér það ekki. Pabbi minn var einstaklega fallegur maður, hann elskaði mömmu mína og dáð- ist að krafti hennar og dugnaði þeg- ar hann veiktist, eins og hann sagði oft við mig; „ég veit ekki hvar ég væri ef mamma þín væri ekki til staðar“. Það er svo margt sem mig langar að segja um hann pabba minn, en hann var blíður, góður, fallegur, skemmtilegur, fyndinn og það sem allir vita sem hann þekktu þá var hann tuðari og hann fór sínar ákveðnu leiðir. Og er það sérviskan hans og taktarnir sem ég á eftir að halda í og minnast. Ég kveð pabba minn með þeim orðum sem ég sagði alltaf við hann og hann vissi: Ég elska þig mest, þú ert besti pabbi í heiminum og svo smellti ég kossi á ennið hans. Blessuð sé minning þín elsku pabbi, hvíl í friði. Þín dóttir Margrét. Valdimar Einarsson Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát okkar kæra sonar, bróður, mágs og frænda, GARÐARS JÓNASSONAR, Álfheimum 72, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Auði Axelsdóttur og samstarfsfólki hennar hjá Hugarafli fyrir umhyggju þeirra og vináttu. Uppbygging og starf Hugarafls var Garðari ómetanlegur styrkur og hvatning. Hafdís Ásmundsdóttir, Guðrún Jónasdóttir, Sigurbergur Kárason, Snorri, Ásdís, Dagur og Hildur. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar míns ástkæra eiginmanns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, MAGNÚSAR AÐALSTEINSSONAR, Sólvallagötu 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 13E, Landspítala við Hringbraut og líknardeildar Landspítala, Landakoti. Beatrice Aðalsteinsson, Einar Magnússon, Þorbjörg Grímsdóttir, Guðrún Ása Magnúsdóttir, Kristinn Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra dóttir, systir, mágkona og frænka, KRISTÍN SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, Æsufelli 6, Reykjavík, sem lést 19. september, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 30. september kl. 15.00. Hanne Hintze, Halldór Sigurðsson, Elísabet G. Halldórsdóttir, Ólafur Flosason, Erling Hintze Halldórsson, Anna Ólafsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Fannar, Egill, Gunnlaugur, Flosi og Harpa Líf. ✝ Hjartans þakklæti sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, ömmu, langömmu og langalangömmu, JÓHÖNNU FRIÐRIKSDÓTTUR frá Látrum í Aðalvík, er lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar mánu- daginn 1. september. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og læknum öldrunardeildar Fjórðungssjúkrahúss Ísafjarðar fyrir hlýju og góða umönnun. Högni Sturluson, Mikkalína Pálmadóttir, Halldór G. Þórðarson, Matthías Pálmason, Súsanna Sigurðardóttir, Guðmundur Pálmason, Ingibjörg S. Torfadóttir, Jóna Sigurlína Pálmadóttir, Elísabet María Pálmadóttir, Rúnar Guðmundsson, Sigurveig Pálmadóttir, Ingibjörg Ottósdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn og aðstandendur. ✝ Innilegt þakklæti til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hluttekningu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, STEFANÍU MARGRÉTAR FRIÐRIKSDÓTTUR, Flókagötu 64, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 11. september. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða fyrir góða umönnun og ljúft viðmót. Í Guðsfriði, Bergur Thorberg, Rúnar Bergsson, Dröfn Árnadóttir, Bergur Rúnarsson, Björn Rúnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.