Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 16
Maður verður að finna hvað er gott fyrir mann sjálf- an. Á meðan það er hollt og næringarríkt og maður borðar reglulega ætti maður að vera í ágætis mál- um.“ Hvaða ráð gefurðu krökkum sem eru að byrja að æfa? „Ég held að gamla klisjan, að vera duglegur að æfa og leggja hart að sér, eigi hér við. Mikilvægt er að mæta á æfingar, leggja sig fram og njóta þess að vera í íþróttinni.“ Uppáhalds veislumatur? „Mér finnst nautakjötið hjá mömmu yfirburðabest.“ Uppáhaldsíþrótt fyrir utan fótbolta? „Ég er alæta á íþróttir og hef mjög gaman af hand- bolta og stundaði hann lengi vel. Fylgist mikið með handboltanum bæði á Íslandi og á erlendri grundu. Svo er körfuboltinn að koma sterkur inn á seinni árum. Ég hef gaman af því að fylgjast með afreks- mönnum í íþróttum, sama í hvaða fagi það er.“ Uppáhaldsfag í grunnskóla? „Ætli það hafi ekki bara verið myndmennt. Maður var svolítið frjáls í þessum tímum, þó að ég kunni ekki mikið að teikna voru þetta skemmtilegir tímar.“ Hvernig finnst þér best að slaka á? „Þeir tímar koma ekkert rosalega oft. Mér finnst frá- bært að vera í góðra vina hópi, hvort sem það sem er í útlöndum eða á Íslandi. Það er alltaf gott að slaka á á sólarströnd en hérna heima er það letilífið í sóf- anum sem stendur fyrir sínu.“ Hvað gerirðu þegar þú vilt hafa það skemmtilegt? „Ég get ekki sagt að ég sé mikill djammari en mér finnst gott að vera með góðum vinum og fjölskyldu og gera eitthvað skemmtilegt með þeim.“ Hver er eftirminnilegasti leikurinn? „Það er bikarúrslitaleikurinn gegn Breiða- bliki árið 2006 þar sem við jöfnuðum leik- inn tvisvar og unnum í vítaspyrnukeppni og unnum þar með tvöfalt, bæði Íslands- og bikarkeppnina.“ Er alltaf jafn gaman að skora mark? „Já, það er alltaf jafn frábært að skora!“ Er eitthvað sérstakt sem þú gerir eftir tapleik? „Ég held að maður sé bara nið- ursokkinn í að vorkenna sjálfum sér! Nei, nei, maður verður að læra að tapa. Það er erfitt að tapa en maður verður að læra að taka því og koma sterkari til baka.“ Hversu mikilvæg er andlega hliðin? „Það er mikilvægt að vera metn- aðargjarn og hafa mikið sjálfs- traust. Það er mjög mikilvægt að hafa andlegu hliðina í lagi.“ Hvað er næst á dagskrá hjá þér? „Það er Evrópukeppnin með Val í október. Við ætlum okkur að fara eins langt og við getum í þeirri keppni. Ég hef ekkert hugsað um plönin eftir það en klárlega stefni ég að því að fara út eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég vonast eftir því að spila á erlendri grundu næsta sumar. Ég held að Svíþjóð og Bandaríkin séu draumastaðir eins og er.“ ingarun@mbl.is Á svörum Margrétar Láru er hægt að greina að hún er afreksmaður fram í fingurgóma. Þau einkennast af heið- arleika, ákveðni og einbeittum vilja til að ná enn lengra. Morgunblaðið náði tali af henni skömmu áður en hún fór í loftið með íslenska kvenna- landsliðinu í knattspyrnu til Frakklands þar sem liðið mætti heimamönnum í mikilvægum leik í undankeppni EM. Hvernig kemst maður í fremstu röð? „Margir þættir stjórna því, bæði umhverfið og hvaða persónuleika maður er gæddur. Stærsti hlutinn í því að ná árangri er að hafa gott hugarfar, leggja mikið á sig og hafa mikinn metnað í að ná langt. Svo er það líkamlegi þátturinn, bæði gen og hvernig þú nýtir hæfileikana þína.“ Af hverju hefur landsliðið náð svona langt? „Gríðarlega mikil vinna liggur þar að baki. Við erum margar hverjar búnar að spila lengi saman og leik- mennirnir koma úr fáum liðum, mest úr Val og KR, þannig að við þekkjumst mjög vel. Samheldnin er mikil og samhugur í hópnum. Við settum okkur mark- mið fyrir tveimur árum og erum ennþá að leitast við að ná þeim og erum í góðri stöðu til að gera það. Það er mikil vinna á bak við svona sterka liðsheild og góð- an hóp. Sigurður Ragnar er að gera frábæra hluti sem þjálfari, leggur línurnar vel og leikmenn vita sín hlutverk.“ Hvaða máli finnst þér það skipta fyrir ungar knattspyrnukonur að hafa fyrirmyndirnar í kvennalandsliðinu? „Það skiptir öllu máli að eiga svona góðar fyr- irmyndir og það að Ísland eigi svona góðar knatt- spyrnukonur er stórkostlegt. Kvennafótboltinn er á mikilli uppleið og mikið og gott fólk er að baki kvennaknattspyrnunni á Íslandi. Það hlýtur að vera draumur hverrar knattspyrnustúlku að geta spilað á nærri fullum heimavelli en við höfum verið að spila fyrir 6-7.000 manns á Laugardalsvelli. Þetta er mikil hvatning enda er mikil fjölgun í kvennaboltanum.“ Af hverju er þessi uppsveifla nú? „Leikmenn eru farnir að ná langt bæði hér heima og erlendis. Stelpur í dag sjá fyrir sér að fótbolti getur verið meira en áhugamál, þær geta orðið atvinnumenn rétt eins og strákarnir. Það er frami í íþróttinni fyrir þær.“ Þú ert mikil fyrirmynd í íþróttinni. Kemur það fyrir að stelpur og strákar komi að máli við þig úti á götu? „Það kemur fyrir. Ég geri mér grein fyrir því að ég er mikil fyrirmynd bæði fyrir stelpur og stráka á Íslandi. Mér þykir mjög vænt um það og mikil vinna liggur þar að baki. Maður gætir þess að haga sér vel og vera til fyrirmyndar þar sem maður kemur fram. Þetta er eitt af því sem er skemmtilegt við fótboltann, mér finnst gaman að því að vera fyrirmynd og hjálpa öðrum að ná árangri.“ Er einhver ákveðinn matur sem þú borðar fyrir og eftir æfingar? „Það er mikilvægt að borða holl- an og góðan mat, og líka fjöl- breyttan mat, ekki vera alltaf að borða það sama. Ég ætla ekki að segja öðrum hvað það á að vera. Í HNOTSKURN » Mynddiskurinn heitir Trixin í takkaskónum en MargrétLára, íþróttamaður ársins, kennir fótboltastelpum og -strákum ýmis ráð til að ná lengra, í samvinnu við þjálfara sinn hjá Val, El- ísabetu Gunnarsdóttur. Guðjón Baldvinsson, markahrókur úr KR, og ungt og efnilegt knattspyrnufólk tekur einnig þátt. » KSÍ gaf út vinsæla spólu í sama dúr árið 1986 en Margrét Lárasegir tíma kominn á nýja spólu með nýjum andlitum. » Í myndbandinu er tekin fyrir móttaka, sendingar, skot og fleiraskemmtilegt. 16 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Dive Deeper 08 Tækninámsstefna í Smárabíó 9-10 október Microsoft sérfræðingar, ekki missa af þessu! Nánari upplýsingar og skráning í síma 544 4500 og www.ntv.is/divedeeper Margrét Lára Viðarsdóttir er einhver helsta fótboltahetja landsins og sýnir snilli sína í væntanlegu kennslumyndbandi í knattspyrnu. Inga Rún Sigurðardóttir rabbaði við hana um hvað þarf til að komast í fremstu röð. Gaman að hjálpa öðrum og vera fyrirmynd M or gu nb la ði ð/ G ol li STELPUR Í DAG SJÁ FYRIR SÉR AÐ FÓTBOLTI GETUR VERIÐ MEIRA EN ÁHUGA- MÁL, ÞÆR GETA ORÐIÐ ATVINNUMENN RÉTT EINS OG STRÁKARNIR.‘‘ Á vef Grunnskóla Vestmannaeyja eru upplýsingar sem Margrét Lára setti inn þegar hún stundaði þar nám. Hún lýsti þar unglingnum sjálfri sér: Áhugamál: Fótbolti, hand- bolti og hestar. Uppáhalds lið: ÍBV og Manchester United. Uppáhalds leikmenn: David Beckham og Gabriel Omar Batestuda. Uppáhalds fög: Stærð- fræði og íþróttir. Leiðinlegasta fag: Staf- setning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.