Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 15
leika til að ná til kjósenda. En fljótt skipast veður í lofti. Hinn 18. desember sama ár lentu eiginkona hans og börn í alvarlegu bílslysi sem dró hana og nokkurra mánaða dóttur þeirra til dauða. Þótt sonunum tveimur væri vart hugað líf náðu þeir að lokum full- um bata. Biden íhugaði að afsala sér sæti sínu í öldungadeildinni til að geta annast drengina, en lét undan for- tölum og sór embættiseið sinn við sjúkrabeð þeirra 3. janúar 1973, aðeins þrítugur að aldri. Frá þeim degi hefur Biden tekið lestina frá heimili sínu í Wilm- ington til vinnu sinnar í Wash- ington og til baka og gerir enn. Hann hefur enn þann háttinn á þótt ferðirnar taki samtals einn og hálfan tíma. Þeim tíma finnst hon- um vel varið til að kynnast fólki í kjördæmi sínu. Í þinginu gaf Biden þau fyr- irmæli að ef synir hans hringdu ætti undir öllum kringumstæðum að gera honum viðvart. Hann heiðrar ennþá minningu konu sinnar og dóttur á dánardægri þeirra 18. desember og mætir ekki til vinnu. Mismunandi lexíur Eins og alsiða er í Bandaríkj- unum gekk maður undir manns hönd að reyna að para einhleypt fólk saman. Biden kynntist Jill Tracy Jacobs, kennara frá Penn- sylvaníu, á „blindu stefnumóti“, sem bróðir hans hafði komið á. Þau giftust 1977 og eignuðust dóttur 1981. Í viðtali við The Times sagði Biden einhverju sinni að hann hefði lært mismundandi lexíur af þremur mestu harmleikjum lífs síns; dauða eiginkonu og dóttur, eigin veikindum 1988, og póli- tísku axarskafti, sem engum varð svo sem meint af nema honum sjálfum. Honum er enn nuddað upp úr klúðrinu og um leið er jafnan rifjaður upp meintur rit- stuldur í lagadeildinni forðum. Biden varð það nefnilega á 1987, þegar hann sóttist eftir tilnefn- ingu til forsetaembættisins, að halda ræðu sem að hluta var eins og ræða sem Neil Kinnock, þá leiðtogi breska Verkamanna- flokksins, hafði haldið: „Hvers vegna er ég sá fyrsti af Kinnock-ættinni í þúsund kyn- slóðir, sem get farið í háskóla? [Kinnock benti á konu sína í áheyrendahópnum] Hvers vegna er það að kona mín sem situr meðal áheyrenda er sú fyrsta í sinni fjölskyldu til að fara í fram- haldsskóla? Var það vegna þess að allir forfeður okkar voru heimskir?“ sagði Kinnock meðal annars. Biden sneri orðunum upp á sig og sitt fólk og sýndi sömu leikrænu tilþrifin þegar hann benti á eiginkonu sína. Pínlegt þegar upp komst um kauða. Merkileg mál En eins og Biden sagði í ræðu sinni 28. ágúst þegar hann var formlega tilnefndur varafor- setaefni á flokksþinginu í Denver, Colorado: „Mistök upp að ein- hverju marki eru óhjákvæmileg í lífi fólks, en það er ófyrirgef- anlegt að gefast upp.“ Það gerði hann ekki heldur þegar hann veiktist lífshættulega í ársbyrjun 1988 og var lagður á sjúkrahús þar sem hann þurfti í tvígang að gangast undir skurð- aðgerð vegna heilablæðingar. Eftir sjö mánaða veikindaleyfi mætti hann aftur til starfa í öld- ungadeildinni, endurnærður að því er virtist. Tæpast er hægt að fjalla um Biden án þess að nefna aðkomu hans að tveimur sögufrægustu yfirheyrslum bandarísku dóms- málanefndarinnar yfir tilnefndum hæstaréttardómurum. Annars vegar 1987, skömmu fyrir veik- indin, þegar hann stjórnaði yf- irheyrslum yfir Robert Bork, íhaldskurfi miklum að mati Edw- ards Kennedys og fleiri frjáls- lyndra demókrata, sem for- dæmdu Bork harðlega. Honum var hafnað en Biden hampað fyr- ir að komast lipurlega frá verk- efninu. Hins vegar 1991 þegar Cla- rence Thomas var tilnefndur í embættið, en hann var ásakaður fyrir að hafa áreitt fyrrverandi samstarfskonu sína, Anitu Hill, kynferðislega. Yfirheyrslan var í beinni útsendingu á öllum stærri sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna og þótti farsakennd. Til þess var tekið að Biden var stundum svo orðmargur að Thomas var búinn að steingleyma spurningunni þegar hann loks þagnaði. Þótt margir stæðu með Thom- as var afar umdeilt þegar Biden staðfesti tilnefningu hans í emb- ætti hæstaréttardómara, sér- staklega urðu femínistar æfir. Thomas gegnir embættinu ennþá. Sem öldungadeildarþingmaður með sæti í dómsmálanefnd og ut- anríkismálanefnd í öll þessi ár hefur Biden komið að mörgum málum og fjallað um það sem efst er á baugi. Sjálfur segist hann stoltastur af þætti sínum í lögum frá 1994 um að stöðva heimilis- og kyn- ferðisofbeldi gegn konum og börnum sem jafnframt fela í sér að samfélagið hjálpi fórnarlömb- unum að koma lífi sínu á réttan kjöl. Á heimasíðu Bidens er fullyrt að frá því lögin tóku gildi hafi of- beldi af þessu tagi minnkað veru- lega og réttlætinu hafi verið full- nægt í dómsölum í málum milljóna kvenna. Biden hefur lagt fram hug- myndir sínar um bætta heilbrigð- isþjónustu, þar sem fleiri nytu sjúkratrygginga og betra aðgeng- is. Sem formaður alþjóðlegrar nefndar um að stemma stigu við eiturlyfjavandanum samdi hann lög, sem byggjast á fjölþættum að- gerðum, eftirliti og samræmdri stefnu gegn þessum margmilljarða dollara bransa, helsta hvata glæpa og sundrungar fjölskyldna og sam- félags, eins og Biden segir. Hrói höttur og föðurlandsástin Efnahagskrísa heimsins hefur sett strik í reikninginn í kosninga- baráttunni, kjósendur krefjast af- dráttarlausari svara en ella og bæði settin, Obama og Biden, og McCain og Palin, hafa þurft að leggjast undir feld til að íhuga stöðuna. Í viðtali í Good Morning Am- erica á ABC-sjónvarpsstöðinni gagnrýndi Biden harðlega stefnu- leysi McCains og upplýsti að þeir Obama væru sammála um að legga bæri aukna skatta á þá efna- meiri. „Við viljum taka peninga og láta þá aftur í vasa millistétt- arinnar,“ sagði Biden eins og sannur Hrói höttur. Um eigendur vasanna, sem í væri seilst, sagði hann: „Það er kominn tími til að sýna föð- urlandsást … tími til að skerast í leikinn, tími til að vera partur af samningnum, tími til að leggja sitt á vogarskálarnar til að koma Bandaríkjunum upp úr hjólför- unum.“ Blaðamaður The Wall Street Jo- urnal, sem ekki er sérlega upp- veðraður yfir tillögum Bidens, benti á að í skattskýrslu Biden- hjónanna komi fram að á tíu ára tímabili hafi aðeins 0,2% tekna þeirra farið til góðgerðarmála þeg- ar meðaltalið væri 2% af tekjum meðaljónsins og -gunnunnar. Eins og að líkum lætur eru Obama og Biden sammála í flest- um mikilvægum málum – ef ekki þá þurfa þeir væntanlega að stilla saman strengi sína. Orð verða þó ekki aftur tekin eins og t.d. um Íraksstríðið en um það hefur ekki verið fullkominn samhljómur þeirra á milli. Obama var afdrátt- arlaust á móti innrásinni í Írak en Biden studdi hana þótt hann var- aði strax við gríðarlegum kostnaði. Hann er talsmaður þriðju leið- arinnar svokölluðu sem gengur út á að landinu verði skipt í lauslega tengd ríki Kúrda, sjíta og súnníta. Báðir vilja herinn heim. Beau, eldri sonur hans, dóms- málaráðherra Delaware og höfuðs- maður í þjóðvarðliðinu, verður senn sendur með liði sínu til Íraks. Biden viðurkenndi að vita- skuld vildi hann ekki að hann færi, „en ég vil ekki að barnabörnin mín fari þangað eftir fimmtán ár. Hvernig við skiljum við skiptir miklu máli,“ bætti hann við. Þar hitti maður margra orða naglann á höfuðið. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 15 1. Hillary Clin- ton er hæf eða hæfari en ég til að vera varafor- seti Banda- ríkjanna. Í sannleika sagt hefði hún verið betri kostur en ég. J.B. í Nashua, New Hamshire. 2. Chuck, stattu upp, leyfðu fólkinu að sjá þig. J.B. við lamaðan opinberan starfsmann í áhorfendahópnum í Columbia, áður en hann sá sér til skelfingar að maðurinn var í hjólastól. 3. John McCain er persónu- legur vinur minn, frá- bær vinur, og mér væri heiður að fara fram með honum eða á móti, af því ég held að þjóðinni væri bet- ur borgið – væri best borgið hver svo sem . . . J.B. 2. ágúst 2005 í Daily Show, þegar þáttastjórnandinn, Jon Stewart, spurði: Þú endar kannski með því að fara fram gegn félaga í öldungadeildinni, kannski McCain, kannski Frist? 4. Barack Obama er fyrsti venju- legi afrísk- ameríski frambjóð- andinn, sem er vel máli farinn, vel gefinn, hreinn og huggulegur strákur. Úr yfirlýsingu J.B. þegar Obama sóttist eftir tilnefningu til forsetaembættisins. 5. „Það er ekki hægt að fara í Seven-Eleven eða Dunkin’D- onuts án þess að hafa smá indverskan framburð. Ég er ekki að grínast.“ Lýsing J.B. á fjölmenningarsamfélaginu í heimaríki sínu, Delaware. 5 mismæli »Hugmyndafræðin deyr þeg-ar raunveruleikinn kemur. Greining Jean-Claudes Junckers , for- sætisráðherra Lúxemborgar, á afleið- ingum fjármálakreppunnar. » Segja má að það sé orðinnáhættuþáttur fyrir þjóð- arbúið hversu stórt bankakerfið er og það væri mjög erfitt fyrir íslenska ríkið að hlaupa undir bagga ef illa færi. Friðrik Már Baldursson , prófessor við Háskólann í Reykjavík, á ráðstefnu um þá möguleika sem Ísland stendur frammi fyrir í gjaldeyrismálum. » Efnishyggja er ákveðið gild-ismat, eða hugsanaferli, sem getur valdið minni hamingju hjá fólki. Það er því bein fylgni á milli efnishyggju og óhamingju. Ragna Benedikta Garðarsdóttir fé- lagssálfræðingur í doktorsritgerð sinni. » Stefnan er sett á heims-yfirráð íslensku kindarinnar. Hlédís Sveinsdóttir , stofnandi fyrirtæk- isins Eigið fé ehf., rekur vefsíðuna kind- ur.is þar sem öllum gefst kostur á að eign- ast sína eigin kind og gefa henni nafn. » Þessi búgarður er alvegstórkostlegur og maður missir nánast andlitið þegar maður sér hann. Ólafur Ólafsson , einn eigenda Eglu, ann- ars stærsta hluthafa Kaupþings, um rækt- unar- og uppeldisstöð fyrir arabíska veð- hlaupahesta í Katar, sem er í eigu vinar hans sjeiks Mohammed Bin Khalifa Al- Thani, sem keypti 5,01% hlut í Kaupþingi. » Það mun ekki gerast nemaað markaðir versni verulega frá því sem var um mitt ár. Þorgeir Eyjólfsson , framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, þegar hann var spurður hvort til réttindaskerðingar myndi koma um næstu áramót. » Stormur variraldrei að eilífu. Ein- hvern tímann lægir. Guðjón Arnar Kristjánsson , formaður Frjálslynda flokksins, um innbyrðis deil- ur flokksins. » Ég er orðinn vel stálpaður. Steindór Jónsson , átti 100 ára afmæli í vikunni. » Ég er í förðun í fjóra tilfimm tíma á dag og verð mjög ógeðsleg. Halla Vilhjálmsdóttir leikkona leikur drauginn og „vonda kallinn“, eins og hún segir, í Ghost Machine, sem tekin er upp í Belfast á Norður-Írlandi. » Sjósund er líklega eina leik-fimin sem húðin fær. Siv Friðleifsdóttir alþingismaður stundar sjósund reglulega í Nauthólsvíkinni. » Sumir eru svo bíræfnir að þáskiptir engu þótt væli í örygg- ishliðum, þeir hlaupa bara út í bíl sem bíður fyrir utan og svo er ekið á fleygiferð í burtu. Sigurbjörn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Lyfju, um stuld úr lyfjabúð- um fyrirtækisins. » Mér leið innra með mér einsog ég væri gárótt vatn og allt í einu varð það spegilslétt. Herbert Guðmundsson var fyrir andlegri reynslu á bænafundi. Ummæli vikunnar » Ég er hér til að benda á hvernigástandið er og segja að það sé þörf á friði á svæðinu og sam- komulagi tveggja ríkja,“ Bítillinn Paul McCartney ferðaðist um Vesturbakkann í Ísrael, en hann var þang- að kominn til að leika á tónleikum í Tel Aviv. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Samtök iðnaðarins - www.si.is Ísland – ESB – Evra Starfsgreinasamband Íslands og Samtök iðnaðarins bjóða til ráðstefnu um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku evru 2. október kl. 13.30-16.00 Sal H, Hilton Reykjavík Nordica Dagskrá: Ávarp Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands Áhrif aðildar Finnlands að ESB og EMU á finnskan iðnað Daníel Vartikari, Industri anställda i Norden Umræður og fyrirspurnir Kaffihlé Hvað breytist raunverulega við aðild að Evrópusambandinu? Aðalsteinn Leifsson, lektor og forstöðumaður MBA í Háskólanum í Reykjavík Áhrif upptöku evru á íslenskan vinnumarkað Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ Umræður og fyrirspurnir Fundarstjóri er Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI Fundurinn er öllum opinn og ókeypis, skráning fer fram á netfangið mottaka@.si.is.        grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is , ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.