Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Síðari áfangi rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma skal liggja fyrir á næsta ári. Fyrri áfangi var unninn á árunum 1999-2003. Í dag og næstu daga verður gerð grein fyrir þeim virkjunarkostum sem hafa komið og gætu komið til skoðunar í rammaáætlun, auk annarra virkjana þegar við á. Frásögnin verður ekki tæmandi. Enn er verið að bæta við listann, sem nær nú yfir um sextíu virkjunarkosti þegar allt er tal- ið, svo sem friðlönd og stækkun á eldri virkjunum. Rammaáætlun byggir ekki á lögum, heldur á að byggja stefnu Alþingis á henni. Enn er óákveðið hvernig það verður gert, svo enginn veit hvernig niðurstaðan af tíu ára vinnu verður notuð. Hefur hún einhver áhrif á framtíðina, á forgangsröðun fram- kvæmda og nýtingu auðlindanna? Eða er mögulegt að niðurstaðan verði hunsuð? Áð- ur en lengra er haldið er rétt að virða fyrir sér orkuauðlindina sjálfa; íslenska náttúru. Hvar á að virkja? Beggja vegna friðlands Í DAG Fyrir nokkrum vikum höfðu fæstir heyrt um Bjallavirkjun. Áætlanir um hana hafa þó verið til í hartnær 30 ár. Friðlandið að fjallabaki er eitthvert dáðasta útivistarsvæði landsins. Innan þess er nýtanlegur háhiti, en áhrifasvæði Bjallavirkjunar yrði á mörkum þess. Við suðurmörk friðlandsins eru líka til hugmyndir um uppistöðulón í efstu drögum Markarfljóts. Á meðan náttúru- verndarsamtök segja ómögulegt að virkja í anddyri friðlandsins segja aðrir anddyrið einmitt staðsett þannig, að þar megi virkja. Hvar lenda þessi svæði í forgangsröðun rammaáætlunar? 4 3 8 2 1 7 6 5 1 28. sept. Á milli jökla SUNNUDAGUR Í Vonarskarði, milli Vatnajökuls og Tungnafells- jökuls, er háhitasvæði. Svo er einnig í Hágöngum, þar sem þegar er komið miðlunarlón. Neðan þess er möguleiki á virkjun í Köldukvísl. Við rætur Hofs- jökuls er friðlandið í Þjórsárver- um, þar sem hin umdeilda Norðlingaölduveita var ráðgerð. Í Kerlingarfjöllum og á Hvera- völlum eru háhitasvæði, sem sérstakur áhugi er á að vernda. Á vatnasviði Hvítár í Árnessýslu eru tveir möguleikar, við Gýgjarfoss og Bláfell. Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur virkjun við Hagavatn til skoðunar, svo eitthvað sé nefnt. 8 5. okt. Reykjanesskaginn MIÐVIKUDAGUR Reykjanesgosbeltið býður upp á marga möguleika, allt frá Reykjanesvirkjun, Eldvörpum og Svartsengi yfir að Sandfelli og Krýsuvíkursvæði. Nokkru austar eru Brennisteinsfjöll, sérstak- lega vernduð í stjórnarsáttmála. Hitaveita Suðurnesja rannsakar ósnert svæði en hefur lent í töfum vegna skipulagsmála við Krýsuvík. Þar á Hafnarfjarðarbær jarðhita- réttindi og gerir kröfu um ská- boranir á viðkvæmum svæðum. Þær boranir sem hafa farið fram, t.d. í Trölladyngju, hafa mis- heppnast. Enn er óvíst hvort orku til síðari áfanga álvers Norðuráls í Helguvík verður aflað á heima- slóð. 4 1. okt. Norðurland/Vestfirðir FIMMTUDAGUR Nokkrar vatnsaflsvirkjanir eru ráðgerðar á Vestfjörðum og Norðurlandi. Vesturverk ehf. vill virkja Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum. Orkubú Vestfjarða hefur til skoðunar „þakrennu- virkjun“ á Glámuheiði og vill veita þaðan vatni að stöðvarhúsi í Hest- firði. Frekari virkjanir væri hægt að gera í Blönduveitu. Héraðs- vötn ehf. hafa Jökulsár Skaga- fjarðar til skoðunar og hugmyndir eru um virkjun Skjálfandafljóts við Hrafnabjörg og Fljótshnúk. Vatn yrði þá tekið af Aldeyjarfossi og flæðið í Goðafossi beislað. Margir vilja friða Skjálfandafljót í stað þess að virkja. 5 2. okt. Þjórsá og Tungnaá MÁNUDAGUR Nærtækasta verkefni Landsvirkjunar er að reisa fjórar rennslisvirkjanir. Byrjað verður á þeirri efstu, Búðarhálsvirkjun, og röðin svo tekin niður að Urriðafossi. Samninga- viðræður standa yfir á milli Landsvirkjunar og landeigenda, en hægast gengur að loka samningum við Urriðafossvirkjun. Raforkan verður þó mikil og engin ný miðlunarlón þarf á hálendinu til að framleiða hana. 2 29. sept. Hengilssvæðið ÞRIÐJUDAGUR Orkuveita Reykjavíkur og Sunn- lensk orka athafna sig á Hengilssvæðinu. Hellisheiðarvirkjun verður innan nokkurra ára langstærsta jarðvarmavirkjun landsins, með athafnasvæði frá Þrengslum inn í Hengladali. Stækka á Nesjavallavirkjun. Stefnt er að virkjun í Hverahlíð 2010 en óvíst hvernig fer um Bitru- virkjun á endanum. Háhitinn er allt um kring, svo sem í Grændal og næsta nágrenni Hveragerðis. 3 30. sept. Skaftárhreppur LAUGARDAGUR Margvíslegar hugmyndir eru til um nýtingu Skaftár. Að veita henni til Tungnaár eða að virkja hana niðri í Skaftártungu. Hin fyrrnefnda hugmynd felur í sér að Langisjór yrði miðlunarlón eða efstu kvíslum árinnar yrði veitt beint í Tungnaá með göngum upp við jökulrætur. Þetta eru þó ólíklegar framkvæmdir. Hægt er að virkja Hólmsá við Snæbýli. Sömu- leiðis Hverfisfljót og Djúpá í Fljótshverfi. 7 4. okt. Háhiti Norðausturlands FÖSTUDAGUR Háhita er víða að finna á Norðaustur- landi. Á Þeistareykjum undirbýr samnefnt fyrirtæki virkjun vegna álvers, en fleiri svæði eru skoðuð af sömu ástæðu. Rannsóknarhola í Gjástykki var sett í sérstakt umhverfismat í sumar. Þá á að stækka Kröfluvirkjun og reisa nýja í Bjarnarflagi. Sunnar er háhiti í Fremrinámum og Hrúthálsum, Öskju og Kverkfjöllum. Litlu austar rennur Jökulsá, friðuð að mestu. 6 3. okt. Hluti vinnunnar við síðari áfanga rammaáætlunar er að endurskoða vinnu þess fyrri. Hér verður vísað til einkunna- gjafar í skýrslunni frá 2003, óháð því á hvaða gögnum einkunnirnar byggðust á sínum tíma. Gögnin voru misnákvæm og skyldu lesendur hafa þann fyrirvara á. Einnig verður vísað í sérstaka vernd svæða í stjórnarsáttmálanum. Þar er upptalning á svæðum sem eru undan- skilin nýtingu og jarðraski þar til fram- tíðarflokkun hefur farið fram í samræmi við staðfestar niðurstöður endurskoð- aðrar rammaáætlunar. Smávirkjanir undir 20 MW standa al- mennt utan umfjöllunarinnar, en Orku- stofnun vinnur að afrennsliskorti fyrir landið, sem mun sýna möguleika til smá- virkjanagerðar. Við lesturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.