Morgunblaðið - 28.09.2008, Side 26

Morgunblaðið - 28.09.2008, Side 26
26 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Síðari áfangi rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma skal liggja fyrir á næsta ári. Fyrri áfangi var unninn á árunum 1999-2003. Í dag og næstu daga verður gerð grein fyrir þeim virkjunarkostum sem hafa komið og gætu komið til skoðunar í rammaáætlun, auk annarra virkjana þegar við á. Frásögnin verður ekki tæmandi. Enn er verið að bæta við listann, sem nær nú yfir um sextíu virkjunarkosti þegar allt er tal- ið, svo sem friðlönd og stækkun á eldri virkjunum. Rammaáætlun byggir ekki á lögum, heldur á að byggja stefnu Alþingis á henni. Enn er óákveðið hvernig það verður gert, svo enginn veit hvernig niðurstaðan af tíu ára vinnu verður notuð. Hefur hún einhver áhrif á framtíðina, á forgangsröðun fram- kvæmda og nýtingu auðlindanna? Eða er mögulegt að niðurstaðan verði hunsuð? Áð- ur en lengra er haldið er rétt að virða fyrir sér orkuauðlindina sjálfa; íslenska náttúru. Hvar á að virkja? Beggja vegna friðlands Í DAG Fyrir nokkrum vikum höfðu fæstir heyrt um Bjallavirkjun. Áætlanir um hana hafa þó verið til í hartnær 30 ár. Friðlandið að fjallabaki er eitthvert dáðasta útivistarsvæði landsins. Innan þess er nýtanlegur háhiti, en áhrifasvæði Bjallavirkjunar yrði á mörkum þess. Við suðurmörk friðlandsins eru líka til hugmyndir um uppistöðulón í efstu drögum Markarfljóts. Á meðan náttúru- verndarsamtök segja ómögulegt að virkja í anddyri friðlandsins segja aðrir anddyrið einmitt staðsett þannig, að þar megi virkja. Hvar lenda þessi svæði í forgangsröðun rammaáætlunar? 4 3 8 2 1 7 6 5 1 28. sept. Á milli jökla SUNNUDAGUR Í Vonarskarði, milli Vatnajökuls og Tungnafells- jökuls, er háhitasvæði. Svo er einnig í Hágöngum, þar sem þegar er komið miðlunarlón. Neðan þess er möguleiki á virkjun í Köldukvísl. Við rætur Hofs- jökuls er friðlandið í Þjórsárver- um, þar sem hin umdeilda Norðlingaölduveita var ráðgerð. Í Kerlingarfjöllum og á Hvera- völlum eru háhitasvæði, sem sérstakur áhugi er á að vernda. Á vatnasviði Hvítár í Árnessýslu eru tveir möguleikar, við Gýgjarfoss og Bláfell. Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur virkjun við Hagavatn til skoðunar, svo eitthvað sé nefnt. 8 5. okt. Reykjanesskaginn MIÐVIKUDAGUR Reykjanesgosbeltið býður upp á marga möguleika, allt frá Reykjanesvirkjun, Eldvörpum og Svartsengi yfir að Sandfelli og Krýsuvíkursvæði. Nokkru austar eru Brennisteinsfjöll, sérstak- lega vernduð í stjórnarsáttmála. Hitaveita Suðurnesja rannsakar ósnert svæði en hefur lent í töfum vegna skipulagsmála við Krýsuvík. Þar á Hafnarfjarðarbær jarðhita- réttindi og gerir kröfu um ská- boranir á viðkvæmum svæðum. Þær boranir sem hafa farið fram, t.d. í Trölladyngju, hafa mis- heppnast. Enn er óvíst hvort orku til síðari áfanga álvers Norðuráls í Helguvík verður aflað á heima- slóð. 4 1. okt. Norðurland/Vestfirðir FIMMTUDAGUR Nokkrar vatnsaflsvirkjanir eru ráðgerðar á Vestfjörðum og Norðurlandi. Vesturverk ehf. vill virkja Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum. Orkubú Vestfjarða hefur til skoðunar „þakrennu- virkjun“ á Glámuheiði og vill veita þaðan vatni að stöðvarhúsi í Hest- firði. Frekari virkjanir væri hægt að gera í Blönduveitu. Héraðs- vötn ehf. hafa Jökulsár Skaga- fjarðar til skoðunar og hugmyndir eru um virkjun Skjálfandafljóts við Hrafnabjörg og Fljótshnúk. Vatn yrði þá tekið af Aldeyjarfossi og flæðið í Goðafossi beislað. Margir vilja friða Skjálfandafljót í stað þess að virkja. 5 2. okt. Þjórsá og Tungnaá MÁNUDAGUR Nærtækasta verkefni Landsvirkjunar er að reisa fjórar rennslisvirkjanir. Byrjað verður á þeirri efstu, Búðarhálsvirkjun, og röðin svo tekin niður að Urriðafossi. Samninga- viðræður standa yfir á milli Landsvirkjunar og landeigenda, en hægast gengur að loka samningum við Urriðafossvirkjun. Raforkan verður þó mikil og engin ný miðlunarlón þarf á hálendinu til að framleiða hana. 2 29. sept. Hengilssvæðið ÞRIÐJUDAGUR Orkuveita Reykjavíkur og Sunn- lensk orka athafna sig á Hengilssvæðinu. Hellisheiðarvirkjun verður innan nokkurra ára langstærsta jarðvarmavirkjun landsins, með athafnasvæði frá Þrengslum inn í Hengladali. Stækka á Nesjavallavirkjun. Stefnt er að virkjun í Hverahlíð 2010 en óvíst hvernig fer um Bitru- virkjun á endanum. Háhitinn er allt um kring, svo sem í Grændal og næsta nágrenni Hveragerðis. 3 30. sept. Skaftárhreppur LAUGARDAGUR Margvíslegar hugmyndir eru til um nýtingu Skaftár. Að veita henni til Tungnaár eða að virkja hana niðri í Skaftártungu. Hin fyrrnefnda hugmynd felur í sér að Langisjór yrði miðlunarlón eða efstu kvíslum árinnar yrði veitt beint í Tungnaá með göngum upp við jökulrætur. Þetta eru þó ólíklegar framkvæmdir. Hægt er að virkja Hólmsá við Snæbýli. Sömu- leiðis Hverfisfljót og Djúpá í Fljótshverfi. 7 4. okt. Háhiti Norðausturlands FÖSTUDAGUR Háhita er víða að finna á Norðaustur- landi. Á Þeistareykjum undirbýr samnefnt fyrirtæki virkjun vegna álvers, en fleiri svæði eru skoðuð af sömu ástæðu. Rannsóknarhola í Gjástykki var sett í sérstakt umhverfismat í sumar. Þá á að stækka Kröfluvirkjun og reisa nýja í Bjarnarflagi. Sunnar er háhiti í Fremrinámum og Hrúthálsum, Öskju og Kverkfjöllum. Litlu austar rennur Jökulsá, friðuð að mestu. 6 3. okt. Hluti vinnunnar við síðari áfanga rammaáætlunar er að endurskoða vinnu þess fyrri. Hér verður vísað til einkunna- gjafar í skýrslunni frá 2003, óháð því á hvaða gögnum einkunnirnar byggðust á sínum tíma. Gögnin voru misnákvæm og skyldu lesendur hafa þann fyrirvara á. Einnig verður vísað í sérstaka vernd svæða í stjórnarsáttmálanum. Þar er upptalning á svæðum sem eru undan- skilin nýtingu og jarðraski þar til fram- tíðarflokkun hefur farið fram í samræmi við staðfestar niðurstöður endurskoð- aðrar rammaáætlunar. Smávirkjanir undir 20 MW standa al- mennt utan umfjöllunarinnar, en Orku- stofnun vinnur að afrennsliskorti fyrir landið, sem mun sýna möguleika til smá- virkjanagerðar. Við lesturinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.