Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 53 • Rótgróin heildverslun með tæki og rekstrarvörur fyrir heilbrigðisgeirann. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 15 mkr. • Meðalstór prentsmiðja óskar eftir sameiningu við traust fyrirtæki með hagræðingu í huga. Ársvelta 170 mkr. EBITDA 30 mkr. • Þekkt, lítið hellulagninga- og jarðvinnufyrirtæki með 6 ára góða rekstrarsögu. Ársvelta 50 mkr. Tilvalið til sameiningar eða fyrir duglegan mann sem vill fara í eigin rekstur. • Markaðsstjóri-meðeigandi óskast að bílaumboði. • Leiðandi hestavöruverslun með mjög góða staðsetningu. Ársvelta 100 mkr. • Sérstæð verslun og þjónusta með merktar vörur. Hentugt fyrir grafíska hön- nuði og hugmyndaríkt fólk. Góð framlegð. • Rótgróið ræstingafyrirtæki með fasta viðskiptavini og skriflega samninga. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 25 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með góðum hagnaði óskar eftir sameiningu við vandaða trésmiðju sem sérhæfir sig í innréttingum. • Þekkt verslun með tískuvörur fyrir ungt fólk á mjög góðum stað. Ársvelta 70 mkr. • Rótgróin verslun í Kringlunni með fatnað fyrir konur. • Þekkt verslun með húsgögn og gjafavörur. Ársvelta 140 mkr. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fimmtudagur 2. október kl. 19.30 Í austurvegi - Tónlist innblásin af austurlenskri Gamelantónlist Tónlist innblásin af austurlenskri Gamelantónlist sem hafði mikil áhrif á vestræn tónskáld í lok nítjándu aldar og allt fram á þennan dag. Stjórnandi: James Gaffigan Einleikarar: Roland Pöntinen og Love Derwinger. Nico Muhly: Wish You Were Here Francis Poulenc: Konsert fyrir tvö píanó Colin McPhee: Tabuh-Tabuhan Claude Debussy: La Mer ■ Föstudagur 3. október kl. 21.00 Heyrðu mig nú - Gamelan James Gaffigan, Roland Pöntinen og Love Derwinger. Tónlist eftir Nico Muhly og Colin McPhee. Í heyrðu mig nú - tónleikaröðinni er hefðbundið tónleikaform brotið upp. Stuttir tónleikar þar sem tónlistin er kynnt á undan flutningi og boðið í eftirpartý í anddyri Háskólabíós á eftir. Tilvalið fyrir forvitna tónlistarunnendur. Miðaverð aðeins 1.000 krónur. STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS FUGLASÖNGUR er um fæðingu Frelsarans. Hún er samt engin væm- in helgislepja heldur tilraun til þess að nálgast söguna um vitringana þrjá á nýjan hátt og sjá hana í nýju ljósi. Það er hefð fyrir því að syngja hér á Íslandi: „víða höfðu vitringar/vegi kannað hljóðir“. Serra tekur þessa hugsun greinilega nokkuð bókstaf- lega og leiðir áhorfendur á flakk með vitringunum. Stemningin er ekki mjög biblíuleg, frekar í átt að Beðið eftir Godot. Það þarf þess vegna þol- inmæði til þess að horfa á myndina. Eitthvað sem margir hafa kannski ekki í heimi þar sem allt á að gerast hratt og orðið virðist einnig hafa yfir- tekið merkinguna með látum og inn- antómum gassagangi. Það er ekki að finna hér. Vitringarnir eru nefnilega að leita að messíasi en ekki alveg vissir hvert á að halda. Samskipti þeirra eru einnig fyndin á köflum. Það sem dreg- ur úr krafti myndarinnar er að sam- skipti Maríu og Jósefs eru ekki eins vel útfærð og ferðalag vitringanna. Myndataka Neus Ollé er sérlega stílhrein. Það má finna allan skala í birtustigi. Frá þreifandi myrkri svo ekki sér handa skil yfir í svo skæra birtu að persónur hálf-hverfa í mynd- flötinn. Hér er mynd fyrir augað sem er þess virði að horfa á. Bjart er yfir Betlehem Fuglasöngur/ El cant dels ocells Leikstjóri: Albert Serra. Leikarar: Lluis Serrat Batlle, Victoría Argones, Lluis Carbó, Lluis Serrat Masanellas, Mark Peranson, Montse Triola. Spánn. 98 mín. 2008. bbbmn Sýnd í Regboganum í dag kl. 15.30. Anna Sveinbjarnardóttir TRAUSTIÐ er nauðsynlegt í hjóna- böndum, hornsteinn sem hamingja þess byggist á að miklu leyti, það gildir í öllum helstu trúarbrögðum heims. Viðurlög við framhjáhaldi eru jafn ólík og trúarbrögðin sjálf, í kristni er leitað til presta í flestum slíkum tilfellum og þeirra skylda að reyna að bera klæði á vopn. Ef þær fortölur og annarra góðra manna duga ekki til, blasir skilnaður við. Íslam tekur harðar á framhjátökum, giftra kvenna a.m.k. Skilgreiningin samkvæmt Kóraninum er skýr; Ef kona er staðin að þeirri óhæfu að annar en hennar eiginmaður er grip- inn með lim sinn í leggöngum henn- ar þýðir það dauðadóm yfir konunni, hún skal grýtt til bana. Sinn er siður í landi hverju, Stone Silence er pólsk heimildarmynd um slíkan atburð sem átti sér stað í Afghanistan fyrir fáeinum árum. Kona var fundin í húsi annars manns, í herbergi son- arins. Hún var ekki að drýgja það hórdómsbrot sem Kóraninn kveður á um að refsa skuli með grjótkasti, hún var að ræða við piltinn, það var reyndar farið að nálgast miðnætti og bóndi hennar búinn að vera fjarver- andi sem farandverkamaður í Íran í áratug. Fylgst er með málaferl- unum, yfirskininu að konan hafi lát- ist af hjartasslagi en ekki grjótkast- inu og er í stuttu máli hin óhugnanlegasta heimild um bók- stafstrú í sínu ósveigjanlega mis- kunnarleysi. Stone Silence undir- strikar og útskýrir mannleg bágindin í bókum Khaleds Hosseini, hér blasir raunveruleikinn við í stuttu en skorinortu myndmáli pól- verjans Kopczynski, sem er skáld- skapnum enn átakanlegri. Vont er þeirra ranglæti … Steinþögn/Kamienna cisza Heimildarmynd. Leikstjóri: Krzysztof Kopczynski. Pólland 2008. bbbnn Sýnd í Regnboganum í kvöld 1.10. og Iðnó 2.10. Sæbjörn Valdimarsson Steinaþögn „… undirstrikar og útskýrir mannleg bágindin …“ ZIFT má líta á sem prakkaralega skemmtilega afþreyingu frá Búlgar- íu, eða sem frekar gallaða mynd. Kannski er hægt að nota hana sem kennslugagn í kvikmyndafræðitím- um. Hún segir frá smákrimma (Zah- ary Baharov) sem lendir fyrir rang- ar sakir í fangelsi. Á meðan hann situr inni komast kommúnistar til valda og aðbúnaðurinn í fangelsinu breytist. Það er ekkert verið að fara fínt í hlutina í Zift. Allt er groddalegt og hefur skemmtanagildi klisjunnar. Hvort sem verið er að gera grín að kommúnískum „herlegheitum“ eða stöðlum rökkurmynda. Kærasta söguhetjunnar tekur að sjálfsögðu upp sviðsnafnið Gilda þegar hún fer að syngja á næturklúbbi, og þar fram eftir götunum. Það er eins og höfundur, Vladislav Todorov, hafi horft yfir sig á gamlar klassískar rökkurmyndir við skrifin. Hann hefði þurft að gefa sér betri tíma til að melta efnið og vinna úr því með leikstjóra, Javor Gardev. Einhver hefði að minnsta kosti átt að útskýra fyrir honum að maður á virkilega á hættu að steindrepa myndmál ef maður stafar ofan í áhorfendur hver hugmyndin er. Krimmar og kommúnistar Sýnd í Regnboganum í kvöld og á morgun og 2.10. Anna Sveinbjarnardóttir Zift Leikstjóri: Javor Gardev. Leikarar: Zahary Bah- arov, Tanya Ilieva, Vlad- imir Penev. Búlgaría. 92 mín. 2008. bbmnn Zift Höfundurinn hefði mátt gefa sér meiri tíma. MYND Antonio Campos um ung- lingsdrenginn Robert (Ezra Mill- er) skapar togstreitu á mörgum sviðum. Rob er í heimavistarskóla og líður ekki sérlega vel. Mörg af þeim vandamálum sem eru á sveimi í kringum hann eru hin hefðbundnu vandamál unglings- áranna. Frumleikinn er ekki óskaplega mikill í þessari sögu af einfaranum sem er firrtur og fár, og fullorðna fólkið skilur hann ekki. Campos reynir að hressa upp á framvinduna með því að láta „Youtube“ vera myrka ógn sem getur haft slæm áhrif á óharðn- aðan unglinginn. Rob liggur í klámi og herbergisfélagi hans David (Jeremy Allen White) dreif- ir dópi, en skólastjórinn hr. Burke (Michael Stuhlbarg) er í afneitun. Það sem bjargar myndinni er að til að skapa andstæðu við mynd- gæði efnisins sem Rob sér á net- inu, þá er öll kvikmyndin tign- arleg og oft með tildurslega römmun. Það er líka reynt á ein- faldan hátt að sýna hvað hægt er að gera með myndmál. Robert gerir minningarmynd um tví- burana sem sýnir sársauka nem- anna og hversu ráðvilltir foreldr- arnir eru eftir missinn. Skólastjórinn hendir henni og býr til aðra sem segir ekkert og er til- gerðarleg og væmin. Campos sjálfur vill greinilega segja heil- mikið en á erfitt með að gera það eins vel og þeir sem hann vill lík- ast, t.d. Gus van Sant. Firring og fálæti Eftir skóla/Afterschool Leikstjóri: Antonio Campos. Leikarar: Ezra Miller, Jeremy Allen White, Addison Timlin. Bandaríkin. 122 mín. 2008. bbbnn Sýnd í Regnboganum í kvöld og 30.9. og 1.10. Anna Sveinbjarnardóttir Eftir skóla Vandamál unglinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.