Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SAMEIGINLEGT íslenskt/norskt fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir Norð- austur-Atlantshafið gæti orðið væn- legur þáttur í hugsanlegum við- ræðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins (ESB) um aðild landanna tveggja að ESB. Þetta kemur fram í grein sem Þórólfur Matthíasson, prófessor við Hag- fræðideild HÍ og Sverre Jervell, gestafræðimaður hjá Norsk ut- enrikspolitisk institutt, rita í nýjasta tölublað Herðubreiðar. Báðir sátu þeir í starfsnefnd á vegum Norsk ut- enrikspolitisk institutt og Alþjóða- málastofnunar HÍ sem hafði það að markmiði að bera saman fisk- veiðistefnu Íslands, Noregs og sam- eiginlega fiskveiðistefnu Evrópu- sambandsins. Undanþágur ólíklegar Í grein sinni benda Þórólfur og Jervell á að Ísland og Noregur kunni að þurfa að endurskoða stöðu sína gagnvart ESB innan skamms. Bæði lönd eigi í umfangsmiklum við- skiptum með fiskafurðir á mörk- uðum ESB. Það sé því einboðið að hefji annað landið aðildarviðræður muni hitta landið þurfa að endur- skoða stöðu sína gagnvart ESB jafn- framt. Að sögn greinarhöfunda gætu löndin tvö samið um aðildarskilmála hvort fyrir sig. „[En við] teljum að meiri líkindi séu að viðunandi niðurstaða fáist í samningaviðræðum ef löndin sýna frumkvæði og leggja fram hug- myndir um nýtt fiskveiðistjórn- unarkerfi fyrir NA-Atlantshafið,“ segja greinarhöfundar og benda á að mun líklegra sé að ESB fallist á að fela svæðisráði stjórnun fiskveið- anna í NA-Atlantshafi en að Ísland fái umfangsmiklar og varanlegar undanþágur frá sameiginlegri fisk- veiðistefnu ESB. Benda þeir á að endurskoðuð fiskveiðistefna ESB, sem gildi tók um áramótin 2002- 2003, heimili að komið sé á svæð- isbundinni fiskveiðistjórnun. Vænlegast gegn ofveiði Á það er einnig bent að verði Ís- land og Noregur meðlimir í ESB muni landaður afli á Evrópusam- bandssvæðinu nánast tvöfaldast að magni til. Innan vébanda stækkaðs ESB yrði því einhver öflugasti og stærsti fiskveiðifloti veraldar. „Stór- veldi [...] verða að ganga á undan með góðu fordæmi. Stækkun fisk- veiðigeirans í ESB við hugsanlega inngöngu Íslands og Noregs í sam- bandið myndi því að okkar áliti verða til þess að auka vægi þeirra sem leggja áherslu á að fiskveiðistjórnun ESB sé rekin á ábyrgum og fagleg- um grundvelli. Í aðildarviðræðum hlytu Ísland og Noregur að þurfa að leggja áherslu á að auðvelda stækk- uðu ESB að vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar um fiskveiðistjórnun.“ Höfundar gera að umtalsefni ótta margra við það að sameiginleg fisk- veiðistefna ESB geti leitt til ofveiði. „Ísland og Noregur gætu þá bent á að með því að flytja ábyrgð á nýtingu fiskistofna í NA-Atlantshafi til svæð- isstjórnarráðsins væri verið að koma í veg fyrir að fiskistofnar í norðri hlytu sömu örlög og þorskstofnar í Norðursjó og við Nýfundnaland.“ Eining Íslands og Noregs Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fiskar Að mati greinarhöfunda myndi sameiginlegt íslensk/norskt fisk- veiðistjórnunarkerfi fyrir NA-Atlantshafið vera besta lausnin gegn ofveiði. Í HNOTSKURN »Noregur hefur í tvígangsótt um aðild að ESB. »Samningar um fiskveiðarreyndust erfiðir og flóknir í bæði skiptin. »Norsk stjórnvöld kröfðustvaranlegrar undanþágu frá sameiginlegri fisk- veiðistefnu ESB. » Ísland hefur ekki sóst eftiraðild að ESB og hefur því ekki reynslu af viðræðum. Hugsanleg lausn á sjávarútvegsvand- anum við aðild að Evrópusambandinu ÖRNÓLFI Thorlacius voru á Vísindavöku Rannís nú fyrir helgi veitt verðlaun Rannís fyrir framlag til vís- indamiðlunar. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt, en samkvæmt upplýsingum frá Rannís er mark- miðið með verðlaununum að vekja athygli á mikilvægi þess að miðla þekkingu á vísindum og vísindastarfi til samfélagsins og styðja við þá sem sýnt hafa frumkvæði og verið í fararbroddi við miðlun vísinda. Í niðurstöðu dómnefndar er á það bent að Örnólfur hafi um langt árabil unnið ötullega að því að miðla ótal sviðum náttúruvísinda til almennings með mjög fjöl- breyttu efni fyrir sjónvarp, útvarp, dagblöð og tímarit auk útgáfu fjölda bóka. Örnólfur kenndi um árabil náttúruvísindi við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hann átti mikinn þátt í að byggja upp fyrstu náttúrufræði- brautina við framhaldsskóla hérlendis. Hann hefur skrifað fjölda kennslubóka og verið afkastamikill við nýyrðasmíð. Hann var fyrsti umsjónarmaður sjón- varpsþáttarins „Nýjasta tækni og vísindi“. Örnólfur hefur lagt mikla áherslu á að fræða almenning og þá sérstaklega yngsta fólkið með skrifum sínum, einkum í tímaritinu Náttúrufræðingnum. silja@mbl.is Örnólfur Thorlacius verðlaunaður á Vísindavöku Morgunblaðið/Kristinn Ötull í miðlun vísindanna  Átti stóran þátt í að byggja upp fyrstu náttúrufræðibraut- ina við framhaldsskóla hérlendis  Mikill nýyrðasmiður Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞAÐ skiptir öllu máli að varðveita þá sérstöðu sem Ísland hefur við tungumála- kennslu, en hér á landi hefur lengi verið lögð áhersla á að nemendur öðlist góða kunn- áttu í a.m.k. þrem- ur tungumálum, en ekki tveimur eins og er víðast hvar í nágrannalöndum okkar. Einnig þurfi að huga að auknu vali, t.d. Asíumálum. Þetta kom fram á málþingi sem haldið var á evrópska tungumáladeginum. UNESCO hefur útnefnt árið í ár al- þjóðlegt tungumálaár. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra var á tungumáladeginum stödd á ráðstefnu í París og Vigdís Finnbogadóttir sækir einnig alþjóð- lega ráðstefnu í París í næstu viku í tengslum við tungumálaárið. Þurfum að varðveita sérstöðu Íslands í tungumálakennslu Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, segir engan vafa leika á að kunnátta í ensku skipti miklu máli, en hún sé ekki nægjanleg ein og sér. Hér á landi hafi kennsla í ensku verið aukin á seinni árum en á sama tíma hafi áherslan á aðrar tungur, t.d. dönsku, orðið minni. Af þessu hafi menn áhyggjur. Þá hafi kennsla í þriðja tungumálinu ekki eins mikið vægi nú og áður. Ekki er búið að birta nýja námsskrá fyrir grunn- og framhalds- skóla, en verið er að vinna í þeim mál- um. Auður segist vonast eftir að í nýj- um námsskrám verði þess gætt að varðveita sérstöðu Íslendinga varð- andi þriðja tungumálið og að áfram verði lögð áhersla á haldgóða þekk- ingu í dönsku vegna tengsla við Norð- urlönd. Auður segir að það sé kannski erfitt að mæla með skýrum hætti ár- angur af þeim áherslum sem við höf- um haft í tungumálakennslu. Það sé hins vegar enginn vafi að þekking á þriðja tungumálinu skipti miklu máli fyrir tækifæri einstaklinga til náms og starfa, sem og fyrir atvinnulífið. Það víkki ennfremur okkar menning- arlegu sýn að læra fleira en bara ensku. „Það skiptir miklu máli að hafa eitt- hvað haldgott í farteskinu þegar lagt er af stað út í heim og þá skiptir þekk- ing í t.d. þýsku, frönsku eða spænsku sem aflað er í grunn- og framhalds- skóla miklu máli,“ sagði Auður. Þeir sem búa yfir tungumálakunnáttu og menningarlæsi séu naskir á að sjá tækifæri víða um lönd. Í því felist mikil verðmæti. Kunnátta í ensku ekki nóg Í ár er alþjóðlegt tungumálaár Í HNOTSKURN »Evrópski tungumáladag-urinn var haldinn 26. sept- ember. Markmiðið með deg- inum er fyrst og fremst að vekja athygli á þeim fjöl- mörgu tungumálum sem töluð eru í Evrópu og fagna menn- ingarlegum fjölbreytileika. » Til evrópskra mála teljastyfir 200 tungumál, u.þ.b. 3% af tungumálum heimsins. Með auknum fjölda innflytj- enda hefur tungumálaflóran aukist talsvert. Samt sem áður segjast 44% (samkvæmt könn- un í febrúar 2006) þegna Evr- ópusambandsins aðeins kunna sitt eigið móðurmál. Auður Hauksdóttir SKÁTAR munu í dag hylla Björg- vin Magnússon, fyrrverandi skólastjóra á Jaðri og skáta- foringja, á 85 ára afmæli hans og um leið 70 ára skátaafmæli Björgvins. Skátar halda sínum aldna skátaforingja afmæl- ishóf á Úlfljótsvatni og hefst at- höfnin með fánaathöfn kl. 13. Skát- ar og aðrir velunnarar Björgvins eru hvattir til að mæta. Boðið verð- ur upp á staðarskoðun og báts- ferðir á Úlfljótsvatni. Afmælishóf verður síðan haldið í Strýtunni, samkomuhúsi staðarins, og verða bornar fram veitingar. Björgvin Magnússon var um ára- tugaskeið staðarhaldari, skólastjóri og stjórnandi margra foringja- námskeiða að Úlfljótsvatni. Auk þess var hann lengi vel einn helsti forsvarsmaður Gilwell-þjálfunar á Íslandi sem er alþjóðlegt for- ingjaþjálfunarkerfi sem Baden Powell stofnaði til snemma á síð- ustu öld, á upphafsárum skáta- hreyfingarinnar. Björgvin hefur með starfi sínu markað merk spor í sögu skátastarfs og uppeldismála á Íslandi. Fyrir það hefur hann m.a. hlotið íslensku fálkaorðuna og silf- urúlfinn, æðstu orðu íslenskra skáta, segir í fréttatilkynningu frá Gilwell-hringnum á Íslandi. Hylltur á 70 ára skáta- afmælinu Björgvin Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.