Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 21
einka landssöfnunina í ár þessu starfi, bendir hún á. „Það að aðstoða fólk á stríðs- og hamfarasvæðum felst ekki eingöngu í matargjöfum, heilsugæslu og því sem er áþreifanlegt. Að geta hjálpað fólki að finna aftur týnda fjölskyldu- meðlimi – að finna aftur öryggi sitt – er í einu orði sagt stórkostlegt,“ segir Helga. „Fólk á rétt á því að vita hvað varð um þess nánustu. Þetta snýst um mannlega reisn. Það er ekki hægt að láta það viðgangast að ættingjar missi sjónar hver á öðrum og hafi ekki hugmynd um hvort þeir séu lífs eða liðnir, særðir eða hafi ef til vill komist til annars lands.“ Ein í flóttamannabúðum Á hröðum flótta og í ringulreið týna börn auðveldlega foreldrum sín- um. Á hverju ári aðskiljast raunar þúsundir barna frá fjölskyldum sín- um og enda alein í flóttamannabúð- um eða í umsjá þeirra sem taka þau einfaldlega að sér á flóttanum. Að sögn Helgu eru foreldrar sem leita barna sinna hvattir til að skrá nafn sitt hjá Rauða krossinum og veita eins miklar upplýsingar um barnið og mögulegt er. „Allra leiða er leitað til að hafa uppi á börnunum og sömuleiðis finna foreldra þeirra barna sem eru fylgd- arlaus. Útvarpið er til dæmis mikið notað. Sögur barna sem hafa týnt foreldrum sínum eru sagðar og at- hugað hvort einhver kannist við þær. Það versta er náttúrlega þegar börn- in eru svo ung þegar þau týnast að þau vita ekki hvað þau heita og hverj- ir foreldrar þeirra eru. Þau hafa þá ekki hugmynd um hver þau eru. Þar sem margir hafa verið á flótta – og margir því orðið viðskila við fólkið sitt – er ljósmyndum af fylgd- arlausum börnum dreift á milli manna,“ segir Helga og útskýrir að fólk geti þá séð hvort það þekki ein- hver barnanna. „Vandinn eykst auðvitað þegar ár- in líða, börnin vaxa úr grasi og breyt- ast í útliti. Þá verður erfiðara að þekkja þau á myndunum,“ bætir hún alvarleg við. Afskipt svæði Landssöfnun Rauða kross Íslands fer fram næsta laugardag og mun söfnunarféð renna til Kongós, til að styrkja leitar- og skilaboðaþjónustu Alþjóða Rauða krossins þar. Að sögn Sólveigar Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa RKÍ, er táknrænt að söfnunarfé landssöfnunarinnar renni til Kongós. Athyglinni sé þar með beint að starfsemi Rauða kross- ins sem annars fari oft lítið fyrir í umræðunni – á svæði sem venjulega fái litla athygli. Sólveig bendir á að átökin í Kongó og ástandið í kjölfar þeirra hafi að miklu leyti hafi farið framhjá heimsbyggðinni. Þótt form- lega sé kominn á friður í Kongó sé ástandið enn afar ótryggt, ekki síst í austurhluta landsins þar sem stað- bundin átök brutust raunar aftur út í fyrra. „Við vonum að íslenskir sjálf- boðaliðar taki jafnvel við sér og áður og erum á vefsíðunni okkar, raudi- krossinn.is, byrjuð að skrá niður nöfn þeirra sem vilja vera með og ganga til góðs. Þörfin fyrir leitarþjónustuna er mikil í Kongó og það er ánægju- legt að geta lagt lið því góða starfi sem Alþjóða Rauði krossinn og sjálf- boðaliðar vinna nú þegar í landinu,“ segir hún. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 21  Laugardaginn 4. október verður í fimmta sinn gengið til góðs á vegum Rauða kross Íslands.  Gengið verður í öll hús á landinu og mun söfnunarféð renna til Kongó.  Þar vinnur Alþjóða Rauði krossinn meðal annars að því að sameina fjölskyldur sem sundrast hafa í kjölfar stríðsátaka.  Í Kongó er formlega kominn á friður en ástandið er enn afar ótryggt – ekki síst í austurhluta landsins þar sem staðbundin átök hafa aftur brotist út. Gengið fyrir Kongó Hvað er leitarþjónusta Rauða krossins? Stríðsátök og náttúruhamfarir sundra fjölskyldum um víða veröld. Alþjóða Rauði krossinn aðstoðar fólk við að grafast fyrir um örlög týndra ættingja og sameina fjölskyldur sem hafa tvístrast. Hvað felst í skilaboðaþjónustunni? Með skilaboðaþjónustu Rauða krossins er fólki gert kleift að senda stutt skeyti yfir víglínur eða á staði þar sem póstþjónusta og hefð- bundnar samskiptaleiðir liggja niðri. Þörfin er mikil – á hverju ári er send hálf milljón Rauða kross-skilaboða á milli ástvina um víða ver- öld. Þetta eru stutt og persónuleg skeyti sem sjálfboðaliðar og starfs- menn Rauða krossins bera út. Að sögn Rauða kross Íslands innihalda sum þeirra einungis nokkur orð: Ég er á lífi. Hálf milljón skilaboða á ári Sameinuð Muhammed, Justine og Isaac með ömmu og móðurbróður. Þjóðlífsþankar Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is Þ egar hart er í ári vill manni oft ýmislegt til. Það er hollt að muna núna. Um daginn fór ég á útsölu og sá svo margt eigulegt að ég ákvað að láta vinkonu mína vita, sem ekki er „útsöludýr“ að upplagi. Hún sagðist vera í önn- um við að undirbúa umsókn um styrk fyrir félagasamtök og hefði margt betra að gera en rápa á útsöl- ur. „Og er þarna svo eitthvað að hafa?“ sagði hún svo í efasemdartón. „Já, í þinni stærð er ýmislegt frýnilegt til,“ svaraði ég. „Nú, jæja, komdu þá og sæktu mig,“ sagði hún og svo kvöddumst við.Ég var úti að ganga þegar samtal þetta átti sér stað.Ég gekk rösklega framhjá nokkrum húsalengjum og þá hringdi síminn minn. „Heyrðu, úr því þú ert hvort sem er að koma getur þú þá ekki komið með skæri til að klippa mig,“ sagði vinkona mín. „Nei, mín kæra, það get ég ekki, ég er nefnilega úti að labba og hef engin skæri við höndina. Þú yrðir þá að koma með mér heim til að ég gæti klippt þig.“ En vinkona mín var í önnum sem fyrr sagði og aftók að lengja ferðina sem þessu næmi. „Nú jæja, þá get ég bara ekki klippt þig, ég klippi ekki án almenni- legra skæra,“ sagði ég og við kvödd- umst á ný.Aftur gekk ég fáeinar húsalengjur og þá – hvað sé ég? Á gangstéttinni fyrir framan mig lágu glæsileg klippiskæri, útglennt, með svörtum augum. Ég stansaði bratt eins og þeir gerðu jafnan í gamla daga, Rip, Rap og Rup í dönsku Andrésblöðunum. Ég horfði á skærin, álíka stóreyg og þau. Sann- arlega voru þau þarna á hárréttum tíma. Svo beygði ég mig niður og tók þau upp og stakk þeim í vasa minn. Mér leið eins og Lísu í Undralandi sem ekki þurfti annað en rétta út hönd og þá komu í hönd hennar lykl- ar og annað sem hún þurfti á að halda hverju sinni til að bjargast af við undarlegustu kringumstæður. Með skærin fór ég svo til vinkonu minnar og sýndi henni. En hún varð svo sem ekkert uppnæm. „Það er fínt að þú fannst þessi skæri, þá klippir þú mig snöggvast áður en við förum,“ sagði hún bara, enda í miklu ham við undirbúning umsókn- arinnar. Ég klippti hana í snarheit- um og svo fórum við frækna út- söluferð sem seint gleymist vinkonu minni – aldrei hafði hún keypt eins mikið í einni ferð sagði hún. En ég get ekki gleymt skærunum, aldrei hefur komið fyrir mig fyrr né síðar að finna klippiskæri á gang- stétt. Ég hef spurst fyrir um hvort fólk almennt hafi gengið fram á skæri á gangstétt en svo er ekki. Þetta er því að mínu mati mjög skrít- in tilviljun. Þeir sem eru dulrænir myndu jafnvel segja að þetta væri bara ekki tilviljun heldur séu vegir örlaganna órannsakanlegir. Hvað sem því líður þá urðu örlög gangstéttarskæranna með svörtu augun þau að vinkona mín keypti þau af mér fyrir tíu krónur. Hana vantaði skæri en vildi ekki að ég léti þau eftir án þess að ég fengi peninga fyrir. Það, að gefa eggjárn, getur víst verið varhugavert samkvæmt þjóðtrúnni – gæti skorið sundur vinaböndin. Þess vegna er ráðlegt að gefa ástvinum eða þeim sem maður vill ekki glata sambandi við alls ekki eggjárn heldur láta þá borga fyrir gripinn. Svona er sem sagt sagan af skæra- fundi sem að mati finnanda er það óvenjuleg vegna fyrrgreindra að- stæðna að hann telur ástæðu til að færa hana í letur. Gaman væri að vita hvort fleira fólk hefur sögur á takteinum um óvenjulega fundi á hárréttum tíma. Skrítin saga af skærum @ NÝ TÆKIFÆRI AUKNIR VIÐSKIPTAMÖGULEIKAR Í KANADA P IP A R • S ÍA • 8 1 8 3 9 www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is Þriðjudaginn 30. september kl. 12:00-13:30, Radisson SAS, Hótel Sögu – Sunnusal. Í tengslum við komu viðskiptasendinefndar frá Nova Scotia er boðið til hádegisverðarfundar þar sem kynnt verður mikilvægi nýs fríverslunar- samnings milli Íslands og Kanada auk tvísköttunarsamnings ríkjanna. Skráning fer fram hjá Útflutningsráði Íslands í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is. Opnun Anna Blauveldt, sendiherra Kanada á Íslandi. Viðskipti Íslands og Kanada Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs Íslands. Viðskiptaumhverfi í Nova Scotia, Kanada Mike McMurray, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Nova Scotia Business Inc. Þýðing tvísköttunarsamnings milli Kanada og Íslands Bragi Gunnarsson, skattalögfræðingur. Landsbankinn – Starfsemi í Kanada og Nova Scotia Þorvaldur Þorsteinsson, fjármálaráðgjafi. Umræður Öll erindi eru á ensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.