Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BORGARSTJÓRN Reykjavíkur sam- þykkti á síðasta fundi sínum að gerð yrði myndastytta af Tóm- asi Guðmundssyni og henni komið fyrir á áberandi stað í borg- inni. Tómas Guðmunds- son er oft kallaður borgarskáldið en hann varð einna fyrstur til að yrkja af aðdáun og áhuga um Reykjavík. Allt frá upphafi síð- ustu aldar, höfðu flest höf- uðskáld Íslendinga búið í Reykjavík en fæst þeirra litu á borgina sem boðlegt yrkisefni, heldur voru þau upptekin af feg- urð náttúrunnar og sveitanna. Tómas breytti þessu með kvæða- bókinni Fögru veröld, sem kom út árið 1933 og hlaut einróma lof fyrir ljóðræna orðfimi. Tómas fór ekki út í náttúruna heldur inn í borgina í leit að yrkisefnum og kvæði hans um Vesturbæinn, Austurstræti, Reykjavíkurhöfn, Hljómskálagarðinn, húsin í bæn- um og fjölskrúðugt mannlífið urðu landskunn. Verk Tómasar lifa með Reykvíkingum og raun- ar landsmönnum öllum og enn má finna þau í verkum yngstu skálda. Á áttunda áratugnum var gerð brjóstmynd af Tómasi og henni komið fyrir í Austurstræti við Reykjavíkurapótek. Á tíunda áratugnum var hún tekin niður vegna framkvæmda í Austur- stræti en afsteypan hafði þá orð- ið fyrir hnjaski af manna völdum þar sem hún stóð berskjölduð. Um árabil var brjóstmyndin höfð í geymslu en árið 2000 var henni komið fyrir í Borgarbókasafni Reykjavíkur. Var ákvörðunin m.a. rökstudd með því að meg- inreglan væri sú að brjóstmyndir væru staðsettar innan húss og til að þær nytu sín úti við, þyrftu þær að vera í sérstöku rými. Í ljósi framlags Tómasar Guð- mundssonar til menningarlífs Reykjavíkur og þess heiðursess, sem hann skipar í hugum borgarbúa, fer vel á því að gerð sé högg- mynd af Tómasi og henni komið fyrir á áberandi stað í hjarta Reykjavíkur. Kjörið væri að koma slíku líkneski fyrir í Hljómskálagarðinum í námunda við stytt- urnar af Jónasi Hallgrímssyni og Bertel Thorvaldsen. Ýmsir aðrir staðir koma þó vel til greina, t.d. við tónlistarhúsið sem nú rís við Reykjavíkurhöfn. Sígilt eða gamaldags? Umrædd tillaga var samþykkt með atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsókn- arflokksins og F-listans. Borg- arfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar fundu tillög- unni margt til foráttu og sögðu m.a. að hún væri menguð af karl- lægum viðhorfum og ekki í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými. Minnihlutinn treysti sér þó ekki til að greiða atkvæði gegn tillögunni heldur sat hjá. Leiðarahöfundur Morg- unblaðsins lætur sér sæma að taka undir með þessum við- horfum, segir tillöguna gam- aldags og lætur að því liggja að myndastyttur eigi ekki erindi við nútímafólk. Við annan tón kveður hjá Kol- brúnu Bergþórsdóttur sem bend- ir á að vinstri menn í borg- arstjórn hafi nú tekið að sér að hafa vit fyrir þeim stóra hópi sem grunlaus hefur hingað til tal- ið styttur vera bæjarprýði. Hún spyr hvort minnihlutinn hefði ekki fremur átt að byrja heima hjá sér og semja ályktun um að leggja niður brjóstmyndagerð í Ráðhúsinu enda sé hún arfur gamals tíma og sannarlega ekki í anda nýrrar og frjórrar listsköp- unar. Egill Helgason bendir á að myndastyttur séu menningar- legar og menntandi og almennt vanti Reykvíkinga fleiri styttur en færri. Höggmyndalist eigi sér ár- þúsunda hefð og því sé nokkuð bratt að tala um að hún sé allt í einu orðin úrelt. Egill kemst að kjarna málsins þegar hann segir að nútímalistaverk og sígild útiloki ekki hvor önnur. Fjölmargir Reykvíkingar hafa lýst yfir ánægju sinni með tillög- una enda láta þeir ekki telja sér trú um að sígild list sé orðin úrelt, púkó og gamaldags. Líkneski af Tómasi er í þágu menningarlífs borgarinnar og til að heiðra minn- ingu borgarskáldsins. Nálgunin er sígild í þessu tilviki en henni er síður en svo stefnt gegn „nútíma- listaverkum“ og kemur í sjálf- sögðu ekki í veg fyrir að minning annarra merkismanna af báðum kynjum sé heiðruð. Það kemur á óvart að sátt skuli ekki nást um slíka tillögu og að barist sé gegn henni á forsendum pólitískrar rétthugsunar og kynjakvóta. Minning borgar- skáldsins heiðruð Kjartan Magnússon skrifar um gerð styttu af Tómasi Guðmundssyni » Líkneski af Tómasi er í þágu menning- arlífs borgarinnar og til að heiðra minningu borgarskáldsins. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Borgarskáld Tómas Guðmundsson REYKVÍKINGUM og landsmönnum öllum er annt um miðborg Reykjavíkur og vilja veg hennar sem mest- an. Umræða um stöðu hennar og framtíð hef- ur aukist, nú síðast um samgönguhætti í borg- inni, Laugaveginn og tillögu að ný- byggingu Listaháskóla Íslands þar. Borgarskipulag Með hugmyndafræði fyrsta að- alskipulags Reykjavíkur á sjöunda áratug síðustu aldar hófst borg- arþróun sem leiddi af sér dreifða byggð, samtengda umferðaræðum. Dregið var úr blandaðri landnotkun og íbúðarhverfi, atvinnusvæði og verslunar- og þjónustusvæði voru aðskilin. Staðsetning nýs miðbæjar var ákveðin í Kringlumýri, í tölu- verðri fjarlægð frá Kvosinni og upp- runalega miðbænum. Úthverfin byggðust, atvinnuhættir breyttust og einkabílaeign varð almenn. Nú er svo komið að samgöngu- mannvirki þekja um 50% borg- arlandsins, bílaeign er ein sú mesta í heim- inum, um 700 bílar á hverja 1.000 íbúa, en aðeins um 5% íbúa nota almennings- samgöngur. Á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá opn- un Kringlunnar og fleiri stórra versl- unarmiðstöðva, hefur miðbærinn átt í vök að verjast og dregið hef- ur úr íbúðahverf- isþjónustu. Íbúar og starfsemi hefur flust úr miðbænum og ríkt þar ákveðin stöðnun allt frá áttunda ára- tug síðustu aldar. Síðasta áratug hefur verið unnið að því að sporna við þessari þróun, enda krafan um breytingu á slíku borgarskipulagi hávær, þar sem gallar þess með mengun, félagslegri einangrun, tímasóun og hreyfing- arleysi fólks hafa litið dagsins ljós. Land Reykjavíkur er ekki ótak- markað þótt hér ríki engin land- nauð. Með þéttari byggð og nýtingu núverandi grunnkerfa borgarinnar eykst hagkvæmni og lífsgæði þar sem borgarbúar eiga þess frekar kost að sækja dagleg störf og þjón- ustu án þess að ferðast akandi um langan veg, en verða þess í stað í göngufæri, þar sem hinn mannlegi kvarði fær notið sín. Fleiri setjast að í miðborginni og bakland verslunar, þjónustu og menningar styrkist. Liður í endurreisn miðborg- arinnar er að skilgreina uppbygg- ingarmöguleika og tryggja verndun sögulegrar arfleifðar okkar og byggingararfs til mótunar bæj- arumhverfis sem leiðir af sér fjöl- þætta þjónustu og fjölskrúðugt mannlíf. Laugavegur Laugavegurinn á það sammerkt með nafntoguðum miðborgargötum að státa af margbreyttri bygging- arlist, starfsemi og mannlífi. Fram á áttunda áratug síðustu aldar var Laugavegurinn, þessi að- alæð inn og út úr bænum, í stöðugri uppbyggingu og aðlögun til að halda aðdráttarafli sínu og styrk sem að- alverslunargata Reykjavíkur, í sam- ræmi við kröfur samtímans hverju sinni. Þróun byggðar og breytinga sem alúð og fagmennska var lögð í, var fagnað. Sérstaða og aðalsmerki Laugavegar varð til, þar sem lesa má sögu þéttbýlismyndunar frá fyrstu tugum 19. aldar, með bygg- ingum frá ýmsum tímum sem móta byggðina í fjölbreytilegu borg- arumhverfi. Byggingarnar eru vitn- isburður um samtíð sína, þar sem ákveðnar forsendur bjuggu að baki notkun, byggingaraðferð og stílgerð – án eftiröpunar, en með virðingu fyrir byggingarhefð hvers tíma. Einnar til fimm hæða hús svo sem timburhús með verslun á jarðhæð, reisuleg steinhús samkvæmt fyrsta heildarskipulagi þriðja áratugar síð- ustu aldar og hið vel hannaða hús Máls og menningar í anda mód- erisma millistríðsáranna risu. Löng gata sem Laugavegurinn þarfnast aðdráttarafls svo starfsemi og mannlíf dafni. Þróunaráætlun miðborgarinnar kvað á um að ætíð skyldi kanna hvort finna mætti fyr- irhuguðum nýbyggingum, sem auðguðu borgarlífið, stað í mið- bænum. Í nýlegu deiliskipulagi við Laugaveg, sem unnið var á grund- velli húsakönnunar og varð- veislumats, er leyft mismikið bygg- ingarmagn á götureitum eftir því sem eldri byggð og aðstæður gefa tilefni til. Svo veita megi sólar- geislum inn í göturýmið eru almennt meiri uppbyggingarmöguleikar við norðanverða götuna en sunn- anverða. Það er fagnaðarefni að fá fjöl- mennan vinnustað á Laugaveginn sem hleypir lífi í miðborgina. Á götureit við miðbik Laugavegar að Frakkastíg, þar sem Ullarverk- smiðjan Framtíðin stóð áður og Hverfisgötu, borgargötu sem er að vakna til lífs á ný með uppbyggingu í kring. Um Hverfisgötu, að Tryggvagötu, má skilgreina menn- ingarás með nokkrum helstu menn- ingarbyggingum þjóðarinnar, Þjóð- leikhúsi, Þjóðmenningarhúsi, Listasafni Reykjavíkur og Borg- arbókasafni, ásamt Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu, einum aflvaka mið- borgarinnar. Nýr Listaháskóli Íslands á Laugavegi er happafengur. Lífið sem fylgir nemendum og starfsemi listaháskóla mun færa umhverfinu öllu jákvæðan brag. Miðstöð skólans verður opin almenningi og miðlar til borgarsamfélagsins. Nýbyggingar okkar verða arfleifð framtíðarinnar. Bæjarrými Lauga- vegar er ekki byggðarsafn ákveðins tímaskeiðs, sem laðar að ferðamenn, heldur lifandi umgjörð mannlífs hversdagsins. Laugavegurinn ber æskilegar umbætur og uppbygg- ingu, án þess að tapa sögulegu gildi sínu, þar sem vel hannaðar nýbygg- ingar og umhverfismótun helst í hendur við varðveislu eldri bygging- arlistar og eflingu nýrrar. Listaháskóli við Laugaveg mun eiga drjúgan þátt í að auka vöxt og viðgang miðborgarinnar og gott borgarskipulag í Reykjavík. Borgarskipulag, Laugavegur og Listaháskóli Helga Bragadóttir skrifar um kosti þess að Listaháskóli verði staðsettur við Laugaveg »Nýbyggingar okkar eru arfleifð fram- tíðar. Bæjarrými Laugavegar er ekki byggðarsafn ákveðins tímaskeiðs, heldur lif- andi umgjörð mannlífs hversdagsins. Helga Bragadóttir Höfundur er arkitekt og fyrrverandi skipulagsfulltrúi Reykjavíkur. ÞAÐ gladdi mjög hlutabréfamarkaðinn þegar þau boð bárust að sjeik Mohammed Bin Khalifa frá Katar hefði keypt 37.100.000 hluti í KB banka og forstjóri bankans upplýsti að trú og traust á bank- ann stefni nú til hæstu hæða. Kauphöllin hafði hins vegar ekki frétt af því að bankinn lægi á 5,1% af hluta- bréfum í sjálfum sér þegar hann tilkynnti Kauphöllinni að hann hefði selt 37.100.000 hluti af eigin bréfum, þar sem hann hafði upplýst að hann ætti bara 20.518.000 hlut í sjálfum sér. (Staða 19.09.2008). Það er ekki liðið ár frá því bankinn fékk tryggingataka Samvinnutrygginga til þess að gera sér þann greiða að losa sig við rúmlega 20.000.000 hluti af eigin bréfum. Sá greiði tryggingatakanna við Kaupþing banka hefur kostað þá marga milljarða og hefur ekki treyst stöðu þeirra til að fá nokkuð í sinn hlut af því fé sem þeir höfðu haft væntingar um. Það að bankinn hafi tilkynnt Kauphöllinni að hann hafi selt bróð- ur emírsins í Katar eigin hlutabréf sem hann hafði sjálfur sagt að ekki væri til, bend- ir til þess að Kaup- þing banki sé nú að prufa það viðskipta- módel sem upplýst hefur verið að fyr- irtækið Mest hafi not- að til öflunar lausa- fjár, það er að segja að selja hluti sem þeir áttu ekki. Tryggingatakar Samvinnutrygginga eru líklega betur settir en bróðir em- írsins í Katar að því leyti að þau bréf voru örugglega til þar sem þau höfðu þá nýlega sett Fjárfesting- arfélagið Gnúp á hausinn og voru því reynd bréf. Það við- skiptamódel sem bankinn virðist nú ætla að reyna á prinsinum frá Katar kann að henta Kaup- þingi banka betur en mörgum öðr- um. Ekki þarf Kaupþing banki hafa áhyggur af Fjármálaetirlit- inu, starfsmenn þess eru á jóla- gjafalista bankans og fá því jóla- áfengið með réttu. Ekki þarf bankinn heldur að hafa áhyggjur af lögreglunni. Bankinn hefur reynslu af því, að símtal af hálfu bankans dugar í þeim samskiptum hafi lögreglan látið sér detta það í hug að narta eitthvað í hagsmuni bankans. Hvort kóngafólkinu í Katar hugnist hið nýframkomna viðskiptamódel sem nú virðist eiga að nota til lausnar lausafjárvanda KB banka verður líklega bara að koma í ljós. Átti KB banki ekki bréfin sem hann seldi prinsinum? Þorsteinn Ingason skrifar um hluta- bréfakaup sjeiks Mohammeds Bin Khalifa Al-Thanis Þorsteinn Ingason »Hvort kónga- fólkinu í Katar hugnist hið nýfram- komna við- skiptamódel sem nú virðist eiga að nota til lausnar lausafjárvanda KB banka verð- ur líklega bara að koma í ljós. Höfundur er fyrrverandi fiskverkandi og útgerðarmaður. @ Fréttirá SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.