Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Erla Ein-arsdóttir fædd- ist í Vík í Mýrdal 4. mars 1930. Hún lést á sjúkradeild Heil- brigðisstofnunar Skagafjarðar fimmtudaginn 11. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Einar Erlendsson skrif- stofumaður frá Engigarði í Mýrdal, f. 1. febrúar 1895, d. 13. mars 1987, og Þorgerður Jónsdóttir húsmóðir frá Höfðabrekku í Hvammshreppi í Vestur-Skaftafellssýslu, f. 21. janúar 1897, d. 22. júní 1991. Bróð- ir Erlu var Erlendur forstjóri, f. 30. mars 1921, d. 18. mars 2002, kvæntur Margréti Helgadóttur húsmóður frá Seglbúðum í Land- broti. Systir Erlu er Steinunn Fink hjúkrunarfræðingur, f. 29. desem- ber 1924, gift Albert Fink lækni, búsett í Kaliforníu. Uppeld- isbróðir Erlu var Björn Berg- steinn Björnsson framkvæmda- stjóri, f. 3. október 1918, d. 26. nóvember 1986, kvæntur Ólöfu Helgadóttur hjúkrunarfræðingi frá Seglbúðum í Landbroti, þau Björn voru einnig bræðrabörn. Erla giftist 17.5. 1952 Gísla Felixsyni rekstrarstjóra frá Húsey í Vallhólmi í Skagafirði, f. 12.6. 25.10. 1971, er Vilhelm Henrý, f. 1.5. 2008. b) Steinunn, f. 10.11. 1980, í sambúð með Kenneth Strauss, f. 7.4. 1978. c) Ragnar, f. 17.10. 1982, kvæntur Ingu Þóreyju Óskarsdóttur, f. 20.10. 1983, dóttir þeirra Unnur Efemía, f. 12.1.2008. d) Þorgeir Gísli, f. 26.1. 1989. 3) Ómar Logi heilbrigðisfulltrúi og kennari, f. 1.7. 1958, kvæntur Ingi- björgu Sigurðardóttur leikskóla- kennara, f. 12.12. 1965, sonur þeirra er Þorgeir, f. 16.6. 1991. Fyrir átti Ingibjörg dótturina Kol- brúnu Ýri, f. 12.3. 1987. Ómar Logi á einnig tvö börn frá fyrra hjónabandi með Ingibjörgu Haf- berg, f. 29.7. 1961, Thelmu Silvíu, f. 10.1. 1986 og Gísla Loga, f. 9.2. 1988. Erla ólst upp í Vík í Mýrdal. Hún stundaði nám við Barna- og ungl- ingaskólann í Vík í Mýrdal, Kvennaskólann í Reykjavík og út- skrifaðist sem íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum á Laug- arvatni 1950. Erla og Gísli bjuggu tvö fyrstu hjúskaparárin á Dalvík og fluttu þaðan til Sauðárkróks árið 1954 þar sem þau hafa búið síðan. Erla vann sem íþróttakenn- ari fyrstu árin á Sauðárkróki, auk þess sem hún kenndi á sund- námskeiðum bæði á Sauðárkróki og í Varmahlíð í Skagafirði. Árið 1970 hóf hún störf á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga þar sem hún vann allt þar til hún hætti störfum vegna aldurs árið 1997. Útför Erlu fór fram frá Sauð- árkrókskirkju 20. september, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 1930. Foreldrar hans voru Felix Jós- afatsson kennari, f. 14.1. 1903, d. 21.2. 1974, og Efemía Gísladóttir húsmóðir, f. 4.3. 1902, d. 27.1. 1980. Erla og Gísli eiga 3 börn: 1) Einar deildarstjóri, f. 13.12. 1952, kvæntur Soffíu Þorfinnsdóttur bók- ara, f. 2.6. 1952, bú- sett á Sauðárkróki. Börn þeirra eru: a) Erla, f. 24.3. 1972, gift Karsten Rummelhoff, f. 13.10. 1973, dætur þeirra Soffía Hrafn- hildur, f. 25.1. 2003 og Kirsten Sól, f. 28.10. 2004. Erla á tvo syni frá fyrri sambúð, Kristþór Ragn- arsson, f. 7.5. 1990 og Gísla Felix Ragnarsson, f. 28.4. 1993. Faðir þeirra er Ragnar Einarsson, f. 25.8. 1968. b) Indriði Þór, f. 11.2. 1979, kvæntur Laufeyju Kristínu Skúladóttur, f. 8.10. 1979, dóttir þeirra Magnea Ósk, f. 9.11. 2007. c) Ísak Sigurjón, f. 29.5. 1980, sam- býliskona Pálína Ósk Hraundal, f. 8.3. 1982, dóttir þeirra Íris Ant- onía, f. 3.5. 2005. d) Rannveig, f. 2. 5. 1986. 2) Efemía Hrönn skóla- stjóri, f. 14.12. 1953, gift Skúla Ragnarssyni kerfisfræðingi, f. 15.7. 1954. Börn þeirra eru: a) Elín Sandra, f. 23.8. 1977, sonur henn- ar og Hjalta Sigurðssonar, f. Elsku Erla amma, það var erfitt að þurfa að kveðja þig í sumar vit- andi að við myndum aldrei njóta samveru þinnar aftur. Þó var gott að fá að eiga þessa kveðjustund og leyfa þér að sjá litla gullmolann okkar í síðasta sinn. Þér þótti svo vænt um öll litlu ömmubörnin þín og minntir okkur á hvað Magnea litla væri mikil guðsgjöf. Fjölskyld- an var þér afskaplega mikilvæg og þú hugsaðir svo sannarlega vel um allt þitt fólk. Að sjá hvernig þú tókst á veikindum þínum var aðdá- unarvert. Með sterkri trú, æðru- leysi og jákvæði fórstu í gegnum þennan tíma og kveiðst engu, þú vissir að þín biði betri vist á öðrum stað. Þeir sem voru svo heppnir að fá að kynnast þér fundu strax fyrir hlýjunni og góðvildinni sem ein- kenndi þig. Þú varst alltaf svo glæsileg og falleg að utan sem inn- an. Að koma til ykkar Gísla afa bæði á Hólaveginn og í bústaðinn voru okkar bestu stundir, okkur leið alltaf vel í návist þinni. Samverustundirnar í sumarbú- staðnum koma strax upp í hugann er við hugsum til þín elsku amma. Þar hafið þið afi lagt hjarta ykkar og sál í að skapa ævintýralegt um- hverfi. Þessi staður er og verður ykkar staður, þarna voruð þið á heimavelli og nutuð hverrar einustu stundar. Sumarbústaðurinn Höfða- sel er líka okkar uppáhaldsstaður, þaðan eigum við margar yndislegar minningar. Það var mikil upplifun fyrir lítinn strák að fá að dvelja hjá ömmu og afa í sumarbústaðnum. Minningar um veiðiskap, busl í tjörnunum, berjatínslu, kvöldbænir og veðurfréttir á rás 1 undir logum olíulampanna á veggnum eru minn- ingar sem ekki gleymast. Að fá að gifta okkur á þessum einstaka stað voru mikil forréttindi. Við munum aldrei gleyma því sem þú sagðir okkur að þú hefðir kveikt á kerti úti á palli mörg kvöld og beðið fyrir okkur og deginum okk- ar. Það gekk allt vel, dagurinn var yndislegur og við fengum fullkomið veður. Þú varst alltaf í góðu sam- bandi við æðri máttarvöld. Það var svo fallegt að fylgjast með sambandi ykkar Gísla afa, svo samstiga og einhuga í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir hendur og studd- uð hvort annað ef eitthvað bjátaði á. Það var yndislegt að sjá ykkur leið- ast hönd í hönd í einum af ykkar mörgu göngutúrum um bæinn. Þið voruð okkur fyrirmynd í einu og öllu. Við þökkum Guði fyrir allar sam- verustundir okkar með þér og biðj- um hann að styrkja Gísla afa í sorg- inni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Indriði, Laufey og Magnea Ósk. Við systkinin viljum minnast ömmu okkar í nokkrum fátæklegum orðum. Elsku Erla amma það er skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur á Hólaveginum eða í sumarbústaðnum. Hins vegar erum við jafn viss og þú varst um að þú sért nú á enn betri stað. Stað þar sem þú getur fylgst með okkur eins og englarnir sem þú sagðir okkur að pössuðu okkur þegar við þyrftum á að halda. Við áttum ekki von á því þegar við fórum norður í sumar að sú samverustund okkar yrði sú síð- asta. Það var alltaf yndislegt að fá að vera hjá ykkur á töfrastaðnum í Skagafirðinum. Fá að veiða með afa, fara í gönguferðir í fjörunni, reka beljur á Höfða, skoða fuglana, veiða síli og tína ber. Það var alltaf hægt að treysta á töfrastaðinn Höfðasel og treysta á Erlu ömmu. Við minnumst þín elsku amma sem mikillar konu sem vissi hvað skipti máli í lífinu. Þú hugsaðir ávallt vel um þína og við erum þakklát fyrir að þú sért amma okkar. Það er okk- ur mikils virði að þú hafir haft tæki- færi til að sjá börnin okkar, Unni Efemíu og Vilhelm Henrý. Það hryggir okkur hins vegar að sú kynni séu ekki lengri. Þú lítur kannski eftir þeim fyrir okkur ef þú mátt vera að. Við biðjum að heilsa Falínu ef þú sérð hana. Þín barna- börn, Elín Sandra og Ragnar. Í gær, laugardaginn 20. septem- ber, var hér á Sauðárkróki borin til hinstu hvílu Erla Einarsdóttir. Ég kynntist Erlu nokkru fyrir síðustu aldamót. Hún var kona Gísla Fel- ixsonar yfirmanns míns er ég vann hjá Vegagerð ríkisins á Sauðár- króki. Þannig stóð á að maður hennar veiktist og þurfti að fara á sjúkrahús. Hann bað mig að leysa sig af á skrifstofunni sem ég gerði. Þá kemur hún á skrifstofuna til mín og spyr mig að því hvort ég væri ekki fáanlegur til að létta eitthvað á manni sínum á skrifstofunni er hann kæmi aftur til vinnu. Svona var Erla, hún hugsaði fyrst og fremst um velferð síns ástkæra eig- inmanns og að reyna með einhverj- um hætti að létta honum lífsbarátt- una. Eftir að ég hætti á vinnumarkaðnum kynntist ég þeim hjónum betur er ég heimsótti þau á heimili þeirra eða í sumarbústaðinn sem þau dvöldu langdvölum í á sumrin. Alltaf sýndi hún mér vin- skap og hlýhug í hvert sinn er ég heimsótti þau hjónin. Hún lifði heil- brigðu lífi alla tíð og hreyfði sig mikið. Þau hjón voru afar samrýmd og var hjónaband þeirra til stakrar fyr- irmyndar. Þau sáust ganga langar göngur hlið við hlið á hverjum degi sem sæmilegt veður var. Ég komst að því að Erla var trúuð kona. Hún trúði því og var alveg viss um að líf væri eftir þetta líf. Hún veiktist í sumar af ólæknandi sjúkdóm sem dró hana til dauða eftir stutta legu á Sjúkrahúsi Sauðárkróks. Það sló mig illa er ég frétti að Erla lægi mikið veik á sjúkrahúsinu ég ákvað að heimsækja hana vegna gamalla og góðra kynna. Við spjölluðum saman og sagði hún mér frá sjúk- dómi sínum og að ekkert biði sín nema þetta eina sem bíður okkar allra. Svona er lífið sagði hún. Þarna kynntist ég því hvað Erla var sterk kona. Hún talaði við mig um það sem framundan væri hjá sér og að hún kviði ekki endalok- unum. Ég heimsótti hana nokkrum sinnum og sá að lífsþrótturinn dvín- aði nokkuð ört. Því miður skortir mig orð til að lýsa til hlítar þessari andlega sterku og trúuðu konu. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Erlu og Gísla fyrir vini. Guð blessi minn- ingu hennar. Ég bið almáttugan guð að styrkja eftirlifandi mann hennar og afkom- endur þeirra á þessum sorgartím- um. Missir þeirra er mikill. Alfreð Jónsson, fyrrverandi vegaverkstjóri. Erla Einarsdóttir lést eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein að morgni fimmtudagsins 11. sept- ember. Þótt fjölskyldu hennar og vinum hafi verið ljóst nánast frá því meinið var greint að lækning væri varla möguleg og endalokanna ekki langt að bíða er það nú ævinlega þannig, að þegar stundin rennur upp eru allir jafn óviðbúnir. Enginn má þó sköpum renna og það væri vissulega ekki í hennar anda að láta hugfallast, en halda fremur til haga góðum minningum um gengna heiðurskonu. Sá sem þessar línur ritar var um árabil starfsfélagi Erlu heitinnar og ef lýsa ætti henni sem samstarfs- manni í þremur orðum koma upp í hugann iðjusemi, vandvirkni og skyldurækni framar öðru. Erla var alúðleg við samstarfsfólk sitt, og viðmótsgóð og hreinskiptin við þá sem hún átti samskipti við í starfi. Henni var ákaflega annt um að allt sem hún kom að væri óaðfinnanlega af hendi leyst og vönd að virðingu sinni í hvívetna. Gísli, eiginmaður hennar, sinnti lengst af ákaflega er- ilsömu starfi sem rekstrarstjóri Vegagerðarinnar hér um slóðir og má segja að starfið hafi elt hann nánast allan sólarhringinn, hvar sem hann var staddur. Erla veitti honum það lið sem hún mátti í ann- ríki daganna og ekki síst með því að hann gat alltaf átt víst skjól á sínu góða heimili. Gísli hefur nú um ára- bil átt við vanheilsu að stríða og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig Erla nánast lagði allt í sölurnar til að honum gæti lið- ið sem best, þrátt fyrir veikindin. Hans er nú missirinn mestur, þótt ekki sé dregið úr því að öll fjöl- skyldan sér nú á bak því lífsakkeri, sem Erla var þeim öllum. – Að leiðarlokum eru Erlu færðar þakkir fyrir áratuga vináttu og samstarf um leið og Gísla og öðrum í fjölskyldunni eru fluttar innilegar samúðarkveðjur. Guðbr. Þorkell Guðbrandsson, Sauðárkróki. Okkar kæra vinkona, Erla Ein- arsdóttir, er látin. Kynni okkar hófust fyrir hartnær 40 árum þegar fastmælum var bundið að Erla og Gísli, maður hennar, byggðu sér sumarhús í landi okkar. Sú ákvörðun varð upp- hafið að einlægri vináttu sem hald- ist hefur óslitin síðan. Í Höfðaseli byggðu Erla og Gísli upp sælureit sem varð þeirra griðastaður. Fjöl- skyldan öll kom að uppbyggingu staðarins og dvaldi þar löngum með Erlu og Gísla. Aldrei var Erla glað- ari en þegar fjölskyldan var öll sam- ankomin. Oft var einnig gestkvæmt hjá þeim enda höfðingjar heim að sækja. Samheldnari hjón var vart hægt að finna og báru þau mikla virðingu hvort fyrir öðru. Í dag er Höfðasel gróðurvin og mikil prýði í landinu. Erla unni þessum reit og sagði oft að þetta væri fallegasti staðurinn í Skagafirði. Hún var mikill náttúruunnandi og kunni hvergi betur við sig en í mónum við berjatínslu. Í okkar huga er það táknrænt að þegar Erla kveður skarta haustlitirnir sínu fegursta í hvamminum hennar. Erla var vönduð kona, sterkur og traustur persónuleiki. Trygglyndi og hjálpsemi var henni í blóð borin. Hún hafði sterkar skoðanir og var fylgin þeim og sínum málstað. Erla fylgdist grannt með sínum nánustu og þeim sem henni þótti vænt um og greiddi þeirra götu sem best hún gat. Við ásamt börnum okkar fórum ekki varhluta af þeirri gæsku og fyrir það fáum við aldrei fullþakkað. Upp í hugann koma margar minningar því ófáar samverustundir áttum við saman, ferðalög, matar- boð eða notalegt spjall á fallegu kvöldi. Allar þessar minningar eiga það sammerkt að vera fallegar og ljúfar og þær geymum við vel. Síð- astliðin ár, þegar hausta tók, var það orðin hefð að eyða saman síð- kvöldum uppi í Höfðaseli og meðal annars voru þá ráðnar gátur. Þá var glatt á hjalla, gruflað og hlegið langt fram á kvöld. Að sjálfsögðu voru svo veitingar bornar fram að hætti Erlu áður en heim var haldið. Kæri Gísli, missir þinn er mikill. Það er okkar einlæg ósk að þú finn- ir þér farveg til að halda áfram og að þú getir áfram notið þess að koma í Höfðasel og átt þar góðar stundir með fjölskyldunni, á staðinn sem þið Erla byggðuð upp saman og þótti svo vænt um. Við söknum vinkonu okkar og kveðjum hana með sorg í hjarta og þakklæti fyrir allt. Fjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu sam- úð. Kvöldskinið gullna dofnar senn og dvín, dagsljósið verður óðum rauðar glætur. Laufþreytu trjánna leggur inn til þín – þig langar ekki framar að vaka um næt- ur. Í köldum veðrum veitist lítið hlé, visnar hvert lauf og burtu feykjast lætur. Ó að þú hefðir eins og þessi tré eignazt á liðnu sumri dýpri rætur. (Ólafur Jóh. Sigurðsson) Guðrún og Friðrik, Höfða. Erla Einarsdóttir, kær vinkona, er látin. Við systkinin minnumst hennar með djúpri virðingu og þakklæti fyrir þá umhyggju og hlýju sem hún sýndi okkur alla tíð. Ekki er hægt að skrifa um Erlu án þess að minnast á Gísla, eiginmann hennar. Hjónaband þeirra var afar farsælt og einkenndist af ást, vin- áttu og samheldni. Leiðir þeirra heiðurshjóna og foreldra okkar lágu saman fyrir nær fjórum áratugum þegar Erla og Gísli föluðust eftir jarðskika til að byggja sér sum- arbústað á. Sumarbústaðurinn reis í fallegum hvammi upp með Höfða- ánni og varð að sannkallaðri paradís og ber þeim hjónum vitni um smekklegheit, natni og mikla vinnu. Þau byrjuðu strax að gróðursetja runna og tré sem nú eru mörg hver margar mannhæðir. Allt virtist vaxa og dafna í höndum þeirra í annars grýttum jarðvegi. Erla ræktaði líka grænmeti og matjurtir að ógleymd- um jarðarberjunum sem við fengum oft að njóta með þeyttum rjóma. En þau Erla og Gísli ræktuðu fleira en garðinn sinn. Þau lögðu mikla rækt við okkur systkinin á Höfða og fengum við öll að njóta elsku þeirra hvert á sinn hátt. Þótt langt sé á milli elsta og yngsta systkinisins eiga minningar okkar samhljóm. Á ákveðnu þroskaskeiði í lífi okkar vorum við daglegir gestir í sum- arbústaðnum og allaf var tekið jafn vel á móti okkur. Hlýtt bros, góðar veitingar og spjall var allaf í boði. Berja- og fjöruferðir með þeim voru ævintýri svo ekki sé talað um bátsferðirnar út í Þórðarhöfða. Allt- af bauðst Erla til að sjá um nestið og við hlökkuðum mikið til að sjá hvað leyndist í nestispakkanum. Við urðum aldrei fyrir vonbrigðum því hún hafði einstaka hæfileika til að töfra fram bakkelsi og góðan mat og gegnum tíðina fengum við oft að njóta þess. Um helgar var okkur oft boðið í sund út í Fljót og eftir sund- ið var ævinlega komið við á Ket- ilásnum og boðið upp á ís eða jafn- vel pylsu og kók. Það voru ófáar stundirnar sem við áttum með Erlu og Gísla og þegar við hugsum til baka finnst okkur allaf hafa verið sól og gott veður. Eftir að við urðum fullorðin og komum á heimaslóðirnar fóru börn- in okkar að venja komur sínar í sumarbústaðinn, sérstaklega voru „póstferðirnar“ þangað vinsælar. Tjörnin, lækurinn og gæska fólksins sem þar dvaldi dró þau til sín líkt og okkur. Nokkur þeirra eiga líka minningar um sundferðir og báts- ferðir út á vatnið. Með jólakortinu frá Erlu og Gísla höfum við oft fengið fallega ljósmynd, stundum af börnunum okkar, sem geymir fal- legt augnablik frá liðnu sumri. Sterk vinátta myndaðist milli for- eldra okkar og Erlu og Gísla. Þegar þau hættu að vinna dvöldu þau meira í sumarbústaðnum og þá gafst betri tími til samvista. Slík vinátta er ómetanleg og fyrir hana viljum við systkinin þakka. Foreldr- ar okkar hafa misst kæra vinkonu en vonandi getur Gísli áfram átt stundir í hvamminum sínum. Elsku Gísli og fjölskylda. Við vottum okkar dýpstu samúð. Minn- ing Erlu mun lifa í hjarta okkar. Systkinin frá Höfða, Grétar, Þórleif, Guðný, Anna Steinunn og Elfa Hrönn. Erla Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.