Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 33
áhugavert safn sem reist hefur ver- ið til minningar um John F. Ken- nedy, en það er til húsa í gamla bókasafninu þaðan sem Oswald á að hafa skotið forsetann. Á götunni fyrir utan eru svo tvö X þar sem skotin hæfðu Kennedy. Að öðru leyti var fátt að sjá í Dallas. Nasa og Elvis Næsti áfangastaður var nærri smábænum Fredericksburg í Tex- as, en þar býr myndlistarmaðurinn Jóhann Eyfells, sem undirritaður er skírður í höfuðið á. Þar sinnir Jó- hann listsköpun á stórri jörð, auk þess að reka listasafn til minningar um eiginkonu sína, myndlistarkon- una Kristínu Eyfells. Þangað var sérstaklega gaman að koma, og ættu allir Íslendingar sem eiga leið um svæðið að kasta kveðju á gamla manninn. Við gistum eina nótt í Houston, og skoðuðum geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, daginn eft- ir. Þaðan fórum við til New Orleans þar sem við gistum í tvær nætur. Hamfarirnar fyrir þremur árum hafa óneitanlega sett svip sinn á borgina, þá sérstaklega í úthverf- unum. Við gistum hins vegar í mið- borginni sem iðaði af mannlífi, og í raun má segja að New Orleans hafi verið skemmtilegasta borgin í ferð- inni, ásamt San Francisco. Því næst héldum við aftur í norður, en næsti stóri viðkomustaður var Memphis, heimaborg Elvis. Líkt og flestir ferðamenn sem þangað koma fórum við í Graceland þar sem kóng- urinn bjó, skoðuðum húsið hans, bíla- safn, flugvélar og grafreit, sem var bæði áhugavert og skemmtilegt. Á leiðinni til Chicago gistum við eina nótt í St. Louis sem er hvað þekktust fyrir hið glæsilega Jeffer- son-minnismerki. Tvær nætur voru svo teknar í Chicago sem olli nokkr- um vonbrigðum, þótt vissulega hafi verið gaman að fara upp í hæstu byggingu í Bandaríkjunum, Sears- turninn, auk þess sem við gengum í barndóm og heiðruðum Michael Jor- dan með því að heimsækja brons- styttu af kappanum. Undarlegar röksemdarfærslur Sérstök áhersla var lögð á að heimsækja afar sérstakt sköp- unarsögusafn, Creationist Museum, í Kentucky, en þar hefur gríðarlegu fé verið varið til þess að reisa safn til stuðnings sköpunarsögu biblíunnar. Áhugaverðasti hluti safnsins snýst um að færa rök fyrir því að heim- urinn sé aðeins nokkur þúsund ára gamall, og þar með risaeðlurnar. Í stuttu máli má segja að nánast hver einasta röksemdafærsla á safninu sé fjarstæðukennd, og raunar safnið í heild sinni. Það merkilega var þó að við virtumst vera eina efasemd- arfólkið í öllu safninu, en mörg hundruð manns voru þar á sama tíma og við. Höfuðborgina Washington þarf vart að kynna, en þar skoðuðum við Hvíta húsið, þinghúsið, hæstarétt, listasöfn og fleira skemmtilegt. Það sem stóð þó upp úr var hið gríð- arlega áhrifaríka helfararsafn sem þar er, og lætur líklega engan ósnortinn. Philadelphia er falleg borg, en meginmarkmiðið þar var að skoða Liberty bell, eitt helsta minn- ismerkið um sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna. Eftir stutta heim- sókn til ættingja í Connecticut end- uðum við svo í New York föstudaginn 25. júlí, en þá borg þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Undirritaður flaug svo heim hinn 26. júlí, en þre- menningarnir vörðu viku í New York. Gleymist aldrei Hér hefur verið farið hratt yfir sögu, og aðeins hápunktar nefndir á hundavaði. Það sem stendur þó ekki síður upp úr eftir þessa miklu ferð er hin „venjulega“ Ameríka, þjóðveg- irnir, smábæirnir og sveitirnar. Um leið og við vildum sjá allt það mark- verðasta sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða langaði okkur að sjá hvernig þetta umdeilda og öfgakennda land er í raun og veru. Það tókst. Auðvitað er ekki hægt að koma næstum því öllu sem við upplifðum til skila í greinarstúf sem þessum, held- ur er þessi grein meira hugsuð sem leiðarvísir fyrir þá sem hafa hug á að fara í svipað ferðalag. Ekki er annað hægt en að mæla með þeirri leið sem við fórum, enda munum við aldrei gleyma þessum 26 góðu dögum í júlí. Sjá má fleiri myndir frá ferðinni á slóðinni hardnandi.blogspot.com. Carhenge í Nebraska Afbökun listamannsins Jim Reinders á Stonehenge. jbk@mbl.is Í HNOTSKURN »Alls voru eknir 12.800 kílómetrar á 26 dögum. Það gerir um 490km að meðaltali á dag. » Meðalhraði var líklega um 100 km/klst. Það má því ætla að hóp-urinn hafi varið um 128 klukkustundum í bílnum, eða um fimm tímum á dag. » Hópurinn var aðeins einu sinni stöðvaður af lögreglu í allri ferð-inni. Það gerðist í Nebraska. Lögreglukonunni fannst svo skemmtilegt að stöðva Íslendinga að hún sleppti þeim með viðvörun, þótt ekið hafi verið um 20 kílómetrum yfir hámarkshraða. » Áætlaður kostnaður við ferðina er rúmlega 400.000 krónur ámann. Inni í þeirri tölu er flug frá Keflavík til New York, frá New York til San Francisco, bílaleigubíll, eldsneyti, öll gisting og matur. Ferðin hefði þó getað orðið ódýrari því ódýrasti bíllinn var ekki tek- inn, og ódýrasta gisting var ekki alltaf valin. Töluverðar upphæðir spöruðust hins vegar á því að bílaleigan og eldsneyti deildist með fjór- um, og gistingin í flestum tilfellum. » Alls voru teknar um 3.000 ljósmyndir í ferðinni.» Lög ferðarinnar voru valin „Hvers vegna varst’ ekki kyrr?“ meðPálma Gunnarssyni og „Vídeósafnarinn“ með Vada. Hjá kónginum Tómas og Þórður við gröf Elvis Presley. Jóhann og Jóhann Listamaður heimsóttur í Texas. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 33                                        !"     # $ $ %&     & ' (   $ )  # $$  )      *  $ '  + $,  )& $ $' ! "#   " $ "$    %&       !- ' (    ")* *)"+* &  "  ,& , ""  (  "  ,  - ")*+   *  "  &  ,         - ")*  " )      ,   "  ( ./  0)  ./' (   (  *  *   *  (  )0* $  (  0   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.