Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 25
Ensslin, sviptu sig lífi með skotvopn- um, í Stammheim-fangelsinu í Stutt- gart. Í ljósi þess að Stammheim- fangelsið var það rammgerðasta sem nokkru sinni hafði verið byggt í Þýskalandi, og eftirlit þar mun strangara en títt var um sambæri- legar stofnanir, þótti mörgum kynd- ugt að RAF-fangarnir skyldu allir hafa orðið sér úti um skotvopn. Daginn eftir að forsprakkar Baa- der-Meinhof-hópsins féllu fyrir eigin hendi fannst svo líkið af Hans Martin Schleyer, sem hryðjuverkamenn- irnir höfðu tekið af lífi. Þrátt fyrir að seinni kynslóð RAF hafi látið að sér kveða endrum og sinnum alveg fram á tíunda áratug síðustu aldar má segja að mestur vindur hafi verið úr samtökunum eft- ir þetta ógnþrungna og mannskæða „þýska haust“, 1977. Uppgjör kynslóðar Kvikmyndin Der Baader-Meinhof- Komplex, sem nú er byrjað að sýna í Þýskalandi, og að standa tveir þungavigtarmenn úr þýsku kvik- myndalífi, framleiðandinn og hand- ritshöfundurinn Bernd Eichinger, auk leikstjórans Ulis Edels, er byggð á samnefndri bók Stefans Austs, sem var um árabil ritstjóri tímaritsins Der Spiegel. Þremenningarnir Aust, Eichinger og Edel eiga það allir sameiginlegt að vera af ’68-kynslóðinni. Og í það minnsta tveir þeirra, Aust og Edel, tóku virkan þátt í pólitískri baráttu þessarar kynslóðar. Aust tengist efninu einnig náið fyrir þá sök, að hann var góður kunningi Ulrike Meinhof, áður en hún sagði skilið við „venjulegt líf“ og gerðist borg- arskæruliði. Þau störfuðu m.a. saman við tímaritið Konkret, sem var eitt þekktasta málgagn rót- tækra menntamanna í Þýskalandi á sjöunda áratugnum. Ulrike Mein- hof var á þessum dögum þekkt fyr- ir greinar sínar í Konkret, sem þóttu bera vott um skarpa hugsun og gagnrýnið innsæi í þjóðfélags- mál. Því hefur verið haldið fram, að aðstandendur þessarar nýju mynd- ar séu að gera upp sakirnar við sína eigin kynslóð og þær hugsjónir sem ríktu í huga æskufólks á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Því þótt myndauganu sé fyrst og fremst beint að þeim hryðjuverk- um, sem félagar í Baader-Meinhof- hópnum stóðu fyrir, vekur myndin jafnframt þá spurningu, hvernig menntað og upplýst fólk gat turn- ast í eins konar „ófreskjur“, sem hugsuðu ekki um annað en að meiða fólk og drepa. Kvikmyndin er því öðrum þræði úttekt á þeim hugmyndalegu og tilfinningalegu hræringum, sem leiddu þetta unga fólk út á ógæfubraut manndrápa og hryðjuverka. Í því sambandi veltir hún upp þeirri siðferðilegu spurningu, hversu langt mönnum leyfist að ganga í baráttu sinni fyrir „betri og réttlátari“ heimi. Félagarnir í Baader-Meinhof- hópnum voru sannfærðir um, að með því að myrða þá sem þeir álitu holdgervinga auðhyggju og mann- fjandsamlegrar þjóðfélagsskipunar væru þeir að losa þjóðina við ákveðna meinsemd. Óvirðing við fórnarlömb? Þrátt fyrir að kvikmyndin Der Baader-Meinhof-Komplex sé frá- leitt tilraun til að réttlæta hryðju- verk hafa nokkrir aðstandenda þeirra, sem félagar hópsins myrtu á sínum tíma, látið í ljósi efasemdir um réttlæti þess að gera eins konar spennumynd úr þessum efnivið. Þeir líta svo á að það sé óvirðing við alla, sem eiga um sárt að binda vegna manndrápa hópsins, að sýna morðingjana í því ljósi sem gert er í myndinni. Jafnvel minnsta við- leitni til að skilja og skýra þær hvatir, sem bjuggu að baki aðgerð- um hópsins, feli í sér ákveðinn vísi að réttlætingu á hryðjuverkunum. Þessu hafa aðstandendur kvik- myndarinnar vísað á bug. Með því að bregða ljósi á þennan blóði drifna kapítula þýskrar nútíma- sögu segjast þeir einungis vilja vekja fólk til umhugsunar um heiminn sem við lifum í, enda hafi það löngum verið – og sé enn – eitt mikilvægasta hlutverk listarinnar. stsins“ » Skálmöld ríkti íÞýskalandi á áttunda áratug síðustu aldar, þegar hryðjuverkamenn Baader-Meinhof-sam- takanna létu sem mest að sér kveða. Ný kvik- mynd um þetta tímabil, Der Baader-Meinhof- Komplex, hefur vakið mikið umtal og ýft upp gömul sár. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 25 hafið sigldi Brúarfoss inn í höfnina í Reykjavík í suðaustanroki og rign- ingu. Þeir Jóhannes og Magnús hófu störf hjá Flugfélagi Íslands, og áttu báðir stórmerka flugsögu að baki þegar yfir lauk. Magnús hvarf til Loftleiða 1947, var boðið starf flugstjóra á Skymaster-flugvélinni Heklu, en Jóhannes var áfram hjá Flugfélaginu. Hann er nú látinn. Höfundur er fyrrv. flugstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.