Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lárus Lárussonfæddist í Reykjavík 4. febr- úar 1942. Hann lést á heimili sínu 10. september síð- astliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðmundur Lárus Jónsson, f. 11. júlí 1885, d. 31. júlí 1941, og Hild- ur Magnúsdóttir f. 4. apríl 1908, d. 17. október 1974. Lár- us var yngstur systkina sinna. Hálfsystkini Lárusar voru Jón Lárusson, f. 31.7. 1908, d. 20.3. 1986, Ásta Sóley Lárusdóttir, f. 15.11. 1927, d. 15.6. 2008, Unn- steinn Lárusson, f. 29.10. 1930, d. 1.1. 1960, og Guð- mundur Magnús Sigurgeirsson, f. 15.6. 1938, d. 14.5. 1968. Bróðir Lár- usar er Jóhann K. Lárusson, f. 29.8. 1929. Útför Lárusar fór fram frá Bústaðakirkju 16. september. Kæri vinur, hvar á ég að byrja? Alveg frá því að við kynntumst ólst og tókst strax með okkur vinskap- ur sem entist okkur afar vel. Í bernskuminningum mínum man ég vel eftir mörgum leikjum sem við strákarnir lékum okkur. Boltaleiki og fleiri sem krakkar léku í þá daga. En einn er þó mér efst í minni. Það var þegar að þú Lalli minn fórst með okkur í ridd- araleikinn um Prins Valíant og aðra frækna riddara, og þú gafst og skreyttir okkur vinina með orð- um að launum fyrir prúða og ridd- aralega framkomu. Og svo var far- ið og fengið sér kaffi, kex og mjólk hjá Hildi mömmu. Þetta eru ynd- islegar minningar. Þú varst mikill heimagangur hjá mér og fjöl- skyldu. Og átt marga góða vini hvaðanæva að, allir þekktu hann Lalla sinn. Í langan tíma varstu hjá frænda þínum Unnsteini og fjöl- skyldu vestur á Mýrum. Notaðirðu flestallar helgar og frídaga til að fara upp í hjólhýsi sem þið frændur voruð búnir að gera að paradís. Þar áttir þú góðan vin og frænda. Fimmta þessa mánaðar komum við 25 strákar (eins og þú kallaði okkur gjarnan) saman hjá Helga í Góu. Þar áttum við góðar og ynd- islegar stundir og ekki gat maður séð á þér, vinur minn, hve veikur þú varst orðinn. Þannig er þér best lýst, Lalli minn, bitið á jaxlinn og enga vorkunn. Lalli minn var við stjórn vinnuvéla hjá Ríkisskip, Nathan & Olsen og svo síðustu 15– 20 árin hjá vini sínum Viggó sem reyndist honum afar vel. Ég kveð þig, elsku vinur, með söknuð í hjarta og veit að guð tek- ur vel á móti þeim sem hann elsk- ar. Þinn vinur Orville. Hann Lalli „frændi“ er látinn og harmur okkar er mikill. Fréttin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og erum við enn ekki búin að átta okkur á þessu að fullu. Hvað er hægt að segja um hann Lalla? Okkur er orða vant en eitt er víst að ljúfari og betri mann er erfitt að finna, okkur var hann ávallt sem einn af fjölskyldunni og verður okkur í huga og hjarta um alla ævi. Lalli okkar, við viljum kveðja þig með einu fallegasta ljóði sem við höfum komist í kynni við og biðjum almáttugan Guð að geyma þig í faðmi sínum. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin, sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Faðir minn, láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni, vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Við biðjum góðan Guð að vernda og styrkja alla vini og ættingja á þessum erfiðu tímum. Hinsta kveðja, Elías Utley, Ásthildur Ósk og synir. Okkar kæri vinur Lalli er nú bú- inn að kveðja okkur eftir stutt veikindi. Það er margs að minnast um samveru okkar og Lalla. Ég kynntist honum fyrir 46 árum þeg- ar ég hitti eiginmann minn Olla en þeir voru æskuvinir. Í minningunni var Lalli alltaf kátur og glaður, hann var mikill heimagangur hjá Gunnu ömmu manns míns og móð- ursystur hans, henni Öldu. Þá voru sunnudagarnir hjá Gunnu ömmu hans Olla margir hverjir skemmti- legir, því þó að Lalli minn væri matmaður var engu tauti við hann komið að hann fengi sér grænar baunir á diskinn, „ég borða ekki svoleiðis rusl“ sagði hann. Síðar þegar við Olli minn fórum að búa og eignuðumst okkar börn, létum við skíra einn drenginn okk- ar í höfuðið á mömmu hans Lalla, henni Hildi. En hún kom til mín í draumi og vitjaði nafns. Eldri drengir okkar kynntust Hildi, eða Hiddu eins og þeir kölluðu hana. Hún var eins og Lalli minn afar góð við okkur. Lalli var alltaf tryggur sínum vinum og kom reglulega í heim- sókn. Hann bjó alltaf einn fyrir ut- an þann tíma sem að hann átti tík- ina hana Perlu, en þau voru líka algerlega óaðskiljanleg. „Hundur- inn er besti vinur mannsins“ sagði Lalli minn alltaf. Hann var alltaf duglegur að vinna, sleppti varla degi úr þótt hann væri lasinn. Þegar maður sagði honum að hann ætti sína veikindadaga svaraði hann „hvað heldurðu að að hanga heima flýti fyrir batanum?“ Lalli var búinn að hugsa um að selja íbúðina sína og kaupa sér húsbíl sem hann ætlaði að ferðast á til frænku sinnar í Danmörku og bróður síns í Þýska- landi. Hafði einn sona minna Sóli ætlað með honum sem ferðafélagi. En Lalli minn fór bara einn í sína síðustu ferð og er kominn til mömmu sinnar og bróður síns, og sjálfsagt Perlu sinnar líka og líður núna vel. Ég kveð Lalla minn með sökn- uði, því nú kemur hann ekki inn í kaffi eða mat hjá okkur. Ég veit að strákarnir mínir eiga eftir að sakna hans mikið og við öll. Það væri hægt að skrifa miklu meira um þig, Lalli minn, en ég læt þetta duga en á hitt í minningu með mér. Hvíldu í friði, kæri vinur, og þökk fyrir að kynnast þér. Þín vinkona Hulda Sigurbjörnsdóttir. Nú er hann farinn, hann Lalli frændi, eins og við kölluðum hann alltaf. Hann var partur af tilverunni í uppvexti mínum í Laxárholti. Hann kom í jólafríum, páskafríum og sumarfríum, og nokkrum sinnum var hann heimsóttur í vinnunni í Reykjarvíkurferðum. Hann kom oft með afþreyingu sem maður fékk að njóta með honum eins og myndasögur og myndbönd. Ég man aldrei eftir honum nema glöð- um og gamansömum. Þetta var eins og hann væri að koma með gull þegar hann kom með pokana af morgunkorni. En Lalli vann hjá heildsala og fékk margt á góðum kjörum, svo sem brauð sem hann fékk hjá bakara nokkrum, það var gott að laumast í sætabrauðið sem slæddist með í brauðpokunum. Hann spurði mig sem tátu hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, ég man ekki alveg hvað ég sagði; minnti hann mig á þegar ég var flutt vestur að ég væri nú á skjön við það en ég ætlaði alls ekki að búa í sveit eða eiga börn, hvað þá að kenna. Þegar ég varð 18 ára og mátti kjósa en var ekki viss um hvað ætti að kjósa, hlustaði ég á Lalla og hans skoðanir á stjórnmálum. Nú kveð ég Lalla og geymi allar góðu minningarnar um hann. Silja Björg Jóhannsdóttir. Mínar fyrstu minningar um góð- an og yndislegan, vin sem fallinn er nú frá, eru frá æsku minni. Þegar ég vissi að Lalli (frændi) minn væri kominn í heimsókn, var það eins og að ég ætti annan afmælisdag. Því hann Lalli minn var nefnilega eins og gamall höfðingi frá því fyrr á öldum sem kom aldrei tómhendur í heimsókn. Ég tala nú ekki um þeg- ar börn voru á heimilinu. Með aldrinum fannst mér svo gott og hlýlegt að fá hann Lalla minn til okkar. Hann var bæði skemmtilegur í tali og frjálslegur í fasi, tók engu of alvarlega og hélt fast í barnið í sjálfum sér. Það gladdi mig að sjá þá æskuvini Lalla og pabba skjóta hvorn á annan, þeir voru eins og tveir sex ára að rífast um hver ætti að vera með vörubílinn í sandkassanum. Allt var þetta þó í mesta bróðerni og við strákarnir og mamma hlógum dátt að þessu háttalagi þeirra. Ég fékk þau forréttindi að vera mikið nálægt þér síðustu mánuði þína, elsku Lalli minn, og þann tíma mun ég hlúa að og minna sjálfan mig á að gæta að barninu í sjálfum mér og taka mig ekki of hátíðlegan. Það leið aldrei sá dagur sem við hittumst að þú hrósaði mér ekki og þakkaðir mér fyrir að vera hjá þér. Það átti að vera öfugt, Lalli minn, ég átti að hrósa og þakka þér fyrir að gefa mér það dýrmætasta af öllu, „tíma“. Við ætluðum saman í Evrópuferð á næsta ári. En þá ferð, hvenær sem af verður, verð ég að fara með þig í mínu hjarta. Og það ferðalag sem þú ert á núna verður þú að fara einn, elsku Lalli minn. Ég kveð í bili, minn kæri vinur, og ég veit að við munum hittast síðar. Þinn vinur Sólbjartur Óli. Lalli frændi. Ef það voru á boðstólum skonsur eða pönnukökur, þá brosti hann Lalli frændi marga hringi, hann elskaði svoleiðis bakkelsi. Ég man fyrst eftir Lalla þegar hann kom í Laxárholt 12 ára gamal en ég var þriggja ára. Í sveitinni voru oft nokkrir sumarkrakkar til að aðstoða við heyskap og skottast eftir kúnum. Stundum fjör og þeir sem yngri voru, sem í þessu tilfelli var ég, drógust aftur úr eða duttu á hnén við að reyna að hafa við hin- um eldri. Alltaf var það Lalli sem sneri við og huggaði og dröslaðist með mig og hjálpaði mér. Svo kom hann stundum á haustin að smala í réttir. Svo liðu árin, ég fór að vinna fyr- ir sunnan og við stelpurnar skruppum á böll í bænum. Eitt sinn er ég stóð í langri biðröð við Röðul heyri ég kallað: „Nína frænka!“ Jú, jú, enginn annar en Lalli, sem var við dyrnar ásamt kunningjum sín- um. „Hva við reddum þér inn, Gulli hleypir okkur inn maður!“ Þegar inn var komið var náttúrlega mesta fjörið hjá Lalla og vinum hans, Lalli átti staðinn, eins og sagt er. Eftir ballið var farið niður á BSÍ og pantaður sviðakjammi, uppáhald Lalla. Síðan var mér skutlað heim. Lalli var mikill sprelli- og grall- arakarl, ég man ekki eftir honum í fúlu skapi. Ég gat alltaf leitað til hans, við hverju sem var. Þegar strákurinn minn var um tveggja ára kom hann í kaffi og sagði svo: „Hva, á ekki að fara með litla frænda í Húsdýragarðinn?“ Það var nýbúið að opna hann þá. Margar voru ferðirnar sem við fórum ýmist í sveitina eða annað. Seinna, er ég eignaðist stelpuna mína, var hún auðvitað ekkert köll- uð annað en „litla frænka“. Um tíma skellti hann sér í hestamennskuna, og auðvitað var Nína frænka með. Hann keypti Jarp og Vinning. Vinningur var grár, yfirferðarmikill glæsiklár, og var Lalli aldeilis tignarlegur á honum. Síðan komu fleiri hestar og ég með einn, þá var allt á fullu í tamningum. Síðastliðin ár var hann kominn með hjólhýsi í Laxárholt, undir klettabelti við Laxárholtsvatn. Þá uppgötvaði ég enn nýja hlið á Lalla, hann hafði áhuga á blómum og trjárækt og fór að planta. Núna er orðinn smálundur þar. Honum þótti gaman að fylgjast með þröst- unum syngja og vappa í trjánum. Núna síðan í vor, þegar veikindi fóru að angra hann, var hann mestmegnis í sveitinni, í hjólhýs- inu sínu og hjá Diddu og Steina frænda sínum. Studdu þau hann og aðstoðuðu allt hvað þau gátu, svo að honum liði sem best. Núna síðustu dagana fyrir andlátið hafði hann skroppið í bæinn, að heim- sækja mig og Helga kunningja og kamparana. Já, Lalli var vinur vina sinna og góður frændi, hann skilur eftir sig skarð sem ekki er auðvelt að fylla, það var bara einn Lalli. Elsku Lalli frændi og félagi, þakka þér fyrir allt. Þín Nína frænka, Jónína Jóhannsdóttir. Lárus Lárusson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RAGNHEIÐUR K. ÞORKELSDÓTTIR, Sléttuvegi 19, Reykjavík, lést föstudaginn 26. september á Landspítalanum við Hringbraut. Þorkell Helgason, Björg R. Sigurðardóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Sigurður Geirmundarson, Sigfús Jón Helgason, Sólrún Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Júlíus Jónasson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR F. JÓNSSON bílamálarameistari, frá Hvammi í Dýrafirði, til heimilis á Háaleitisbraut 123, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi sunnu- daginn 21. september. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. október kl. 13.00. Jón Guðmundsson, Renate Gudmundsson, Gunnar B. Guðmundsson, Guðmundur Chr. Jónsson, Juliane Gudmundsson. Sími: 525 9930 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is Hótel Saga annast erfidr ykkjur af virðingu og alúð. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. Erfidrykkjur af alúð Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.