Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ M eð í för voru þau Tómas Hrafn Sveinsson, Þórður Snær Júlíusson og Hildur Guðjóns- dóttir. Undirritaður ákvað að fara með á allra síðustu stundu og hafði því lítið sem ekkert með skipulagn- ingu ferðarinnar að gera, en þre- menningarnir höfðu unnið að henni í nokkra mánuði. Ákveðið var að reyna að sjá sem allra mest á þeim mánuði sem áætlaður var í ferðina og í stuttu máli má segja að það hafi heppnast – undirritaður hefur aldrei séð svo margt merkilegt á svo stuttum tíma. Við flugum frá Keflavík til New York fimmtudaginn 26. júní, gistum eina nótt í New York og flugum svo til San Francisco. Þar vorum við yfir helgina, en lögðum svo af stað á vit ævintýranna mánudaginn 30. júní. Hinn 25. júlí, 26 dögum og 12.800 kílómetrum síðar, komum við svo á lokaáfangastað í New York. Leiðinlegur bíll Ekki er hægt að hefja ferðasöguna án þess að segja aðeins frá San Francisco, sem er mögnuð borg, og reyndar einn allra skemmtilegasti viðkomustaðurinn í ferðinni. Það kom okkur á óvart að þar var alls ekki of heitt, þótt við værum í Kali- forníu um hásumar. Helgin þar var einstaklega skemmtileg, við fórum til að mynda út í Alcatraz-fangelsið sem í daglegu tali er kallað The Rock, skoðuðum að sjálfsögðu Golden Gate-brúna og skelltum okkur í vín- smökkun í Sonoma-dalnum sem er rétt við Napa-dalinn. Eftir vel heppn- aða helgi lögðum við svo í hann. Fljótlega eftir að lagt var af stað komumst við að því að bíllinn sem við leigðum var ekkert sérlega góður. Um var að ræða Jeep Compass, á að giska árgerð 2006. Í fyrsta lagi var hann ekki með cruise control, sem við héldum að væri staðalbúnaður í öll- um nýlegum bílum í Bandaríkjunum. Þetta kom sér illa, enda keyrðum við samtals 12.800 kílómetra. Í öðru lagi var hann ekki með samlæsingu. Í þriðja lagi var hann ekki með hand- föngum fyrir ofan hurðirnar, sem eins og margir vita getur verið gott að halda í á löngum ferðalögum. Í fjórða lagi var hann ekkert sérlega rúmgóður. Og í fimmta lagi var hann ósmekklegur (sem er að vísu auka- atriði). Þrátt fyrir alla þessa galla var bíllinn langt frá því að vera sá ódýr- asti hjá Budget-bílaleigunni. Hann mátti þó eiga það að hann bilaði aldr- ei, og loftkælingin virkaði, sem voru kannski mikilvægustu atriðin. Skógareldar og GPS Það væri að æra óstöðugan að telja upp alla þá staði sem skoðaðir voru í ferðinni, og verður það því ekki gert. Í staðinn verður stiklað á stóru, og hápunktarnir teknir fyrir. Til stóð að keyra meðfram sjónum alla leiðina frá San Francisco til Los Angeles. Skógareldar í og við Big Sur gerðu það hins vegar að verkum að við þurftum að snúa við, og taka nokkuð stóran krók inn í landið til að komast þangað. Það kom ekki að sök, heldur var það ákveðið ævintýri út af fyrir sig – og í raun eina ævintýrið sem GPS-tækið okkar kom ekki í veg fyrir í allri ferðinni. Það má nefnilega segja sem svo að GPS-tækið hafi komið í veg fyrir öll meiriháttar mis- tök, það gat voðalega fátt klikkað. Tækið sagði okkur alltaf hvar við átt- um að beygja, og það var því ákaflega erfitt að villast, þótt við höfum að vísu lent í nokkrum minniháttar ógöngum. Þá var nánast ekki hægt að verða bensínlaus því með því að ýta á einn takka á tækinu fann það næstu bensínstöð. Það má því eig- inlega segja að ferðin hafi að sumu leyti verið leiðinlega örugg. Gróði í Las Vegas Í stuttu máli má segja að Los Ang- eles hafi valdið vonbrigðum. Þar var mikill hiti og mengun, alltof margir bílar og fátt sem gladdi augað. Við hegðuðum okkur því eins og mestu túristar, skoðuðum Hollywood- skiltið, stjörnurnar á gangstéttinni við Hollywood Boulevard, Venice Beach og Beverly Hills og drifum okkur svo út úr borginni og inn í Ne- vada-eyðimörkina áleiðis til næsta áfangastaðar – Mekka spilavítanna. Líkt og Los Angeles er Las Vegas ekki mjög spennandi borg. Þar snýst allt um peninga, sama hvert litið er, og stemningin er eftir því. Þá varð aldrei heitara í ferðinni en þar, en hitinn fór í 43 gráður. Á heildina litið eru spilavítin frem- ur dapurleg, þar má sjá fólk sem kemur víðs vegar að úr heiminum til þess eins að eyða peningunum sínum í vitleysu, og hugtakið spilafíkn er ef- laust á bannlista í borginni. Undirrit- aður var hins vegar búinn að ákveða að prófa að leggja 100 dollara á rautt í rúllettu, og láta þar við sitja, sama hvernig færi. Og viti menn – rautt kom upp, og yðar einlægur fór því 100 dollurum ríkari frá Vegas, þann- ig séð. Náttúran stóð fyrir sínu Næsti viðkomustaður var eins ólíkur Las Vegas og nokkuð gat orð- ið; hið mikilfenglega Miklagljúfur, Grand Canyon. Ekki þarf að fjölyrða um þann stað, enda gljúfrið eitt mesta náttúruundur veraldar. Við komum þangað seinnipart dags og vorum fram yfir sólsetur, sem var glæsilegt sjónarspil. Eftir á að hyggja gerðum við trúlega mistök með því að vera ekki lengur þar, og skoða gljúfrið betur, en við yfirgáfum það strax daginn eftir. Nú var haldið í norður til þeirrar merkilegu borgar Salt Lake City í Utah. Borgin er hvað þekktust fyrir þann mikla fjölda mormóna sem þar býr, og bar hún þess glöggt merki. Fátt bar til tíðinda í borginni, við skoðuðum Saltvatnið sjálft, sem var nokkuð magnað, enda er það svo salt að það er allt að því hreyfingarlaust. Þá skelltum við okkur rétt út fyrir borgina til hinnar gríðarlega fallegu Park City þar sem Sundance- kvikmyndahátíðin er haldin ár hvert. Yellowstone-þjóðgarðurinn var næsti viðkomustaður, og var hann einn mesti hápunkturinn, enda gríð- arlega fallegur staður. Þar er mikið dýralíf og komumst við meðal annars í návígi við villta vísunda, birni og dá- dýr. Þá eru þeir Yellowstone-menn gríðarlega stoltir af goshvernum sín- um, Old Faithful, en við Íslendingar köllum nú ekki allt ömmu okkar í þeim efnum, og satt best að segja er hann óttalega slappur samanborið við Strokk og Geysi. Þegar setið er í bíl eins lengi og við gerðum er nauðsynlegt að finna sér eitthvað til dundurs, og ekki síður að gera eitthvað til að halda bílstjór- anum vakandi. Þar komu þrír iPodar troðfullir af tónlist að góðum notum, en alls vorum við trúlega með um 200 gígabæt af tónlist. Hana gátum við sent þráðlaust í útvarpstæki bílsins með þar til gerðri græju – iTrip. Vin- sælast var að spila einhvers konar út- gáfu af Popppunkti þar sem einn gaf ýmsar vísbendingar um næsta lag sem hann ætlaði að spila, og hinir reyndu að giska á hvað það var. Þá var ferill heilu flytjendanna tekinn fyrir frá upphafi til enda. Þá má geta þess að með í för voru sérlega vand- aðir og skemmtilegir útvarpsþættir Gunnlaugs Jónssonar um hljómsveit- ina Nýdönsk, sem teknir voru í heild sinni einn daginn í miðríkjunum. En aftur að ferðinni. Frá Yellow- stone keyrðum við gríðarlega fallega leið yfir Klettafjöllin áleiðis til Mount Rushmore, þar sem þeir Wash- ington, Jefferson, Roosevelt og Lin- coln hafa verið höggnir út í bergið í fjallinu. Skemmtilegur staður, en þó ekki eins mikið sjónarspil og við höfð- um búist við. Í kjölfarið settum við stefnuna á hásuður, og keyrðum yfir Nebraska, Kansas og Oklahoma, áleiðis til Dall- as í Texas. Þar skoðuðum við mjög Marga hefur dreymt um að keyra um þver og endilöng Bandaríkin – fara í það sem í daglegu tali er kallað road trip. Jóhann Bjarni Kolbeins- son lét drauminn rætast ásamt þremur vinum sínum í byrjun júlí. Ljósmynd/Þórður Snær Júlíusson Sá hæsti Tómas, Jóhann og Hildur við Sears-turninn í Chicago. Niðri til hægri má sjá glitta í skó ljósmyndarans.         ! "#$# !#" $%! &#!'%( )#$$*%# &$+, '%( $$ -% #* $# #,.+ %/! - '+" '% 0+"% ' 1+$2#$.+ '#%-% %!'-3 -% -+,# 42 '( #2#&5-" #*!)& Svo miklu meira en Route 66 Kalifornía Nevada Arizona Utah Idaho Wyoming South-Dakota Nebraska Colorado Kansas Oklahoma Texas Louisiana Mississippi Arkansas Tennessee Kentucky Missouri Illinois Indiana Ohio West Virginia Virginia Maryland Delaware Pennsylvania New Jersey New York Connecticut 29 ríki voru heimsótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.