Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 5 8 4 HVAÐVILDIRÐU VERÐA ÞEGAR ÞÚYRÐIRSTÓR? Munið hlaupaprófið laugardaginn 4. okt. kl. 10! Kíktu á www.shs.is VEÐUR Björn Bjarnason setti fram hug-mynd um að Ísland gæti tekið upp evru með tvíhliða samningum við Evrópusambandið.     Björn taldi ekki ástæðu til að takamark á yfirlýsingum forystu- manna framkvæmdastjórnar ESB, sem hafa lengi talið slíkt útilokað.     Hann vildispyrja ráða- menn í aðildar- ríkjunum hver þeirra pólitíski vilji væri.     Þegar utanríkis-ráðherra Spánar var spurður, sagði hann nei.     Björn taldi ekki ástæðu til að takamikið mark á því. Hann skrifaði á vefsíðu sína að ráðherrann gæfi greinilega ekki mikið fyrir gagnrýni á Spáni á bankastjóra Seðlabanka Evrópu. Sá hefði sagt að sér bæri ekki fremur að taka tillit til vand- ræða á Spáni en seðlabankastjóra Bandaríkjanna til vanda í Texas. Bankastjórinn yrði áreiðanlega enn skeytingarlausari um efnahagsmál á Íslandi.     Í Staksteinum 6. september sl. varspurt: „Ef Björn Bjarnason telur að Evrópski seðlabankinn yrði skeyt- ingarlaus um efnahagsmál á Íslandi, af hverju vill hann þá láta kanna möguleikana á að tengjast bankanum og myntbandalagi Evrópu með tví- hliða samningum við Evrópusam- bandið?“     Þetta telur Björn, í grein hér íblaðinu í gær, til marks um „ein- staka stimamýkt“ Staksteina í garð spænska utanríkisráðherrans!     Fyrst Björn hefur svona gaman afað berja höfðinu við steina, er honum alveg velkomið að nota Stak- steina líka til þess arna. STAKSTEINAR Björn Bjarnason Höfðinu barið við Staksteina                            ! " #$    %&'  ( )                   * (! +  ,- . / 0     + -          !   !               "" #" #   12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  ( !       $  "" #" #             :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).? #$ #$   !#$$  #$ #$   !#  #$   !# !# !#  #  #  #                         *$BCD                         ! " #$  *! $$ B *!   % & '" "&"    ( <2  <!  <2  <!  <2  % '  ") * +",-  DE $ -               8   %& '  ( %   )    *    +   ,        6  2  %  & - #  .  +          ' '         ,(        B  %&  #$              !     ./ ""00 " "1  ") * "2 #" (& " #" # Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR Eftir Gunnlaug Auðun Árnason Stykkishólmur | Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er fluttur heim í Hólminn eftir að hafa starfað erlend- is mestan hluta sinnar starfsævi, í yf- ir 45 ár. Fyrir nokkrum árum keypti hann gamalt hús í Stykkishólmi, Berg, og lét endurbyggja það í þeim tilgangi að eiga þar heima þegar hann léti af starfi ytra og flytti til Ís- lands. Hann starfaði í 34 ár við há- skólann í Rhode Island í Bandaríkj- unum og er kominn á eftirlaun. „Það hefur lengi blundað í mér að koma aftur á bernskustöðvarnar. Það er enn svo bjart yfir minningunum og hér er engin hætta á að mér leiðist.“ segir Haraldur. Fyrir nokkru var haldinn fjölsótt- ur almennur fundur í Stykkishólmi þar sem Haraldur Sigurðsson kynnti hugmynd sína að stofnun Eld- fjallasafns Íslands sem staðsett yrði í Stykkishólmi. Ástæðan er sú að Haraldur flytur með sér frá Bandaríkjunum mikið safn muna og bóka sem tengjast eld- fjallafræði heimsins og sögu og safn hans yrði hluti af safninu í Stykk- ishólmi. „Árið 2005 kom ég þeim boðum til ríkisstjórnar Íslands að ég væri tilbúinn að gefa íslenska ríkinu safn mitt með það í huga að það yrði varð- veitt og gert aðgengilegt vís- indamönnum og almenningi. Ís- lenska ríkið hefur tekið málið til athugunar og það hefur kostað flutn- ing á safninu til Íslands. Enn sem komið er hefur engin frekari ákvörð- un verið tekin af hálfu ríkisstjórn- arinnar,“ segir Haraldur í viðtali við fréttaritara. Kynning á safninu í gamla samkomuhúsinu næsta sumar Haraldur hefur mikinn áhuga á að koma hugmyndinni í framkvæmd. „Á meðan beðið er eftir frekari við- brögðum frá því opinbera hefur ver- ið ákveðið í samráði við Stykk- ishólmsbæ að stofna til kynningar- sýningar á hluta safnsins í gamla samkomuhúsinu í Stykkishólmi næsta sumar. Á næstunni verður skipuð nefnd til að koma sýningunni á koppinn. Sýningunni er ætlað að kynna al- menningi hugmyndina um eld- fjallasafnið og renna sterkari stoðum undir að reisa í Stykkishólmi viðeig- andi Eldfjallasafn Íslands,“ segir Haraldur. Hann hefur skýrar hugmundir um hvernig eldfjallasafnið eigi að vera. Safnið á að vera alþjóðasafn þar sem allar hliðar eldfjallafræðinnar koma við sögu sem og áhrif eldgosa á mannlíf og viðbrögð mannkyns við eldgosum, og þá sérstaklega í mynd- list og í sögu. Þetta á að vera lifandi safn í tenglum við háskóla, fram- haldsskóla og grunnskóla. Verklegi þátturinn er svo stutt frá okkur. Snæfellsnesið er vasaútgáfa af allri jarðfræði Íslands. Haraldur segist snemma hafa fengið áhuga á söfnun. Hann hafi safnað efni sem tilheyrir eldfjöllum í 40 ár í tengslum við störf sín um allan heim og alltaf með það að markmiði að það gæti orðið vísir að Eldfjallasafni Íslands. Í safninu eru hundruð listaverka víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum, sem sýna eldgos. Sum verkin eru eftir heimsfræga listamenn eins og Andy Warhol. Þá er í safninu bókasafn um eldfjöll sem skiptir þúsundum binda ásamt kortum og ýmsum öðrum munum, sem allt tengist eldfjöllum og eldgosum víðsvegar um heim. Einnig hefur Haraldur safnað þús- undum sýna af bergi og hrauni úr eldfjöllum og af hafsbotni. Það safn er til varðveislu í Bandaríkjunum. Hefur stundað eldfjalla- rannsóknir víða um heim Haraldur fór ungur til háskóla- náms í Bretlandi og lauk þar dokt- orsprófi árið 1970. Fljótlega eftir það bauðst honum starf við eldfjalla- rannsóknir við háskóla í Vestur– Indíum í Karíbahafi, þar sem er mik- ið eldfjallaland. Árið 1974 fékk Har- aldur starf sem prófessor við háskólann í Rhode Island í Banda- ríkjunum við sitt áhugamál. Síðan þá hefur hann rannsakað mikið eldfjöll neðansjávar í flestum heimshöfum ásamt störfum í Indónesíu, Mið- Ameríku, Vestur-Indíum og við Mið- jarðarhaf. Þótt hann sé kominn á eft- irlaun getur hann ekki alveg slitið sig frá ýmsum verkefnum sem hann hef- ur unnið að og mun stunda rann- sóknir áfram, aðallega í Eyjahafi og Indónesíu. Haraldur er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann mun halda fyrirlestra og að þeim loknum verður hann fararstjóri hóps sem er á leið til Ekvador og Galapagoseyja. Vonandi tekst að nýta krafta og þekkingu Haraldar og tengsl hans við jarðvísindamenn hvaðanæva úr heiminum við að byggja upp al- þjóðlegt eldfjallasafn við dyr eld- stöðva á Íslandi. Hér vil ég byggja upp alþjóðlegt eldfjallasafn Snæfellsnesið vasaútgáfa af jarðfræði Íslands Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðunn Árnason Heimkoma Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er fluttur heim eftir langan starfstíma í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.