Morgunblaðið - 28.09.2008, Side 8

Morgunblaðið - 28.09.2008, Side 8
8 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 5 8 4 HVAÐVILDIRÐU VERÐA ÞEGAR ÞÚYRÐIRSTÓR? Munið hlaupaprófið laugardaginn 4. okt. kl. 10! Kíktu á www.shs.is VEÐUR Björn Bjarnason setti fram hug-mynd um að Ísland gæti tekið upp evru með tvíhliða samningum við Evrópusambandið.     Björn taldi ekki ástæðu til að takamark á yfirlýsingum forystu- manna framkvæmdastjórnar ESB, sem hafa lengi talið slíkt útilokað.     Hann vildispyrja ráða- menn í aðildar- ríkjunum hver þeirra pólitíski vilji væri.     Þegar utanríkis-ráðherra Spánar var spurður, sagði hann nei.     Björn taldi ekki ástæðu til að takamikið mark á því. Hann skrifaði á vefsíðu sína að ráðherrann gæfi greinilega ekki mikið fyrir gagnrýni á Spáni á bankastjóra Seðlabanka Evrópu. Sá hefði sagt að sér bæri ekki fremur að taka tillit til vand- ræða á Spáni en seðlabankastjóra Bandaríkjanna til vanda í Texas. Bankastjórinn yrði áreiðanlega enn skeytingarlausari um efnahagsmál á Íslandi.     Í Staksteinum 6. september sl. varspurt: „Ef Björn Bjarnason telur að Evrópski seðlabankinn yrði skeyt- ingarlaus um efnahagsmál á Íslandi, af hverju vill hann þá láta kanna möguleikana á að tengjast bankanum og myntbandalagi Evrópu með tví- hliða samningum við Evrópusam- bandið?“     Þetta telur Björn, í grein hér íblaðinu í gær, til marks um „ein- staka stimamýkt“ Staksteina í garð spænska utanríkisráðherrans!     Fyrst Björn hefur svona gaman afað berja höfðinu við steina, er honum alveg velkomið að nota Stak- steina líka til þess arna. STAKSTEINAR Björn Bjarnason Höfðinu barið við Staksteina                            ! " #$    %&'  ( )                   * (! +  ,- . / 0     + -          !   !               "" #" #   12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  ( !       $  "" #" #             :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).? #$ #$   !#$$  #$ #$   !#  #$   !# !# !#  #  #  #                         *$BCD                         ! " #$  *! $$ B *!   % & '" "&"    ( <2  <!  <2  <!  <2  % '  ") * +",-  DE $ -               8   %& '  ( %   )    *    +   ,        6  2  %  & - #  .  +          ' '         ,(        B  %&  #$              !     ./ ""00 " "1  ") * "2 #" (& " #" # Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR Eftir Gunnlaug Auðun Árnason Stykkishólmur | Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er fluttur heim í Hólminn eftir að hafa starfað erlend- is mestan hluta sinnar starfsævi, í yf- ir 45 ár. Fyrir nokkrum árum keypti hann gamalt hús í Stykkishólmi, Berg, og lét endurbyggja það í þeim tilgangi að eiga þar heima þegar hann léti af starfi ytra og flytti til Ís- lands. Hann starfaði í 34 ár við há- skólann í Rhode Island í Bandaríkj- unum og er kominn á eftirlaun. „Það hefur lengi blundað í mér að koma aftur á bernskustöðvarnar. Það er enn svo bjart yfir minningunum og hér er engin hætta á að mér leiðist.“ segir Haraldur. Fyrir nokkru var haldinn fjölsótt- ur almennur fundur í Stykkishólmi þar sem Haraldur Sigurðsson kynnti hugmynd sína að stofnun Eld- fjallasafns Íslands sem staðsett yrði í Stykkishólmi. Ástæðan er sú að Haraldur flytur með sér frá Bandaríkjunum mikið safn muna og bóka sem tengjast eld- fjallafræði heimsins og sögu og safn hans yrði hluti af safninu í Stykk- ishólmi. „Árið 2005 kom ég þeim boðum til ríkisstjórnar Íslands að ég væri tilbúinn að gefa íslenska ríkinu safn mitt með það í huga að það yrði varð- veitt og gert aðgengilegt vís- indamönnum og almenningi. Ís- lenska ríkið hefur tekið málið til athugunar og það hefur kostað flutn- ing á safninu til Íslands. Enn sem komið er hefur engin frekari ákvörð- un verið tekin af hálfu ríkisstjórn- arinnar,“ segir Haraldur í viðtali við fréttaritara. Kynning á safninu í gamla samkomuhúsinu næsta sumar Haraldur hefur mikinn áhuga á að koma hugmyndinni í framkvæmd. „Á meðan beðið er eftir frekari við- brögðum frá því opinbera hefur ver- ið ákveðið í samráði við Stykk- ishólmsbæ að stofna til kynningar- sýningar á hluta safnsins í gamla samkomuhúsinu í Stykkishólmi næsta sumar. Á næstunni verður skipuð nefnd til að koma sýningunni á koppinn. Sýningunni er ætlað að kynna al- menningi hugmyndina um eld- fjallasafnið og renna sterkari stoðum undir að reisa í Stykkishólmi viðeig- andi Eldfjallasafn Íslands,“ segir Haraldur. Hann hefur skýrar hugmundir um hvernig eldfjallasafnið eigi að vera. Safnið á að vera alþjóðasafn þar sem allar hliðar eldfjallafræðinnar koma við sögu sem og áhrif eldgosa á mannlíf og viðbrögð mannkyns við eldgosum, og þá sérstaklega í mynd- list og í sögu. Þetta á að vera lifandi safn í tenglum við háskóla, fram- haldsskóla og grunnskóla. Verklegi þátturinn er svo stutt frá okkur. Snæfellsnesið er vasaútgáfa af allri jarðfræði Íslands. Haraldur segist snemma hafa fengið áhuga á söfnun. Hann hafi safnað efni sem tilheyrir eldfjöllum í 40 ár í tengslum við störf sín um allan heim og alltaf með það að markmiði að það gæti orðið vísir að Eldfjallasafni Íslands. Í safninu eru hundruð listaverka víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum, sem sýna eldgos. Sum verkin eru eftir heimsfræga listamenn eins og Andy Warhol. Þá er í safninu bókasafn um eldfjöll sem skiptir þúsundum binda ásamt kortum og ýmsum öðrum munum, sem allt tengist eldfjöllum og eldgosum víðsvegar um heim. Einnig hefur Haraldur safnað þús- undum sýna af bergi og hrauni úr eldfjöllum og af hafsbotni. Það safn er til varðveislu í Bandaríkjunum. Hefur stundað eldfjalla- rannsóknir víða um heim Haraldur fór ungur til háskóla- náms í Bretlandi og lauk þar dokt- orsprófi árið 1970. Fljótlega eftir það bauðst honum starf við eldfjalla- rannsóknir við háskóla í Vestur– Indíum í Karíbahafi, þar sem er mik- ið eldfjallaland. Árið 1974 fékk Har- aldur starf sem prófessor við háskólann í Rhode Island í Banda- ríkjunum við sitt áhugamál. Síðan þá hefur hann rannsakað mikið eldfjöll neðansjávar í flestum heimshöfum ásamt störfum í Indónesíu, Mið- Ameríku, Vestur-Indíum og við Mið- jarðarhaf. Þótt hann sé kominn á eft- irlaun getur hann ekki alveg slitið sig frá ýmsum verkefnum sem hann hef- ur unnið að og mun stunda rann- sóknir áfram, aðallega í Eyjahafi og Indónesíu. Haraldur er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann mun halda fyrirlestra og að þeim loknum verður hann fararstjóri hóps sem er á leið til Ekvador og Galapagoseyja. Vonandi tekst að nýta krafta og þekkingu Haraldar og tengsl hans við jarðvísindamenn hvaðanæva úr heiminum við að byggja upp al- þjóðlegt eldfjallasafn við dyr eld- stöðva á Íslandi. Hér vil ég byggja upp alþjóðlegt eldfjallasafn Snæfellsnesið vasaútgáfa af jarðfræði Íslands Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðunn Árnason Heimkoma Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er fluttur heim eftir langan starfstíma í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.