Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 31                 ! " # $ % & ' ( )*  )+ )!%)   )! ' Í slenzka krónan féll enn í vikunni og náði gengi hennar nýju lágmarki. Samkvæmt gögnum á heimasíðu Seðlabankans stóð gengisvísitalan í rúmlega 170 stigum síðastliðinn mánudag, en í gær, föstudag, var hún rúmlega 184 stig. Krónan hefur með öðrum orðum aldrei verið veik- ari gagnvart helztu myntum, sem notaðar eru í alþjóðaviðskiptum. Gengislækkun – lífskjararýrnun Lágt gengi krónunnar kemur niður á bæði al- menningi og fyrirtækjum í landinu. Verð- bólgan er nú 14% samkvæmt síðustu mæl- ingu Hagstofunnar og bendir flest til að hún muni enn vaxa. Gengislækkunin gerir að verkum að mikið af innfluttum varningi mun hækka á næstunni. Lífskjör almennings rýrna. Gengislækkunin þyngir lánabyrði heim- ilanna í landinu verulega. Þeir, sem hafa tekið erlend lán finna harkalegast fyrir falli krón- unnar. Greining Glitnis benti á það í vikunni að frá júlí í fyrra til júlí í ár hefði hlutfall gengisbundinna lána heimilanna hækkað úr 7% í 14%. Annars vegar var ásókn í þessi lán fyrripart þessa tímabils, hins vegar féll krón- an um tæplega 40%. Þriðjungur hækkunar- innar er tilkominn vegna gengisfallsins. Lækkandi gengi eykur verðbólguna og það bitnar verst á almenningi, því að 80% lána heimilanna eru verðtryggð. Fólk horfir nú upp á höfuðstól lánanna, sem það hefur þegar greitt af milljónir, hækka um enn fleiri millj- ónir og greiðslubyrðin þyngist um tugi þús- unda króna á mánuði. Þótt krónan jafni sig aftur og verðbólgan minnki léttist skulda- byrðin ekki í samræmi við það. Fyrir fjölmörg fyrirtæki í landinu hefur fall krónunnar miklar búsifjar í för með sér. Greiðslubyrði erlendra lána hækkar og að- föng verða dýrari. Útflutningsfyrirtæki fá meira fyrir vörur sínar, en jafnvel þau eru bú- in að fá nóg af sveiflunum í genginu. Þannig komu fram miklar áhyggjur af falli krón- unnar á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær, föstudag. Arnar Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, sagði að við nú- verandi ástand yrði ekki unað, stöðva yrði gengisfallið og koma á stöðugleika í gengi gjaldmiðilsins. Bæði fyrirtæki og almenningur eiga mikla hagsmuni af því að krónan lækki ekki frekar. Það er þó hreint ekki víst að það verði raunin. Áhugi erlendra fjárfesta á að ávaxta sitt pund í krónum er nú nánast enginn. Lengi vel var það ásókn fjárfesta í krónubréfin svokölluðu, sem hélt uppi gengi krónunnar. Þeir veðjuðu á að vaxtamunurinn milli Íslands og stærri myntsvæða vægi upp þá áhættu, sem þeir tækju með því að fjárfesta í svo veikri og sveiflukenndri mynt. Nú er vaxtamunurinn hverfandi og fjárfestar á harðahlaupum frá krónunni. Eftirspurnin er lítil sem engin og því hætta á að verðið á gjaldmiðlinum lækki enn frekar. Stór orsakaþáttur í þessu er öng- þveitið, sem ríkir á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum. Fjárfestar forðast alla óvissu og áhættu. Hvað getur Seðlabankinn gert? Í vikunni kom fram hörð gagnrýni á Seðla- banka Íslands fyrir að koma ekki krónunni til bjargar við þessar aðstæður. Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla, skrifaði grein hér í blaðið í gær, föstudag, og sagði að- gerðir Seðlabankans til þessa hafa verið of máttlitlar. „Og undanfarna daga hefur ekkert heyrst til bankans á meðan krónan hrapar og vaxtamunurinn á gjaldeyrismarkaði versnar og versnar. Það er illskiljanlegt af hverju Seðlabankinn hefur látið þetta ástand við- gangast þetta lengi,“ skrifar Jón. „Seðla- bankar annarra ríkja hafa gripið til mun rót- tækari aðgerða þótt ástandið á gjaldeyrismörkuðum erlendis sé skárra ef eitthvað er.“ Jón hvatti Seðlabankann til þess að gefa út, hugsanlega með aðstoð ríkisstjórn- arinnar, nægilegt magn ríkistryggðra skulda- bréfa í krónum til að anna eftirspurn erlendra aðila sem hafa áhuga á að taka stöðu með krónunni. Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, svarar Seðlabankinn Jóni með athugasemd og bendir á að Seðlabankinn og ríkissjóður hafi þegar gert það, sem Jón Steinsson leggi til, þ.e. að auka útgáfu ríkisbréfa. Af þessu er aðeins hægt að draga eina ályktun; jafnvel slíkar aðgerðir af hálfu Seðla- bankans duga ekki til að hressa krónuna við. Fréttir fyrr í vikunni um að Seðlabanki Ís- lands hefði ekki verið hafður með, þegar banda- ríski seðlabankinn gerði gjaldmiðilsskipta- samninga við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, urðu heldur ekki til að auka bjart- sýni manna. Þögn Seðlabankans í fyrstu um ástæðu þess að bankinn var ekki með, og svo svörin um að viðræður hefðu átt sér stað, en ekki hefðu verið taldar „ástæður eða efni til þess að gera á þessu stigi samning við Seðla- banka Íslands“ benda til þess að eitthvað vanti upp á trú á íslenzka fjármálakerfinu á alþjóð- legum mörkuðum. Gjaldeyrisskiptasamningar Seðlabanka Íslands við norrænu seðlabankana í vor höfðu jákvæð áhrif. Þá var gefið í skyn að meira væri í pípunum og margir hafa síðan bú- izt við sambærilegum samningum við aðra og stærri seðlabanka. Fréttirnar af viðbrögðum bandaríska seðlabankans hljóta því að valda vonbrigðum. En auðvitað er ekki útilokað að Seðlabankanum takist að snúa þessari stöðu við með samningum við aðra seðlabanka, til dæmis þann brezka eða evrópska. Ferð Evrópunefndar jók á óvissuna Ferð Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar til Brussel í vikunni hefur ekki orðið til þess að styrkja stöðu krónunnar. Nefndin lagði upp með spurningu til forystumanna ESB á sviði gjaldmiðilsmála, um það hvort mögulegt væri að gera, á grundvelli orðalags í stofnsáttmálum sambandsins, tvíhliða samkomulag um upptöku evru á Íslandi án þess að landið gengi í ESB. Svarið var skýrt nei. Það kom ekki á óvart, var í raun vitað fyrirfram og hafði verið vitað lengi. Birgir Ísleifur Gunnarsson, þáverandi seðla- bankastjóri, fjallaði til dæmis um þessi tilteknu ákvæði í sáttmálum ESB í ræðu í október árið 2001. Hann sagði þar: „. Í opinberri umræðu hér á landi er oft velt upp ýmsum kostum í gengismálum sem Ísland ætti að huga að. Rækileg grein var gerð fyrir þeim flestum í skýrslunni um Myntbandalagið sem Seðlabank- inn gaf út 1997. Oft er nefnt að Íslendingar ættu að taka evru upp sem gjaldmiðil, annað hvort einhliða eða með einhvers konar samn- ingum við eða aukaaðild að Myntbandalaginu. Ég vara mjög við því að menn einfaldi fyrir sér möguleika okkar í þessum efnum. Jafnvel þótt aukaaðild stæði til boða, sem ekki virðast líkur á, má gera því skóna að land sem áhuga hefði á slíku yrði að uppfylla skilyrði Maast- richt-sáttmálans um aðild að Myntbandalag- inu [...] Því má bæta við að jafnvel þótt þessi skilyrði væru uppfyllt er afar ólíklegt að hægt yrði í fyrirsjáanlegri framtíð að semja um aukaaðild fyrir Ísland að Myntbandalagi Evr- ópu eða um annars konar tvíhliða samstarf við Myntbandalagið í gengismálum. Öll teikn hníga til annars hvað sem líður orðalagi í einstökum greinum Rómarsáttmálans og Maastricht-sáttmálans.“ Niðurstaða Birgis Ísleifs var eftirfarandi: „Ef hugur þjóðarinnar stefndi til þess að taka evru upp sem gjaldmiðil væri nærtækast að ganga í Evrópusambandið með öllum skyld- um og kostum sem því fylgja, þ.m.t. aðild að Myntbandalaginu. Ákvörðun um slíkt ræðst þó af fleiri þáttum en eingöngu varða gjald- miðil þjóðarinnar og ferlið myndi taka allmörg ár. Það er auðvitað fyrst og fremst stór póli- tísk spurning og því utan við efni þessa erind- is. Við þurfum því að halda áfram að fóta okk- ur í alþjóðasamfélaginu sem þjóð með eigin gjaldmiðil sem við skilyrði frjálsra fjármagns- hreyfinga krefst mjög agaðrar hagstjórnar.“ Ferð Evrópunefndarinnar skilaði ekki öðr- um árangri, hvað gjaldmiðilsmálin varðar, en að undirstrika það sem áður var vitað um af- stöðu framkvæmdastjórnar ESB, og að gefa opinberlega til kynna að íslenzk stjórnvöld væru að missa trúna á krónunni og peninga- málastefnunni og vildu reyna að fá annan gjaldmiðil. Hvað næst? Eins og Morgunblaðið hefur vikið að áður, er ekki óhugsandi að vilji til að túlka sáttmála ESB vítt og ganga til tvíhliða samninga við Ís- land um upptöku evru, geti leynzt hjá aðild- arríkjum sambandsins. En þá þarf að ganga eftir því hið allra fyrsta að fá slíkan vilja fram, því að ferð Evrópunefndarinnar hefur ein- ungis aukið á óvissuna um það hvert Ísland stefnir í gjaldmiðilsmálum. Ef slíkur vilji er fyrir hendi, breytir það heilmiklu. En það verður að teljast afar ósennilegt. Það er miklu líklegra að fljótlega þurfi að ákveða hvort áfram eigi að treysta á krónuna eingöngu eða að taka hinn kostinn í stöðunni; ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Til skemmri tíma litið er enginn annar kost- ur en krónan. Það tæki einhver ár að taka upp evruna, jafnvel þótt strax yrði farið í aðild- arviðræður við ESB. Og þótt margir telji evr- una lausn til lengri tíma, sem myndi stuðla að því að draga úr hinum eilífu sveiflum, sem koma illa niður á almenningi og fyrirtækjum í landinu, verður heldur ekki framhjá því horft að stöðug króna, lítil verðbólga og lágir vextir, ásamt traustum ríkisfjármálum, eru eina leið- in inn í Myntbandalag Evrópu. Með öðrum orðum þarf að ná gengi krónunnar og öðrum hagstærðum í lag, áður en hægt er að fá evru. Spurningin hér er hins vegar hvort yfirlýs- ing um að stefnt sé að Evrópusambandsaðild og upptöku evru myndi hafa jákvæð áhrif á krónuna og íslenzkt efnahagslíf yfirleitt. Æ fleiri, sérstaklega í atvinnulífinu, lýsa þeirri skoðun að slík yfirlýsing myndi auka traust al- þjóðlegra fjárfesta á íslenzku efnahagslífi, af því að þá væri að minnsta kosti ljóst hver stefnan væri. Stjórnvöld geta komizt að þeirri niðurstöðu að aðrar hliðar á ESB-aðild, til dæmis hags- munir sjávarútvegsins, útiloki aðildarumsókn. Og þá er ekki annað að gera en að halda sig við krónuna og gera það bezta úr þeirri stöðu. Um þetta þarf hins vegar að fara að fást skýr niðurstaða. Það er ekki eins og stjórn- málamenn á Íslandi séu að byrja að velta aðild að Evrópusambandinu fyrir sér. Hún hefur verið til umræðu hér í að minnsta kosti hálfan annan áratug. Við núverandi aðstæður á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum er óvissa um framtíðarstefnuna verst. Ísland verður að fara að gera upp hug sinn. Vond vika fyrir krónuna Reykjavíkurbréf 270908
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.