Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 29 1980 Fyrsta skýrslan um virkjun við Bjalla unnin fyrir Landsvirkjun 46MW Afl Bjallavirkjunar, m.v. 150MW í Sigöldustöð og 210MW í Hrauneyjafossstöð 30km2 Lónstærð, m.v. 8,8 km2 Hrauneyja- fosslón og 14 km2 Krókslón. Á svæðinu sem hér er til umfjöllunar eru tveir stórir möguleikar í vatnsfallsvirkjunum og sex hugsanlegir möguleikar í nýtingu jarðvarma. Ekkert af þessum svæð- um er þó á dagskrá alveg á næstu misserum og öll há- hitasvæðin eru í friðlandi. T.a.m. gæti Bjallavirkjun í fyrsta lagi farið af stað um 2015-2016, ef af henni verður. Náttúruleg fjölbreytni þessara svæða er gríðarleg. Sagt er að þau séu ein stór heild sem ekki megi rjúfa. Þegar mörk friðlandsins að fjallabaki voru ákveðin var sú hugmynd greinilega ekki ráðandi. Þau eru jafnvel sérsniðin með til- liti til þess hvar er hægt að virkja. Hvað verður ofan á? Bjallavirkjun Vatnsaflsvirkjun í Tungnaá, ofan Sigöldu og Hraun- eyjafoss. Henni fylgir a.m.k. 30 ferkílómetra miðlunarlón, Tungnaárlón eða Stórisjór, sem yrði að öllu leyti á svæði sem er á náttúruminjaskrá. Auk þess yrði til annað mun minna inntakslón þar sem áin yrði leidd í göng að stöðv- arhúsi og veitt þaðan út í Krókslón. Tungnaá hyrfi úr nú- verandi farvegi sínum á sex til átta kílómetra kafla, þ.m.t. við svonefnt Bjallavað. Margir stoppa þar á leið sinni úr Hrauneyjum inn í Landmannalaugar, en þar er skilti sem býður fólk velkomið í friðlandið. Aðkoman að friðlandinu myndi því breytast. Hins vegar er skv. uppdráttum Lands- virkjunar ekki ætlunin að „skrúfa fyrir“ ána þar sem hún er næst Landmannalaugum, heldur flæði hún óbreytt þar framhjá, frá hinu víðáttumikla miðlunarlóni niður að inn- takslóni. Afl virkjunarinnar yrði ekki mikið miðað við nálægar virkjanir, 46MW, en miðlunin í Tungnaárlóni myndi auka orkuframleiðslu neðri virkjana. Árleg orkuframleiðsla með Bjallavirkjun og Tungnaárlóni er áætluð 660 gíga- vattsstundir (GWst), samanborið við 650 GWst í Sig- öldustöð, sem þó hefur ríflega þrefalt vélaafl í megavött- um talið. Enda segir í samantekt á heimasíðu Lands- virkjunar að lónið sé metið hagkvæm framkvæmd eitt og sér. Áætlað er að miðlunin gæfi um eða yfir 300 GWst af raforku í þeim virkjunum sem fyrir eru, á hverju ári. Landsvirkjun sótti um rannsóknarleyfi á þessu svæði í mars 2004, skilaði iðnaðarráðherra auknum upplýsingum í ársbyrjun 2005, en hefur ekki fengið leyfið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Bjallavirkjun verður í 2. áfanga rammaáætlunar. Torfajökulssvæðið Háhitasvæðin á Torfajökulssvæðinu eru í grunninn tvö, og innan þeirra voru í fyrsta áfanga rammaáætlunar af- mörkuð sex svæði þar sem mögulegt væri að vinna orku úr jörð. Þau eru Landmannalaugar/Brennisteinsalda, Háu- hverir, Vestur- og Austur-Reykjadalir, Jökultungur og Ljósártungur. Hvert svæði um sig er á bilinu 4-10 ferkíló- metrar að stærð. Aðdráttarafl svæðisins eru sagðir hver- irnir, ekki síst þeir sem mynda íshella í jöklinum Í skýrslu 1. áfanga rammaáætlunar segir að hugmyndir um virkjun beinist einkum að Austur-Reykjadölum, í ná- grenni Hrafntinnuskers, enda er það stórt og þar er mikil virkni. Vatnsmiklar lindir, sumar volgar, spretta undan Hrafntinnuskershrauni á þessu svæði. Önnur svæði eru ólíklegri vegna verndargildis eða slæms aðgengis, segir í skýrslunni. Þó er tekið fram að Stórihver liggi vel við virkjun. Rétt eins og Hrafntinnusker er hverinn við vinsæl- ustu gönguleið landsins, Laugaveginn. Andstaða við virkj- un þar yrði alltaf mjög mikil. Stórihver er í austustu drög- um Markarfljóts, háhitasvæðið í kringum hann nær upp í 900 m hæð en er lítið um sig. Þar er mikil virkni. Torfajökulssvæðið allt er friðað og nýtur sérstakrar verndar í stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks, þar sem það er undanskilið öllu jarðraski og allri nýtingu a.m.k. þar til niðurstaða endurskoðaðrar ramma- áætlunar (2. áfanga) liggur fyrir. Umhverfiseinkunn virkj- unarkostanna, í 1. áfanga rammaáætlunar, er D en hagn- aðar- og arðsemiseinkunnir C. Áætluð orkugeta hvers vinnslusvæðis um sig voru 840 GWst á ári. Markarfljót Emstruvirkjun og Sátuvirkjun eru vatnsaflsmöguleikar í Markarfljóti, teknir til skoðunar í 1. áfanga rammaáætl- unar. Emstruvirkjun er nær Þórsmörk, sú stærri af þeim tveimur. Gert er ráð fyrir tveimur útfærslum, með eða án Sátuvirkjunar. Emstruvirkjun yrði 106 MW en Sátuvirkjun einungis 14 MW. Saman myndu þær framleiða 855 GWst af raforku á ári hverju en Emstruvirkjun ein 735 GWst. Sam- anlögð lónstærð þeirra yrði 23 ferkílómetrar og myndu lónin m.a. teygja sig nánast hálfhring í kringum Álftavatn. Lón sátuvirkjunar næði allt upp að mörkum friðlandsins að Fjallabaki, í 593 metra hæð yfir sjávarmáli. Landsvæðið sem um ræðir er á náttúruminjaskrá. Með Emstruvirkjun yrði Markarfljót fært úr stað á um níu kílómetra kafla, stíflað efst í Markarfljótsgljúfri og leitt frá lóni í göngum að stöðvarhúsi við Einhyrning. Þaðan færi fljótið í göngum út í Gilsá, en ekki um gljúfrin. Markarfljótsvirkjanir, bæði með og án Sátuvirkjunar, fengu hagnaðar og arðsemiseinkunnir D. Þá fengu þær umhverfiseinkunnina E, sömu einkunn og Kárahnjúka- virkjun. Í nóvember 2003, þegar skýrslan um 1. áfanga var kynnt, mæltust iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra til þess við orkufyrirtæki að þau einbeittu sér að virkj- unarkostum sem fengið hefðu umhverfiseinkunn á bilinu A til C. Þáverandi iðnaðarráðherra, tók þó fram að skýrsl- an útilokaði ekkert. Orkufyrirtæki hafa lítið tekið þennan virkjunarkost til skoðunar hingað til. Aðskildir virkjunar- kostir eða ein heild sem má ekki rjúfa? Ljósártungur Hveravirknin er einna mest sunnan undir Hrafntinnuskeri. Austur-Reykjadalir Hveravirkni er þar mjög mikil og margt fallegra lita. Hrafntinnusker Hverir sem mynda íshella eru eitt helsta aðdráttaraflið. Landmannalaugar Af Bláhnúki sæist stífluveggur við Snjóöldu vel. Til samanburðar er Langisjór um 27 ferkílómetrar. Markarfljót Með Emstruvirkjun færi vatnið framhjá Markarfljótsgljúfri í göngum að stöðvarhúsi. 14 ferkílómetra uppistöðulón kæmu fyrir ofan. Hekla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.