Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is F jölskylda hans hafði ekki hugmynd um hvar hann var niðurkominn. Sjálf- ur hafði hann ekki grænan grun um hvar hann var staddur eða hvað tímanum leið. Í heilt ár hafði Georgíumaðurinn Bakhar ekki séð dagsbirtu. Lengi hafði verið leitað að Bakhar en ekkert spurst til hans. Það var engu líkara en að hann hefði gufað upp. Þegar fregnir bárust af því að hann gæti mögulega verið í fangelsi nokkru í Georgíu kom í hlut Helgu Þórólfsdóttur að athuga málið. Hún er sviðsstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossi Íslands og vann í Georgíu á þessum tíma. Um réttan mann reyndist vera að ræða. Bakhar hafði verið tekinn til fanga í borgarastríðinu og sat inni án þess að búið væri að dæma hann. Þegar Helga hitti hann hafði hann verið í einangrun svo mánuðum skipti og var kominn með ein- kennilegt litarhaft af einverunni. Í gegnum Helgu og Rauða kross- inn fékk Bakhar að senda skilaboð til fjölskyldu sinnar, svokölluð Rauða kross skilaboð. Í skilaboðum sem honum bárust til baka frá unnustu sinni komst hann að nokkru sem hann vissi ekki: Hann átti tveggja ára gamalt barn. Ógleymanleg stund Bakhar sendi einnig Rauða kross skilaboð til foreldra sinna. Þegar Helga og sjálfboðaliðar Rauða kross- ins í Georgíu komu færandi hendi með handskrifuð skilaboð frá syn- inum leið næstum því yfir þá. Þau höfðu ekki haft hugmynd um hvort sonur þeirra var lífs eða liðinn. „Allir fóru að hágráta, þetta var svo tilfinningaþrungið – algjörlega ógleymanleg stund. Ímyndaðu þér að fá allt í einu í hendurnar skilaboð um að þinn nánasti sé á lífi! Þú hefur ver- ið í algjörri óvissu og ekki vitað neitt,“ segir Helga. Hún bendir á að á hverju einasta ári hjálpi Alþjóða Rauði krossinn fólki í sömu sporum – fólki á stríðs- svæðum og hamfarasvæðum sem hafi ekki hugmynd um hvað hafi orð- ið um ástvini þess. „Rauði krossinn rekur víðtæka leitar- og skilaboðaþjónustu sem að- stoðar milljónir manna um víða ver- öld. Leitarþjónustan hefur uppi á fólki og skilaboðaþjónustan hjálpar fólki að halda sambandi – hvort sem það hvarf á stríðssvæðum og endaði í fangageymslum eða týndist til dæm- is á flótta. Þetta er gríðarlega mik- ilvægt starf en samt hefur farið merkilega lítið fyrir því,“ segir Helga. Það var ekki síst sökum þess sem Rauði kross Íslands ákvað að til- Hvað gerirðu ef þú týnir fólkinu þínu á flótta? Þegar hundruð þús- unda flýja heimili sín í skyndingu er auðvelt að missa sjónar á ætt- ingjum og vinum. Hvernig er hægt að hafa aftur uppi á fjöl- skyldunni þegar átök eða náttúruhamfarir hafa lamað hefðbundn- ar samskiptaleiðir? Reuters Flúið Konur og börn á flótta í Erítreu. Að halda hópinn á hröðum flótta og í algjörri ringulreið getur reynst þrautinni þyngra. Reuters Hvar er fólkið mitt? Flóttakona frá Sómalíu á leið til Jemen. » Að aðstoða fólk ástríðs- og ham- farasvæðum felst ekki eingöngu í mat- argjöfum, heilsu- gæslu og því sem er áþreifanlegt. Að geta hjálpað fólki að finna aftur týnda fjölskyldumeðlimi – að finna aftur öryggi sitt – er í einu orði sagt stórkostlegt.“ Helga Þórólfsdóttir kom í vikunni heim frá Kongó, þangað sem hún fór í tengslum við landssöfnun Rauða kross Ís- lands. Hún segir ferðina hafa gengið vonum framar. „Á þessu svæði hafa af- skaplega margir orðið viðskila við ástvini sína og hafa ekki hugmynd um hvað varð um þá. Bæði hafa verið átök í nágrannaríkjunum og fólk þess vegna flúið þaðan og yfir til Kongó – og síðan voru átök innan- lands í Kongó og gríðarlega marg- ir þurftu að flýja. Menn týndust í mannmergðinni og höfðu engin tök á því að finna fólkið sitt aftur – póstsamgöngur voru engar, símasamband lá niðri og ekki var hægt að fara um á milli landshluta. Það er ekki síst í ljósi þessa sem mikilvægt er að aðstoða fólk við að hafa aftur uppi á ástvin- um sínum,“ segir Helga. Börnin sáu allt saman Í hópi þeirra sem misstu for- eldra sína í átökunum eru systk- inin Muhammed, Justine og Isaac sem Helga hitti í Kongó. „Muhammed er elstur í hópnum, 21 árs gamall. Hann er hálfbróðir hinna, þau eiga sömu móður. Pabbi hans fékk forræði yfir honum þeg- ar hjónin skildu en móðirin giftist aftur og fluttist í annað hérað. Hún eignaðist Justine litlu en stuttu síð- ar braust stríðið út. Muhammed var þá níu ára og týndi föður sín- um sem flúði til Tansaníu,“ segir Helga og útskýrir að hann hafi í framhaldinu leitað móður sína uppi. Þremur árum síðar fæddist yngsti drengurinn Isaac en ári seinna breyttist allt. Vopnaðir menn leituðu skjóls í húsi fjölskyld- unnar, þar sem móðirin bjó með börnin þrjú. „Herflokkur elti mennina inn í húsið og drap þá. En móðirin var einnig drepin – og börnin sáu allt saman. Kirkjusöfnuðurinn á svæðinu kom börnunum í framhaldinu fyrir á fósturheimilum en þau gátu því miður ekki verið öll saman. Hóp- urinn var því leystur upp og krakkarnir fóru hver á sitt heim- ilið,“ segir Helga. Það var loks fyr- ir tveimur árum sem kongóskur sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum benti á að mögulegt væri að reyna að hafa uppi á ættingjum systk- inanna í gegnum leitarþjónustu Al- þjóða Rauða krossins. Haldið í vonina „Upplýsingar um börnin voru teknar niður, hvað þau hétu, hvað- an þau voru og svo framvegis. Í framhaldinu tókst sjálfboðaliðum og Alþjóða Rauða krossinum að hafa uppi á móðurbróður þeirra og ömmu. Þau Muhammed, Justine og Isaac gátu því sameinast og farið til ættingja sinna,“ útskýrir Helga. „Þegar við komum í heimsókn voru krakkarnir voðalega fínir og himinlifandi yfir því að vera komn- ir inn í stórfjölskylduna og vera aftur saman. Muhammed var af- skaplega hlýr og verndandi gagn- vart litla bróður sínum, sem var skiljanlega dálítið feiminn við okk- ur. Sameining sem þessi er ekki ein- falt mál og henni tengjast miklar tilfinningar. Fólk er kannski að hitta ástvini sína eftir mörg ár og ferlið getur tekið langan tíma,“ segir Helga. Hún bendir á að í Kongó hafi hún hitt mörg börn sem ýmist hafi fundið foreldra sína í gegnum leit- arþjónustu Rauða krossins eða skráð sig og vonað að foreldrarnir myndu finnast. Þau haldi fast í vonina – enda hafi það sýnt sig að leitin beri oft árangur. Helga Þórólfsdóttir fór til Kongó í tengslum við landssöfnunina Mamman lést en amman fannst Helga Þórólfsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.