Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 11 “ gengur þáttur í bataferlinu. Þar skiptir hins vegar öllu að menn haldi áfram, að þeir festist ekki í reiðinni. Hún má ekki heltaka þá, heldur verða þeir að færast áfram á þroskabrautinni.“ „Þessi piltur er hreinskilnari en flestir. Hann er ekki ofbeld- ishneigðari en önnur fórnarlömb eineltis, þótt hann hafi dreymt um skelfilega hefnd. Hann hefur bara kjark til að við- urkenna þær hugsanir sínar, þótt þær valdi honum líka skömm. Þolendur dreymir oft um að svara fyrir sig. En orð eru svo máttlaus gagnvart gerendunum, sem kannski eru stór og samheldinn hópur. Þá láta menn sig dreyma um of- beldi. Í reiðinni halda þeir að hefndin sé sæt. Þá er mikilvægt að gera sér grein fyrir að reiðin er hluti af bataferli. En sumir festast í þessu ferli.“ „Í nokkrum löndum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum og nú nýlega í Finnlandi sjá þeir, sem fastir eru í hefndarhug, að til er leið sem aðrir hafa farið. Um leið og einn grípur til örþrifaráða sjá aðrir þá leið opnast fyrir sig. Þessi heimur er til allrar hamingju svo fjarri okkur. Þjóðfélag okkar send- ir ekki frá sér þau skilaboð að þetta sé raunhæf leið, að þetta sé eðlileg útrás fyrir vanlíðan og reiði. Enn beinist reiði okkar inn á við. Sú leið hefur því miður í för með sér sjálfsmorð ungmenna, þau eru ráðalaus í vanlíðan sinni. Því miður lokast sumir inni í tilfinningum sínum, magna upp hatrið. Og það hatur á öllu mannkyninu, eins og skot- maðurinn í Finnlandi sagði. Þeir sem eru í þessari stöðu sjá ekkert nema fjandskap í sinn garð, þeir fara að lesa það úr öllum samskiptum.“ „Það er mikilvægt að þolendur eineltis hafi í huga að ástand- ið batnar. Það er erfitt fyrir 12 eða 13 ára barn að hugsa fram á veg, en þau verða samt að fá að heyra að þetta muni lagast, þetta vari ekki alla þeirra ævi.“ „Ég óttast að víða viðgangist mikið einelti, sem aldrei kem- ur upp á yfirborðið. Börn eru stundum vonlaus og búast ekki lengur við neinni hjálp. Þau segja ekki foreldrum sín- um frá, því þau eru skelfingu lostin við tilhugsunina um að foreldrarnir grípi til einhverra ráða. Þá halda þau að einelt- ið hljóti að versna. En raunin er sú að langoftast leysast mál, ef börn eru dugleg að segja frá einelti eða ítrekaðri stríðni. Þau verða að geta talað við foreldra sína og átt trúnað þeirra.“ „Í bataferlinu fylgir skilningur á geranda í kjölfar reiðinnar sem áður heltók þolandann. Börn sem beita aðra einelti eru ekki glöð og hamingjusöm. Þau stjórnast af fávisku og þau hafa ef til vill ekki verið alin upp á þann hátt að þau áttuðu sig á gerðum sínum. Þegar þolandinn sér þetta, þá er hann kominn vel á veg í batanum.“ „Fyrirgefningin er tímafrekt verkefni og endist sumum ævi- langt. Hún er ekki eitt orð í munni, heldur verður hún að koma frá hjartanu. Ef það tekst, þá skiptir hún sköpum fyr- ir þolandann. Oft langar fólk, sem hefur orðið að þola ein- elti, til að gerandinn biðji það afsökunar. Það vill að hann geri sér grein fyrir hvaða afleiðingar hegðun hans hafði. En það er mikilvægt að þolandi eineltis komist yfir þetta; hætti að láta sig dreyma um að gerandinn komi sakbitinn til hans og biðjist afsökunar. Það er heldur ekki forsenda fyrirgefningarinnar, hún er fyrir þolandann sjálfan.“ rsv@mbl.is „ REIÐIN ER EÐLILEG Hugo Þórisson hefur verið skólasálfræðingur í rúm 20 ár og starfað með námsráðgjöfum, kennurum og skólastjórnendum. Ungi maðurinn, höfundur greinarinnar sem birt er að hluta hér á síðunni, hefur notið liðsinnis Hugos við að taka á afleiðingum alvarlegs eineltis. gaur svo fram af mér að ég fór og keypti stóra flösku af rauðspritti til að nota í eldsprengjuna. Eftir á skammaðist ég mín fyrir það að hluta til. En þar sem ég vissi að ofurhatrið kom í bylgj- um þá óttaðist ég að einn daginn myndi ég láta verða af þessu. Eins og ég sagði, þetta var tog- streita. Þegar ég les um skólamorðingja og bakgrunn þeirra og les skilaboðin sem þeir skildu eftir sig til að útskýra það sem þeir gerðu þá sé ég óhugnanlega margt líkt með þeim og mér þegar mér leið hvað verst. Í nær öllum tilfellum voru morðin vandlega íhuguð með miklum fyrirvara (morðinginn „snappaði“ nær aldrei). Og mjög oft litu þeir á sig sem hálfgerða píslarvotta, að bæta heiminn með gjörðum sínum. Ég vil líka minnast á að með aukinni umfjöllun eru skólamorðingjar farnir að hafa innblástur af fyrri skólamorðingjum. Í mörgum skólamorð- um, sem og plönum um skólamorð sem tókst að stöðva, er minnst á Columbine sem innblástur og talað um morðingjana tvo sem píslarvotta, en morðingjarnir þar voru einmitt að hefna eineltis áður en þeir frömdu sjálfsmorð. Til dæmis skóla- morð í Finnlandi árið 2007 þar sem morðinginn talaði um innblástur frá Columbine. Svo voru tveir drengir í Svíþjóð sem sáu innblástur í því sem gerðist í Finnlandi, en þeirra morð tókst reyndar að stoppa. Ég sjálfur fékk meira að segja nokkurs konar innblástur. Ég man þegar ég var í matarboði hjá ömmu og afa, og sá í sjónvarpinu umfjöllun um strák að nafni Barry Loukaitis í Bandaríkjunum. Hann var lagður í hrottalegt einelti og endaði á því að mæta vopnaður í skólann árið ’96 og drepa nokkra sem hann hataði. „Gott hjá honum,“ hugsaði partur af mér þá, og ég gnísti tönnum af reiði þegar ég sá viðtal við einhvern hátt settan sem var spurður hvort einelti væri vandamál sem ætti að fara að skoða. Hann svaraði: „No I think it’s normal for kids like [nafn eins stráks sem var drepinn] to tease the weird ducks“ [þýð. „Nei, ég held að það sé eðlilegt að strákar eins og hann stríði furðufuglunum“, innsk. Mbl.].“ Heppinn Enn ritar ungi maðurinn um andlegan skaða þolenda ofbeldis. Og heldur áfram: „Það er hægt að jafna sig á alvarlegu einelti, en ég held að ég sé undantekningin frekar en reglan. Ég held að ég hafi bara verið heppinn að hafa rekist á hugmyndina og aðferðafræðina um að endurþjálfa hugann. Ég held að ég væri ann- aðhvort dauður eða mjög bældur og óhamingju- samur enn í dag ef ég hefði ekki rambað á ákveðna bók um þjálfun hugans á viðkvæmasta tímabilinu, og þar með komið mér út á þessa braut og út í að leita mér frekari upplýsinga bæði í sálfræði og heimspeki.“ Lokaorð þessa unga manns eru eftirfarandi: „Ég vona innilega að þessi skrif mín skili ein- hverjum árangri. Mér er búið að líða mjög illa við að rifja þetta allt upp og skrifa þetta. Togstreitan þegar mér leið hvað verst, um hvort ég ætti að drepa ger- endurna, var versta óhamingja sem ég hef upp- lifað, vegna þessara illu hugsana gat ég ekki lengur litið á mig sem góða manneskju. En hvað er hægt að gera? Til að byrja með á auðvitað að taka þetta alvarlega. Það ætti að vera löngu búið að taka upp Olweus-áætlunina [áætlun gegn einelti, innsk. Mbl.] í öllum skólum á landinu og taka opinbera afstöðu um að eitt einasta tilfelli eineltis muni ekki líðast.“ IN Greinina í heild er hægt að lesa á heimasíðu Hugos Þórissonar, hugo.is „Brotin sjálfsmynd barns er dæmigerð afleiðing eineltis. Barnið treystir hvorki sínum tilfinningum né annarra. Sum börn hafa sagt mér að það sem sagt er við þau í skólanum, öll ljótu orðin sem brjóta þau niður, bergmáli í höfðinu á þeim og fylgi þeim alla leið heim.“ „Þegar barn sér sjálft sig bara með augum annarra, þá les það öll viðbrögð annarra í sinn garð út frá forsendum ger- endanna í eineltinu. Þessi sjálfsefi smitar persónuna og kemur í ljós í öllum snertiflötum hennar við umhverfið. Þess vegna hætta þessi börn oft í t.d. íþróttum og tónlist- arnámi. Oft er það vissulega vegna þess að einhver gerandi er í fótboltaliðinu eða lúðrasveitinni, en það þarf ekki til. Niðurbrot sjálfsmyndarinnar hefur þær afleiðingar að barnið dregur sig í hlé og efast jafn mikið um getu sína í frí- stundum eins og það gerir í skólanum.“ „Það er mjög sjaldgæft að börn nái að skipta lífi sínu í hólf; vera glöð og hamingjusöm stundum, en þjást aðrar stundir vegna eineltisins. Í einstaka tilvikum líður barninu kannski skár en ella. Kannski koma vinahjón foreldranna í heimsókn og barn þeirra með og þá treystir barnið sér til að eiga sam- skipti við vinabarnið. Af því að umhverfið er öruggt og engin hætta á að einelti þrífist.“ „Ef einelti er til staðar í bekk þá er alltaf fyrsta ráð mitt að foreldrar og börn hittist sem oftast öll og geri eitthvað saman. Gagnkvæm kynni fólks uppræta fordóma. Þegar börn sjá bekkjarfélagana með foreldrum sínum þá geta samskipti barnanna orðið allt önnur. Þetta er engin töfra- lausn, en ein þeirra leiða sem gott er að fara.“ „Enn örlar á að fólk hafi ekki skilning á eðli eineltis. Einstaka hrekkur, þótt ljótur sé, er ekki einelti. Þótt einhver sé felldur á skólalóðinni og snjó troðið niður um hálsmálið er það ekki einelti í sjálfu sér. Eineltið er ofbeldi, hópofbeldi, en ekki stríðni. Þegar barn óttast alltaf að verða tekið út úr hópnum, getur alltaf búist við að verða fyrir barðinu á háði og ofbeldi, þá er rétt að tala um einelti.“ „Því miður tekst ekki alltaf að stöðva eineltið, þótt tekið sé á því. Stundum eru samskiptin svo rótgróin, að ekkert virð- ist stoða. Foreldrar og allir starfsmenn skólanna verða að leggjast á eitt til að vekja samábyrgð nemenda.“ „Reiðin er mjög venjuleg og eðlileg viðbrögð þeirra sem verða fyrir einelti. Fyrst er áfallið, en síðar kviknar reiðin. Sá sem verður fyrir einelti beinir reiðinni oft að sjálfum sér fyrst. Hann lítur á sig sem aumingja að hafa ekki getað brugðist við, kennir sjálfum sér um ofbeldið. Þar er hann á sama báti og önnur fórnarlömb ofbeldis. Stelpur virðast beina reiðinni í meiri mæli að sjálfum sér en strákar, kannski vegna þess að þær hafa ekki eins „viðurkenndar“ leiðir fyrir útrás og þeir. Þeir sýna reiðina, slá frá sér, en þær brjóta sjálfsmyndina enn frekar niður. Einelti gegn stelpum er líka oft faldara en gagnvart strákum, það er kannski ekki líkamlegt ofbeldi heldur fremur meiðandi orð eða hunsun.“ „Eftir þessa reiði og sjálfsásökun kemur tímabilið þar sem reiðin beinist að gerandanum eða gerendunum. „Hvernig gátu þau gert mér þetta?“ Þá er fólk farið að átta sig á að það átti ofbeldið ekki skilið, það hafði ekkert gert til að verðskulda þetta. Ofbeldið var ofbeldisfólkinu að kenna, ekki þolandanum. Þessi reiði er eðlileg og skiljanleg og al-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.