Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 47 AUÐLESIÐ EFNI Hraði verð-bólgunnar mælist nú 14% miðað við seinustu 12 mánuði. Vísi-tala neyslu-verðs hefur hækkað um 0,86% frá fyrra mánuði samkvæmt mælingu á verð-lagi í fyrri-hluta september. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Hagstofa Íslands birti síðast-liðinn fimmtudag. Kostnaður vegna eigin hús-næðis lækkaði um 0,7% vegna lækkunar á markaðs-verði íbúðar-húsnæðis. Áhrifin eru þau að vísitalan lækkar um 0,14% en á móti kemur að hækkun raun-vaxta hafði 0,03% áhrif á hækkun vísi-tölunnar. Ef litið er á verðbreytingar á einstökum vörum og þjónustu kemur í ljós að verð á fötum og skóm hækkaði frá í ágúst um 11,2%. Veldur sú hækkun 0,47% hækkun á vísitölunni. Hækkaði fatnaður um 13,01%. Verð á þjónustu hækkaði um 1,1% en þar af voru vísi-tölu-áhrif af verð-hækkun á opinberri þjónustu 0,08% og af verð-hækkun annarrar þjónustu 0,22%. Rafmagn og hiti hækkaði um 2,59% í mánuðinum. ASÍ lýsir yfir veru-legum von-brigðum með „að opin-berir aðilar skuli við að-stæður eins og þessar enn hækka hjá sér gjald-skrár og kynda undir verð-bólgu á sama tíma og kallað er eftir því að launa-fólk sýni ábyrgð í kjara-samningum“. Verð-bólgan er komin í 14% Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ávextir hafa hækkað um 0,63% frá fyrra mánuði. Hér er lítil stúlka í verslunar-ferð. Íslensk kona fannst látin á vinnu-stað sínum í Dómin-íska lýð-veldinu síðast-liðinn sunnu-dag. Hin látna hét Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir, fædd 28. mars árið 1979. Hún var ó-gift og barn-laus. Hrafnhildur Lilja var á ferðalagi um heiminn og fór frá Íslandi í byrjun apríl til Ástralíu og þaðan til Sameinuðu arabísku fursta-dæmanna og Óman en hafði starfað á litlu hóteli í Dómin-íska lýð-veldinu síðan í júlí. Sam-kvæmt heimildum er talið að um á-stríðu-glæp hafi verið að ræða. Stungu-sár sem voru á líkama Hrafnhildar Lilju voru flest grunn. Talið er að höfuð-högg hafi að öllum lík-indum orðið henni að bana. Íslensk kona fannst látin í Dómin-íska lýð-veldinu Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir Vals-konan Margrét Lára Viðarsdóttir gæti verið á leið til Los Angeles til að spila knatt-spyrnu í nýrri atvinnu-manna-deild Banda-ríkjanna á næstu leik-tíð. Bandaríkja-menn ætla að leggja mikinn metnað í þessa nýju deild og er ætlunin að fá allar bestu knatt-spyrnu-konur heimsins til að spila þar. 28 af bestu leik-mönnum heims utan Banda-ríkjanna var raðað niður á liðin og fékk lið St. Louis réttinn til að semja við Margréti Láru. Margrét Lára sagði í samtali við Morgun-blaðið ný-lega að hugurinn stefndi út fyrir land-steinana. Á leið til Los Angeles? Ljósmynd/Algarvephotopress Margrét Lára Viðarsdóttir Tuttugu og tveggja ára náms-maður, vopnaður skamm-byssu réðst síðast-liðinn þriðju-dag inn í iðn-skóla í Kauhajoki í Finn-landi og skaut 10 til bana áður en hann skaut sjálfan sig. Hann lést af sárum sínum skömmu síðar. Þetta var önnur skot-árásin í skóla í Finn-landi á tæpu ári, en í nóvember í fyrra voru átta skotnir til bana í Jokela-skólanum í Tuusulu. Lögreglan telur að öll fórnar-lömbin hafi verið bekkjar-systkin byssu-mannsins eða í sama árgangi. Lögrelgan upp-lýsti í gær-kvöldi að árásar-maðurinn hafi skilið eftir sig skila-boð þar sem fram komi að hann hafi hatað mannkyn allt og skipulagt ódæði sitt síðan 2002. Skot-árás í finnskum skóla Halla Vilhjálmsdóttir leik-kona er um þessar mundir við tökur á kvik-myndinni Gost Machine í Belfast á Norður-Írlandi. Um er ræða hroll-vekju af stærri gerðinni, og er hún að mestu leyti tekin í gömlu fangelsi í borginni. Í myndinni fer Halla með hlut-verk morð-óðrar aftur-göngu sem hefnir sín á þeim sem urðu henni að bana. „Ég leik konu sem hefur fengið mikla þjálfun í bardaga-listum og er svona hryðju-verka-súper-heili. Hún á sem sagt að hafa verið tekin til yfir-heyrslu í þessu fangelsi fyrir nokkrum árum, en aldrei komið út. Það var vegna þess að hún var mjög hörð af sér, sagði aldrei neitt og var drepin að lokum. Myndin byrjar á því, en svo snýst þetta allt um hefnd hennar. Hún er að hefna sín á hernum. Þannig að þetta er frekar magnað,“ segir Halla. Hún segir myndina reyna mikið á líkam-lega. „Ég leik öll áhættu-atriðin sjálf, með farðann, handjárn, keðjur og allan fjandann,“ segir leik-konan unga sem er með sinn eigin bardaga-þjálfara, en hann heitir Buster Reeves og sá meðal annars um áhættu-atriðin fyrir Brad Pitt í Troy og Christian Bale í Batman Begins og The Dark Knight. Halla segir að allur að-búnaður á töku-stað sé eins og best verði á kosið og að komið sé fram við hana eins og stór-stjörnu. Halla Vilhjálmsdóttir Halla leikur í breskri hroll-vekju Jóhann R. Benediktsson, lögreglu- og toll-stjóri á Suður-nesjum, hefur óskað eftir því við dóms-mála-ráðu-neytið að fá að hætta störfum 1. október næst-komandi. Jóhann tilkynnti samstarfs-fólki sínu þetta á starfs-manna-fundi í safn-aðar-heimili Keflavíkur-kirkju 24. september síðast-liðinn. Þá tilkynnti Jóhann einnig að þrír lykil-starfs-menn hjá embættinu hefðu óskað eftir því að hætta störf-um frá sama tíma. Það eru Eyjólfur Kristjánsson, stað-gengill hans, Guðni Geir Jónsson, fjármála-stjóri embættisins, og Ásgeir J. Ásgeirsson starfs-manna-stjóri. Aðdragandi málsins er langur, en ákveðin kafla-skipti urðu í mars sl. þegar dóms-mála-ráðherra til-kynnti að hann hygðist skipta embættinu upp. Samskipti ráðu-neytisins og embættisins hafa síðan verið stirð. Hinn 8. september síðast-liðinn var lögreglu- og toll-stjóra tilkynnt sú ákvörðun dóms-mála-ráðherra að staða hans yrði auglýst er skipunar-tími hans rennur út 31. mars næst-komandi. Jóhann vill hætta Jóhann R. Benediktsson Morgunblaðið/Júlíus Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.