Morgunblaðið - 28.09.2008, Side 47

Morgunblaðið - 28.09.2008, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 47 AUÐLESIÐ EFNI Hraði verð-bólgunnar mælist nú 14% miðað við seinustu 12 mánuði. Vísi-tala neyslu-verðs hefur hækkað um 0,86% frá fyrra mánuði samkvæmt mælingu á verð-lagi í fyrri-hluta september. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Hagstofa Íslands birti síðast-liðinn fimmtudag. Kostnaður vegna eigin hús-næðis lækkaði um 0,7% vegna lækkunar á markaðs-verði íbúðar-húsnæðis. Áhrifin eru þau að vísitalan lækkar um 0,14% en á móti kemur að hækkun raun-vaxta hafði 0,03% áhrif á hækkun vísi-tölunnar. Ef litið er á verðbreytingar á einstökum vörum og þjónustu kemur í ljós að verð á fötum og skóm hækkaði frá í ágúst um 11,2%. Veldur sú hækkun 0,47% hækkun á vísitölunni. Hækkaði fatnaður um 13,01%. Verð á þjónustu hækkaði um 1,1% en þar af voru vísi-tölu-áhrif af verð-hækkun á opinberri þjónustu 0,08% og af verð-hækkun annarrar þjónustu 0,22%. Rafmagn og hiti hækkaði um 2,59% í mánuðinum. ASÍ lýsir yfir veru-legum von-brigðum með „að opin-berir aðilar skuli við að-stæður eins og þessar enn hækka hjá sér gjald-skrár og kynda undir verð-bólgu á sama tíma og kallað er eftir því að launa-fólk sýni ábyrgð í kjara-samningum“. Verð-bólgan er komin í 14% Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ávextir hafa hækkað um 0,63% frá fyrra mánuði. Hér er lítil stúlka í verslunar-ferð. Íslensk kona fannst látin á vinnu-stað sínum í Dómin-íska lýð-veldinu síðast-liðinn sunnu-dag. Hin látna hét Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir, fædd 28. mars árið 1979. Hún var ó-gift og barn-laus. Hrafnhildur Lilja var á ferðalagi um heiminn og fór frá Íslandi í byrjun apríl til Ástralíu og þaðan til Sameinuðu arabísku fursta-dæmanna og Óman en hafði starfað á litlu hóteli í Dómin-íska lýð-veldinu síðan í júlí. Sam-kvæmt heimildum er talið að um á-stríðu-glæp hafi verið að ræða. Stungu-sár sem voru á líkama Hrafnhildar Lilju voru flest grunn. Talið er að höfuð-högg hafi að öllum lík-indum orðið henni að bana. Íslensk kona fannst látin í Dómin-íska lýð-veldinu Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir Vals-konan Margrét Lára Viðarsdóttir gæti verið á leið til Los Angeles til að spila knatt-spyrnu í nýrri atvinnu-manna-deild Banda-ríkjanna á næstu leik-tíð. Bandaríkja-menn ætla að leggja mikinn metnað í þessa nýju deild og er ætlunin að fá allar bestu knatt-spyrnu-konur heimsins til að spila þar. 28 af bestu leik-mönnum heims utan Banda-ríkjanna var raðað niður á liðin og fékk lið St. Louis réttinn til að semja við Margréti Láru. Margrét Lára sagði í samtali við Morgun-blaðið ný-lega að hugurinn stefndi út fyrir land-steinana. Á leið til Los Angeles? Ljósmynd/Algarvephotopress Margrét Lára Viðarsdóttir Tuttugu og tveggja ára náms-maður, vopnaður skamm-byssu réðst síðast-liðinn þriðju-dag inn í iðn-skóla í Kauhajoki í Finn-landi og skaut 10 til bana áður en hann skaut sjálfan sig. Hann lést af sárum sínum skömmu síðar. Þetta var önnur skot-árásin í skóla í Finn-landi á tæpu ári, en í nóvember í fyrra voru átta skotnir til bana í Jokela-skólanum í Tuusulu. Lögreglan telur að öll fórnar-lömbin hafi verið bekkjar-systkin byssu-mannsins eða í sama árgangi. Lögrelgan upp-lýsti í gær-kvöldi að árásar-maðurinn hafi skilið eftir sig skila-boð þar sem fram komi að hann hafi hatað mannkyn allt og skipulagt ódæði sitt síðan 2002. Skot-árás í finnskum skóla Halla Vilhjálmsdóttir leik-kona er um þessar mundir við tökur á kvik-myndinni Gost Machine í Belfast á Norður-Írlandi. Um er ræða hroll-vekju af stærri gerðinni, og er hún að mestu leyti tekin í gömlu fangelsi í borginni. Í myndinni fer Halla með hlut-verk morð-óðrar aftur-göngu sem hefnir sín á þeim sem urðu henni að bana. „Ég leik konu sem hefur fengið mikla þjálfun í bardaga-listum og er svona hryðju-verka-súper-heili. Hún á sem sagt að hafa verið tekin til yfir-heyrslu í þessu fangelsi fyrir nokkrum árum, en aldrei komið út. Það var vegna þess að hún var mjög hörð af sér, sagði aldrei neitt og var drepin að lokum. Myndin byrjar á því, en svo snýst þetta allt um hefnd hennar. Hún er að hefna sín á hernum. Þannig að þetta er frekar magnað,“ segir Halla. Hún segir myndina reyna mikið á líkam-lega. „Ég leik öll áhættu-atriðin sjálf, með farðann, handjárn, keðjur og allan fjandann,“ segir leik-konan unga sem er með sinn eigin bardaga-þjálfara, en hann heitir Buster Reeves og sá meðal annars um áhættu-atriðin fyrir Brad Pitt í Troy og Christian Bale í Batman Begins og The Dark Knight. Halla segir að allur að-búnaður á töku-stað sé eins og best verði á kosið og að komið sé fram við hana eins og stór-stjörnu. Halla Vilhjálmsdóttir Halla leikur í breskri hroll-vekju Jóhann R. Benediktsson, lögreglu- og toll-stjóri á Suður-nesjum, hefur óskað eftir því við dóms-mála-ráðu-neytið að fá að hætta störfum 1. október næst-komandi. Jóhann tilkynnti samstarfs-fólki sínu þetta á starfs-manna-fundi í safn-aðar-heimili Keflavíkur-kirkju 24. september síðast-liðinn. Þá tilkynnti Jóhann einnig að þrír lykil-starfs-menn hjá embættinu hefðu óskað eftir því að hætta störf-um frá sama tíma. Það eru Eyjólfur Kristjánsson, stað-gengill hans, Guðni Geir Jónsson, fjármála-stjóri embættisins, og Ásgeir J. Ásgeirsson starfs-manna-stjóri. Aðdragandi málsins er langur, en ákveðin kafla-skipti urðu í mars sl. þegar dóms-mála-ráðherra til-kynnti að hann hygðist skipta embættinu upp. Samskipti ráðu-neytisins og embættisins hafa síðan verið stirð. Hinn 8. september síðast-liðinn var lögreglu- og toll-stjóra tilkynnt sú ákvörðun dóms-mála-ráðherra að staða hans yrði auglýst er skipunar-tími hans rennur út 31. mars næst-komandi. Jóhann vill hætta Jóhann R. Benediktsson Morgunblaðið/Júlíus Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.