Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Pakistan | Nú hriktir í stoðum vináttu ríkjanna tveggja, þegar bandarískir hermenn ráðast inn Pakistan. Svipmynd| Með tilnefningu Joe Bidens sem varaforsetaefnis vonast Barack Obama til að ná til hvítu milli- og verkamannastéttarinnar, sem hann hefur átt erfitt með að vinna á sitt band. VIKUSPEGILL» Pakistan Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Þ að væri of mikið að segja að skollið væri á stríð á milli Bandaríkjanna og Pakistans, en í þrígang í þessum mánuði hafa átt sér stað skærur á landamærum Afg- anistans og Pakistans. Í öllum til- vikum er óljóst hvað gerðist, Banda- ríkjamenn segja eitt og Pakistanar annað. En það fer ekki á milli mála að það andar köldu og samband Bandaríkjamanna við nýja ráða- menn í Pakistan er annað en það var þegar Pervez Musharraf var við völd. Bandamenn í hár saman Í júlí undirritaði George W. Bush Bandaríkjaforseti leyfi til sérsveita Bandaríkjahers til að ráðast inn í þau svæði í Pakistan, þar sem talib- anar og Al-Qaeda hafa hvað mest ítök, án þess að leita leyfis pakist- anskra stjórnvalda. Bandaríkjamenn höfðu látið til skarar skríða í Pakistan á laun, en þegar Bandaríkjamenn réðust í heimildarleysi á þorpið Jala Khel í Wasiritstan í norðvesturhéruðum Pakistans 3. september brugðust pakistönsk stjórnvöld hart við og fyrirskipuðu að svara ætti með valdi reyndu Bandaríkjamenn að fara yfir landamærin frá Afganistan. Árásin beindist gegn for- sprökkum hryðjuverkamanna, en virðist hafa farið hrapallega úrskeið- is. Tuttugu manns féllu. Pakistönsk yfirvöld segja að Bandaríkjamenn hafi aðeins drepið óbreytta borgara, þar á meðal konur og börn. Þetta mannfall hefur vakið mikla reiði meðal almennings í Pakistans og andúð í garð samstarfs við Banda- ríkjamenn nær langt út fyrir raðir þeirra, sem styðja herskáa bókstafs- trúarmenn. Palestínskir hermenn hafa í þrí- gang skotið á Bandaríkjamenn, sem þeir sögðu að hefðu ætlað yfir landa- mærin, nú síðast á fimmtudag. Bandaríkjamenn hafa haldið árás- um sínum áfram, en beitt mann- lausum flugvélum, sem nefnast Predator. Pakistönsk yfirvöld segja að tólf manns hafi látið lífið í slíkri árás föstudaginn 12. september. Skömmu síðar hrapaði ein slík vél í Pakistan. Griðastaður öfgaafla og vígamanna Norðvesturhéruð Pakistans hafa verið griðastaður fyrir jihadista, tal- ibana og liðsmenn Al-Qaeda. Í þess- um héruðum eru samfélög pastúna, sem einnig eru stórt þjóðarbrot í Afganistan. Þegar Sovétmenn réð- ust inn í Afganistan fylltust norð- vesturhéruðin af afgönskum flótta- mönnum. Þar hafði andspyrnan gegn yfirráðum Sovétmanna einnig bækistöðvar og hlaut þjálfun og vopn með bandarískum stuðningi og pakistanskri milligöngu. Þar hlaut Bandamenn berjast  Árásir Bandaríkjamanna vekja úlfúð í Pakistan  Morðum á óbreyttum borgurum mótmælt  Hernum fyrirskipað að skjóta á bandaríska hermenn reyni þeir að fara yfir landamæri Pakistans Reuters Reiði Íslamistar í Pakistan mótmæla árásum Bandaríkjamanna og pakistönsku stjórninni. „Burt með Bandaríkja- menn, burt með Zardari“ stendur á borðanum.                                   Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is U nglingadráp í London eru orðin 27 talsins það sem af er árinu, og þar með einu fleiri en allt árið 2007. Craig Marshall, 19 ára, frá Hanbury Road í Acton, var sá tuttugasti og sjöundi í röðinni – og nítjándi unglingurinn, sem drepinn hefur verið með hnífi þetta árið. Annars konar morðvopn voru notuð við hin átta morðin. Marshall kom sjálfur helsærður af mörgum stungusárum á Acton- lögreglustöðina á fimmtudagskvöldið og var þegar í stað fluttur á sjúkra- hús, þar sem hann lést nokkrum tím- um síðar. Lögreglan hefur þegar handtekið tvo menn, tuttugu ára og tuttugu og eins árs, í tengslum við dauða Mars- hall, og telur sig vita hvar og hvenær ráðist hafi verið á hann. „Hann var góður krakki, ekki í neinni klíku,“ sagði móðir hans. Engu að síður rannsakar lögreglan hvort dauði Marshall tengist eiturlyfjum. Risavaxið verkefni Fyrr í vikunni hélt borgarstjórinn, Boris Johnson, fund með fjölskyldum ungra fórnarlamba ofbeldisverka. Markmið hans er að móta stefnu til að uppræta glæpi af þessu tagi, sem hann segir risavaxið verkefni og til að árangur náist þurfi margir að taka saman höndum og leggja á sig mikla vinnu. Um síðustu helgi gengu tvö þúsund manns um götur borgarinnar til að mótmæla því að ungt fólk gangi með hnífa á sér. Þá hefur Lund- únalögreglan hleypt af stokkunum auglýsingaherferð í sjónvarpi og út- varpi, sem gengur út á það sama. Vakin er athygli á hræðilegum afleið- ingum þess; hvernig eitt sekúndubrot sker úr um hvort viðkomandi grípur til hnífsins og leggur ekki aðeins líf fórnarlambsins í rúst, heldur sitt eig- ið og fjölskyldu sinnar. Skilaboðin eru skýr: Ef þú gengur með hníf getur þú átt eftir að iðrast þess alla ævi. Auk aðstandenda fórnarlambanna mættu starfsmenn slysadeildar King’s College sjúkrahússins og tals- menn ungmennasamtakanna Byggj- um brýr og Æskuupplýsing á fundinn með borgarstjóranum. Flókið er að henda nákvæmlega reiður á undirrótum skálmaldar- innar, sem geisar meðal ákveðinna hópa unglinga í borginni, og var ekki farið ýkja djúpt í þá sálma á fund- inum. Þó voru tíndir til nokkrir þætt- ir, sem gætu átt þátt í að ýta ung- lingi út í glæpi, svo sem brottvísun úr skóla, þrýstingur frá félögum og það að vera í klíku. Sterk fjöl- skyldubönd voru sögð besta for- vörnin. En ekki eiga öll ungmenni því láni að fagna og því getur oft far- ið á versta veg. Eitthvað fyrir stafni Á fundinum var lagt til að hvetja ungmenni til að gerast sjálf- boðaliðar við undirbúning Ólympíu- leikanna í London 2012, og leita leiða til að þau hefðu eitthvað fyrir stafni á kvöldin um helgar. „Allir, allt frá fjölskyldum sem hafa misst ástvini sína til lækna, sem meðhöndla hnífstungur til dómara, sem sækja sökudólgana til saka, hafa eitthvað fram að færa í þessum efnum,“ sagði Johnson og bætti við að hann ætlaði ekki eitt andartak að láta sem hann hefði öll svörin. Orð eru vissulega til alls fyrst. Og því fyrr sem gripið er í taumana því betra eins og íhaldsmaðurinn Dom- inic Grieve benti á í viðtali í BBC, breska ríkisútvarpinu, í júlí sl. þegar umræður höfðu eina ferðina enn Skálmöld unglinga í Lundúnaborg Eggvopn Á Íslandi verður hnífaburður sífellt algengari og þessir hnifar eru aðeins sýnishorn af öllum eggvopnunum sem lögreglan hefur lagt hald á. Stöðugt fleiri ganga með hnífa á sér og oft má lítið út af bera til að þeim sé beitt með fyrirsjáanlegum afleiðingum Glæpir Barátta Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum snýst um að vernda líf bandarískra borgara. Bandarísk stjórnvöld hafa gripið til ýmissa ráða í þeirri baráttu. En hvað má sú barátta kosta? Er hún þess virði að fella óbreytta borgara í afskekktu fjallahéraði í Pakistan? Yrði litið á það sem viðunandi fórnarkostnað ef bandarískir borg- arar ættu í hlut? Þessar spurningar eru vart ræddar, síst af öllu í bandarískri pólitík. Ákvörðun George W. Bush Bandaríkjaforseta frá því í sumar um að leyfa aðgerðir Bandaríkjahers í Pakistan án leyfis þarlendra stjórnvalda á sér forsögu. Rúmri viku eftir hryðjuverkin 11. september ávarpaði Bush Bandaríkjaþing: „Frá og með þessum degi munu Bandaríkjamenn líta á hverja þá þjóð, sem skýtur skjólshúsi yfir eða styður hryðjuverkamenn, sem fjand- samlegt land.“ Bandaríkjamenn höfðu áður varað pakistönsk stjórn- völd við afleiðingum þess að taka ekki þátt í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. „Skilaboðin til hinna nýju borgaralegu stjórnvalda og forystu hersins eru: Við höfum keypt öll þessi leikföng handa ykkur og ef þið notið þau ekki og gerið þessa hluti á þessum slóðum munum við gera þá fyrir ykkur,“ hafði blaðið Christian Science Monitor eftir nafnlausum embættismanni. Fordæmi eru fyrir svona árásum. Bill Clinton leyfði loftárásir á Írak 1993 og á Súdan og Afganistan 1998. Ronald Reagan gerði loftárásir á Líbýu 1986. Árásunum á Pakistan hefur verið líkt við ákvörðun Richards M. Nixons um að færa stríðið í Víetnam inn í Kambódíu. Þá gerði Bandaríkjaher fyrst árásir á laun í leit að griða- stöðum Norður-Víetnama og fyrir opnum tjöldum eftir 1969. Fordæmin eru til staðar, en hver er rétturinn? Með hvaða rétti?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.