Morgunblaðið - 28.09.2008, Page 6

Morgunblaðið - 28.09.2008, Page 6
6 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SAMEIGINLEGT íslenskt/norskt fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir Norð- austur-Atlantshafið gæti orðið væn- legur þáttur í hugsanlegum við- ræðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins (ESB) um aðild landanna tveggja að ESB. Þetta kemur fram í grein sem Þórólfur Matthíasson, prófessor við Hag- fræðideild HÍ og Sverre Jervell, gestafræðimaður hjá Norsk ut- enrikspolitisk institutt, rita í nýjasta tölublað Herðubreiðar. Báðir sátu þeir í starfsnefnd á vegum Norsk ut- enrikspolitisk institutt og Alþjóða- málastofnunar HÍ sem hafði það að markmiði að bera saman fisk- veiðistefnu Íslands, Noregs og sam- eiginlega fiskveiðistefnu Evrópu- sambandsins. Undanþágur ólíklegar Í grein sinni benda Þórólfur og Jervell á að Ísland og Noregur kunni að þurfa að endurskoða stöðu sína gagnvart ESB innan skamms. Bæði lönd eigi í umfangsmiklum við- skiptum með fiskafurðir á mörk- uðum ESB. Það sé því einboðið að hefji annað landið aðildarviðræður muni hitta landið þurfa að endur- skoða stöðu sína gagnvart ESB jafn- framt. Að sögn greinarhöfunda gætu löndin tvö samið um aðildarskilmála hvort fyrir sig. „[En við] teljum að meiri líkindi séu að viðunandi niðurstaða fáist í samningaviðræðum ef löndin sýna frumkvæði og leggja fram hug- myndir um nýtt fiskveiðistjórn- unarkerfi fyrir NA-Atlantshafið,“ segja greinarhöfundar og benda á að mun líklegra sé að ESB fallist á að fela svæðisráði stjórnun fiskveið- anna í NA-Atlantshafi en að Ísland fái umfangsmiklar og varanlegar undanþágur frá sameiginlegri fisk- veiðistefnu ESB. Benda þeir á að endurskoðuð fiskveiðistefna ESB, sem gildi tók um áramótin 2002- 2003, heimili að komið sé á svæð- isbundinni fiskveiðistjórnun. Vænlegast gegn ofveiði Á það er einnig bent að verði Ís- land og Noregur meðlimir í ESB muni landaður afli á Evrópusam- bandssvæðinu nánast tvöfaldast að magni til. Innan vébanda stækkaðs ESB yrði því einhver öflugasti og stærsti fiskveiðifloti veraldar. „Stór- veldi [...] verða að ganga á undan með góðu fordæmi. Stækkun fisk- veiðigeirans í ESB við hugsanlega inngöngu Íslands og Noregs í sam- bandið myndi því að okkar áliti verða til þess að auka vægi þeirra sem leggja áherslu á að fiskveiðistjórnun ESB sé rekin á ábyrgum og fagleg- um grundvelli. Í aðildarviðræðum hlytu Ísland og Noregur að þurfa að leggja áherslu á að auðvelda stækk- uðu ESB að vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar um fiskveiðistjórnun.“ Höfundar gera að umtalsefni ótta margra við það að sameiginleg fisk- veiðistefna ESB geti leitt til ofveiði. „Ísland og Noregur gætu þá bent á að með því að flytja ábyrgð á nýtingu fiskistofna í NA-Atlantshafi til svæð- isstjórnarráðsins væri verið að koma í veg fyrir að fiskistofnar í norðri hlytu sömu örlög og þorskstofnar í Norðursjó og við Nýfundnaland.“ Eining Íslands og Noregs Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fiskar Að mati greinarhöfunda myndi sameiginlegt íslensk/norskt fisk- veiðistjórnunarkerfi fyrir NA-Atlantshafið vera besta lausnin gegn ofveiði. Í HNOTSKURN »Noregur hefur í tvígangsótt um aðild að ESB. »Samningar um fiskveiðarreyndust erfiðir og flóknir í bæði skiptin. »Norsk stjórnvöld kröfðustvaranlegrar undanþágu frá sameiginlegri fisk- veiðistefnu ESB. » Ísland hefur ekki sóst eftiraðild að ESB og hefur því ekki reynslu af viðræðum. Hugsanleg lausn á sjávarútvegsvand- anum við aðild að Evrópusambandinu ÖRNÓLFI Thorlacius voru á Vísindavöku Rannís nú fyrir helgi veitt verðlaun Rannís fyrir framlag til vís- indamiðlunar. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt, en samkvæmt upplýsingum frá Rannís er mark- miðið með verðlaununum að vekja athygli á mikilvægi þess að miðla þekkingu á vísindum og vísindastarfi til samfélagsins og styðja við þá sem sýnt hafa frumkvæði og verið í fararbroddi við miðlun vísinda. Í niðurstöðu dómnefndar er á það bent að Örnólfur hafi um langt árabil unnið ötullega að því að miðla ótal sviðum náttúruvísinda til almennings með mjög fjöl- breyttu efni fyrir sjónvarp, útvarp, dagblöð og tímarit auk útgáfu fjölda bóka. Örnólfur kenndi um árabil náttúruvísindi við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hann átti mikinn þátt í að byggja upp fyrstu náttúrufræði- brautina við framhaldsskóla hérlendis. Hann hefur skrifað fjölda kennslubóka og verið afkastamikill við nýyrðasmíð. Hann var fyrsti umsjónarmaður sjón- varpsþáttarins „Nýjasta tækni og vísindi“. Örnólfur hefur lagt mikla áherslu á að fræða almenning og þá sérstaklega yngsta fólkið með skrifum sínum, einkum í tímaritinu Náttúrufræðingnum. silja@mbl.is Örnólfur Thorlacius verðlaunaður á Vísindavöku Morgunblaðið/Kristinn Ötull í miðlun vísindanna  Átti stóran þátt í að byggja upp fyrstu náttúrufræðibraut- ina við framhaldsskóla hérlendis  Mikill nýyrðasmiður Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞAÐ skiptir öllu máli að varðveita þá sérstöðu sem Ísland hefur við tungumála- kennslu, en hér á landi hefur lengi verið lögð áhersla á að nemendur öðlist góða kunn- áttu í a.m.k. þrem- ur tungumálum, en ekki tveimur eins og er víðast hvar í nágrannalöndum okkar. Einnig þurfi að huga að auknu vali, t.d. Asíumálum. Þetta kom fram á málþingi sem haldið var á evrópska tungumáladeginum. UNESCO hefur útnefnt árið í ár al- þjóðlegt tungumálaár. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra var á tungumáladeginum stödd á ráðstefnu í París og Vigdís Finnbogadóttir sækir einnig alþjóð- lega ráðstefnu í París í næstu viku í tengslum við tungumálaárið. Þurfum að varðveita sérstöðu Íslands í tungumálakennslu Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, segir engan vafa leika á að kunnátta í ensku skipti miklu máli, en hún sé ekki nægjanleg ein og sér. Hér á landi hafi kennsla í ensku verið aukin á seinni árum en á sama tíma hafi áherslan á aðrar tungur, t.d. dönsku, orðið minni. Af þessu hafi menn áhyggjur. Þá hafi kennsla í þriðja tungumálinu ekki eins mikið vægi nú og áður. Ekki er búið að birta nýja námsskrá fyrir grunn- og framhalds- skóla, en verið er að vinna í þeim mál- um. Auður segist vonast eftir að í nýj- um námsskrám verði þess gætt að varðveita sérstöðu Íslendinga varð- andi þriðja tungumálið og að áfram verði lögð áhersla á haldgóða þekk- ingu í dönsku vegna tengsla við Norð- urlönd. Auður segir að það sé kannski erfitt að mæla með skýrum hætti ár- angur af þeim áherslum sem við höf- um haft í tungumálakennslu. Það sé hins vegar enginn vafi að þekking á þriðja tungumálinu skipti miklu máli fyrir tækifæri einstaklinga til náms og starfa, sem og fyrir atvinnulífið. Það víkki ennfremur okkar menning- arlegu sýn að læra fleira en bara ensku. „Það skiptir miklu máli að hafa eitt- hvað haldgott í farteskinu þegar lagt er af stað út í heim og þá skiptir þekk- ing í t.d. þýsku, frönsku eða spænsku sem aflað er í grunn- og framhalds- skóla miklu máli,“ sagði Auður. Þeir sem búa yfir tungumálakunnáttu og menningarlæsi séu naskir á að sjá tækifæri víða um lönd. Í því felist mikil verðmæti. Kunnátta í ensku ekki nóg Í ár er alþjóðlegt tungumálaár Í HNOTSKURN »Evrópski tungumáladag-urinn var haldinn 26. sept- ember. Markmiðið með deg- inum er fyrst og fremst að vekja athygli á þeim fjöl- mörgu tungumálum sem töluð eru í Evrópu og fagna menn- ingarlegum fjölbreytileika. » Til evrópskra mála teljastyfir 200 tungumál, u.þ.b. 3% af tungumálum heimsins. Með auknum fjölda innflytj- enda hefur tungumálaflóran aukist talsvert. Samt sem áður segjast 44% (samkvæmt könn- un í febrúar 2006) þegna Evr- ópusambandsins aðeins kunna sitt eigið móðurmál. Auður Hauksdóttir SKÁTAR munu í dag hylla Björg- vin Magnússon, fyrrverandi skólastjóra á Jaðri og skáta- foringja, á 85 ára afmæli hans og um leið 70 ára skátaafmæli Björgvins. Skátar halda sínum aldna skátaforingja afmæl- ishóf á Úlfljótsvatni og hefst at- höfnin með fánaathöfn kl. 13. Skát- ar og aðrir velunnarar Björgvins eru hvattir til að mæta. Boðið verð- ur upp á staðarskoðun og báts- ferðir á Úlfljótsvatni. Afmælishóf verður síðan haldið í Strýtunni, samkomuhúsi staðarins, og verða bornar fram veitingar. Björgvin Magnússon var um ára- tugaskeið staðarhaldari, skólastjóri og stjórnandi margra foringja- námskeiða að Úlfljótsvatni. Auk þess var hann lengi vel einn helsti forsvarsmaður Gilwell-þjálfunar á Íslandi sem er alþjóðlegt for- ingjaþjálfunarkerfi sem Baden Powell stofnaði til snemma á síð- ustu öld, á upphafsárum skáta- hreyfingarinnar. Björgvin hefur með starfi sínu markað merk spor í sögu skátastarfs og uppeldismála á Íslandi. Fyrir það hefur hann m.a. hlotið íslensku fálkaorðuna og silf- urúlfinn, æðstu orðu íslenskra skáta, segir í fréttatilkynningu frá Gilwell-hringnum á Íslandi. Hylltur á 70 ára skáta- afmælinu Björgvin Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.