Skinfaxi - 01.10.1934, Qupperneq 7
SKINFAXL
87
fjörlega atvinnugrein, sveitapiltarnir voru álitnir
herðalotin dusilmenni, og „sveitamaður“ varð skamm-
aryrði*). Húsgögn bændanna og búsáhöld, sagnir
þeirra og söngvar, var flutt i söfnin. Allt átti að verða
nýtt og tízkunni samkvæmt.
Brátt reis það upp sem lífsköllun fyrir sveitaung-
menni nútímans, að befja landbúnað og sveitalíf í æðra
veldi. Með dugnaði einstaklingsins og samvinnu fjöld-
ans viija unglingarnir gera sitt til styrktar og hagsbóta
atvinnuveginum, sem þeir liafa erft af feðrum sínum.
Með lotningarfullri rannsókn hinnar gömlu sveitamenn-
ingar og með bagnýtingu dýrmætra menningarverð-
mæta nútímans vill sveitaæska líðandi ára reisa menn-
ingarbyggingu framtíðarinnar sterka frá grunni og
sniðna jafnframt eftir kröfum tímans. Að þessu tak-
marki vinnur „Jordbrukarungdomens förbund“ (J. U.
F.) í Sviþjóð, „Noregs ungdomslag“ i Noregi, ýmsar
æskulýðslireyfingar í Danmörku og Finnlandi, og um-
fram alll bin framannefnda, raunhæfa æskulýðsstarf-
semi, sem komin er frá Ameriku.**)
Unglingurinn er settur, eða, við skulum viðurkenna
það undireins, hann kemur sér fyrir sjálfur inni í
sjálfu lifandi lífinu sem leiguliði á dálitlum landlietti.
Nú er um að gera að koma dálillu stofnfé skynsamlega
fyrir í fyrirtækinu sínu: landleigu, útsæði, áburði og
vinnukostnaði — já, svo skynsamlega og með svo mik-
illi þekkingu, að hagnaðurinn verði góður. Ungmenna-
ráðunauturinn — en J. U. F. hefir þá fastráðna í mörg-
um héruðum -— gefur honum ráð og leiðbeiningar, svo
að allt, sem hann gerir, stefni að réttu marki. Allt, sem
*) Sbr. „sveitó'1 í Reykjavík! — Þýð.
**) Hér á landi vinnur IJ. M. F. í. að þessu marki. En deyfð
félagsdeildanna bendir á, að íslenzkri sveitaæsku sé það ckki
meira en svo ljóst, Enda erum vér cnn ekki lengra komnir en
svo, að áhöfn islenzka landbúnaðarskipsins er nú sem óðasl
að „Útra i bátana“. — Þýð.