Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1934, Síða 24

Skinfaxi - 01.10.1934, Síða 24
104 SKINFAXI Inn í afdalinn. — Úr dagbók. — I dag eru allar hendur á loí'ti og hver liefir nóg á sinni könnu og meira en það. Nú á að reka féð á af- rétt, laugardaginn fyrsta í júlí. I dag er líka hærinn á Gili mannlaus tímum saman, en fjárréttin er full — full af fé og fólki. Þangað vildu allir komast til þess að sjá safnið áður en það er rekið burtu þangað sem það á að una sumarmánuðina sem i liönd fara. Nú er lokið að mestu umstangi öllu og undirhúningi. Síðuslu ærnar hafa vcrið rúnar. Ullarhingurinn liggur við réttarvegginn. Og lömbin hafa verið handsömuð eitt og eitt til þess að ganga úr skugga um, að mörkin séu nú eins og þau eiga að vera, því að annars gætu litlu vesalingarnir lent á hrakning um haustið — ef til vill tapazt fyrir fullt og allt. — Safninu er hleypt úl úr réttinni. Hávaðinn keyrir úr öllu liófi fyrsl í stað. Það heyrist ekki mannsins mál, því að jarmurinn yfirgnæfir allt annað. En innan skamms kemst nokkur lcyrrð á. Fénu er beitt um stund í nesinu niður við ána. Þar á það að fylla sig og livílast. Og þar finna lömbin aftur mæður sínar — að minnsta kosti mörg þeirra. — Þetta er einn hinn fegursti dagur sumarsins, þessa fagra sumars, sem nú liefir sett merki sitt hvarvetna: Hafgolan streymir inn yfir landið, og grasið bylgjast fyrir blænum. Geislar hádegissólarinnar glampa og glóa á vatninu litla í miðjum dalnum, og hafgolan gárar það lítið eitt. Nú er sól yfir landi og varla ber skugga á nokkursstaðar. Jafnvel hamrarnir hrikalegu i fjöllun- um vestan megin dalsins eru nú laugaðir i skini sum- arsólarinnar, hjörgin sem oftast eru þó svo þögul og þunghúin, að það er sem þau lirindi frá sér öliu því,

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.