Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1934, Page 30

Skinfaxi - 01.10.1934, Page 30
110 SIvINFAXI og lítum dálítið í kringum okkur. Við höfum ekki komið áður á þennan stað og þarna erum við þvi að kanna ókunnuga sligu. Fyrst lítum við á bæjarrúst- irnar. Bærinn hefir verið litill og byggður í gömlum stíl. Veggirnir standa enn að mestu, en þó eru skörð komin í þá liér og þar. Bæjardyr liafa snúið á móti austri, skemma til iiægri handar þegar inn er geng'ið. Löng göng hafa verið til baðstofu, búr til vinstri hand- ar en eldhús til hægri. Ot úr eldhúsinu hefir verið of- urlítill kofi. Til livers mundi liann hafa verið notað- ur? Jú, við sjáum það. Hann hefir verið byggður yfir bæjarlækinn, svo að innangengt hefir verið í vatns- bólið i vetrarhörkunum. Það voru þá þægindi, þótt i smáum stíl væri. Baðstofan hefir verið litil og aðeins eitt herbergi. Þar hafa í mesta lagi verið fjögur rúm. — Fjós hefir vérið undir palli, og „þar liafa þeir haft liitann úr“. Við skoðum túnið, það er lítið og alll þýft að lieita má. 1 mesta lagi liefir það fóðrað eina kú. Fáein tóttar- brot standa hingað og þangað um túnið. Þarna licfir verið lieslhús, á öðrum slað lambhúskofi, þriðja tótt- in er rústir af ærliúsi o. s. frv. Öll eru þau fallin fyrir iöngu og veggir vallgrónir. Áin rennur neðan við túnið. Við göngum fram á brekkubrúnina, ofan við ána. Hún rennur þarna í þröngu gili og djúpu. Hún er nú grunn. Allur vorvöxt- ur er nú um garð genginn. Stórgrýtið stendur upp úr strengjunum liingað og þangað. Eyðikot. — — Vísl licfir það sína sögu að segja. En hún er nú orðin gömul og sjálfsagt mörgum gleymd. Þelta er saga þrauta og baráttu, baráttu við ósigrandi erfiðleika oft og tíðum, saga þeirra maniia sem sjaldan áttu sigri að lirósa, þvi miður, en lutu oftar í lægra íialdi fyrir ofureflinu. — Og þó voru þeir þrekmenn, bændurnir þarna iiíni í afdalnum, ]ieir sem bjuggu í kotinu litla, Iiver eftir

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.